Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.lS / AKUREYRI: llAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Samningar við kennara undirritaðir í gær en áfram verkfall í Verslunarskólanum SJÓVÁbgALMENNAR SAMGONGURAÐHERRA hefur staðfest lækkun á gjaldskrá Pósts og síma fyrir leigulínur undir gagnaflutninga til útlanda og tekur lækkunin gildi frá og með 1. apríl. leigulínum til útlanda nemur 20%. á línu til útlanda til 5 ára lægri Norðurlöndunum að sögn Halldórs Viðbótarlækkun á eins og tveggja Mb/s leigulínum til tveggja ára, er 15%, eða samtals lækkun um 32%. Viðbótarlækkun á eins og Almenn lækkun á 64 Kb/s-2 Mb/s Eftir þessa breytingu verður leiga en það sem lægst býðst á hinum Blöndals samgönguráðherra. tveggja Mb/s leigulínum til fimm ára er 30%, eða samtals lækkun um 44%. Gjaldskrá fyrir leigulínur til útlanda er samsett af annars vegar kostnaði P&S en hins vegar af erlendum kostnaði. Hlutfallsleg- ur kostnaður P&S verður eftir þessa breytingu lægri, þar sem erlendur kostnaður breytist ekki. Halldór segir að með 20% al- mennu lækkuninni einni verði leigu- gjöld P&S lægri en meðaltalsgjaldið á Norðurlöndunum. „Þess er vænst að lækkun gjaldskrárinnar verði til þess að auðvelda fyrirtækjum og almenningi aðgang að erlendum gagnabönkum og mörkuðum,“ seg- ir Halldór. Morgunblaðið/Bjami Valsmenn meistarar þriðja árið VALUR varð í gærkvöldi ís- landsmeistari í handknattleik karla þriðja árið í röð eftir sig- ur á KA, 30:2.7,1 æsispennandi framlengdum leik á Hlíð- arenda. Fyrir leikinn í gær höfðu bæði liðin unnið tvo leiki í keppninni um íslandsmeist- aratitilinn og var því um hrein- an úrslitaleik að ræða. Á mynd- inni fagna þeir Ólafur Stefáns- son og Guðmundur Hrafnkels- son, markvörður, sætum sigri, en þeir léku stórt hlutverk í liði Vals í lok leiksins. ■ Íslandsmeistarar/El-E3 Lokauppgjör Landsbanka Islands og Sambandsins skólum á morgun FORYSTUMENN kennarafélag- anna og samninganefndar ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning laust fyrir miðnætti í gær. Fulltrúa- ráð kennarafélaganna frestuðu verkfalli eftir að samkomulag hafði tekist um skólalok í vor. Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist á morgun. Ekki tókust samningar milli HÍK og Verslunarskóla íslands. Með undirrituninni er lokið 40 daga verkfalli um 4.000 kennara, en það hófst 17. febrúar. Skólalokum í grunnskóla breytt Samkomulag tókst í gær um skólalok á þessu skólaári. Sam- kvæmt því verður kennt á laugar- dögum og í dymbilviku í framhalds- skólum. Stefnt er að því að skólaár- inu verði lokið fyrir hvítasunnu. Hvítasunnudagur er 4. júní. Stefnt er að því að kennsla á þessu miss- eri verði um 12 vikur, en við venju- legar aðstæður er misserið 13 vikur. Búið var að kenna sex vikur á þess- ari önn þegar verkfallið hófst. I upphaflegum tillögum mennta- málaráðuneytisins um skólalok var gert ráð fyrir að einungis yrði bætt við kennslu í 10. bekk, en öðrum nemendum grunnskólans yrði bætt upp kennslutap á næsta skólaári. Kennarar voru mjög ósáttir við þetta og fengu því framgengt að hluti kennslutapsins verður unninn upp í vor. Að auki fengu þeir tryggingu fyrir því að sérstakt tillit verður tek- ið til kennslu fatlaðra nemenda og annarra sem þurfa á sérkennslu að halda. Samræmd próf verða færð aftur um einn mánuð og fara fram 24.