Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hömlur keyptu bílana og settu upp bílasölu og seldu alla bílana! Þannig slapp Lands- bankinn frá viðskiptun- um við Jötun hf. án þess að tapa. boðin og raftækjadeildin voru seld til Fálkans og nú síðast seldi Lands- bankinn fóðurdeild fyrirtækisins til Mjólkurfélags Reykjavíkur og Fóð- urblöndunnar og þar með var starf- inu við að leysa upp Jötun og selja einingar lokið. Fyrirtækið hætti við svo búið starfsemi og fór í nauða- samninga. Enn er unnið að því að tryggja hag Landsbankans að því er varðar skuldir og ábyrgðir Goða hf. innan Hamla, en málefni hans hafa' verið í biðstöðu um nokkra hríð hjá Lands- bankanum. Landsbankinn áætlar að miðað við stöðu mála í dag, hafi bankinn afskrifað vegna Goða um 10 milljónir króna, en ekki sé útséð um það, hvort takist að tryggja að bankinn tapi engu á viðskiptunum við Goða. Þar kemur til með að hafa áhrif, hvort samningar takast á milli Hamla og Kaupfélags Borg- nesinga, um að kaupfélagið komi þar inn og kaupi hlut Hamla. Þær eignir sem Hömlur hf. eiga eftir að selja fyrir Landsbankann, eru þær eignir sem voru í Regin hf. við yfirtökuna, þ.e. eignarhlut- inn í íslenskum aðalverktökum og Sameinuðum verktökum og Holta- garðar. Einnig eru eftir í vörslu Hamla, hluti þeirra eigna sem voru í Kirkjusandi hf., svo sem eignar- hluti í ákveðnum sjávarútvegsfyrir- tækjum, þótt búið sé að selja hluta þeirra eigna. Holtagarðar eru leigðir út til 10 ára og bankinn fær með leigutekj- um viðunandi arð af eigninni. Bank- inn áætlar að honum muni takast að gera sér mun meiri fjármuni úr sölu Holtagarða, en hingað til hefur verið talið unnt. Stærstu verkefnum lokið Það sem framundan er hjá Höml- um hf. og samstarfsfélögum er að ljúka því verkefni sem hófst haust- ið 1992, ásamt fjölda smærri verk- efna, sem nú eru til vinnslu innan félagsins. Bankinn metur það svo, að aðalstarfi félagsins og sam- starfsfélaga í stærri málum bank- ans sé lokið. Af því sem fram hefur komið í þessum greinarflokki um undirbún- ingsstarf Landsbankans og starf Hamla sérstaklega, er ljóst að þessi aðferð bankans við að gæta hags- muna sinna, með eignayfirtöku og eignasölu, hefur sannað ágæti sitt. Því var ekki að undra, þegar bankinn breytti starfsreglum fyrir Hömlur á þann veg að félagið mætti almennt ráðast í eignayfir- töku á vegum Landsbankans, þegar þurfa þætti og tryggja síðan hags- muni bankans eftir megni með eignasölu. Þannig er komin ný og ákveðin verkaskipting á milli félaganna, Hamla, Rekstrarfélagsins, Kirkju- sands og Regins hf. Hömlur hf. starfa sem yfirfyrirtæki yfir hinum félögunum þremur. Rekstrarfélag- ið hf, sér um fasteignir og lausafé og Kirkjusandur hf. annast skip, sjávarútvegsfyrirtæki og þess háttar og Reginn hf. annast hluta- bréf í eigu Landsbankans og eign- arhluti. Þótt Sambandsmenn horfi með vissum söknuði um öxl, er þeir líta til þess tíma þegar Sambandið var og hét í öllu sínu veldi, velti tugum milljarða króna og hafði tugi þús- unda félaga innan sinna raða, er ekki laust við að ákveðins stolts gæti einnig í máli þeirra þegar þeir ræða um endalok Sambandsins og skuldauppgjör þess við innlenda sem erlenda lánardrottna. Rifja þeir upp að í árslok 1988 námu skuldir Sambandsins 13,5 milljörðum króna en í dag, þegar nauðarsamningar Sambandsins eru á lokastigi, hljóði þeir upp á 364 milljónir króna. Sambandið hafi átt 90 milljónir króna upp í þá samn- inga þegar þeir hófust. Glaðastir virðast Sambandsmenn vera yfir þeirri staðreynd að 93 ára sögu Sambandsins lýkur án þess að til gjaldþrots Sambandsins sem slíks hafi þurft að koma. Sambandsmenn sáttir Sambandsmenn lýsa þeim samn- ingum sem tókust á milli Lands- bankans og þeirra í fundalotunni í október og fram í nóvember 1992 sem „Bona Fide“ samningum. Þeir séu sáttir þegar þeir líti til baka og það sé alls ekki hægt að segja að niðurstaða