Morgunblaðið - 29.03.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 29.03.1995, Síða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 29.MARS 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRIL „SJÁ DROTTINN er alltaf með oss, þegar mest á ríður og útnefn- ir spámenn og hetjur af sérstakri náð.“ Þessar hendingar úr söngvum lýðræðisflokkanna eftir Stein Steinarr koma gjaman upp í huga mínum þegar ég hugsa um land- búnaðarmál. Þar eiga stjórnmála- menn og ráðamenn þess atvinnu- vegar marga minnisvarða og þar er þinn ekki minnstur. Ég von að þú takir ekki óstinnt upp þó ég beini til þín nokkrum orðum um þau efni, vísast erum við þar ekki að öllu leyti sammála. Þegar þú varðst landbúnaðarráð- herra sendi ég þér ásamt nokkrum kunningjum okkar heillaóskir af þvi tilefni. Þar lýstum við áhyggjum okkar af þeirri þróun landbúnaðar- ins sem hafin var með tilkomu búvörulaga, einkum hve bændum var þar herfilega mismunað og hve brýnt væri að bæta þar úr. í svar- bréfi þínu tókst þú undir öll okkar sjónarmið og lýstir þig jafnframt reiðubúinn að ræða við okkur mál- efni landbúnaðarins. í bréfí þessu féllust þér orð á þann veg, að þó ekki væri svigrúm til stórátaka skildum við „reyna samt“. Svo bregðast krosstré sem önnur tré og ekki leið á löngu áður en ég áttaði mig á að hugmyndir þín- ar um hvernig bijótast skyldi frá þessari óheillastefnu voru næsta óljósar og lítils virði. Eitthvað virt- ist þó vaka fyrir þér, þyí lögregluna sendir þú heim á hvem bæ í land- inu til að kasta tölu á búfé lands- manna. En allt kom fyrir ekki og enn sitjum við uppi með það stjórn- kerfi sem Jón Helgason kom á með búvörulögunum. Ógæfan hélt áfram eftir að þú komst til valda. Haukur Halldórs- son formaður stéttarsambandsins reið á vaðið með að blanda sér umboðslausum í svokallaða þjóðar- sáttarsamninga. Þar samdi Haukur um að bijóta þá gildandi búvöru- samning með niðurskurði á um- sömdu afurðamagni og fleiru. Þar braut hann einnig samþykktir stéttarsambandsins, en þar var ekki reiknað með að kjörum bænda væri ráðið í almennum kjarasamningum. Ekki get ég þó kennt þér um þetta Steingrímur, en þarna hófst hruna- dansinn fyrir alvöru og stefnuleysið í málefn- um hefðbundins land- búnaðar varð algert. Þegar stjórnmála- flokkar bjóða fram til Alþingis setja þeir vanalega fram stefnu í flestum málaflokk- um. Sama ætti að eiga við um Alþýðubandalagið, flokkinn þinn. Eitthvað virðist þó hafa farið þarna úrskeiðis og eftir að lögregl- an hafði talið búsmalann í landinu og við orðnir sammála um að þú hefðir enga stefnu í landbúnaðar- málum Steingrímur, eða þá að landbúnaðarstefna Alþýðubanda- lagsins fékk ekki hljómgrunn í rík- isstjóm Steingríms Hermannsson- ar, brástu á það snjallræði að skipa sjömannanefndina sællar minning- ar. Nefnd þessa skipaðir þú forráða- mönnum hagsmunasamtaka á al- mennum vinnumarkaði sem höfðu ekki umboð frá einum eða neinum til svo róttækrar stefnumörkunar sem þeim var ætluð samkvæmt skipunarbréfi þínu. Engu að síður hugsuðu þeir gott til glóðarinnar fyrir sína skjólstæðinga. Þarna átti ekki að móta neina stefnu í land- búnaði sem kosið yrði um. Lýðræð- ið hafði verið lagt til hliðar. Þingmenn eru eiðbundnir að stjómarskránni og ber að fara í öllu eftir sannfæringu sinni. Ráð- herra ber og ábyrgð á stjórnar- framkvæmdum öllum. Sjömanna- nefndin var ekki bundin af neinu slíku, enda stefnumörkun