Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 29.MARS 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRIL Tryggjum fötluð- um lagalegan rétt HER á landi verður að teljast að búið sé nokkuð vel að fötluð- um, en að sjálfsögðu fer það eftir við hvað er miðað eins og jafn- an er þegar um sam- anburð er að ræða. Á síðasta áratug hefur margt verið gert í þágu fatlaðra til að . gera þeim kleift að lifa eðlilegu og innihalds- ríku lífi. Þetta* ber vissulega að virða. En betur má ef duga skal það er að segja ef framfylgja á ákvæð- um laga um málefni fatlaðra sem samþykkt voru á Al- þingi í maí 1992. Úrræði Getum við ekki verið sammála um að samfélagið á ekki að hegna einstaklingi eða fjölskyldu hans vegna þeirrar félagslegu og/eða líffræðilegu stöðu sem fötlunin er og ekki heldur að hygla viðkom- 'andi aðilum? Ef svo er, sem ég vona að sé raunin, hljótum við að vera sam- mála um að viðeigandi úrræði verða að vera til staðar fyrir alla fatlaða einstaklinga, hvers eðlis sem fötlun þeirra kann að vera. Það hefur alltaf verið markmið lækna að bjarga mannslífum og slíkt er sjálfsögð skylda. Með til- komu háþróaðrar tækni hefur tek- ist að bjarga lífi mun fleiri einstakl- inga en áður og er það vel. Ég nefni hér t.d. fyrirbura, mikið slas- aða einstaklínga, einstaklinga sem hafa fengið alvarleg áföll o.s.frv. Sumir þessara einstaklinga þurfa sértæka þjónustu að björg- unaraðgerðum loknum og þar er ég komin að vandamálinu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að því að viðeigandi úrræði séu til í félagslega kerfinu. í dag liggur ekki fyrir nein greining á þörfum fyrir fatlaða. Sigurbjörg Björgvinsdóttir Því er hætta á að ný úrræði verði meira eða minna handahófs- kennd. Alls engin trygging er fyrir því að réttu úrræðin verði til á réttum tíma. Það liggur engin haldbær áætlanagerð fyrir um hvaða úrræða er þörf né hvar eða á hvaða tíma. Þá hafa stjórnvöld ekki gert ráðstafanir þannig að Fram- kvæmdasjóður fatl- aðra geti sinnt því uppbyggingarhlut- verki sem honum er ætlað samkvæmt lögum. Allir á sama bátí Lög um málefni fatlaðra hafa markað skýra stefnu þess eðlis að fatlaðir eiga að hafa tækifæri til að vera eins virkir þátttakendur í samfélaginu og frekast er unnt. í dag liggur ekki fyrír nein greining á þörfum fyrir fatlaða, segir Sig- urbjbrg Björgvins- dóttir. Því er hætta á að ný úrræði verði meira eða minna handahófskennd. Þessi lög voru sett í tíð núverandi ríkisstjórnar. Samt sem áður hafa kjör fatlaðra rýrnað stórlega eins og annarra sem greiða þurfa þjón- ustugjöld — leita læknis <eða þurfa á lyfjameðferð að halda. Ekki þarf að fara langt aftur í tíma til að minnast þess að þjóðfé- lagið ætlaði fötluðum að lifá í ein- angrun. Sem betur fer hefur orðið breyting hér á og er þar ekki síst að þakka foreldrum fatlaðra sem kvatt hafa sér hljóðs á þessum vettvangi. Nú er sú réttlætiskrafa viður- kennd að fatlaðir eigi að hafa tæki- færi til að lifa sem eðlilegustu lífi og nokkur kostur er. I kjölfar þeirr- ar þróunar hlýtur mannlíf okkar að hafa auðgast, ekki bara hinna fötluðu heldur einnig þeirra sem ófatlaðir eru. í dag eiga fatlaðir rétt á að stunda nám í almennum