samninganna hafi verið á þá lund að Landsbank- inn hafi hlunnfarið þá, þótt vissu- lega hafi þeir ekki verið alls kostar ánægðir með niðurstöðu allra mála. Það sé nú einu sinni eðli slíkra samninga, að á ákveðnum sviðum verði menn að gefa eftir, báðir aðil- ar, annars náist ekki samkomulag. Jafnframt virðast Sambands- menn telja að um 75% þeirra við- skipta sem Sambandið stóð fyrir, þegar það var og hét, séu enn við lýði, bara í höndum annarra og undir stjórn annarra. Það telja þeir vera ánægjulegt og segja auðveld- ara að sætta sig við endalok Sam- bandsins sem slíks þegar vitneskjan um það sé fyrir hendi að starfinu sé með einum eða öðrum hætti haldið áfram. Reyndar virðist það einkenna afstöðu beggja aðila, þegar horft er til baka, að þeir séu ánægðir með þá samninga sem tókust og lyktir flestar. Sambandsmenn lýsa ákvörðun Landsbankans á þann veg að hún hafi verið djörf og stórhuga Landsbankamenn lýsa yfír ánægju sinni með málalok, ekki sist það að gifturíkt starf Hamla hf. og tengdra eignaumsýslufélaga bank- ans sem undir Hömlur heyra, á undanförnu tveimur og hálfu ári, hafi, vægt áætlað, forðað Lands- bankanum frá fleiri hundruð millj- óna króna tapi. Þetta mat sitt hafa þeir í Lands- banka nýlega fengið staðfest í greinargerð Löggiltra endurskoð- enda hf. Endurskoðendurnir telja unnt að fullyrða að verulegum fjár- munum hafi verið bjargað með bein- um aðgerðum eignaumsýslufélaga Landsbankans, bæði Hamla hf. og Regins hf. Stöðu bankans í erfiðum málum telja endurskoðendurnir að hafi verulega tekist að bæta til frambúðar og að árangur af starfi eignaumsýslufélaganna mælist í hundruðum milljóna króna. Tilgangur Hamla að eyða sjálfum sér Eðli málsins samkvæmt er til- gangur eignarhaldsfélags eins og Hamla, í eigu Landsbanka íslands, að eyða sjálfu sér, þ.e.a.s. að selja allt sem þörf er á að selja, þannig að félagið verði verkefnalaust. Þannig væri félagið búið að tryggja hag bankans. En þeir í Landsbank- anum telja að félagið muni starfa um eitthvert árabil enn, þótt verk- efnin sem í verður ráðist verði, sem betur fer að mati bankans, engan veginn jafnstór og brýn og blöstu við Hömlum haustið 1992. Þótt hér hafi verið rakin sagan á bak við tjöldin, eins og hlutirnir gerðust, þegar Landsbankinn ákvað að ekkert nema eignayfirtaka á eig- um Sambandsins gæti forðað bank- anum frá stórkostlegu tjóni, þá munu enn líða einhver ár áður en hægt verður að segja til um það með nokkurri vissu, hversu miklu bankinn tapaði í raun og veru á lokauppgjöri sínu við Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Þar skiptir ekki minnstu hversu mikil verð- mæti bankanum tekst að gera sér úr hlut sínum í íslenskum aðalverk- stökum, Sameinuðum verktökum og Holtagörðum. HEILBRIGÐISRÁÐUIUEYTIÐ heldur því fram að tilvísanaskyldan sé í þágu sjúklinga PETTA ErMNGT Það er ekki í þágu gamals fólks og lasburða að fara tvær ferðir í stað einnartil að komast til læknis, fyrst á heilsugæslustöðina og síðan til Tilvísanaskyldan er fjandsamleg sjúklingum sem eiga erindi við sérfræðinga EFTIRTALDIR LÆKNAR MUNU EKKI STARFA SAMKVÆMT TILV í S A N A KE RFIN U: SKURÐLÆKNAR Guðmutidur Bjamason Gunnar Gunnlaugsson Halldór Jóhannsson Haraldur Hauksson Höskuldur Kristvinsson Jóhannes M. Gunnarsson Jón Níelsson Jón Hannesson Kjartan G. Magntísson Leijur Bárðarson Magnús Kolbeinsson Páll Gíslason Shreekrishna S. Datye Sigurgeir Kjartansson Theódór Sigurðsson Tómas Jónssoti Tryggvi Stefánsson Þorvaldur Jónsson Þráintt Rósmundsson Þórarinn Arnórsson LYFLÆKNAR Unnur Steina Björnsdóttir Vilhelmína Haraldsdóttir Þórarinn Gíslason Þórður Harðarson Þorsteinn Blöndal Þorkell Guðbrandsson Þórarinn Gíslason LYTALÆKNAR Guðmundur M. Stefánsson Jens Kjartansson Knútur Björnsson ÓlafiirJ. Ó. Einarssoti RafiiA. Ragnarsson Sigurður E. Þorvaldsson Þórir S. Njálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.