Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 39 FRETTIR Kristni- boðsdagar í Reykjavík KRISTNIBOÐSDAGAR í Reykjavík síanda nú yfir og fram að 2. apríl á vegum Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga en tilgangur þeirra er að kynna starf SÍK að kristniboði í Eþíópíu og Kenýu. Alls starfa nú 14 manns á vegum SÍK í þessum löndum, auk þriggja manna hérlend- is og er áætlaður kostnaður við starf- ið á þessu ári kringum 20 milljónir króna. Hann er að mestu leyti borinn uppi af framlögum velunnara kristniboðsins. Þijár fyrstu samkomur kristni- boðsdaganna verða haldnar í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík og hófst sú fyrsta þriðjudagskvöldið 28. apríl. Föstudag-, laugardags- og sunnu- dagskvöld verða samkomurnar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg og hefjast þær öll kvöldin kl. 20.30. Yfirskrift kristniboðsdaganna er „Opið bréf til þín“ og verður í boðun á samkomum gengið út frá bréfi Páls til Kólossumanna. Þá verða á hverri samkomu sagðar fréttir af starfi 3ÍK í Eþíópíu eða Kenýu eða fluttir þættir um annað kristniboðs- starf en formaður SÍK, Skúli Svav- arsson, heimsótti nýlega íslensku kristniboðana. Ellefu kristniboðar frá SÍK starfa nú á ýmsum stöðum i Eþíópíu en þangað fóru fyrstu kristniboðarnir frá Islandi árið 1954 og hófu störf Námskeið um erlent samstarf í félagsmálum NÁMSKEIÐ hjá_ Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands verður hald- ið dagana 30. og 31. mars um erlent samstarf íslands á sviði félagsmála þ.á m. velferðarmála, öldrunarþjón- ustu, málefna fatlaðra, málefna barna, vinnumála og almannatrygg- inga. Kynnt verður fyrirkomulag þessa samstarfs, markmið þess, tækifærin og skuldbindingar sem í því felast. Fjallað verður um aðild Islands að norrænum stofnunum, Evrópusamt- arfi og alþjóðlegum stofnunum á þessu sviði. Fyrirlesarar eru Gunnar Sandholt hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn, Anna Guðrún INNLENDIR starfsmenn Mekane Yesus-kirkjunnar í Eþíópíu taka að sér sífellt meiri ábyrgð á öllu starfinu af kristniboðum: Boðun, kennslu og heilsugæslu. í Konsó. Þar eru nú yfir 20 þúsund kristnir menn í sex söfnuðum. Á vegum kirkjunnar starfa þar nú þrír prestar, 11 prédikarar og 144 sjálf- boðaliðar. Um 30 manns koma ár- lega í sjúkraskýlið í Konsó þar sem íslendingar hafa lengst af starfað við lækningu og hjúkrun en auk aðhlynningar er mikil áhersla lögð á forvarnir og fræðslu um hollustu- hætti og mataræði. íslenskir kristniboðar hófu störf í Kenýu árið 1978 og starfa meðal Pókotmanna. Þar starfa nú ein ís- lensk hjón auk kennara á skóla kristniboðsins í höfuðborginni Nair- obi. Á starfssvæði íslendinga og Norðmanna en þessar þjóðir hafa lengst af starfað saman að kristni- boði, eru nú 50 söfnuðir og eru safn- aðarmeðlimir rúmlega fjögur þús- und. Á svæðinu eru 120 sunnudaga- skólar, 1.500 unglingar syngja í æskulýðskómum og sérstakt starf er rekið meðal kvenna, 50 hópar, þar sem kenndar eru hannyrðir, mataræði og ýmis atriði í heilsu- gæslu. Björnsdóttir hjá félagsmálaráðuneyt- inu, Kristinn Karlsson hjá Hagstofu íslands, Þorbjörg Jónsdóttir hjá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins, Ingibjörg Broddadótt- ir hjá félagsmálaráðuneytinu, Bragi Guðbrandsson hjá félagsmálaráðu- neytinu, Hrafnhildur Stefánsdóttir hjá Vinnuveitendasambandi íslands og Dögg Pálsdóttir hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. Námskeiðið verður haldið í Tæknigarði og stendur frá 9-16 báða dagana. Skráning fer fram í síma 569 4923. ------» ♦ ♦------ ■ FRÆÐSL USAMTÖK um kynlíf og barneignir halda aðalfund á Hót- el Óðinsvéum fimmtudaginn 30. mars kl. 20. ■ RÓSENBERGKJALLARINN Hljómsveitirnar Texas Jesús og Olympia verða með tónleika í kvöld og hefjast þeir kl. 21.30. Úrslit í Morfís í kvöld ÚRSLIT í Morfís, mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskóla, fer fram í Háskólabíói miðvikudaginn 29. mars kl. 20. Liðin sem taka þátt að þessu sinni eru lið Verslunarskóla íslands og Menntaskólans við Hamrahlíð. MH hefur titil að veija fyrir Versl- ingum sem hafa unnið stóra sigra undanfarin ár. Hægt er að fá miða á nemendaskrifstofum skólanna. Miðaverð er 300 kr. ------»♦ ♦------ Jass á Kringlu- kránni JASSSÖNGKONAN Edda Borg kemur fram á miðvikudagskvöld á Kringlukránni með tríói skipuðu þeim; Ástvaldi Traustasyni á píanó, Bjarna Sveinbjörnssyni á bassa og Jóni Björgvinssyni á trommur. Edda Borg hefur á efnisskrá sinni margar af helstu jassperlum síðustu áratuga. Hún hefur sungið jass í nokkur ár með hinum ýmsu jassleikurum