Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 37 I ( I í i I ( HELGA PÁLSDÓTTIR + Helga Pálsdóttir var fædd í Höfnum á Suðurnesjum 27. júlí 1927 og lést hinn 8. febrúar sl. á St. Jósefsspítala á Landakoti. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigríður Eiríks- dóttir frá Kraga í Oddahverfi á Rangárvöllum og Páll Jóns- son sjómaður (d. 1933) frá Langekru úr sömu sveit. Síð- ari maður Sigríðar var Sigurð- ur Gíslason sjómaður, sem lést 1989. Helga átti tvo bræður, Kára (d. 1932), Braga (f. 1925), búsettur í Keflavík, og hálf- systur, Pálínu (f. 1935). Fjöl- skylda Helgu fluttist úr Höfn- um til Keflavíkur 1939 og var búsett þar til 1946, þegar hún settist að í Njarðvík. Sama ár fluttist Helga til Reykjavíkur. Hún giftist 1948 Kára Sigur- jónssyni bifreiðastjóra, sem ættaður er úr Húnavatnssýslu. Þau Kári eignuðust þrjú börn: Steinunni (f. 1949) húsfreyju í Stíflu, Vestur-Landeyjum, gift Hirti Hjartarsyni bónda þar; Pál (f. 1953) kjötiðnaðar- mann í Reykjavík; Sigurjón (f. 1954) bifvélavirkja í Mos- fellsbæ, kvæntur Vigdísi Ey- jólfsdóttur. í MARS 1933 fórst í sjóróðri frá Höfnum Páll Jónsson sjómaður. Páll lét eftir sig fjölskyldu, konu og tvö ung böm. Annað þeirra, Helga, fimm ára, var þá fjarver- andi frá heimili sínu. Hún dvaldist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem hún hafði verið lögð inn fárveik af bijósthimnubólgu 1932. Sama ár hafði bróðir hennar, Kári, dáið úr lungnabólgu. Á sjúkrahús- inu hafði Helga notið góðrar að- hlynningar hjá St. Jósefssystrum og læknirinn, Bjarni Snæbjöms- son, látið sér mjög annt um hana. Þegar telpunni barst fréttin um, að hún hefði misst föður sinn, fannst henni þrátt fyrir allt, að hún væri í góðum höndum hjá nunnun- um og lækninum. Bijósthimnu- bólgan hjaðnaði með tímanum, en veikindi Helgu vom ekki á enda, því að brátt uppgötvaðist, að hún væri komin með berklasmit. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, mátti ekki til þess hugsa, að barnið yrði sent á Vífilsstaði. Því réð trúlega sá ótti, sem mörgum stóð af vist á berklahæli, eins og rifjað var upp fyrir skömmu í áhrifamikilli heim- ildarkvikmynd Einars Heimisson- ar, Hvíta dauðanum. Leitaði Sig- ríður til Bjarna læknis Snæbjörns- sonar og bað hann um að leyfa dóttur sinni að dveljast áfram á St. Jósefsspítala í von um, að hún læknaðist þar af berklasmitinu. Fékk læknirinn því góðfúslega til leiðar komið, að Helgu var veitt undanþága til að dveljast áfram á sjúkrahúsinu í sinni umsjá. Þegar hún var á sjöunda ári, 1934, hafði hún hlotið bata og hélt aftur heim í Hafnir. Á þessum tíma hóf móðir hennar sambúð með Sigurði Gísla- syni sjómanni. Á Suðurnesjum var lífsbaráttan hörð á íjórða áratugnum eins og oft áður. Heimskreppan lá eins og mara yfir landinu og þröngt í búi hjá sjómannsfjölskyldunni. Þótt Helga hefði útskrifast af sjúkra- húsinu, var hún þróttlítil og heilsu- tæp fram á unglingsár vegna lang- varandi veikinda. Oft var tvísýnt um, hvort fjölskyldan gæti fram- fleytt sér frá degi til dags, og JONA HILDUR REYKDAL + Jóna Hildur Jónsdóttir fæddist í Unhól á Stokkseyri 30. jan- úar 1910. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 12. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Hildur Einarsdóttir og Jón Gíslason. Jóna var yngst barna þeirra, en faðir hennar dó sama dag og hún fæddist. Hildur, móðir hennar, lézt 4.9. 1946. Bróðir Jónu var Einar M. Jónsson rithöfundur, f. 1.12. 1904, d. 15.6. 1964. Aðeins þau tvö barna Hildar og Jóns náðu fullorðinsaldri. Jóna giftist eft- irlifandi eiginmanni, Þórði Reykdal, 31.12.1948, ogtók hún þá upp ættarnafn hans. Einkadóttir þeirra er Hildur Reykdal glerlista- kona, f. 4.12. 1949, búsett í Kanada, gift Peter Burger fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru: Sabrina Kristín, f. 30.10. 