Morgunblaðið - 29.03.1995, Side 1

Morgunblaðið - 29.03.1995, Side 1
 Þáttur Ólafs Ragnars Aukning ríkisútgjalda SKÝRSLA um ríkis- útgjöld árið 1994 hefur að vonum vakið mikla athygli. í þessari skýrslu gefur að líta yfirlit yfir árangur hinna ýmsu fjármála- ráðherra þjóðarinnar síðustu árin. Heildar- niðurstaðan er sú að útgjöldin hækka, en þó er um ákveðinn tröppugang að ræða. Það virðist erfitt að ná útgjöldum niður þegar þau hafa einu sinni hækkað, en á þessu eru þó undantekningar. Árin hans Ólafs Ragnars Þau ár sem helst skera sig úr hvað aukningu á útgjöldum varðar síðastliðin tvö kjörtímabil eru árin 1988 og 1991. Þessi tvö ár verður meiri aukning á útgjöldum frá fyrra ári en milli annarra ára. Sérstak- lega á þetta við um árið 1991. Þessi ár eiga það sameiginlegt að Olafur Ragnar Grímsson var fjár- málaráðherra hluta úr árinu, en á báðum þessum árum urðu stjórnar- skipti. Árið 1988 var Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra fyrri hluta ársins en Olafur Ragnar var fjármálaráðherra seinni hluta ársins. Þá jukust ríkis- útgjöldin um tæpa 14 milljarða króna milli ár. Arið 1991 var Ólaf- ur Ragnar fjármála- ráðherra fyrri hluta árs en Friðrik Sophus- son seinni hluta ársins. Þá jukust ríkisútgjöld- in milli ára um tæpa 10 milljarða. Árið sem Jón Bald- vin tók við af Þorsteini Pálssyni sem fjármála- ráðherra varð aukning- in ekki eins mikil og árið 1988 og nú stefnir í það að útgjöld ársins 1995 verði svipuð og árið 1994. Þáttur ÓRG Þær staðreyndir sem hér hafa verið raktar eru mjög athyglisverð- ar og leiða hugann að því hversu mikil áhrif einstakir ráðherrar geta haft langt fram yfir líftíma þeirra ríkisstjórna sem þeir eiga sæti í. Baráttan við ríkisútgjöldin allt þetta kjörtímabil hefur gengið út á það að snúa ofan af útgjaldaaukn- ingu Ólafs Ragnars og þeirrar ríkis- stjórnar sem hann átti sæti í. Árangur hefur vissulega náðst og nú eru ríkisútgjöld heldur lægri en þau voru árið 1988 og mun lægri en þegar Ólafur Ragnar skildi við 1991. Skuldaaukning Vinstri menn hafa leyft sér að gagnrýna sérstaklega tvöföldun skulda ríkissjóðs á yfirstandandi kjörtímabili. Þeir gera þetta vit- andi það að stór hluti þessara skulda er yfirtaka gamalla skulda hinna ýmsu gjaldþrota sjóða sem þeir báru mikla ábyrgð á og nú hafa verið lagðir niður. Þeir nefna ekki þá staðreynd að þeir hafa spyrnt á móti öllum tilraunum núverandi fjármálaráðherra til þess að draga úr ríkisútgjöldum. Það tók Ólaf Ragnar aðeins eitt ár á stóli fjár- málaráðherra, segir —^------------------------ Arni M. Mathiesen, að tvöfalda skuldirnar. * Þeir hafa líka gleymt því að það tók Ólaf Ragnar- aðeins eitt ár í stóli fjármálaráðherra að tvöfalda skuldirnar. Það skortir víst tölu- vert upp á hreinlyndið í málflutn- ingi vinstri manna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. og stefnir nú í enn betra horf sam- kvæmt spá Þjóðhagstofnunar. Sá tími er liðinn að það sé hægt að lofa kjósendum gulli og grænum skógum fyrir kosningar, kjósendur vita bet- ur. Sjálfstæðismenn segja: „Við höf- um áfram sömu stjórnarstefnu eftir kosningar ef við fáum til þess fylgi“, það er besti mælikvarðinn. Flokka- gerið sem býður fram núna gerir fráfarandi stjórnarflokkum starfið enn auðveldara að halda völdum en við megum ekki vera