Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 23 EIN myndanna á sýningunni. Ljósmynda- sýning í Listhúsi39 NU stendur yfir ljósmynda- sýning Jean-Yves Courage- ux, en hann er Frakki sem búsettur hefur verið hér á landi síðastliðin 15 ár. Myndirnar eru allar úr ferðum til suðurhluta Alsírs þar sem Jean-Yves ólst upp til 12 ára aldurs og hefur hann mörg undanfariin ár farið þangað sem fararstjóri með hópi ferðamanna. Sýningin stendur yfir til 17. apríl og er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. ÞORGEIR Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson, Árni Friðriksson og Rún- ar Lund í Fáfnismönnum. Hugleikur sýnir leik- verkið Fáfnismenn ÁHU G ALEIKFÉLAGIÐ Hugleikur hyggst frumsýna leikverkið Fáfnismenn í Tjarnarbíói 31. mars næst- komandi, önnur sýning verð- ur síðan 2. apríl. Fáfnismenn er sjálfstætt framhald Stú- tungasögu og eins og hún, tilraun til nýrrar söguskýr- ingar. I kynningu segir: „Hvað höfðu forvígismenn sjálf- stæðisbaráttunnar fyrir stafni á þrálátum kráarsetum í fyrrum höfuðstað íslands, Kaupmannahöfn? Hvernig og afhveiju endurheimtu íslend- ingar sjálfstæði sitt? Eins og vant er geta höfundar alls ekki haldið sig við efnið og lenda út um holt og móa með söguþráðinn og persónurnar fylgja hjálparvana í kjölfar- ið.“ Höfundar verksins eru Ár- mann Guðmundsson, Hjördís Hjartardóttir, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggva- son og leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. París brennur KVIKMYNPIR Háskólabíö: Ilinsegin bíódagar PARÍS BRENNUR („PARIS IS BURNING") Leikstjóri Jennie Livingstone. Hand- rit Jennie Livingstone. Kvikmynda- tökustjóri Paul Gibson. Klipping Jon- athan Oppenheim. Leikendur Dorian Corey, Paris Dupree, Willi Nii\ja, Kim Pendavis, ofl. Bandarísk. Pre- stige/Miramax 1991.. EIN þriggja, langra mynda sem sýndar eru á kvikmyndahátíð homma og lesbía Hinsegin dögum, er heimildarmyndin París brennur, og gæti titillinn höfðað til þeirra hitamála sem samkynhneigðir þurfa öðrum fremur að kljást við hvers- dagslega. París brennur er tekin í New York árið 1987. Grófar hreyf- ingar tökuvélarinnar fylgja eftir þátttakendum í búningakeppni klæðskiptinga, „drag“- drottninga. Sem skreyta sig með öllu frá strúts- fjöðrum, pelli og purpura næturfiðr- ilda Las Vegas til staffírugra ein- kennisbúninga landgönguliða flot- ans, ímyndar karlrembunnar. Á milli er fléttað viðtölum við sýningarfólk- ið, viðhorf þess til lífsins og tilver- unnar, reynt að skyggnast bak við andlitsfarðann, sem getur verið ansi þykkur og litríkur í sumum tilfellum. í sýningarskrá segir; „Með því að klæðast fötum sem öðrum voru ætl- uð er einfaldlega verið að leika sér að lífinu og möguleikum þess. Að baki liggur ólgandi húmor næt- urdrottninganna sem njóta þess svo um munar að gefa alvörudrottning- um langt nef.