hennar eftir því. Þú barst hins vegar ráð- herraábyrgð á öllu sem framkvæmt var af tillögum hennar. Hér voru sjálf búvörulögin líka brotin þar sem búvömsamningsgerðin var í raun orðin milli ríkis- ins og aðila vinnu- markaðarins en ekki milli bænda og ríkis- valds eins og lögin kveða á um, en látum það vera, þetta em nú soleiðis lög Steingrím- ur minn. Frá upphafi hef ég af mörgum ástæðum verið mjög efins um að samningur sem þessi fengist staðist stjórnarfarslega. Ríkið getur e.t.v. haft um- boð skv. lögum til samningsgerðar af þessu tagi en þegar samningsaði- lanum, í þessu tilfelli samtökum bænda, er með sömu lögum fengið vald til samningsgerðarinnar, versnar í því. Ekki er úr vegi í þessu sam- bandi að hugleiða hvað félög eða samtök eru. Að mínu viti em það stofnanir um ákveðin markmið þar sem félagsmenn kjósa stjórn sem fer með vald og umboð fyrir hönd félagsmanna. Allir félagsmenn skulu kjörgengir, hafa tillögu, at- kvæðis- og kosingarétt. Oft eru líka veigamikil mál háð samþykki fé- lagsmanna, ekki síst samningar sem snerta mjög efnalega hags- muni þeirra. Þetta er í grófum dráttum það sem kalla mætti félag, byggt á aðferðafræði sem oft er kölluð „lýðræði" Steingrímur. Eins og við vitum er endanleg ákvörðun um hveijir sitja og setið hafa í stjórn samtaka bænda hins vegar afar fjarlæg hinum almenna starfandi bónda. Endalausar^ull- trúakosningar þar sem fulltrúar eru kosnir hver af öðrum eftir reglum sem venjulegt fólk fær ekki skilið og myndi þaðan af síður sætta sig við, fyrirbyggir það eitt að virkur minnihluti geti nokkurn tíma orðið til. Þetta er svona eins ogað stjórn- arandstaðan á Alþingi kæmist þar aldrei inn fyrir dyr, og heldurðu nú að það þætti gott lýðræði, Stein- grímur minn? Hinum svokölluðu samtökum bænda hefur með lögum verið feng- ið forræði yfir öllum þeim réttind- um bænda sem úrslitum ráða um eignar- og atvinnuréttindi þeirra. Einnig hefur verið girt fyrir þann möguleika að þeir sem ekki una félagskúgun þessari geti stofnað önnur landssamtök til verndar hagsmunum sínum þar sem það er háð samþykki þeirra samtaka sem með valdið fara samkvæmt lögun- um. Til að fyrirbyggja endanlega all- ar undankomuleiðir er svo lögboðið að þeir samningar sem gerðir eru á þessum vettvangi skulu gilda fyrir alla, hvort heldur þeir eru félagsmenn eða ekki. Skylduaðild að félögum er ólög, menn skipa sér í félög að vild og mega stofna þau í öllum löglegum tilgangi, svo sem að veija efnalega hagsmuni sína. Með þeim félags- kerfisóskapnaði sem hróflað hefur verið upp í kringum landbúnaðinn eru öll þessi grundvallarréttindi fótum troðin. Þetta sitja bændur hins vegar uppi með og má einu gilda hvaða skoðun þeir hafa. Þeir eru einfaldlega ekki spurðir. Öll eðlileg samfélags- og atvinnuþróun Eðlileg atvinnuþróun í sveitum hefur verið hindruð, segir Ámundi Loftsson, og þar ríkir lögboðin félagskúgun. í sveitum landsins hefur hér verið hindruð og landbúnaðinum komið á klafa lögboðinnar félagskúgunar. Sigurður Líndal prófessor fór rækilega í gegnum það í sinni viða- miklu úttekt á stjórnkerfi búvöru- framleiðslunnar hvernig virðingu Alþingis var misboðið af þér og öðrum háttvirtum alþingismönnum við gerð búvörusamningsins og hlífi ég þér við frekari greiningu á því öllu í þetta skipti. Frekar vil ég víkja ögn að innihaldi samningsins og hve skaðlegur hann er í sveitum landsins. Samningurinn byggir sem