Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SPILLINGIN er stórt vandamál sem þrífst í okkar nútíma samfélagi og má þar nefna verktakastarf- semi, sem rekin er á þeim grundvelli að níðast sem mest á lítil- magnanum sem lendir í þeim vítahring að þurfa að mæta þeirri lítilsvirðingu og '"^Ömannúðlegu fram- komu af hendi yfir- boðara síns. Svívirð- ingin og óheiðarleik- inn sem saklaust fólk mætir undir þessum kringumstæðum jafn- ast stundum á við mannréttinda- brot. Á tímum atvinnuleysis þorir fólk jafnvel ekki að leita réttar síns til stéttarfélaganna af ótta við að fá uppsögn. Oft á tíðum er fólk meira og minna kúgað við þessar aðstæður. Hvemig má það vera að í þessu svokallaða velferð- arþjóðfélagi okkar að svona „neð- anjarðarstarfsemi" geti dafnað svo —^el sem raun ber vitni án þess að nokkuð sé að gert. Svo virðist sem margir verktakar komist upp með það að sniðganga réttindi launa- fólks og að þeir komist líka upp með svívirðileg vinnubrögð og framkomu gangvart launþegan- um. Það virðist sem svo að í sum- um tilvikum þegar launþegar leita aðstoðar stéttarfélaganna þá komi þeir að lokuðum dyrum, þ.e. þeir fá ekki þá aðstoð sem þeir væntu þrátt fyrir að augljós brot verktaka v liggi fyrir. Undirritaður hefur starfað við slíkar aðstæður sem að ofan grein- ir hjá Hreint hf., Auðbrekku 8, Kópavogi, sem er verktakafyrir- tæki sem tekur að sér þrif fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Mitt starfsvið var næturvarsla í fyrir- tæki sem Hreint hf. er verktaki hjá og sér Hreint hf. auk þess um hreingerningar fyrir það fyrirtæki. Eigendur Hreint hf. hafa komist upp með óheiðarleg vinnubrögð og óréttláta fram- komu gagnvart starfs- fólki sínu. Mörg dæmi eru til þess að þeir hafi sagt upp starfs- fólki vegna þess eins að það hefur gengið svo langt, ef þannig má að orði komast, að leita réttar síns hjá stéttarfélagi sínu í von um að fá leiðréttingu á röngum vinnubrögð- um eigenda Hreins hf. Meðal annars var mér sagt upp störfum og var ástæðan sú að atvinnurekandi greiddi mér ekki laun fyrir heilan mánuð og var um veikindaforföll að ræða. Þess vegna þurfti ég að leita aðstoðar stéttarfélags míns til að fá leiðrétt- ingu minna mála. Ástæða upp- sagnarinnar liggur ljós fyrir þar sem eigendur Hreins hf. hafa oft viðhaft þau orð að það ráði ekki starfsfólk sem „klagar í stéttarfé- lagið“. Engin skriflega ástæða frá at- vinnurekanda fyrir uppsögninni lá fyrir þegar ég sótti um atvinnu- leysisbætur, heldur viðhafði hann þau orð við úthlutunarnefnd stétt- arfélags míns að ég hafi mætt illa til starfa minna og hafi auk þess verið of mikið frá vegna forfalla. Úrskurður úthlutunamefndar var sá að þessi rök atvinnurekanda væru góð og gild og ég hefði átt sök á uppsögninni sjálfur. Var bótaréttur minn felldur niður um 40 daga þrátt fyrir að öll mín gögn sönnuðu að ég ætti fullan rétt á bótum. Mér var ekki gefinn kostur á að tjá mig eins og lög gera ráð fyrir sbr. stjómsýslurétt um andmælarétt, og lýsir þetta í einu og öllu forkastanlegum Þrælatímabilið hefur runnið sitt skeið, segir Baldvin Þór Jóhann- esson, ogtímabært fyr- ir suma verktaka að endurhæfast í mannleg- um samskiptum. vinnubrögðum sem launþegi getur orðið að þola, allt vegna rangra ummæla og óheiðarlegrar fram- komu af hendi atvinnurekanda. Auk þess reyndi atvinnurekandi að komast upp með það við launa- uppgjör að greiða mér ekki orlofs- uppbót og þurfi ég að leita til lög- manns. Þrátt fyrir að frestur hafi verið