“ Er þetta allur sann- leikurinn? Við sjáum hóp af meira og minna örvingluðu fólki sem er að beijast við að vera viðurkennt, beijast við að hasla sér völl á eins- konar gráu svæði milli raunveru- legra karla og kvenna. Sem alla aðra dreymir það um betri tíð, frægð, ríkidæmi og fegurð, en mörkin virð- ast svo óralangt undan. En reyna að gera sitt besta í stöðunni. Upplifa drauminn eina kvöldstund. Bera höf- uðið hátt þótt það sé þvingað til að íklæðast líkama þess kyns sem það hefur ekki kosið sér. Að líkindum er París brennur merkilegust fyrir þær sakir að vera ein þeirra mynda sem sýnd er á fyrstu umtalsverðu kvikmyndahátíð samkynhneigðra. Merki um þá já- kvæðu þróun sem orðið hefur í sam- félaginu á undanförnum áratugum hvað mál þeirra varðar. Mín kynslóð ólst upp við að kynhverfum voru ekki vandaðar kveðjurnar almennt séð. Og ekki valin á þá nöfnin. Síðan kom þessi makalausi, sjöundi ára- tugur og allir skápar opnuðust uppá gátt. Sumum þótt sjálfsagt fuilmik- ill gassagangurinn. En það þurfti að minna okkur á að öll erum við í siglingu á sama skipi frá vöggu til grafar og hátíðar sem þessi eru kærkomnar til að vinna á fordómum og almennu skilningsleysi á kjörum annarra. Sæbjörn Valdimarsson Leikfélag Reykjavíkur Síðasta sýning á Kabarett ARI Matthíasson, Edda Heiðrún Backman og Magnús Jónsson í Kabarett. SÍÐASTA sýning á söngleiknum Kabarett verður föstudaginn 31. mars í Borgarleikhúsinu. Það var Guðjón Pedersen sem setti sýning- una á svið, Gretar Reynisson er höfundur leikmyndar en Elín Edda Árnadóttir hannaði búninga. Hljómsveitarstjóri er Pétur Grét- arsson og annast hann einnig út- setningar, en sjö manna hljómsveit annast undirleik í sýningunni. Dansahöfundur er Katrín Hall en hún hefur um langt skeið starfað sem dansari í Þýskalandi. Lýsingu annast Lárus Björnsson. í kynningu segir: „Kabarett var frumfluttur á Broadway í nóvem- ber 1966 og naut þar mikillar hylli og var verðlaunaður sem besti söngleikur þess árs, bæði af gagn- rýnendum og leikhúsfólki. Hefur söngleikurinn síðan verið tíður á sviðum smærri og stærri leikhúsa austan hafs og vestan. Á sínum tíma braut Kabarett með nokkrum hætti blað í gerð söngleikja og er talinn fyrstur svokallaðra „kons- ept“-söngleikja þar sem frekar er lýst samfélagslegu ástandi en bein- línis sögupersónum og þræði. Höf- undarnir, John Kander, tónlist, Fred Ebb, textar, og Joe Maste- roff, höfundur, sóttu efni söng- leiksins í sögukafla bresks rithöf- undar, Christophers Isherwood, sem skrifaði lýsingar á fólki og fyrirbærum í Berlín um það leyti sem nasistar komust til valda í Þýskalandi. í Kabarett eru þeir ekki einungis að lýsa tveim von- lausum ástarsamböndum heldur eru þeir ekki síður að bregða spegli á samfélag sem er hallt undir of- stæki í stjórnmálum og kynþátta- ofsóknir. í heimi söngleiksins hverfist sú saga um heim kaba- rettsins, skemmtibúllunnar þær sem skemmtanastjórinn ræður ríkjum og allt er falt.“ Söngleikurinn hefur áður verið settur á svið á Islandi og er ekki síður þekktur í kvikmyndagerð Bob Fosse frá 1972. Að þessu sinni hefur Karl Ágúst Úlfsson þýtt tal og söngtexta verksins á nýjan leik. Stór hópur leikara, söngvara og dansara kemur fram í sýningunni. Þau Ingvar E. Sigurðsson og Edda Heiðrún Bachman koma nú aftur til starfa hjá Leifélagi Reykjavíkur eftir nokkurt hlé og fara með hlut- verk skemmtanastjórans og Sally Bowles. Aðrir leikarar eru: Ari Matthíasson, Magnús Jónsson, Hanna María Karlsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Harpa Arnardóttir, Helga Braga Jóns- dóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Pétur Ein- arsson. Dansarar eru Auður Bjamadóttir, Birgitta Heide, Guð- munda Jóhannesdóttir, Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir, Vilia Valieva og Sigrún Guðmundsdótt- ir. Hljómsveit: Pétur