Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + 3K0V0nniiliihií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMNINGAR KENNARA ÞAÐ VAR skynsamleg niðurstaða hjá kennurum, að samþykkja sáttatillögu ríkissáttasemjara. Vígstaða kennara í áframhaldandi verkfalli hefði verið vonlaus. Útilokað var fyrir ríkisstjórnina að ganga lengra en hún hafði gert vegna þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru á vinnumarkaðnum fyrir nokkrum vikum, auk þess sem ríkissjóður hefur ekki yfir neinum fjármunum að ráða til þess að borga hærri laun til starfsmanna hins opinbera. Stjórnarmyndun eftir kosningar getur tekið langan tíma og síðan hefði ný ríkisstjórn þurft nokkurn tíma til þess að átta sig á stöðu mála. Þess vegna var rétt hjá kennur- um að fallast á tillögu ríkissáttasemjara. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hratt þeirri atburða- rás af stað, sem nú hefur leitt til niðurstöðu í þessari erfiðu kjaradeilu. Eins og stundum áður hefur forsætis- ráðherra tekizt að velja rétta tímann til að höggva á hnútinn. Ljóst er, að kennarar hafa fengið umtalsverðar kjara- bætur með þeirri sáttatillögu, sem þeir hafa samþykkt. Þær kauphækkanir, sem samið hefur verið um eru veru- legar. Að hluta til eru þær greiðsla fyrir aukið vinnufram- lag. Athygli manna mun hins vegar beinast að því hvað sú kauphækkun er mikil sem er fyrir utan auknar greiðsl- ur vegna aukinnar vinnu. Hefur verið farið fram úr kaup- hækkunum, sem samið var um á vinnumarkaðnum fyrir skömmu? Og ef svo er, hversu mikið? Þetta er lykilspurn- ing, sem mjög verður rædd á næstu dögum. í almennu kjarasamningunum er ákvæði, sem gerir verkalýðsfélögunum kleift að opna samningana á nýjan leik, ef samið hefur verið um kauphækkanir til annarra starfshópa umfram þær kauphækkanir, sem almennu verkalýðsfélögin sömdu um. Ef marka má ummæli for- ystumanna verkalýðsfélaganna í Morgunblaðinu í dag munu þau fara sér hægt en hins vegar er alveg ljóst, að hafi kennarar fengið kauphækkanir umfram aðra og gangi þær kauphækkanir til allra opinberra starfsmanna er mikil hætta á ferðum. Þá má ganga út frá því sem vísu, að samningar verði lausir. Kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði í febr- úar voru afrek. Þeir samningar voru gerðir við mjög erfið- ar aðstæður og það var ekkert einfalt mál fyrir forystu- menn verkalýðsfélaganna að kynna efni þeirra samninga á félagsfundum í verkalýðsfélögunum og fá þá sam- þykkta. Atkvæðagreiðslan í Dagsbrún sýndi hve mikil óánægja var með samningana og þeir hafa síðan verið felldir í stöku félögum. Hinir almennu kjarasamningar eru trygging fyrir því að verðbólgan kemst ekki á skrið á nýjan leik. Hafi kenn- arar samið verulega umfram almennu verkalýðsfélögin og gangi þær hækkanir til annarra opinberra starfs- manna eru það ákveðin svik við verkalýðsfélögin. Til þess má ekki koma. Kennarar hafa staðið í erfiðum vinnudeilum aftur og aftur á nokkru árabili. Óánægja þeirra með kjör er skiljan- leg en hið sama má segja um fjölmarga aðra starfshópa í þessu þjóðfélagi. Það hlýtur að vera kennurum nokkurt umhugsunarefni, að þrátt fyrir ítrekuð verkföll fyrir nokkrum árum töldu þeir sig ekki ná meiri kjarabótum en svo með þeirri baráttuaðferð, að þeir töldu nauðsyn- legt að leggja út í langt verkfall einu sinni enn. Er