gefínn til að ganga frá mál- um þá liðu hátt í 2 mánuðir þar til atvinnurekandi innti þá greiðslu af hendi. Þetta er ekki eina dæmið sem hefur komið upp og hefur m.a. margt starfsfólk Hreins hf. verið, í einu orði sagt, hlunnfarið og ekki fengið greitt fyrir þann launalið sem gefinn er upp í við- komandi kauptaxta og heyrir undir kjarasamninga. Það á við um ferðapeninga til starfsfólks sem vinnur á þeim tíma sem ferð- ir almenningsvagna liggja niðri og er atvinnurekanda skylt skv. samningum að koma til móts við starfsmann og greiða hluta ferða- kostnaðar. Allt þetta kemst at- vinnurekandi upp með að snið- ganga og þýðir lítið fyrir starfs- fólk, sem hlut á að máli, að segja eða gera nokkuð í málinu vegna hættu á að vera sagt upp vinn- unni. Hjá mörgu af því starfsfólki sem hefur farið fram á leiðrétt- ingu hefur uppsögn fylgt í kjölfar- ið. Starfsstúlka sem starfaði við hreingerningar hjá Hreint hf. mætti þeirri óskemmtilegu reynslu eftir fæðingarorlof að búið var að ráða annan starfs- mann í hennar stöðu. Þessi sama starfsstúlka reyndi án árangurs að ná sambandi við atvinnurek- anda. Þrátt fyrir að hafa látið taka skilaboð þá heyrði hún ekk- ert frá atvinnurekanda fyrr en á öðrum mánuði eftir að hún átti að byija í starfi sínu aftur. Ástæð- an fyrir þessari framkomu at- vinnurekanda var sú að viðkom- andi starfsstúlka hafi átt að hafa hafnað annarri vinnu sem henni var boðið og átti það starf að vera lengra í burtu. Hafði þetta í för með sér aukinn kostnað fyr- ir hana til þess að komast á milli staða, auk þess var vinnutíminn annar og launin lægri og ekki ásættanlegt að láta bjóða sér uppá slíkt. Allur réttur er þarna brotinn á þessari starfsstúlku hvað varðar fyrra starf og launa- kjör. Viðkomandi starfsstúlka hefur ekki fengið uppsögn eða greiddan uppsagnarfrest eins og lög gera ráð fyrir. Þrátt fyrir að hafa lagt mál sín fyrir lögmann stéttarfélags síns í þeirri von að fá bætt það tjón sem hún hefur mátt þola, gengur ekkert. Er henni bara tjáð að þetta sé mjög erfitt mál að eiga við þar sem orð standa gegn orði. Það er hreinlega verið að gefa í skyn að atvinnu- rekandi hafi allt til síns máls á meðan starfsmaðurinn hefur ekk- ert að segja, þegar hann hefur ekkert skriflegt til sönnunar í sínu máli. Mörg dæmi eru til um það að eigendur Hreins hf. hafi komist upp með það að lækka uppmæl- ingu hjá hreingerningafólki sínu. Starfsmaður sem vann við hrein- gerningar hjá Hreint hf. hjá ónafngreindu fyrirtæki gat ekki lokið verki sínu innan þeirra tíma- marka sem áætlað var. Þessi starfsmaður leitaði til stéttarfé- lags síns þar sem atvinnurekandi kærði sig ekki um að leiðrétta þann tíma sem vantaði upp á uppmælinguna. Málalyktir urðu þær að Hreint hf. var skylt að greiða starfsmanninum töluverða upphæð. En starfsmaðurinn fékk uppsagnarbréf í kjölfarið og þarf ekki að útskýra ástæðu fyrir þeirri uppsögn, þar sem hún skýr- ir sig sjálf. Ástæða fyrir þessari grein minni er sú að koma á framfæri og upplýsa fólk um þær staðreynd- ir sem verktakafyrirtæki virðast geta komist upp með, eins og Hreint hf. í þessum tilfellum. Það fólk sem er ráðið til starfa hjá verktakafyrirtæki ætti að hafa það hugfast að fara fram á skriflegan samning hvað varðar laun og ann- að sem viðkemur starfinu. Skrif- legir pappírar af hendi atvinnurek- anda er besta tryggingin sem laun- þegi hefur í höndunum ef eitthvað misferst, og ætti að skylda at- vinnurekendur til að veita hveijum ráðnum starfsmanni skriflegan