Grétarsson, Kjartan Valdemarsson, Hilmar Jensson, Þórður Högnason, Matt- hías Hemstock, Eiríkur Örn Páls- son og Eyjólfur B. Alfreðsson. Nýjar bækur • BÓKA VARÐAN hefur sent frá sér fjórar nýjar útgáfubækur, endur- prentanir af eldri ritum, einkum fræðiritum af ýmsu tagi. Grasalækningakver, höfundur Guðmundur Jónsson, grasalæknir í Reykjavík. í kveri þessu eru til- greindar allar helztu lækningajurtir íslenzkar, verkanir þeirra og blöndun og leiðbeiningar um neyzlu og notk- un seyða af jurtum og blómuip. Bók- arkver þetta kom fyrst út árið 1928 og hefur lengi verið ófáanlegt. Eitt róttækasta rit, sem út hefur komið á íslandi á sínum tíma var Olnbogabamið, um frelsi, menntun og réttindi kvenna eftir séra Ólaf Ólafsson, síðar prest í Amarbæli í Ölfusi. Þetta rit þótti óhóflega frjáls- lynt og öfgafengið fyrir 103 árum, þegar það kom út og það geymir merka sögu um viðhorf til kvenna fyrr á árum. Handbók hjóna eftir Madama Tobba kom fyrst út árið 1993. Höf- undurinn mun hafa verið Guðjón Ó. Guðjónsson prentsmiðjueigandi og bókaútgefandi. Ritið hefur inni að halda margvísleg hagnýt og skyn- samleg ráð til beggja kynja um hegð- un og atferli, einkum fjallar ritið þó um þær leiðir, sem eiginkonunni ber að fara til að þóknast bónda sínum. Ritið Leiðarvísir í ástamálum. 1. hefti, Karlmenn, er eftir Ingimund gamla, óþekktur höfundur, útgefíð 1922. Ritið er leiðbeiningar fyrir karlmenn, sem era í giftingarhug- leiðingum, en skv. nýjum rannsókn- um verður það sífellt flóknara fyrir karlkynið að koma sér á framfæri við hið fagra kyn. Því er þetta kver kærkomið til aðstoðar til lausnar þessara vandamála, því hér er að finna algild sannindi um eðli kvenna og þær leiðir, sem bezt hafa reynzt fyrr og síðar á ástarbrautum kynj- anna, segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Nýtt listasetur á Akranesi KIRKJUHVOLL er nýtt listasetur á Akranesi. Þar fer fram ný starf- semi á gömlum grunni. Minning- arsjóður um séra Jón M. Guðjóns- son keypti þennan gamla prests- bústað á síðasta ári. Þar er nú fullgerð aðstaða til listsýninga og annarra listviðburða. Húsið var opnað formlega 28. janúar síðastliðinn með yfirlits- sýningu á verkum í eigu Akranes- kaupstaðar og stofnana hans. í tengslum við sýninguna hafa svo verið upplestrar, ljóðavökur og tónlistarflutningur. Fram á sum- arið verða þijár einkasýningar í húsinu og síðan „sumarsýning11 sem verður meðal annars ætluð erlendum ferðamönnum. Kirkjuhvoll var byggður árið 1923. Þetta er reisulegt hús, tvær hæðir og kjallari, alls um 360 fer- metrar. Húsið hefur verið endur- byggt í upphaflegum stíl. Sýning- arsalir eru á aðalhæðinni en á efri hæð eru setustofa, kaffistofa og tvö herbergi og íbúð fyrir gestalistamenn. Unga fólkiö á sér framtíð! Ný 486/80 mhz tölva á fermingartilboði! Hyundai 480G tölva (Í486DX2 - 80 MHz) Staðgreiðsluverð m/vsk kr. 1129.900 Listaverö kr. 144.333 42 YliND Jtl Tæknilegar upptýsingar • 486 DX21 80 MHz (megarið) ■ 4 MB vinnsluminni • Móðurborð stækkanlegt • Skjákort 1 MB Vesa Local-Bus •3,5’1.44 MB disklingadrif • 540 MB harðurdiskur • 14” Full-screan S-VGA litaskjár • 1 samsiða- og 2 raðtengi • 2 Local-Bus + 5ISA raufar lausar • Lyklaborð (ísl.stafir innbrenndir) • MS-DOS 6.2 • Windows for Workgroups 3.11 • Mús Hátækni til framfara M Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.