1985, og Andrew Einar, f. 14.9. 1987. Aður hafði Hildur eignast dóttur: Þórhildi Elfu Reykdal, f. 7.4. 1972. Faðir hennar er Ronald Aeker- man, flugmaður, búsettur í Flórida. Þórhildur býr í Kanada. Sonur hennar er Chri- stopher Cory Reykdal-Gielens, f. 6.9. 1991. Útför Jónu fór fram frá Dóm- kirkjunni 12. febrúar. ÞEGAR maður er lítill, þá er gott að eiga frænkur. Frænkurnar í gamla daga voru gjarnan eldri konur með nammi í veskinu. Hjartað í litlum polla sló örar í hvert sinn sem Doddi og Jóna renndu í hlað, það voru meira en helmings líkur á að detta í lukkupottinn, og ryrir 30 árum fékk maður ekki nammi á hveijum degi. Góðlátleg áminning um að bursta nú tennumar fylgdi í kaupbæti. Leið- in að hjarta lítilla manna liggur í gegnum munninn. Þessi bernsku- mynd af Jónu birtist þegar hugurinn reikar til baka, silfurhærð, góðlátleg og stutt í glettnina. 20 árum seinna má segja að kynnin hafi verið end- umýjuð þegar ég tók að mér smá viðvik fyrir þau hjónin, en Jóna var sú sama, gæskan, glettnin og gráa virðulega hárið, alveg eins og í den. Nú hefur Jóna frænka tekið feijuna yfir móðuna miklu. Við sem stöndum á bakkanum og kveðjum finnum að ákveðnum kafla í lífí okkar sjálfra er lokið, en minningin lifir. Doddi minn, Hildur og fjölskylda, Guð veri með ykkur. Hans Unnþór Ólason og fjölskylda. Mig langar að minnast Jónu Reykdal með nokkrum orðum. Með henni er gengin ein af þeim persónum sem mest áhrif höfðu á mig á upp- vaxtarárunum. Jóna var gift föður- bróður mínum Þórði Reykdal og áttu þau yndislegt heimili, Lindarberg, í jaðri Stekkjarhraunsins við Setberg. Faðir minn og systkini hans bjuggu öll nærri hvert öðru í landi Setbergs og Þórsbergs og var oft glatt á hjalla hjá okkur krökkunum. Oft dvaldi ég á heimili þeirra Þórðar og Jónu og Hildur dóttir þeirra varð mér sem góð vinkona og systir. Mínar fyrstu minningar frá heimili þeirra tengjast því að ég gisti hjá þeim lítil og það MINNINGAR stundum þurfti bókstaflega krafta- verk til að matbjörg fengist. Minn- isstæðast frá þessum dögum var Helgu stilling og jafnaðargeð móð- ur sinnar. Kraftur hennar veitti börnunum öryggi og von um, að einhvern tíma hlyti úr að rætast. Sama ár og ófriður hófst í álf- unni, 1939, fluttist fjölskyldan til Keflavíkur. Stríðið hleypti nýju lífi í sjávarútyeg á Suðurnesjum og afkoma fjölskyldunnar skánaði, þegar frá leið. Á þessum árum var Helga farin að vinna ýmis algeng störf og var m.a. í vist í Gróttu á Seltjarnarnesi, þar sem hun gætti bama á sumrum. Hugur hennar var þá farinn að leita til Reykjavík- ur og ári eftir að stríðinu lauk, 1946, fékk hún vinnu í Sandholts- bakaríi á Laugavegi. Þá var hún orðin nítján ára. Tveimur árum síðar, 1948, gekk hún að eiga Kára Siguijónsson bifreiðastjóra, sem lengi starfaði á BSR. Þau stofnuðu heimili í Meðalholti 15, en fluttu síðar á Sólvallagötu, fyrst í húsið Ráðagerði, en síðar að Sól- vallagötu 54, þar sem þau bjuggu lengst af. Þau Kári eignuðust eina dóttur barna, og tvo syni. Þau skildu 1977, en héldu góðum vin- skap eftir það. í minningarorðum, sem séra Jak- ob Hjálmarsson Dómkirkjuprestur flutti um Helgu, komst hann svo að orði: „Á Sólvallagötunni bjó Helga fjölskyldu sinni gott heimili og lagði í það alla alúð sína og krafta lífs og sálar. Hún var reglu- söm um alla hluti, verkhög og dug- leg. í skaphöfn sinni var hún stillt, jákvæð og umhyggjusöm. Þetta vildi hún temja bömum sínum og stuðla með því að góðum famaði þeirra." Mér fannst sem þessi orð séra Jakobs um Helgu minntu mig á lýsingu hennar á móður sinni, Sigríði, sem enn lifir 98 ára að aldri á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Helga leit svo á, að æðsta skylda kvenna væri að sinna var svo gott að halda í