-30 maí. Samkomulag tókst um greiðslu fyrir þá vinnu sem kennarar þurfa að leggja á sig við að bjarga skólaár- inu. Það felur í sér að öll kennsla utan stundaskrár verður greidd sem yfirvinna. Talið er að ríkið þurfi að greiða nokkur hundruð milljónir fyr- ir þessa yfirvinnu. Samningurinn sem undirritaður var í gærkvöldi byggist á sáttatillögu ríkissáttasemjara. í bókun með samn- ingnum er kveðið á um að samnings- aðilar komi sér saman um tillögur fyrir 15. maí 1995 um leiðir til að tryggja að kennarar eigi kost á fullu starfi við einsetningu grunnskólans. Áfram verkfall í V erslunarskólanum Ekki tókust samningar milli HÍK og Verslunarskólans í gærkvöldi og hefur nýr sáttafundur verið boðaður í dag. Verslunarskólinn hefur óskað eftir því að gera sjálfstæðan samn- ing við HÍK. Már Vilhjálmsson, for- maður hagsmunanefndar HÍK, sagði að HÍK væri reiðubúið til að gera slíkan samning en ágreiningur væri milli samningsaðila um nokkur at- riði. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, sagði að HÍK gerði kröfu um að kennarar við Verslunarskólann yrðu æviráðnir. Hann sagði ekki koma til greina að fallast á þá kröfu. Þorvarður sagðist ekki reikna með að kennsla hæfíst í Verslunarskólanum á morgun. Gjaldskrá fyrir gagnaflutningslínur 20% lækkun Morgunblaðio/bvemr ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK, og Þorsteinn Geirsson^ formaður SNR, takast í hendur eftir undirritun samninganna. I baksýn sést Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari. L#TT# alltaf á Miðvikudögnm Samskip með 80 millj. hagnað á síðasta ári Morgunblaðið/Kristinn Forstjórinn fer yfir ör- yggisatriði SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, gekk í gær í að sinna öryggisgæslu í vélum Flugleiða ásamt öðrum yfirmönnum fé- - - I&gsins bæði í millilanda- og inn- anlandsflugi. Sigurður flaug frá Keflavík til Amsterdam og til baka og fór yfir öryggisatriði með farþegum ásamt því að bera fram mat og drykk. Gerður var góður rómur að frammistöðu yfirmannanna meðal farþega. ■ FlugfreyjuverkfaIl/4 LANDSBANKI íslands hafði í árslok 1994 afskrifað 250 milljónir króna, vegna lokauppgjörs við Samband ís- lenskra samvinnufélaga og um hálf- an milljarð króna vegna Miklagarðs. Þetta kemur fram í fjórðu og síðustu grein Morgunblaðsins um endalok Sambandsins, sem birtist í blaðinu í dag. Landsbankinn á enn 165 milljóna króna hlut í Samskipum. Morgun- blaðið hefur upplýsingar um að rekstur Samskipa á liðnu ári hafi skilað um 80 milljóna króna hagnaði og að áætlanir fyrir afkomu félagsins á þessu ári geri ráð fyrir að rekstur- inn skili um 180 milljónum króna í hagnað. Hér er um mikinn viðsnún- ing í rekstri að ræða, því á árunum 1992-1993 tapaði félagið 900 millj- ónum króna. í greininni kemur fram að taps- hætta Landsbankans á Jötni hf. var metin á bilinu 130 til 150 milljónir króna haustið 1992. Hömlur réðust í það við yfirtöku félagsins að leysa fyrirtækið upp, selja einstaka rekstr- arþætti og tryggja þannig að Lands- bankinn fengi kröfur sínar greiddar. Hömlur komu að sölunni til Ingv- ars Helgasonar, þegar Bílheimar keyptu Bifreiða- og véladeild Jötuns. Agreiningur var umtalsverður um verðmat á þessum þætti rekstrarins á milli Ingvars Helgasonar og Sam- bandsmanna. Hömlur keyptu alla bílana á milli- verði til þess að ljúka málinu og settu á laggirnar bílasölu tímabundið og seldu alla bílana. Þessi aðgerð Hamla gerði það að verkum, að Landsbank- inn komst frá þessum þætti viðskipt- anna við Jötunn hf. án þess að tapa. ■ 750 miljj. afskrifaðar/16 Kennsla hefst í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.