andvaralaus, það er hættulegt. Þrennt er það fremur öðru sem einkennir vinstri- stjórnir: í fyrsta lagi; þeim hefur aldrei tekist að sitja út heilt kjör- Besta vörnin gegn fjöl- flokka ríkisstjórn, segir Karl Ormsson, er stuðningur við Sjálf- stæðisflokkinn. tímabil, í annað stað; það hefur aldr- ei verið vinstristjórn við völd sem minna en þrír flokkar eða flokksbrot standa að, og í þriðja lagi; þeim hefur alltaf tekist að koma á óða- verðbólgu. Flýtum okkur því hægt og stefnum að glæsilegum sigri Sjálfstæðisflokksins með Davíð Oddsson í forsæti. Við vitum hvað við höfum og við vitum líka hvað vinstri stjórn er en það unga fólk sem ekki þekkir vinstri stjórn getur spurt foreldra sína, þeir þekkja þær. Höfundur er raftækjavörður. PÉTUR Blöndal er heiðarlegur maður og hreinskiptinn. Hann segir alltaf upphátt það sem samflokks- menn hans hugsa margir en segja sjald- an. Og aldrei fyrir kosningar, aðeins eftir kosningar. Pétur Blöndal skrifaði grein í Morgunblaðið um helgina þar sem hann setur fram hugmyndir um grundvallarbreyt- ingar á velferðarþjón- ustunni, að hún verði eins konar ölmusu- kerfi fyrir fátækasta hluta þjóðar- innar, aðrir bjargi sér á einka- markaði. Pétur varpar fram þeirri spurningu hvort velferðarkerfið eins og það nú er skipulagt geri alla jafnfátæka. Efnahagur ráði? Pétur veltir því fyrir sér hvort velferðarþjónustan eigi að ná til 10 eða 15% þjóðarinnar enda sé „örugglega ekki hægt að veita allri þjóðinni hjálp“. Pétur vill með öðrum orðum hverfa frá þeirri hugsun sem velferðarkerfið ís- lenska er reist á. Á honum er að skilja að velferðarþjónustan eigi ekki að byggja á samhjálp fyrir þjóðfélagsþegnana alla heldur eigi að draga fólk í dilka eftir efnahag. Nú hefur oft komið í ljós í margs konar könnunum að þjóðin vill öfluga velferðarþjónustu sem allir standi jafnfætis gagnvart. íslend- ingar vilja ekki að fólki sé mismun- að eftir efnahag í skólum og inni á sjúkrastofum heldur njóti þar allir jafnræðis. Þetta er ekki ein- vörðungu spurning um félagslegt réttlæti heldur einnig fjárhagslegt hagræði eins og dæmin sanna. Þannig er til dæmis hvergi eins mikill kostnaður við heilbrigðis- kerfið og í Bandaríkjunum þar sem einna lengst hefur verið gengið fram í þeirri stefnu sem Pétur Blöndal boðar. Ræðum málin fyrir kosningar - ekki eftir á Eftir síðustu alþingiskosningar gerðu ríkisstjórnarflokkarnir með sér málefnasamning þar sem opn- að var á einkavæðingu í velferðar- þjónustunni og einsog þjóðin fékk að kynnast á kjörtímabilnu var hafist handa við að innleiða þá stefnu, farið var að krefjast þjón- ustugjalda á sífellt fleiri sviðum og búið var í haginn fyrir markaðs- væðingu á sjúkrastofnunum, í skólum og annars staðar í al- mannaþjónustunni. Það var óneitanlega mjög óheið- arlegt af hálfu ríkis- stjórnarflokkanna að hafa ekki gert grein fyrir stefnumiðum sínum á þessu sviði fyrir kosningar en ráðast síðan í grund- vallarbreytingar að kosningum loknum. Þess vegna fagna ég því að Pétur Blöndal vilji hafa annan hátt á. Hann þarf hins veg- ar að koma með nán- ari skýringar. Pétur Blöndal segist vilja skipulag þar sem þjóð- inni sé búin „hófleg velferð" og þar sem flestir greiði fyrir þjónustuna „úr eigin buddu“. Þess þurfí sérstaklega að gæta að þeir sem njóti velferðarþjón- ustunnar megi „aldrei bera meira úr býtum en sá sem greiðir bæt- urnar með sköttum sínum“. Hvað á maðurinn nákvæmlega við? Hvar á að láta staðar numið? Nú vitum við að læknisaðgerðir og þjónusta við marga einstak- linga sem hafa orðið fyrir skakka- föllum í lífínu er mjög kostnaðar- íslendingar vilja ekki að fólki sé mismunað eftir efnahag í skólum og inni á sjúkrastofum, segir Ogmundur Jón- asson. Pétri Blöndal er hér með boðið til mál- fundar um velferðar- þjónustuna. söm. Ná þessir útreikningar Pét- urs Blöndal, þingmannsefnis Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, til þeirra? Hvaða þætti veíferðarþjón- ustunnar er hann að tala um? Er hann að ræða um uppeldis- og menntakerfi? Vill hann einkavæða skólana? Hvar á að láta staðar numið? Eða á ef til vill ekkert að láta staðar numið? Pétur BlðÍSal verður að gera nánar grein fyrir máli sínu. Kjós- endur eiga kröfu á því. Pétri BÍön- dal er hér með boðið til málfundar um velferðarþjónustuna þar sem spurt verði hvorn kostinn menn vilji, velferðarkerfi fyrir alla eða fátækraaðstoð fyrir fáa. Höfundur skipai'þriðja sæti A lista Aiþýðubandalags og óháðra í Reykjavík. Orðsending til ungra kjósenda: Valið hefur aldrei verið skýrara ALDREI hefur val kjósenda verið auðveld- ara en í kosningunum sem framundan eru, þann 8. apríl. Nú er kjósendum boðið upp á það, að haldið verði áfram á braut stöðug- leika og festu í efna- hagsmálum eins og á síðustu fjórum árum. Þeir ungu kjósendur sem eru að koma sér upp húsnæði og eru skuldum vafnir ættu uað hugsa sig vel um áður en þeir kasta at- kvæði sínu á vinstri- stjórn. Þeir ungu náms- menn sem eru með námslán vita að verðbólgan setur öll námslán upp úr öllu valdi. Það er alveg víst sem dagur kemur á eftir nóttu, að ef við kjósum vinstra samkrull rýkur verð- bólga hér upp úr öllu valdi, og þar með skuldir okkar. Það er semsé fljótasta leiðin beint í gjaldþrot ef kjósendur eru svo óheppnir að hér skapist möguleiki á samstarfi vinstri flokkanna. „Ungu kjósendur, vinstra liðið hefur öngvar töfralausnir", það hefr fengið tækifæri til að sanna það. Það takmarkalausa dómgreindar- leysi Alþýðubandalagsins o.fl. vinstri Karl Ormsson flokka að lýsa því yfir að þeir ætli að stefna að vinstra stjórnar- mynstri eftir kosningar er einsdæmi. En sú yf- irlýsing ætti að auð- velda kjósendum valið. Hingað til hafa þessir flokkar þagað þunnu hljóði fram yfir kosn- ingar um stjórnarsam- starf, minnugir þess að „sporin hræða“. Það hefur tekið Sjálfstæðis- flokkinn langan tíma að rétta við þjóðarbúið eftir fyrri vinstri stjórn- Samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Al- þýðuflokks hefur tekist að koma ótrúlega miklu og góðu til leiðar á stuttum tíma. Nú stendur val kjós- enda annars vegar um sterka stjórn Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokki og hins vegar vinstri stjórn. Kjósendur þekkja vinstri sjtórnir. Alþýðubandalagið hefur gumað af því að þeir hafi komið niður verð- bólgunni. Það er ósvífinn áróður og ósannindi. Það var þessi ríkisstjórn sem kom verðbólgunni niður í lægstu tölu sem sést hefur í hálfa öld, nán- ast núll og á tímabili var verðhjöðn- un. Þjóðin nýtur nú góðs af þessu Árni M. Mathiesen V elfer ðarker fi fyrir alla eða fá- tækraaðstoð? Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.