ekki kominn tími til að kennarar endurmeti þessar baráttuað- ferðir? Hvað verða þeir lengi að vinna upp það tekjutap, sem þeir hafa orðið fyrir í löngu verkfalli? Nemendur hafa orðið illa úti í hinu langa kennaraverk- falli. Það skiptir verulegu máli, að vel takist til um að skipuleggja skólastarfið fram á vorið. Þar verða allir að leggja sitt af mörkum, bæði kennarar, nemendur og for- eldrar. Með því er hægt að draga verulega úr því tjóni, sem nemendur hafa orðið fyrir, en það verður ekki bætt að fullu. Það er fagnaðarefni, að kennaraverkfallinu er lokið. Kosningarnar, sem fram fara eftir eina og hálfa viku, hefðu farið fram í verra andrúmslofti, ef ekki hefði tek- izt að leysa þessa deilu. Þegar upp er staðið hljóta allir að fagna því að erfiðri vinnudeilu er lokið og reyna að gera hið bezta úr því, sem farið hefur á verri veg, meðan á verkfallinu stóð. Kosninffabaráttan á Suðurlandi fór hægt af stað SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: Úrslit í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 ^ ® ® ® Fjöldi Atkvæði % þingm. 1987 F)ö|di 1991 Atkvæði % þingm. Atkvæði % Fj&idi 1995 þingm. í framboði Gild atkvæði/Samtals: 10.521 100,0 6 12.406 100,0 6 12.529 100,0 6 Alþýðuflokkur 1.278 12,2 0 1.320 10,6 0 1.079 8,6 0 X Framsóknarflokkur 2.944 28,0 2 3.335 26,9 2 3.456 27,6 2 X >4Vl XI T Sjálfstæðisflokkur 4.202 39,9 3 4.032 32,5 2 4.577 36,5 3 X Alþýðubandalag 1.529 14,5 1 1.428 11,5 1 2.323 18,5 1 X Samtök um kvennalista gHB| W/j 816 6,6 0 467 3,7 0 X yv Bandalag jafnaðarmanna 568 5,4 0 Borgaraflokkur 1.353 10,9 1 xl Flokkur mannsins -wr 122 1,0 0 Þjóðarflokkur/FI. mannsins 1» 126 1,0 0 VTl Frjálslyndir X Jl *S 468 3,7 0 ▼V.ÍL/ Heimastjórnarsamtök 33 0,3 0 Náttúrulagaflokkurinn Suðurlandslistinn Þjóðvaki ÁTTA FRAMBOÐSLISTAR BERJAST UM SEX SÆTI Átta framboðslistar hafa komið fram í Suður- landskjördæmi, jafnmargir og í síðustu kosn- -g - " ingum. I umfjöllun Guðmundar Sv. Her- mannssonar um framboðsmál á Suðurlandi kemur fram að landbúnaðar- og sjávarútvegs- mál eru þar ofarlega á baugi EIR sem bjóða fram á Suður- landi eru Alþýðubandalag og óháðir, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kvennalisti, Náttúrulagaflokkur Is- lands, Sjálfstæðisflokkur, Suðurlands- listi og Þjóðvaki. Kjósendur á Suðurlandi eru að þessu sinni 14.503 eða 13,2% kjósenda á land- inu og hefur þeim fjölgað um 550 frá síðustu kosningum. í síðustu kosning- um var kosningaþátttaka 91,2% sem var nokkuð yfír landsmeðaltali. í tvennum síðustu kosningum hefur verið kosið um fímm þingsæti á Suður- landi og að auki hefur eitt uppbótar- sæti komið í hlut kjördæmisins. Áður en kosningalögum var breytt hafði Suðurland sex föst þingsæti og uppbót- arsæti eftir atvikum. Alþýðuflokkurinn hefur ekki haft þingmann á Suðurlandi síðan Magnús Magnússon var síðast kjörinn á þing fyrir flokkinn árið 1979. Árið 1983 fékk flokkurinn 12,2% atkvæða. Árið 1987 fékk flokkurinn 10,6% atkvæða en kom ekki að manni og árið 1991 fékk Alþýðuflokkurinn 8,6% atkvæða. Þá munaði að vísu litlu, eða um 30 atkvæðum, að uppbótarsæti kjördæm- isins kæmi í hlut flokksins en fylgis- aukning flokksins á Austurlandi, og fylgisaukning Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi hafði þau áhrif að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk uppbótarsætið á Suðurlandi. Alþýðubandalagið hefur haft fast þingsæti á Suðurlandi frá árinu 1967 þegar Karl Guðjónsson var kjörinn á þing fyrir flokkinn. Árið 1979 og 1983 fékk flokkurinn í kringum 15% at- kvæða í kjördæminu. Hlutfallið lækk- aði í 11,5% árið 1987 en flokkurinn hélt þingsætinu og þá var Margrét Frímannsdóttir kjörin á Alþingi í fyrsta skipti. Hún var kjörin aftur á þing í kosningunum 1991 með 18,5% atkvæða. Fylgi Framsóknarflokks hefur verið nokkuð stöðugt í undanfömum kosningum og flokkurinn hefur haft tvo þingmenn í kjördæminu frá 1959; raun- ar fékk flokkurinn þijá þingmenn árið 1963. Árið 1979 fékk flokkurinn 32,5% atkvæða en 28% árið 1983. í næstu kosningum var_ fylgið 26,9% og árið 1991 27,6%. Ágúst Þorvaldsson og Bjöm Fr. Björnsson sátu um árabil á þingi fyrir flokkinn í kjördæminu og Jón Helgason hefur nú setið á þingi í meira en tvo áratugi en hann hefur nú dregið sig í hlé. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig haft traust fylgi á Suðurlandi en nokkr- ar sveiflur hafa þó orðið vegna sérfram- boða og klofningsframboða. Flokkurinn hefur þó alltaf haft ýmist tvo til þijá þingmenn í kjördæminu frá kjördæma- breytingunni 1959, þar af sátu Ingólfur Jónsson og Guðlaugur Gíslason sam- fleytt á þingi fyrir flokkinn frá 1959 til 1974; Ingólfur var áður þingmaður Rangæinga frá 1942. Árið 1979 bauð Eggert Haukdal, sem áður hafði verið efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, fram sérlista og þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 23,5% og einn kjördæmakjörinn mann og einn uppbótarmann. Árið 1983 var flokkur- inn óskiptur og fékk þá 39,9% og þijá kjördæmakjöma menn. Árið 1987 bauð Borgaraflokkurinn fram og þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 32,5% og tvo menn. Borgaraflokkurinn fékk hins vegar 10,9% atkvæða og uppbótar- mann, Óla Þ. Guðbjartsson. Árið 1991 fékk Sjálfstæðisfloickur 36,5% og tvo kjördæmakjöma menn auk uppbótar- manns. Kvennalistinn hefur boðið fram á Suðurlandi frá 1987 en ekki komið að manni. Árið 1987 fékk flokkurinn 6,6% og árið 1991 3,7%. í síðustu kosningum buðu þrír aðrir flokkar fram á Suðurlandi. Arftaki Borgaraflokks, Fijálslyndir, fékk 3,7% atkvæða en náði ekki inn manni. Efsti maður á þeim lista var Óli Þ. Guðbjarts- son. Þjóðarflokkurinn-Flokkur manns- ins fékk 1% atkvæða og Heimastjómar- samtökin fengu 0,3% at- kvæða. Þessir flokkar bjóða ekki fram nú en nú bjóða Þjóðvaki og Náttúrulaga- fiokkurinn fram í kjördæm- inu í fyrsta skipti auk Suður- landslistans, sem er sérframboð Eg- gerts Haukdals. Breytingar hafa orðið á mörgum framboðslistum frá síðustu kosningum. Á A-lista Alþýðuflokks hefur alveg verið skipt um efstu menn en þar var Ámi Gunnarsson í efsta sæti árið 1991. Nú er Lúðvík Bergvinsson, Vestmanna- eyjum, í efsta sæti, Hrafn Jökulsson, Eyrarbakka, í 2. sæti og Tryggvi Skjaldarson, Þykkvabæ, í 3. sæti. G-lista Alþýðubandalags og óháðra leiða sömu menn og síðast. Þar eru Margrét Frímannsdóttir, Stokkseyri, og Ragnar Óskarsson, Vestmannaeyj- um, í tveimur efstu sætum eins og síð- ast. I þriðja sæti er Guðmundur Lárus- son, Stekkum. Hjá Framsóknarflokknum hefur Jón Helgason, Seglbúðum, dregið sig í hlé en hann leiddi B-listann í tvennum síð- ustu kosningum. Nú er Guðni Ágústs- son, Selfossi, í efsta