hendur þeirra beggja, Þórðar og Jónu. Sjálfsagt hef ég ekki alltaf verið stillt þegar þau fóstruðu mig, en þó minnist ég þess að ég átti það til að syngja eða raula með sjálfri mér og Jóna umbar þessa tónlist mína með stakri þolin- mæði, en söngur hafði verið hennar líf og yndi, um árabil söng hún með Dómkirkjukórnum. Bar ég mikla virðingu fyrir henni þar sem ég vissi að hún hafði sungið í útvarpið. Seinna, þegar ég fór að vinna sumarvinnu sem unglingur treystu Jóna og Þórður mér fyrir afgreiðslu- störfum tvö sumur í sjoppunni Ás- garði, sem þau ráku auk þess sem Þórður var með póstafgreiðslu. Jónu þótti nóg um samviskusemi mína fyrstu vikurnar og benti mér bros- andi á að mér væri alveg óhætt að smakka á einhveiju af því sem þar væri á boðstólum. Undir handleiðslu þeirra lærði ég fljótt að panta það sem þurfti og bera ábyrgð á ijármun- um og lager og voru þessi sumur mér góður skóli. Þegar móðir mín féll frá langt um aldur fram og ég hélt heimili með föður mínum og bróður reyndist Jóna mér vel og man ég hve mér þótti vænt um það þegar hún og föðursyst- ur mínar samfögnuðu mér með stúd- entsprófið. Árin liðu, ég eignaðist fjölskyldu og eigið heimili í Borgar- firði. Þegar þau hjónin vildu sjá hvernig ég byggi sannaðist hið forn- kveðna, allt er þá þrennt er - í þriðju atrennu hittu þau á mig heima. Hol- óttir malarvegir Borgarfjarðardala urðu Jónu ofraun, svo dæminu var snúið við og þegar ég leit inn hjá þeim hjónum um jólin grunaði mig ekki að við myndum ekki njóta sam- fylgdar Jónu svolítið lengur. Þó hún gengi ekki heil til skógar á afmælis- daginn sinn var gaman að spjalla við hana í síma, hlæja með henni og samfagna með 85 árin. Nú hefur Jóna fetað sinn hinsta stig og um leið og ég þakka henni samfylgdina votta ég Þórði, Hildi og fjölskyldu hennar vestur í Kanada samúð mína og fjölskyldu minnar. Blessuð veri minning hennar. Þórunn Reykdal. bömum sínum, fjölskyldu og heim- ili. Eftir þessari reglu lifði hún sjálf, og víst er að hún náði því marki, sem hún setti sér. Bömum hennar þremur farnaðist vel, og ekkert sagði hún styrkja sig eins í erfiðum veikindum og hlýhugur og um- hyggja þeirra. Hún hvorki vildi né lét aðra um að rækta garðinn sinn, heldur gerði það sjálf og uppskar eins og hún sáði. Þegar börnin voru flutt að heim- an og þau Kári skilin, réðst Helga til starfa hjá heimilishjálp Reykja- víkurborgar og sinnti sjúkum og öldruðum af sömu elju og íjöl- skyldu sinni áður. Þá bar hún út dagblöð í hverfinu og pijónaði lo- papeysur af miklum dugnaði. Um þetta leyti fluttist ég undir- ritaður að Sólvallagötu 54 ásamt fjölskyldu minni og tókust fljótlega hlý kynni á milli okkar allra og Helgu. Hún var ekki kona, sem flíkaði tilfinningum sínúm og opn- aði faðminn móti öllum, en raun- betri, heilsteyptari og óáleitnari nábúa hefðum við ekki getað valið okkur. Eindregin var hún í skoðun- um á mönnum og málefnum og skarpskyggn mjög. Á sautján ára nábýli ber ekki einn skugga. Ná- grannarnir, sem sumir höfðu búið í þessum hluta götunnar frá því að hún hét Sellandsstígur, höfðu fyrir löngu vanist því að líta á Helgu sem sannan Vesturbæing. Árið 1982 hóf Helga sambúð með Jóhanni Þorsteinssyni (f. 1911) frá Árskógsströnd í. Eyja- firði. Jóhann var mesti dugnaðar- maður, dulur nokkuð og hijúfur á ytra borði, en hlýr undir niðri. Hafði hann flust til Reykjavíkur frá Akureyri og annast um árabil viðhald og eftirlit með húsum Stef- áns lyfsala Thorarensens, uns hjartað tók að bila. Þau Helga áttu prýðilega skap saman og virtu hvort annað mikils. Jóhann var bókelskur maður og heimakær, en eftirlætistómstundaiðja þeirra beggja var að stíga gömlu dansana í hópi góðra vina og kunningja. Heilsa Jóhanns var tæp og 1984 varð hann að gangast undir hjarta- uppskurð 73 ára að