skólum, öllum til aukins þroska. Samt sem áður hefur lítil sem engin áhersla verið lögð á að semja eða gefa út námsefni sem ætlað er nemendum á grunnskólastigi og gæti auðveld- að umgengni hópanna hvorum við annan og kennurum að ýta út af borðinu hugsanlegum fordómum sem oftast verða til vegna van- þekkingar. Úr þessu þarf að bæta, því markmiðið með þessari sam- þættingu hlýtur að vera að þeir fötluðu og ófötluðu hafi gagn af kynnum hvorum við aðra. Fólk í fyrirrúmi Framsóknarmenn ganga nú til kosninga undir slagorðinu „fólk í fyrirrúmi" og vilja með því undir- strika að stjórnmál snúast um fólk og stjórnmálamenn eru fulltrúar fólksins í landinu. Ljóst er að fatlaðir munu í auknum mæli afla sér menntunar í almennum skólum og að námi loknu sækja á hinn almenna vinnumarkað. Framsóknarmenn leggja áherslu á að tryggja öllum jafnan rétt til menntunar og atvinnu fyrir alla vinnufæra einstaklinga. A síðasta flokksþíngi var samþykkt ályktun um að gert verði sérstakt átak í að gera menntastofnanir aðgengi- legar öllum. Einnig var þar sam- þykkt ályktun, ásamt fleiri ályktunum sem sérstaklega taka til málefna er varða fatlaða, að aðstoð við fatlaða nemendur verði efld þannig að þeir geti nýtt sér námsframboð skóla. Það skortir því ekki pólitískan vilja framsóknarmanna, fái þéir stuðning kjósenda til að framfylgja lögum sem sett hafa verið um málefni fatlaðra. Höfundur skipar 6. sæti álista framsóknarmanna á Reykjanesi. • • Ogmund áþing G-LISTI Alþýðu- bandalags og óháðra er eini raunhæfi val- kosturinn til vinstri í komandi alþingiskosn- ingum og býður lands- mönnum stefnu til að byggja á. G-listinn býður ekki einungis fram góða stefnu heldur einnig gott fólk. í þeim hópi er Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Að mínu mati stendur Ög- mundur fremstur í flokki þeirra er á seinni árum hafa boðið sig fram til setu á Alþingi. Er ég sannfærður um að hann mun verða einarður talsmaður sinnar sannfæringar og mun reynast and- stæðingum sínum í pólitík skeinu- hættur. Þetta er andstæðingum Ögmundar í pólitík fullljóst. Hafa þeir margir Ellertarnir ruðst fram á ritvöllinn, reynt að gera framboð hans tortryggilegt með ósæmilegum aðferðum og jafnvel lagst svo lágt að ata hann auri. Slíka menn er rétt að afgreiða þannig: Þangað sækir skíturinn þar sem hann er fyrir. Ég veit það fyrir víst að vilji kjós- endur fá mann á Alþingi sem er trúr sjónarmiðum sínum þá finna þeir hann í Ögmundi Jónassyni. Vilji kjósendur á íslandi fá öflugan talsmann launamanna á Alþingi þá finna þeir hann í Ögmundi Jónas- syni. Vilji kjósendur fá mann á Al- þingi sem berst fyrir rétti minni- hlutahópa af fullri einurð þá finna þeir hann í Ögmundi Jónassyni. Vilji kjósendur fá mann á Alþingi sem best fyrir kjörum námsmanna þá finna þeir hann í Ögmundi Jónas- syni. Vilji kjósendur fá mann á Al- þingi sem berst fyrir velferð fjöl- skyldunnar þá fínna þeir hann í Ogmundi Jónassyni. Ég tel nauðsynlegt að sem flest- um sé kunnugt um að þessum „stór- hættulega" manni sé ekki aðeins treystandi fyrir málefn- um Iands og þjóðar heldur væri það beinlín- is glapræði að missa af því tækifæri að geta átt þátt í þvi að