sæti en hann hef- ur setið á Álþingi fyrir flokkinn frá 1987. í öðru sæti er ísólfur Gylfí Pálmason, Hvolsvelli, og í þriðja sæti Ólafía Ingólfsdóttir, Vorsabæ H. Þorsteinn Pálsson, Reykjavík, leiðir D-lista Sjálfstæðisflokks eins og hann hefur gert frá 1987. í öðru sæti er Ámi Johnsen, Reykjavík, eins og í síð- ustu kosningum. í þriðja sæti er Drífa Hjartardóttir, Keldum, en hún vann það sæti af Eggert Haukdal í prófkjöri í vetur. Hjá V-lista Kvennalista situr Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, í efsta sæti eins og í síðustu kosningum. í öðru sæti er Sigríður Matthíasdóttir, Selfossi, og í þriðja sæti Eyrún Inga- dóttir, Laugarvatni, en þær era nýjar á listanum. Þorsteinn Hjartarson, Brautarholti, leiðir J-lista Þjóðvaka, en í næstu sæt- um era Ragnheiður Jónasdóttir, Hvols- velli og Hreiðar Hermannsson, Selfossi. Á N-lista Náttúralagaflokksins situr Inga Lúthersdóttir, Reykjavík, í efsta sæti, Andrés Úlfarsson, Hveragerði, er í 2. sæti og Sigurbjörg Björgúlfsdótt- ir, Nýjabæ II, er í þriðja sæti. Eggert Haukdal, Berg- þórshvoli, leiðir S-lista Suð- urlandslistans en hann hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokk frá 1978. I næstu sætum eru Sigurður Ingi Ingólfsson, Vestmanna- eyjum, og Móeiður Ágústsdóttir, Stokkseyri. Flest framboðin hafa sett upp kosn- ingaskrifstofur á Suðurlandi, staðið fyr- ir kynningum og dreift upplýsingabækl- ingum. Framboðin hafa ekki skipulagt sameiginlega framboðsfundi að þessu sinni en haldinn hefur verið sameiginleg- ur fundur um landbúnaðarmál á vegum búnaðarfélaga í Ámessýslu og fleiri slík- ir fundir eru fyrirhugaðir. Almennt þykir kosningabaráttan hafa farið hægt af stað á Suðurlandi, eins og raunar víðar, en búist er við að fljótlega fari að lifna yfír kosninga- baráttunni. Af samtölum við fulltrúa framboð- anna eru atvinnumál, afkoma heimil- anna og lífskjör efst í huga fólks en staða rótgróinna atvinnugreina í kjör- dæminu hefur verið erfíð, þó einkum landbúnaðar og sérstaklega sauðfjár- búskapar. Framsóknarflokkurinn hefur lengi átt traust fylgi í landbúnaðarhéraðum á Suðurlandi. Jón Helgason hefur verið einn af forystumönnum bænda en eftir að hann ákvað að draga sig í hlé hafa verið vangaveltur um að eitthvað af bændafylginu kynni að fara annað, til dæmis til Eggerts Haukdals. í sjávarplássum Suðurlands hefur óánægja með núverandi fiskveiðistjóm- unarkerfi verið að koma upp á yfírborð- ið og hefur verið leitt að því líkum að það kunni einkum að bitna á Sjálfstæð- isflokknum sem hefur sjávarútvegsráð- herrann í broddi fylkingar. Um þetta era þó skiptar skoðanir enda nýtur Þorsteinn Pálsson óumdeilanlega virð- ingar í kjördæminu. Margir fleiri frambjóðendur njóta raunar persónufylgis, svo sem Margrét Frímannsdóttir en stuðningur við hana er sagður ná langt út fyrir raðir þeirra sem telja sig alþýðubandalagsmenn. Alþýðuflokkurinn hefur lengi átt erf- itt uppdráttar á landbúnaðarsvæðunum vegna gagnrýni sinnar á landbúnaðar- kerfið. Nú reynir flokkurinn einkum að höfða til yngri kynslóðarinnar á Suðurlandi, enda teljast efstu menn á lista flokksins til hennar. Kvennalistinn hefur verið talsvert langt frá því að ná inn manni í undan- fömum kosningum og þyrfti sjálfsagt að fá þrefalt fleiri atkvæði nú en síð- ast til að eiga möguleika á þingmanni. Erfítt