samning. Ég hef trú á því að mikið af því óréttlæti sem margt fólk hefur þurft að þola af yfirboðurum sín- um er vegna þess að það hefur ekkert í höndunum og kemst at- vinnurekandi því upp með alls konar furðulegar uppákomur. Svona ósóma og siðlausa starfsemi þarf að uppræta og byggja upp heiðarlega og mannsæmandi at- vinnustarfemi þar sem hinn mann- legi þáttur er í heiðri hafður og mannleg samskipti virt á allan hátt. Það er kominn tími til fyrir verk- taka sem eru með þær ranghug- myndir í kollinum að halda að þrælatímabilið sé ekki runnið sitt skeið á enda að taka sig saman í andlitinu og læra mannleg sam- skipti og að umgangast starfsfólk sitt sem venjulegt fólk en ekki eins og skepnur. Megi réttlætið sigra að lokum. Höfundur hefur unnið við næturvörslu. ______________AÐSENPAR GREIIMAR_ „Siðlaust og óréttlátt“ Baldvin Þór Jóhannesson Tannréttingar TANNSKEKKJA telst ekki vera sjúk- dómur heldur með- fæddur galli eða van- skapnaður, sem getur leitt til sjúkdóma. Samkvæmt könnun Tryggingastofnunar 1990 á 1.366 reyk- vískum börnum og unglingum, fæddum 1973, töldust 32% þeirra hafa þörf fyrir tannréttingar.1 At- hygli er vakin á, að á . raeðferðartímabilinu (1984-1989) er end- urgreiðsla vegna tannréttinga 50% og tannrétturum í sjálfsvald sett að ákvarða þörf fyrir meðferð. Engin einhlít skilgreining er til á hvenær tönn telst vera skökk og hvenær fyrst er þörf fyrir tann- réttingu. Sér til halds gerðu tann- réttarar módel, einskonar gullin- snið hinnar fullkomnu tannstöðu (ideal ocelusion).2 En þetta heima- tilbúna líkan á sér ekki náttúru- J/Qga stoð því að hver er tenntur og limaður svo sem enginn annar, módelið getur því þegar best lætur verið praktískt viðmið fyrir tann- réttingu en ekki lokatakmark hennar. Tannskekkjuhugtakið hefur því verið á reiki og mörg kerfin hafa verið hönnuð til að greina gallann og meta þörfína fyrir tannréttingu. Skekkjuaf- brigðin eru margvís- leg og hvert á sinn hátt mælanlegt við módel- og röntg- engreiningu, hvort sem í hlut á vægur tannruglingur, gölluð andlitsbein eða skekkt staða þeirra.3 Og frá- vikin geta orðið það mikil að eðlilegt eða fullnægjandi sambit tannanna náist ekki við réttingu með hefð- bundnum tækjabúnaði einvörðungu svo að grípa verður til skurð- aðgerða til að laga lýtið.1 Tannrétting er eftir þessu að dæma oftar en ekki sprottin af læknisfræðilegri þörf til að bæta tyggingar- og talfæri eða koma í veg fyrir skaðleg áhrif skekkjunnar, sem einatt verður ekki vart fyrr en á fullorðinsárum sé hún látin afskiptalaus í upp- vexti. Þörf fyrir tannréttingu er þó kannski ekki síður til komin vegna „eigin óskar“ um bætt út- lit. Kann þá tannskekkja að þykja óþolandi misfella sem rétta verður hvað sem það kostar, tönn.teljist óþolandi skökk bijóti hún í bág við gullinsnið módelsins. Menn hafa þó sæst á að meðferð sam- kvæmt formúlu þess teljist fegrun- araðgerð, sem opinberum greiðslu- sjóði beri ekki að styrkja heldur leggja að jöfnu við fegrunarað- í þessari grein fjallar Þorgrímur Jónsson um tannskekkju, tann- réttingar og endur- greiðslu Trygginga- stofnunar ríkisins. , gerðir eins og þær, sem skilgreind- ar eru í reglugerð um lýtalækning- ar6 - enda af sama toga. Báðar kenningarnar um „þörfina"6 virð- ast jafn réttháar þegar til með- ferðar kemur. Þyki það æskilegt eða jafnvel sjálfsagt að heilbrigð- isyfírvöld endurgreiði kostnað vegna tannréttinga þegar um „læknisfræðilega þörf“ er að ræða, verður ekki séð að „félags- leg þörf“ fyrir tannréttingar vegi minna í samfélagi þar sem gilda miskunnarlausir fegurðarstaðlar um andlitsfall og fyrir jafnvægi sálarinnar; burtséð frá því að ekki verður dregin skýr markalína þarna á milli, læknisfræðilega séð. Tannréttingar Tannréttingar taka einatt lang- an tíma þegar miðað er við með- ferðartíma flestra tannaðgerða. Þær spanna oft tvö meðferðar- skeið, forréttingar á tannskipta- Þorgrímur Jónsson aldri (6-12 ára) og tímabil „virkr- ar“ meðferðar að tannskiptum loknum. Verði tannskekkju vart við tannskiptin er áríðandi að hefja meðferð þá þegar. Miða forrétting- ar að því að beina fullorðinstönn- um, sem hafa tilhneigingu til að skekkjast, í rétta bitstöðu. Þannig er oft unnt að eyða tannskekkju á byijunarstigi eða milda hana með einföldum almennum aðgerð- um og „lausum" réttingartækjum í formi plastgóma1 svo að sjálf réttingin með „föstum“ tækjum eða spöngum, að tannskiptum loknum, verði viðaminni. Verksvið tannlæknis Tannréttingar flokkast sem sér- grein. Hins vegar er óeðlilegt að tannlæknum almennt, svo og skólatannlæknum, skuli ekki gert kleift að sinna forréttingum, þar sem beitt er mikið til almennum meðferðarmunstrum í barnatann- Iækningum;7 upp á það hljóðar námsskrá þeirra. Vægi tannrétt- inga sem kennslugreinar við tann- læknadeild HÍ var snemma metið það hátt, að ástæða þótti til að skipa prófessor í greininni 1971. Þó eru kandidatar frá deildinni næsta ósjálfbjarga í tannrétting- um og heyrir til undantekninga að almennir tannlæknar sinni for- réttingum. Nú er þeim það einfald- lega ekki heimilt samkvæmt samningi Tryggingastofnunar og Tannlæknafélagsins8 þar sem til- greint er að endurgreiðsla nái til „tannlæknaþjónustu, annarrar en tannréttinga". Forréttingar eru með þessum gerningi í reynd bannaðar, þar sem aðgerðarliðir sem þær varða hafa verið strikað- ir út úr gjaldskrá tannlækna; „skólatannlæknum" sem ætlað er að fylgjast með tönnum barna og unglinga er sem sé meinað að sinna forréttingum. Er sérfræð- ingum einum með þessu fært að stunda forréttingar innan bóta- kerfis almannatryggingalaga og þá því aðeins, að skekkjutilvikin teljist það alvarleg samkvæmt matsreglum Tryggingastofnunar- innar, að óhjákvæmilegt sé að taka á upptökum skekkjunnar á tannskiptaaldri. Fæst tilvik for- réttinga fást endurgreidd og vegna þess að foreldrar almennt kveinka sér undan háum reikn- ingum og freistast til að fresta aðgerðum, líður tímaskeið forrétt- inga hjá afskiptalaust hjá æði mörgum börnunum. Heimildir: 1. Þorgrímur Jónsson: Tfðni tannréttinga og meðferðarferli reykvískra barna og unglinga, fædd 1973. TR; handrit, 1990. 2. W.J.B. Houston: Orthodontic Diagnos- is, third ed. Wright PSG, 1982, Bls. 1. 3. Þórður Eydal Magnússon: Maturation and Malocclusion in Iceland. Univers- ity of Iceland, 1979. 4. Coenraad F.A. Moorrees, FVans P.G.M. Van der Linden et al: Ortho- dontics: Evaluation and Future, Deve- lopment of Orthodontics. University of Nymegen, 1988. Bls. 149-218. 5. Ritgerð um greiðslur sjúkratryggða vegna lýtalækninga nr.83/1991. 6. Sven Helm: Indikation og behov for ortodontisk behandling. Tandlæge- bladet, 6, 1980. Bls. 175-185. 7. Kjell Bjorvatn Hvilke ortodontiske til- fæller kan - og bör - behandles i almen praksis? Odontologi: 85, Munksgaard 1986. Bls. 113-129. 8. Samningur um tannlækningar milli Tryggingast. ríkisins (TR) og Tann- læknafélags íslands (TFl), 2.gr. Höfundur er tryggingayfirtannlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.