tryggja honum öruggt þing- sæti. Ég vil mann sem ég get treyst fullkom- lega til að koma góðum stefnumálum Alþýðu- bandalagsins og óháðra í framkvæmd. Því mun ég velja Ögmund Jón- asson með því að velja G-lista Alþýðubanda- Tryggvi lags og óháðra. Friðjónsson. Með stórsigri Al- þýðubandalagsins og óháðra í komandi alþingiskosning- um er ekki einungis verið að tryggja góða niðurstöðu fyrir G-listann heldur og ekki síður verið að sýna hvern hug almenningur í landinu ber til Ögmundar Jónassonar. Tryggjum Ögmundi fljúgandi start. Það væri glapræði, segir Tryggvi Friðjónsson, að missa af því tæki- færi að tryggja Ög- mundi Jónassyni ______þingsæti.______ Rekum andstæðinga þeirra sjón- armiða, er Ögmundur, aðrir óháðir sem og Alþýðubandalagið standa fyrir, á flótta. Óákveðnir kjósendur þessa lands. Hefjið ykkur upp yfir ómerkilega umræðu andstæðinga G-listans. Kjósið klára vinstri stefnu, stuðlið að vinstri sigri og tryggið þannig vinstra vor í íslenskri pólitík. Við áttum þátt í að gera breytingu í fyrra, það skal verða breyting í vor sem verður breyting til batnaðar. Höfundur er framkvæmdastióri. Kerfisvilla í húsnæðismálum STUNDUM kemur það fyrir þegar maður ætlar að opna forrit í tölvunni sinni að allar dyr reynast lokaðar og á skjáinn kemur tilkynning sem segir si svona: Kerfisvilla kom því miður fyrir. Þá er eitthvað að og þarf að laga það. Mér flaug þessi samlíking í hug þegar ég velti fyrir mér mál- efnum tveggja fjöl- skyldna sem ég hef undanfarið verið að reyna að aðstoða við að finna leið út úr ógöngum í húsnæðismálum. Allar dyr reynast lokaðar og svo virðist sem svörin séu einfaldlega: Kerfisvilla, því miður. Hin raunverulegu svör eru: Því miður, ekkert hægt að gera því lög leyfa engin úrræði. Ég ætla að lýsa hér þeim vandamálum sem um ræðir. i Dæmi 1 Maður hafði um árabil gegnt góðum og þokkalega vel launuðum störfum og vegnað vel með fjöl- skyldu sinni. Hann er háskóla- menntaður og fjölskyldan hafði keypt íbúð, framtíðareign, í meðal- lagi stóra og ekki dýra. Allt gekk vel um hríð, þar til reiðarslagið Þórhallur Jósepsson dundi yfir þegar hann missti vinnuna vegna samdráttar í atvinnu- lífinu. Hann var at- vinnulaus í nokkra mánuði, fékk síðan stopula vinnu og er nú í starfi sem gefur af sér mun lægri laun en hann hafði áður fengið. Þessi áföll leiddu vitaskuld af sér skerta greiðslugetu, en fjöl- skyldan þoldi það um hríð í þeirri von að um skammtímaástand væri að ræða. Að því kom, að óhjákvæmilegt reyndist að taka lán í bönkum til þess að standa undir skyldubundnum greiðslum og heimilishaldi. Jafn- framt var sett í gang neyðaráætl- un og íbúðin sett á söluskrá, en það hálfa annað ár sem hún hefur verið til sölu hefur enginn kaup- andi fundist. Þegar maðurinn hafði loks fengið fasta vinnu, sem er lægra launuð en hann hafði áður, þá voru komin til sögunnar alvarleg fjárhagsleg vandamál sem að óbreyttu var ekki hægt að ráða við. í samráði við fjárhagsráðgjafa sína fann hann það út, að með því að fá húsbréfalán, sem næmi 12-15% af verði íbúðarinnar væri hægt að greiða nægilega mikið af bankalánunum til að heildar- greiðslubyrði allra lána yrði vel viðráðanleg á hinum nýju og