Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1
I M'l ¦» il'IW T *¦ SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Ð PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 BLAÐ Halldór Pétur Þorsteinsson Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Frysting loðnu- hrogna langt umfram þarfir markaðsins Greinar 7 Þorvaldur Garð- arsson skipstjóri Leigja Rússa á úthafið • f STOG hf. á Patreksfirði hef- ur tekið á leigu rússneska tog- arann Oscher sem mun ein- göngu stunda veiðar á úthafs- karfa á Reykjaneshrygg. Tog- arinn er skráður í Kaliningrad í Rússlandi og er 63 metra lang- ur og 2.300 brúttólestir. Lönd- unarhöfn hans er á Patreksfirði og segir Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri ístogs að heimamenn hafi í hyggju að festa kaup á þeim afla sem ekki fer inn á Japan. Togari hefur ekki verið gerð- ur út frá Patreksfirði síðan 1989. Nokkur eftirvænting ríkir því á staðnum enda segir Sig- urður að miklar vonir séu bundnar við þessa útgerð. „Ef við erum samkeppnishæf- ir um verð á þessari frosnu af- urð þá gæti þetta stuðlað að aukinni vinnslu hér á Patreks- firði," segir Sigurður. „Þetta er náttúrulega áhætta eins og allt annað í sjávarútvegi. Út- hafskarfi er hins vegar eina fisktegundin sem okkur gefst kostur á að veiða við ísland en við höfum ekki bolmagn til að keppa við stóru útgerðirnar sem eru að kaupa upp allan flotann." IAÐGERÐINNI Morganblaðið/I'Ðrgeir Baldnrsson Úthafskarfi fínnst víða í landhelginni ÚTHAFSKARFI fannst víða innan íslenzku land- helginnar utan kanta vestur af Reykjanes- hrygg í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar. Ekki tókst að beita bergmálsmælingum til að meta magn úthafskarfa innan landhelginnar vegna þess hve djúpt hann stóð og vegna þess hve mikið líf var í kringum hann. Nýr leiðangur er fyrirhugaður í Grænlandshaf í sumar. Erfiðlega gekk að beita bergmálsmælingum á hann Jakob Magnússon, fiskifræðingur, var leiðangursstjóri á togaranum Víði BA, sem leigður var til fararinnar. Hann segir í samtali við Verið, að því miður hafi ekki reynzt unnt að beita bergmálsmælingum til að meta magn úthafskarfa innan landhelginnar, en markmið leiðangursins var að kanna magn og útbreiðslu hans innan lögsög- unnar. Því var lögð áherzla á að kanna útbreiðslu úthafskarfans á þessum slóðum og fannst hann víða. Þá varð einnig vart djúpkarfa á sömu slóðum. Stofninn 2,5 milljónir tonna Uthafskarfastofninn var mældur í fyrra og þá talinn vera um 2,5 milljónir tonna. Jakob segir að veiði eins og þá, um 100.000 tonn stefni viðgangi stofns- ins ekki í hættu. Hins vegar hafi hann miklar áhyggjur af stóraukinni sókn í karfann og segir það mjög miður að ekki skyldi takast að koma stjórn á þessar veiðar á fundi NEAFC, fiskveiði- nefndar Norðaustur-Atlantshafsins. Veiðin hafin utan lögsögunnar Annar leiðangur hefur verið ákveð- inn síðari hluta júnímánaðar. Þá verður lögð áherzla á að finna leiðir til að bæta aðferðir við stofnstærðarmælingu og fá gleggri mynd af skiptingu djúp- karfa og úthafskarfa eftir því á hvaða dýpi hann heldur sig. Engin úthafskarfaveíði er enn byrjuð innan landhelginnar, en