er að meta stöðu Þjóðvaka á Suðurlandi en almennt er þó búist við að hann blandi sér í baráttuna um uppbótarþingsætið. Náttúralagaflokkurinn ætlar ekki að heyja sérstaka kosningabaráttu á Suður- landi. Eggert Haukdal hefur áður farið í sérframboð á Suðurlandi og náð kjöri en þá fékk hann 14,3% atkvæða. Talið er að hann þurfí nú 1.600-1.700 atkvæði, eða 12-14%, til að ná kjöri nú en i síðustu kosningum þurfti rúm 1.730 atkvæði eða 13,8%. Þetta fer þó talsvert eftir því hvemig atkvæði dreifast að öðru leyti, og þess má geta að 1987 nægðu 11,5% atkvæða til að ná inn manni. Almennt er þó ekki spáð miklum breytingum á þingstyrk flokka á Suð- urlandi heldur fái Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur áfram tvo þing- menn og Alþýðubandalag einn. Barátt- an er hins vegar talin standa um upp- bótarþingsætið, og þá einkum á milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Atvfnnumál og lífskjör efst á baugi Ekki búist viö miklum fylgis- sveiflum MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 2 7 Kennarar þunfflr á brún yfir sáttatillögu ríkissáttasemjara Kennurum stillt upp við vegg Kennarar í svokölluðu Kennaraathvarfí við Stakkahlíð voru fremur þungir á brún í gær. Yfírgnæfandi meirihluti viðmælenda Morgun- blaðsins lýsti yfír óánægju sinni með sáttatil- lögu ríkissáttasemjara. Engu að síður voru margir á því að kennurum hefði verið stillt upp við vegg og úr þessu væri vart annað að gera en að samþykkja tillöguna og halda baráttunni áfram síðar. Helgi Grímsson Jóhann Krístjánsson Jórunn Kristinsdóttir Brynja Matthíasdóttir Rakel Hallgrímsdóttir Kristín María Hafsteinsdóttir Ósáttur við hvernig farið var með starfsdagana. Hefði viljad sjá hærri beinar launahækkan- ir og meira tillit tekið til endurskipulagn- ingar í skólum Sigríður Jónsdóttir EG ER aðallega ósáttur við hvernig farið hefur verið með starfsdagana, segir Helgi Grímsson, kennari við Ölduselsskóla, þegar tillagan er borin undir hann. Með þeim fyrirfara að enn sé ýmislegt óljóst segist hann ekki geta séð annað en sjö til átta starfsdagar hafi verið seldir of lágu verði. Fyrir þá hefði fengist eins tíma kennsluskyldulækkun í grunnskólan- um en hefði þurft að vera að minnsta kosti tveir tímar. Starfsdagar eru meðal annars notaðir til prófagerðar, samráðsfunda og foreldrafunda. Þegar talið berst að sjálfum launa- liðnum nefnir Helgi að bróðir hans fái 170 þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun fyrir kennslu í Noregi. Hann sjálfur fái samkvæmt sínum útreikningum 90 þúsund krónur á mánuði eftir að tillagan hafí að fullu tekið gildi. Engu að síður sagðist hann fljótt á litið telja tillöguna við- unandi þar sem ekki væri hægt að komast lengra í samningaviðræðum við ríkið. Hins vegar væri alveg eins líklegt að kennarar blæsu í verkfallsl- úðra eftir að þeir fengju nýja samn- ingsaðila haustið 1996. Helgi sagði að þótt margir kennarar væru gríðar- lega reiðir væru þeir þekktir fyrir að fylgja forystunni og myndu því líklega samþykkja tillöguna. Hann sagðist hafa vonað að verk- fallið yrði síðasta verkfall kennara. „Auðvitað er niðurdrepandi að vera alltaf að tala um laun. Foreldrar vilja líka að kennarar séu sáttir við kaup og kjör og geti sinnt börnunum þeirra af fullri alúð,“ sagði hann. Berst fyrir að tillagan verði felld „Ég greiði atkvæði gegn tillögunni og ætla að beijast fyrir því að aðrir geri hið sama. Hamast í öllum sem ég næ í,“ segir Jóhann Kristjánsson, kennari í Öskjuhlíðarskóla, um sátt- atillögu ríkissáttasemjara. Hann seg- ir að sér lítist djöfullega á tillöguna enda sé hún í engu samræmi við kröfur kennara. „I fyrsta lagi eru beinar launahækkanir alltof litlar og í öðru lagi er ég mjög ósáttur við breytingar á starfsdögum. Að missa sex út. Við fáum alltof lítið fyrir þá,“ segir Jóhann. Þó að Jóhann segði að ekki væri nokkur leið til að fá hann til að breyta afstöðu sinni óttaðist hann að tillag- an yrði samþykkt. Sérstaklega ef verkfallið yrði blásið af fyrir at- kvæðagreiðslu. „Lögðum mjög ákveðin af stað“ Jórunni Kristinsdóttur, kennara í Öskjuhlíðarskóla, leist illa á sáttatil- löguna. Kennarar hefðu einfaldlega ekki fengið nóg í gegn. „Við lögðum mjög ákveðin af stað í verkfall. Mér fannst ástandið vera orðið mjög slæmt í skólanum, álagið á kennara vera orðið of mikið og þeir ekki ná að sinna nemendum sem skyldi — og kaupið of lág. Ég var sjálf komin með á tilfinninguna að ég væri að láta misnota mig,“ sagði hún. Hún sagðist hafa viljað sjá hærri beinar launahækkanir og meira tillit tekið til endurskipulagningar í skól- um. „Ég er óánægð með að láta bjóða mér þetta í kjölfar orða menntamála- ráðherra um að skólakerfíð væri orð- ið sjúkt. Mér fmnst hann tala eins og kennarar hafí ekki gert sér grein fyrir því hvemig ástandið væri orðið í skólanum. En helmingurinn af þvi sem stendur í tillögum Nefndar um mótun nýrrar menntastefnu eru hlut- ir sem kennarar hafa verið að benda á og tala um enda hefur kennarastarf- ið verið að breytast svo mikið. Kenn- arinn er kominn í svo stórt uppeldis- hlutverk og samstarf milli skóla og heimilis er orðið miklu meira en var. Kennari er að sinna hlutum sem hon- um hefði ekki dotttið í hug fyrir 20 árum,“ sagði Jórunn. Hún sagðist telja að byijunarlaun kennara þyrftu að vera 100 þúsund krónur og nefndi í því sambandi að kennarar ættu ekki möguleika á eftirvinnu eins og marg- ar aðrar stéttir. Þeir ættu meira að segja í erfiðleikum með að fá fulla vinnu og þeir erfiðleikar ættu eftir að verða enn meira áberandi við flutn- ing grunnskólans til sveitarfélaganná. Gagiigerar breytingar nauðsynlegar „Við fáum alls ekki nógu mikið,“ segir Brynja Matthíasdóttir, kennari í Æfingaskólanum, um innihald til- lögunnar. „Tillagan er langt því frá fullnægjandi fyrir kennara og þeir eru orðnir langþreyttir á því að vinna á algjörum lúsarlaunum. Mér fínnst nauðsynlegt að láta gera gagngert endurmat á kennarastarfinu með til- liti til ábyrgðar eins og t.d. kvennalis- takonurnar hafa komið með tillögu um,“ segir hún. Brynja segir að sér virðist tillagan töfralausn Davíðs. Ef kennarar hefðu hafnað tillögunni hefði sökin orðið þeirra. Hún sagði að alls ekki væri nægilegur skilningur á kjörum kennara og yfirvofandi breytingum í skólakerfínu meðal almennings. „Ég er hrædd um að eitthvað verði að lagfæra fljótlega,“ segir hún og minnir á að eins tíma lækkun á kennsluskyldu segi lítið þegar ein- setningu verði smám saman komið á. Hún segist á sama hátt ósátt við breytingar á starfsdögum og bein launahækkun sé alltof lág. „En ég held líka að samninganefnd okkar hafi verið í mjög erfíðri stöðu. Ég er mjög ánægð með frammistöðu hennar. Hins vegar lýsi ég ábyrgð á hendur ríkisstjómarinnar vegna sex vikna verkfalls og stöðugs óróleika í skólakerfinu. Kennarar eru ekki að leika sér að fara í verkfall.