aldri. Með járn- vilja og einstakri aðhlynningu Helgu komst Jóhann þó undrafljótt aftur á kreik, og þau áttu nokkur góð ár saman. Sá tími var báðum afar dýrmætur. Sumarið 1992 syrti að í lífi þeirra. Helga greindist með krabbabein, en hún hafði annars notið góðrar heilsu eftir æsku- og unglingsárin, enda lifði hún mjög heilbrigðu og reglubundnu lífi. Þá hrakaði heilsu Jóhanns að nýju, þótt hann reyndi að harka allt af sér. Haustið 1993 varð hann bráð- kvaddur. Harmaði Helga hann mjög á sinn hljóðláta hátt. Síðastliðið sumar brustu vonir um, að tekist hefði að komast fyr- ir mein Helgu, og um svipað leyti og ósköpin dundu yfir í Súðavík, var hún flutt helsjúk á St. Jósefssp- ítala í Landakoti. Miðvikudaginn 8. febrúar var hún öll. Að hennar eigin ósk fór útförin fram í kyrr- þey í Fossvogskapellu, og athöfn- inni réð hún sjálf. Þessi hinsta kveðjustund var því í samræmi við líf hennar allt. Sól skein á mjöllina úti fyrir og inn um steinda glugga kapellunnar. Presturinn lagði út af orðum Páls postula í Korinþu- bréfi: „Því að Guð sem sagði: „Ljós skal skína fram úr myrkri!“ - hann lét það skína í hjörtu vor...“ Það var ljósið, sem okkur fannst stafa frá Helgu á Landakotsspítala, þeg- ar hún ræddi um lífið eftir dauðann og væntanlega samfundi með látn- um ástvinum. Styrkur hennar var einstakur. Þeir, sem heimsóttu hana að sjúkrabeðinu, hlutu að hverfa þaðan léttari í huga um stund, þótt kringumstæður væru sorglegar og skuggi yfir þjóðlífinu. Guð blessi minningu Helgu Páls- dóttur. Þór Wliitehead. GUÐMUNDUR G UNNARSSON + Guðmundur var fæddur í Brekkukoti í Blönduhlíð hinn 11. september 1928. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 18. janúar síðastliðinn. Útför Guðmund- ar fór fram frá Fossvogs- kirkju 27. mars sl. SUMARIÐ 1950 á 400 ára af- mæli Hóla var ég í sveit að Ytra- Vallholti í Skagafirði. Þar á næsta bæ, Húsey í Hólminum, var Sól- veig Felixdóttir frænka mín í föð- urhúsum. Hún giftist síðar eða árið 1954 Guðmundi Gunnarssyni frá Höskuldsstöðum, sem ég vil minnast í örfáum orðum. Sumarið 1950 leið fljótt í Skagafirði en síðan skildu leiðir með okkur Sólveigu frænku minni. Það var síðan árið 1977 sem þau hjónin Guðmundur og Sólveig komu í heimsókn í Geir- bjarnarstaði í Kinn til okkar Heiðu. Það var algerlega að þeirra frumkvæði, við það bundust vina- bönd, sem aldrei brugðust og erum við þeim ævarandi þakklát. Við minnumst margra ferða- laga með þeim t.d. í Ábæ í Aust- urdal þar sem Guðmundur ólst upp fyrstu árin, ferð til Móniku í Merkigili, ferð um Vatnsdal í Húnaþingi, ferð að Reykjum á Reykjaströnd og margar fleiri. Helst þökkum við þó samveru- stundir að Geirbjarnarstöðum og Höskuldsstöðum og síðar á Húsa- vík, í Keflavík og Kópavogi. Þau stóðu þétt við bakið á okkur á erfiðri stund 1980. Guðmundur var söngelskur og söng með karlakórum um langt árabil. Hann var léttur og spaug- samur í viðmóti, þó minna bæri á því hin síðari ár vegna veikinda hans. Hann gekk í gegnum 2 hættulegar hjartaaðgerðir með tveggja ára millibili. Eftir síðari aðgerðina, sem var mikil náði hann sér aldrei. Hann lét þó ekki bugast og tók veikindum sínum með æðruleysi. Hann gat ekkert unnið síðustu árin. Sólveig bjó honum og börnum þeirra gott heimili með skag- firskri reisn. Hann lést í fangi Sólveigar sinnar 18. janúar 1995. Það var í sjálfu sér „sárljúf“ stund úr því sem komið var. Sólveig mín, þökkum tryggð og vináttu í gegnum árin og allar samverustundirnar. Guð styrki þig og styrki börnin ykkar 8 og barnabörnin 12, fósturbörn, vini og ættingja. Nú er skarð fyrir skildi Dolla mín, en öll él birtir upp um síðir. Guð blessi ykkur öll. Óttar Viðar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega lfnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.