fyrr segir á álitsgerðum sjömanna- nefndar en þar skildi allsheijar hagræðing höfð í fyrirrúmi. Bænd- um átti að fækka nánst eins og fénaði. Eftir skyldu standa enn færri og stærri bú. Brúttóafurða- verð til bænda skildi einhliða lækka, jafnvel um tugi prósenta. En hvað er hagræðing Stein- grímur? Að mínu viti eru það breyt- ingar á rekstrar- og vinnutilhögun sem náð er fram með samstöðu og samþykki allra hlutaðeigandi, öll- um til hagsbóta. Þú ert kannski ekki sammála þessu og það verður þá að hafa það. Með beingreiðslukerfínu varð mismununarofbeldið sem innleitt var með búvörulögunum gert full- ljóst hveijum sjáandi manni en beingreiðslur ríkisins til bænda nema frá nánast engu upp í mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Markmiðum búvörusamningsins átti svo að ná með því að setja þá sem höllustum fæti standa á eins konar uppboðsmarkað hjá þeim sem betur mega sín. Skattgreiðendur eru látnir fjár- magna þessa eyðibýlastefnu. Bænd- ur sem ekki geta með neinu móti rétt sinn hlut eiga á endanum ekki aðra kosti en selja greiðslumarkið sitt þeim bændum sem jafnvel kom- ast ekki yfír að framleiða upp í það sem þeir hafa fyrir, þrátt fyrir að hafa ódýrt vinnuafl frá Grænlandi. Hér er því um mismunun að ræða sem byggð er á lögboðnu ofbeldi og á ekkert skylt við hagræðingu, þaðan af síður jafnaðarstefnu, fé- lagshyggju eða samvinnuhugsjón. Nöturlegast er þó að hagsmuna- samtök bænda skuli hafa tekið jafn ríkan þátt og raun ber vitni í að ná fram svo andfélagslegum mark- miðum og hér um ræðir. Dæmið gekk ekki upp. Þrátt fyr- ir að milljörðum sé ausið á milljarða ofan í landbúnaðarmálum er sárasta fátækt í sveitum landsins. Þorri bænda er ekki tilbúinn að yfírgefa eigur sínar og atvinnu og selja frá sér búskaparforsendurnar þó kjörin kreppist. Bilið milli ríkra og fátækra í sveitum landsins verður því æ breiðara og sýnilegra og á endanum hlýtur þjóðin að spyija hvað gerst hefur og segja hingað og ekki lengra. Það verður ekki bjartur dag- ur fyrir þig, Steingrímur minn. Meginástæðan er nefnilega bú- vörusamningurinn sem þér og bændaforystunni tókst að neyða upp á bændur landsins og ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar undir öfugmælaslagorðum Alþýðubanda- lagsins um lífskjarajöfnun. Höfundur er bóndi. Opið bréf til Stein- gríms J. Sigfússonar Ámundi Loftsson Alþýðubandalagið og óháðir eru kjölfestan NÚ heyrast raddir um það úr röðum fé- lagshyggjufólks að nauðsyn beri til að velja landinu ríkisstjóm sem byggir ekki á ofurvaldi peninganna heldur á lausnum sem þjóna al- þýðunni í landinu. Þessi mikli áhugi fyr- ir því stjórnarformi sem kölluð hefur verið vinstri stjórn er gleði- legur. Fyrir síðustu kosningar 1991 átti fólk einnig kost á því að kjósa áframhaldandi vinstri stjórn og meiri- Unnur Jónsdóttir draumur geti ræst að ekki verði mynduð stjóm með Sjálfstæðis- flokknum er það skilyrði að Alþýðubandalagið með þann stóra kjós- endahóp óháðra við hlið sér verði þar forystuafl. Það er eina tryggingin fyrir því að fólkið í land- inu fái þá stjóm sem lætur sig hag fjöldans skipta. Óháðir fóru aðra leið Það virðast vera að- eins tveir vinstri flokk- ar í landinu, þ.e. þeir flokkar sem vilja byggja á félagsleg- Betri og trygg- ari tilvera STEFNA ríkis- stjórnarinnar, og ábyrg afstaða launa- fólks og atvinnurek- enda, hefur tryggt meiri festu í efnahags- lífinu en verið hefur