“ Brynja sagðist myndi greiða at- kvæði gegn tillögunni. Almennt sagði hún skiptar skoðanir um hana meðal kennara og ekki væri hægt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan færi. Ekki tekið á einsetningu „Mér líst ekki nóg vel á tillöguna eins og henni hefur verið lýst hér. Ég hefði viljað fá meiri lækkun á kennsluskyldu og meiri hækkun á grunnkaupið. Ég er t.d. með 68.500 í mánaðarlaun eftir tvö ár í kennslu og fer ekki upp í nema rúmlega 72 þúsund með þessu. Mér finnst það lélegt,“ segir Rakel Hallgrímsdóttir, kennari í Landakotsskóla, í samtali við Morgunblaðið. Hún nefnir eins og fleiri skipulags- málin. „Mér fínnst ekki nægilega mikið tillit tekið til einsetningarinn-^ ar. Ég kenni í einsetnum skóla og fæ ekki nema 75% stöðu og í framtíð- inni verða sífellt fleiri í sömu stöðu,“ segir hún og bætir við að með lækk- un kennsluskyldu sé að einhveiju leyti hægt að bæta vandann. Rakel sagðist ekki ætla að sam- þykkja tillöguna samkvæmt því sem hún heyrði í gær. Hún sagði erfitt að spá fyrir um hvort tillagan yrði samþykkt en henni heyrðist töluverð óánægja með hana. Tíu ára reglan ekki inni < „Ég hefði gjarnan viljað fá inn, eins og -lengi hefur verið við lýði í framhaldsskólunum, að eftir tíu ára kennslu fái kennari einn tíma í af- slátt af kennsluskyldu á viku og annan eftir 15 ár. Við fórum fram á hvort tveggja. En tillagan núna gerir aðeins ráð fyrir einum tíma í afslátt eftir 15 ár,“ segir Kristín María Hafsteinsdóttir, kennari í Laugalækjarskóla, um tillöguna. Hún gagnrýnir að kennsluskylda hafi aðeins verið lækkuð um einn tíma í grunnskólanum og launa- hækkun komi á löngum tíma. „Þó hækkunin sé ekki eins mikil og maður hefði viljað sjá væri ég sátt við hana kæmi hún fyrr.“ Hún sagði að enn væri margt óljóst og hún væri ekki tilbúin til að taka endanlega afstöðu til tillögunnar í gær. Ekki væri heldur hægt að segja til um hver heildarniðurstaðan yrði. Samt fyndist henni kennarar ekki sérlega hressir. „Manni fínnst svolít- ið eins og manni hafi verið stillt upp við vegg.“ „Alltof góðar manneskjur“ „Mér fínnst að við hefðum átt að fá meira út úr þessu. Ég held að við séum alls ekki sátt við þessa niður- stöðu,“ segir Sigríður Jónsdóttir, kennari í Fullorðinsfræðslu fatlaðra, í samtali við Morgunblaðið. „Við þurfum einfaldlega hærri laun. Öll hagræðing kemur inn í myndina sem gott mál. En ég held að ég geti sagt eftir því sem ég lít í kringum mig að fólk sé síður en svo ánægt. Ég er samt ekki tilbúin til að segja að tillaga verði felld. Við erum nefnilega alltof góðar manneskjur. Hugsum alltof mikið um nemendur og að- standendur. Það er nú kannski það sem hefur háð okkur í gegnum tíð- ina,“ segir hún. Sigríður sagði alls ekki nægilega mikið tillit tekið til skipulagsbreyt- inga. „Ég nefni sem dæmi að við uppbyggingu heilsdagsskólans verð- ur að koma til lækkun á kennslu- skyldu. Kennarastarfíð verður að vera fullt starf. Enginn lifír af hlut- starfí og eflaust verður flótti úr stétt- inni ef kennarar þurfa að vera í tveimur þriðju úr stöðu eins og allt stefnir í.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.