lægri launum fjölskyldunnar. Þetta þótti þeim fýsilegt, sérstaklega í ljósi þess, að heita mátti að ekkert væri áhvílandi á íbúðinni af eldrj húsnæðislánum eða húsbréfum, aðeins nokkrir tugir þúsunda Sj álfstæðisflokkurinn boðar aukinn sveigjan- leika í húsnæðiskerfinu, segir Þórhallur Jósepsson, til að hægt sé að leysa úr vissum vandamálum. króna og veð fyrir láninu ætti því að vera vel tryggt. Þetta reyridist hins vegar ófær leið. Ástæðan? Jú, það er einfald- lega óheimilt að lána undir slíkum kringumstæðum, úr því að ekki er verið að kaupa íbúðina. Hús- næðislánin eru að auki svo lítill hluti áf skuldavandanum, að ekki er hægt að leysa hann með skuld- breytingu eða frestun innan hús- næðiskerfísins. Eina úrræðið er að reyna að ná samningum við bankana um framlengingu skammtímalána og er í þessu til- viki harður kostur, nánast engin lausn. Þá hlýtur maður að spyrja sjálf- an sig hvers vegna er kerfið svo ósveigjanlegt að það er bannað að bregðast við vandmálum eins og þessum og leysa þau? Hvers vegna er húsnæðismálastjórn, sem vel að merkja er kjörin af hinu háa Alþingi, ekki treyst til að taka ákvarðanir af þessu tagi? Dæmi 2 Maður nokkur hófst handa við að byggja hús (utan höfuðborgar- svæðisins) snemma á síðasta ára- tug. Hann tók til þess hámarks nýbyggingarlán, sem á þeim tíma var lág upphæð, mun lægri en síð- ar varð með '86-kerfinu svonefnda og síðan húsbréfakerfinu. Hann náði að gera húsið fok- helt, þá voru peningarnir búnir í bili og honum lá svosem ekkert á, lokaði húsinu og setti bygging- una í bið. Á síðasta ári höfðu hag- ir hans breyst og hann vildi klára húsið, til þess þurfti hann þó að taka lán. Hann sótti um húsbréfa- lán, taldi víst að það væri einfalt þar sem aðeins hálf önnur milljón hvíldi á húsinu af gamla láninu (uppreiknaðar eftirstöðvar), sem hann hafði ávallt greitt af með skilum. Tvær milljónir vantaði til viðbótar og var þá enn eftir tals- vert veðrými miðað við útlánaregl- ur til nýbygginga. Kerfið sagði nei. Hann hafði á sínum tíma tekið hámarkslán og fengi þess vegna ekki meira. Það þrátt fyrir að síðari tíma lán væru miklum mun hærri og ef hann seldi húsið nú, fengist við söluna lán, langtum hærra en það sem hann fór fram á. Lögin heimila alls ekki lánveitingu í þessu til- viki. Hann er svo ekki einn um að bera tjónið ef honum telíst ekki að ljúka byggingunni. Húsnæðjs- stofnun ríkisins getur sjálf orðið fyrir tjóni þar sem veð getur tap- ast. Sveigjanlegra kerfi er nauðsyn Þetta eru auðvitað kerfisvillur, sem hindra eðlilegan aðgang að kerfinu. Þessar villur verður að lagfæra. Félagsmálaráðherrar undanfarinna ára hafa ekki sýnt neina tilburði til að lagfæra villur af þessu tagi. Það er því fagnaðar- efni að Sjálfstæðisflokkurinn skuli boða það nú í stefnuskrá sinni, að hann muni beita sér fyrir aukn- um syeigjanleika húsnæðiskerfis- ins. Ég vona að sá sveigjanleiki nái fram að ganga á næsta kjör- tímabili fyrir atbeina sjálfstæðis- manna, þá verður kannski hægt að veita eðlilega úrlausn í málum eins og þeim sem hér er lýst. ________*______________________ Höfundur er formaður húsnæðisnefndar Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.