nokkur erlend skip eru þegar komin á miðin utan hennar. Eftir dræma veiði að undan- förnu voru þau byrjuð að setja þokka- lega í karfann nú í vikunni. Fréttlr • D AVIÐ Oddssyni for- sætisráðherra hefur verið afhent áskorun með undir- skriftum 117 skipstjóra frá Hornafirði til Snæfellsness þess efnis að þorskveiði- kvóti ársins verði aukinn um 50.000 tonn vegna mik- illar þorskgengdar á flest- um miðum. Oddur Sæ- mundsson skipstjóri á Staf- nesi KE-130 segir, að skip- stjórarnir séu alls ekki á móti friðunaraðgerðum, en það hef ði verið gengið of Iangtíþáátt./2 Hátt verð á leigukvóta • MARKAÐSVERÐá leigukvóta á þorski er 95 kr/kg um þessar mundir og hefur aldrei verið hærra. Þess má geta að kilóið af óslægðum þorski seldist á 96,53 krónur á Fiskmarkaði Breiðafjarðar fyrir síðustu helgi. Björn Jónsson hjá LÍU segir að þeír sem næli sér í þorskkvóta á þessu verði geri það einungis til að halda veiðileyfinu./4 Flytja inn færavindur • RAFBJÖRG hefur hafið innflutning á nýjum tölvu- stýrðum færavindum fyrir smábáta en þær eru fram- leiddar hjá Belitronic í Sví- þjóð sem er brautryðjandi í f ramleiðslu vörunnar. Eldri vindur frá fyrirtæk- inu, sem í daglegu tali hafa verið kallaðar JR-vindur, hafa verið fluttar inn til landsins um langt árabil, fyrst af J. Hinriksson en Rafbjörg hefur haft umboð- ið með höndum frá árinu 1988./5 Smábátar bíða styrkja • ÚTHLUTUN á styrkjum til smábáta á aflamarki, sem Alþingi ákvað í fjár- lögum, hefur dregizt nokk- uð yegna fyrirspurnar frá LÍÚ um það, hvort styrk- veitingin nái aðeins til báta undir 10 tonnum, eða hvort litlir bátar yfir þeim stærð- armörkum komi einnig til greina. Byggðastofnun var falin framkvæmd málsins og hefur hún gert ráð fyrir að úthlutun miðist við smá- báta, 9,9 tonn og minni./8 Markaðir ESB með 90% grálúðunnar • GRÁLÚÐUSTRÍÐ ESB og Kanada heldur enn áfram. í því yósi er ekki úr vegi að líta á hvernig grá- lúðuaflinn á umdeilda svæð- inu hefur þróazt undanfarin ár. Aflinn hefur verið frem- ur lítill lengst af en aukizt mikið þrjú síðustu ár og þá verið um 60.000 tonn að hámarki. Hlutur ESB í heildinni hefur lengst af verið lítill fyrr en að þessari aukingu kom. I fyrra er tal- ið að skip frá ESB hafi tek- ið um 90% aflans eða um 54.000 tonn. Meðaltal allt frá árinu 1978 er 31.000 tonna afli á ári og hlutur ESB úr því 29,8%. Aukning- in síðustu ár er nær engöngu vegna'veiði ESB. ^»\ Grálúðuveiði ^fc ^ á svæðum NAFO^ Þús—1978-1993 ,onn lESBrfki Q Kanada - ? Önnur riki 1990 *1994 Veiða langt umfram kvóta Kvótar og afli annarra en Kanadamanna á svæðum NAF0,samt. 1986-1993 1.500| |iús tonn—Botnfisktegundir 1.200 Önnur NAFO ríki Kvótar VetSl • SE litið á allar botnfisk- veiðar á umdeilda svæðinu árin 1986 til 1993, kemur í Ijós að gefinn hefur verið út kvóti uppá um 550.000 tonn, en aflinn hefur orðið nærri 1,4 miiyónir tonna. Á þessu tíma hefur ESB verið úthlut- að alls 151.000 tonnum í kvóta, en skip sambandsins hafa alls tekið 729.000 tonn. Aðrar þjóðir, sem eru aðilar að NAFO eins og ESB, hafa tekið minna en þeim hefur verið úthlutað./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.