íslands ásamt því að hafa starfrækt sitt eigið jasstríó um nokkurt skeið. Leikurinn hefst upp úr ki. 10. ♦ ♦ ♦----- Umræðukvöld í Fríkirkjunni í Hafnarfirði UMRÆÐUKVÖLD verður haldið á vegum Fríkirkjusafnaðarins í Hafn- arfirði í safnaðarheimili kirkjunnar á Austurgötu 24 fimmtudaginn 30. mars og hefst það kl. 20.30. Dr. Siguijón Eyjólfsson, héraðs- prestur og kennari við guðfræði- deild Háskólans, mun fjalla um vanda bænalífsins í nútíma samfé- lagi. Með hvaða hætti hefur bæna- lífið breyst frá því sem áður var? Leitast verður við að svara slíkum spurningum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður boðið upp á kaffiveitingar. Fjölgun um- sókna hjá Ný- sköpunarsjóði námsmanna ALLT stefnir í að fjöldi umsókna um styrk úr Nýsköpunarsjóði náms- manna slái öll met þetta vorið en umsóknarfrestur rennur út þann 31. mars nk. Sjóðurinn styrkir verk- efni sem stuðla að nýsköpun í at- vinnulífi eða á fræðasviði. Stúdentaráði barst í gær bréf um að borgarráð hefði ákveðið að leggja 10 milljónir til sjóðsins og er það veruleg hækkun frá fyrri árum en Reykjavíkurborg styrki sjóðinn um 6,8 millónir á síðasta ári. Ljóst er að þessi styrkur mun nýtast mjög mörgum námsmönnum til sumarvinnu, líklega á bilinu 60 til 70 einstaklingum. Enn er svara beðið frá öðrum sveitarfélögum. Einstaka ráðuneyti hafa einnig fengið beiðni um styrk í sjóðinn. Nýsköpunarsjóði er út- hlutað 10 milljónum á fjárlögum. Allar nánari upplýsingar gefur Dagur B. Eggertsson á skrifstofu SHI. ------» ♦ ♦ Lögreglan leitar vitna LÖGREGLAN óskar eftir að hafa tal af vitnum, sem sáu árekstur Cherokee-jeppa og Volvo-fólksbíls föstudaginn 24. febrúar, á gatna- mótum Bústaðavegar og Flugvall- arvegat'. Áreksturinn varð um kl. 17.30. Cherokee-jeppanum var ekið austur Bústaðaveg á hægri akrein, en Volvonum vestur Bústaðaveg, í beygju í átt suður Flugvallarveg. Bílarnir skullu saman á gatnamót- unum og eru bílstjórarnir ekki á eitt sáttir um nánari tildrög slyss- ins. Vitni eru því beðin um að hafa samband við slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Páskaferðir kynntar á opnu húsi FERÐAFÉLAG íslands efnir til ferðakynningar í nýjum salarkynnum í Mörkinni 6 í kvöld, miðvikudags- kvöldið 29. mars, kl. 20.30-22. Kynntar verða ferðir félagsins um páskana. Meðal ferða eru þriggja daga ferðir í Þórsmörk og á Snæfells- nes (Snæfellsjökul). Nokkrar fimm daga skíðagönguferðir eru í boði og er aðalferðin í Landmannalaugar og nýja skálann í Hrafntinnuskeri. Einn- ig verður farin skíðagönguferð í Síðumannaafrétt og um Kjöl. Brott- för í flestar ferðanna er á skírdags- morgun 13. apríl en í Þórsmörk er farið á laugardagsmorgninum 15. apríi. Ákveðið er að efna til aukaferðar á skíðum um leiðina milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. ------» ♦ » Ráðstefna um bleikjueldi RÁÐSTEFNA um bleikjueldi á ís- landi, undir heitinu íslensk bleikja ’95, verður haldin fimmtudaginn 30. mars kl. 8.30-17. Ráðstefnan, sem haldin er af Bændasamtökum íslands í samvinnu við Bændaskólann á Hól- um, Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Veiðimálastofnun, verður í Búnaðarþingsal á annarri hæð Bændahallarinnar. Á ráðstefnunni munu ýmsir aðilar halda erindi sem lagt hafa hönd á plóginn við þróun þessarar búgrein- ar. Vísindamenn munu kynna niður- stöður rannsókna sinna og nokkrir framleiðendur segja frá reynslu sinni af bleikjueldi. KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR Umbúöapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum áfrábæru verði. s—. aii. * 1 o ] \ Á ' o ^ • y * ■ ■ WM V*1 ♦ • i * • • •1 •••.* LÖI Æq\\\ Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 Amerfsk gæda framleidsla White-Westinghouse • 75 - 450 lítrar • Stillanlegur vatnshiti • Tveir hitastillar • Tvö element • Glerungshúð að innan • Öryggisventill • Einstefnulokar • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RADGREIDSLUR RAFVORUR 'CCS' V' SLYS Á BÖRNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SNÚUM VÖRN i SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda námskeiði um algengustu slys á börnum, hvemig bregðast á við slysum og hvernig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram í sal Ungmennahreyfingar RKÍ Þver- ö j holti 15, Reykjavík dagana 4. og 5. apríl n.k. kl. 20 - 23. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 562 6722 fyrir kl. 17 mánudaginn 3 .apríl. FRÆÐSLUMIÐSTOÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauöarárstíg 18 - Reykjavík - sími 562 6722 ÁRMÚLI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.