Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 21 ERLENT Reuter MARTIN Landau og Dianne Wiest voru valin bestu leikarar í aukahlutverkum en Tom Hanks og Jessica Lange hlutu verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í aðalhlutverkum. * Hanks hlýtur Oskar annað árið í röð Los Angeles. Reuter. KVIKMYNDIN „Forrest Gump“ hlaut alls sex óskarsverðlaun við verðlaunaafhendingu banda- rísku kvikmyndaakademíunnar í fyrrinótt. Tom Hanks, sem fór með hlutverk Gump, var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki annað árið í röð en það hefur ekki gerst í áratugi. Þá hlaut leikkonan Jessica Lange önnur óskarsverðlaun sín, að þessu sinni sem besta leikkona í mynd- inni „Blue Sky“. Sú mynd sem næstflestar tilnefningar hlaut, „Pulp Fiction", fékk ein verð- laun, fyrir besta frumsamda handrit. „Forrest Gump“ hlaut alls þrettán tilnefningar og áttu margir von á að hún hlyti enn fleiri verðlaun. Efnið ætti enda að höfða til flestra Bandaríkja- manna, saga þjóðarinnar síðustu áratugi séð með augum einfeld- ingsins Forrest Gump. Hún var valin besta kvikmyndin, verð- launin fyrir bestu leikstjórn féllu í skaut Robert Zemeckis, Tom Hanks var valinn besti leikarinn auk þess sem myndin fékk verð- laun fyrir besta handrit unnið upp úr áður birtu efiii, klippingu og tæknibrellur. A síðasta ári var Hanks valinn besti leikarinn fyrir frammistöðu sína í „Philadelphia“ þar sem hann fór með hlutverk eyðnisjúklings. Tæpir sex áratug- ir eru liðnir frá því að leikari fékk síðast óskarsverðlaun tvö ár í röð en það var Spencer Tracy sem fékk verðlaunin 1937 og 1938. Jessica Lange hefur sex sinnum hlotið tilnefningar til ósk- arsverðlauna og einu sinni hlotið þau áður, árið 1982 fyrir auka- hlutverk í myndinni „Tootsie“. Besti leikari í aukahlutverki var valinn Martin Landau fyrir hlutverk sitt í „Ed Wood“ en besta leikkona í aukahlutverki Dianne Wiest fyrir frammistöðu sína í „Bullets over Broadway" og er það í annað sinn sem hún hlýtur óskarsverðlaun. Besta er- lenda myndin var valin rússneska myndin „Sólbruni". STEVEN Spielberg afhenti kollega sínum Robert Zemeckis verðlaun fyrir bestu leikstjórn. LEIKSTJÓRINN Quentin Tarantino og handritshöfund- urinn Roger Avery ávarpa gesti á óskarshátíðinni. Deilt um athugun á NATO- aðild Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. THAGE G. Peterson varnarmála- ráðherra Svía er mótfallinn tillögum Hægriflokksins og Þjóðarflokksins um að þingnefnd, sem vinnur að skýrslu um sænska varnarstefnu, eigi einnig að huga að afleiðingum aðildar Svía að NATO. Fyrir skömmu lagði fulltrúi Hægriflokksins í nefndinni til að nefndin gerði úttekt á kostum og göllum og afleiðingum aðildar Svía að NATO. Nú hefur Maria Leissn- er, nýkjörinn formaður Þjóðar- flokksins, tekið undir þessa hug- mynd á þeim forsendum að nefndin eigi að gera úttekt á öllum hliðum sænskrar varnarstefnu. Thage G. Peterson varnarmála- ráðherra segir að þar sem þingið hafi þegar lýst yfir vilja til að Svíar standi utan hernaðarbandalaga, sé ástæðulaust að huga að NATO- aðild. Þegar þingið kemur saman í haust verður það í síðasta lagi að samþykkja nýja varnarstefnu, sem verður að vera ljós í tæka tíð fyrir ríkjaráðstefnu ESB 1996. ♦ » ♦ Lömunar- veiki útrýmt? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. METNAÐARFYLLSTA heilsu- verndarátak, sem nokkru sinni hef- ur verið lagt í, stendur nú fyrir dyrum. Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in, WHO, hyggst gera átak til að útrýma lömunarveiki í heiminum, í samvinnu við ýmsar alþjóðastofn- anir, m.a. UNICEF, Barnasjóð Sameinuðu þjóðanna og alþjóða Rotary-hreyfinguna. Teikn eru á lofti um að raunsætt sé að trúa því að í raun takist að útrýma lömunar- veiki, að því er J.E. Asvall, svæðis- stjóri WHO í Evrópu, sagði á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn. í Færeyjum SNJÓFLÓÐ eru ekki algeng í Færeyjum en þó féllu þar nokkur í síðustu viku. Á veginum við Skálabotn fyrir sunnan Væla- knúka tók eitt flóðið með sér bíl út af veginum og handleggsbrotn- aði bílstjórinn. Flóð hafa fallið á veginn fyrir sunnan Kaldbaks- göngin og á Langasandi og einnig í Sundi í Kollafirði þar sem veru- legar skemmdir urðu á tveimur kjallaraíbúðum og bifreið. Óvenju- mikið fannfergi hefur verið í Færeyjum í vetur en yfirleitt fest- ir þar varla snjó nema í fjöllum. Bandaríkjamenn hvetja til banns á olíuviðskipti við Líbýu Dræniar undirtekt- ir í Evrópuríkjum London. Reuter. LITLAR breytingar urðu á olíumörkuðum í gær þrátt fyrir áskorun bandarískra stjórnvalda um að alþjóðlegt bann yrði sett á olíuvið- skipti við Líbýu. Telja sérfræðingar afar ólíklegt að Bandaríkjastjórn muni hljóta stuðning við þessar aðgerðir, síst af öllu frá Evrópuríkjum sem mörg hver kaupa töluvert magn af olíu af Líbýumönnum. Fyrstu viðbrögð Evrópuríkjanna bentu til að þessi yrði raunin. Bandarískur embættismaður sagði í gær að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hygðist herða enn við- skiptaþvinganir gagnvart stjórn- völdum í Líbýu til að neyða þau til að framselja tvo Líbýumenn sem sakaðir eru um að hafa sprengt þotu Pan Am flugfélagsins yfir skoska bænum Lockerbie í desem- ber 1988. Hafa bandarísk stjórn- völd skorað á Sameinuðu þjóðirnar að leggja viðskiptabann á Líbýu. „Það eru ákaflega litlir möguleik- ar á því að viðskiptabann nái fram að ganga,“ sagði Geoff Pyne, sér- fræðingur í pliuviðskiptum hjá UBS í London. „Ég held að olíuiðnaður- inn taki hugmyndir um viðskipta- bann ekki alvarlega." Annar sérfræðingur benti á það að um 90% allrar olíuframleiðslu Líbýu væri seld til Evrópu. Líbýy- menn framleiða um 1,2 milljónir Dimmalætting MYNDIN er af smáspýju á veginum við Leynarvatn. „ Honse (7 \ bouillon ^ bouillon Svine 3 kodkraft kodkraft sovs Alt-i-én terning -med smag, kuler og jævning Gronsags bouillon Lamb STOCK CUBES Klar bouillon ________ Sveppa- kraftur fata á dag. Stærsti kaupandinn er Ítalía sem kaupir 500.000 föt af hráolíu, Þjóðverjar sem kaupa 250.000 föt og svo Spánverjar og Grikkir. Virða flugbann að vettugi Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, sagði í gær að Líbýumenn myndu hefja pílagrímaflug til Saúdí-Arabíu á næstu mánuðum, þrátt fyrir bann SÞ við flugi til og frá Líbýu, sem sett var í kjölfar þess að Líbýumenn neituðu að framselja mennina sem grunaðir eru um Lockerbie-tilræðið. Hingað til hafa pílagrímar frá Líbýu ferð- ast landleiðina úr landi og flogið frá nágrannaríkjunum til Mekka. Sagði Gaddafí að Líbýumenn íhug- uðu að segja sig úr SÞ vegna flug- bannsins á landið. Alltaf uppi á teningnum! kraftmikið og gott bragð! YDD A F t 4 . t 7/S IA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.