hérlendis um áratuga skeið. Framundan er það meginverkefni að nýta efnahagsbatann til þess að tryggja áframhaldandi stöð- ugleika, um leið og leggja ber áherzlu á jöfnun lífskjara. Er- lend skuldasöfnun að. Yngsta fólkið er farið að draga rétt- mæti þeirrar stefnu í efa vegna þeirra erf- iðu lána sem foreldr- arnir hafa verið ofur- seldir. Ekki að undra þótt þeim blöskri. Lán til húsnæðiskaupa ættu í stöðugu þjóðfé- lagi að geta verið á lágum vöxtum og til langs tíma, og þá á ég við í 30-40 ár með mánaðarlegum af- borgunum. Ég held að löngu sé tímabært að bankakerfíð komi í Katrín Fjeldsted hluti kjósenda valdi slíkt stjómarmunstur. Þá gerðist það hins vegar að Alþýðuflokkurinn skarst úr leik. Forysta hans vildi ekki stjóm sem byggði á félagslegum lausnum og svo neyðaríggt var þetta að það var Jóhanna Sigurðardóttir sem þar hafði úrslitaatkvæði. Hún kaus þá stjórnarmunstur markaðs- hyggjunnar yfir okkur. Nú hefur hún lýst því yfir að þetta geri hún ekki aftur, markaðshyggjan vinni gegn allri alþýðu manna og þjóni fyrst og fremst fjármagnaseigendum. Það er auðvitað gott að fá þessa yfirlýsingu og geta væntanlega treyst því að við hana verði staðið. En til þess að sá um lausnum, Alþýðubandalagið og Þjóðvaki. Kvennalistinn vill bara skilgreina sig sem kvennalista. Það em hins vegar tveir hægri flokkar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn. Þeir munu halda áfram sem þeir hafa stundað þetta kjör- tímabil að þjarma að velferðarkerf- inu eins og sr. Jónas Gíslason rakti svo vel í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Óháðir völdu að starfa með Al- þýðubandalaginu í þessum kosning- um vegna þess að þeir töldu það grandvallaratriði fyrir myndun Vinstra vorið, segir Unmir Jónsdóttir, er í vændum. vinstri stjórnar að Alþýðubandalagið með þessum styrk yrði sterkasta afl- ið, það væri kjölfesta. Þessi stefna er byggð á málefnagranni. Menn era að bindast samtökum um ákveðin málefni og ekki síst að vekja launa- fólk til umhugsunar um sjálfsvirð- ingu, um möguleika sína til að geta lifað í þessu landi. Það er gott að fá Þjóðvaka með í þetta starf en hann er ekki kjölfesta, hann er við- bót. Óháðir fóru aðra leið. Þeir vilja nýta orku sína til þess að byggja upp og breyta, nota þann mikla kraft sem býr í óflokksbundnu fólki til að end- urskapa. Alþýðubandalagið gaf kost á þessu og sýndi með því meiri víð- sýni en flokkum er gjarnt. Nú er tækifæri fyrir félagshyggjufólk á íslandi til að láta drauma sína ræt- ast. Vinstra vorið er í vændum eftir harðan vetur sem staðið hefur í fjög- ur ár. Höfundur er leikskólastjóri og skipar 21. sæti á lista Alþýðubandalags og óh&ðra í Rcykjavík. leiðir til þess, að næstu kynslóðir þurfa að borga brúsann. Það að sækjast eftir því að búa í eigin húsnæði hefur lengi verið Sjálfstæðisstefna vísar veg, að mati Katrínar Fjeldsted, til betra íslands. kappsmál okkar íslendinga, og fyrir því hafa Sjálfstæðismenn tal- ríkara mæli inn í húsnæðislánamál almennings og sækist eftir því að veita honum lán af þessu tagi. Þannig mætti draga verulega úr afskiptum ríkisins, sem hefði þá því meginhlutverki að gegna að tryggja stöðugleikann. Með því að veita sjálfstæðisstefnunni inn á sem flest svið í íslenzku þjóðlífi getum við skapað bjartari framtíð og betra Island. Höfundur er læknir, skipar 9. sætið á framboðstísta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.