Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ1995 LANDAÐ í EYJUM Morgunblaflið/Sigurgeir Uthafskarfi senntil Austfjarða •AUSTFIRÐINGAR stefna að vinnslu á mikiu niagfni af út- hafskarfa á næstunni. Þrjú fær- eysk skip munu annast land- burðinn en skip Tanga á Vopnafirði munu hugsanlega Jeggja þeim lið ef vel gengur. Friðrik Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Tanga gerir ráð fyrir að aflanum verði landað sunnan heiða - senniiega í Vestmannaeyjum - en skipafé- lögin muni síðan sjá um að flytja hann austur. Auk Tanga munu Fiskiðja Raufarhafnar, Hraðfrystistöð Þórshafnar og Goðaborg á Fá- skrúðsfirði vinna karfann. „Þetta getur orðið óheyrilegt magn þannig að við ákváðum að standa að þessu saman. Menn þurfa ailtaf að finna nýja fleti,“ segir Friðrik. Hann var- ast hins vegar allar yfirlýsingar enda þykir honum ekki ráðlegt að gera sér of miklar vonir. „Vonbrigðin verða ailtaf svo mikil ef menn hafa reiknað með of miklu.“ Tvö færeysk skip eru þegar komið á miðin og mun það þriðja sigla í kjulfarið fljótiega. Friðrik bindur vonir við að fyrsti aflinn muni koma á land seinna í þessari viku. „Það er ekkert að vanbúnaði og við bíð- um spenntir!“ Alþingi samþykkti á síðastliðnu þingi að veita 40 milljónum króna í styrki til eigenda smábáta á aflamarki til að draga úr áhrifum minnkandi aflaheim- ilda á afkomu þeirra. Byggðastofnun var falið að sjá um framkvæmdina. Sig- urður Guðmundsson, forstöðumaður á stofnuninni, segir að mikil vinna hafi verið lögð í framkvæmdina. Fyrst hafi ákveðnar reglur verið mótaðar, svo sem hveijir kæmu til greina, hvernig veiði- reynsla yrði metin og hvert hámark og lágmark bóta gæti orðið. Að því loknu hefði verið leitað álits stjómar Lands- sambands smábátaeigenda, sem hefði verið sammála þeim aðferðum sem lagð- ar voru til. Ekki koma allir til grelna Sigurður segir, að fenginni þeirri nið- urstöðu hefði vinnunni síðan verið hald- ið áfram. Megin línan væri sú, að úthlut- unin beindist mest að þeim, sem hefðu útgerð þessara báta að aðalstarfi. Þá yrðu undanskildir bátar sem væri í mjög takmakraðri útgerð, bátar í eigu félaga- samtaka og kaupleigufyrirtækja svo dæmi væru tekin. Reyndar væri gert ráð fyrir því, að væru bátar í eigu kaupleigu- fyrirtækja gerðir út, kæmu hugsanlegar bætur til þeirra, sem væru með þá á leigu. Við mat á bótunum eru tekin fisk- veiðiárin frá fyrsta september 1990 og fundið út hver kvótasamdrátturinn er fyrir hvert ár. Vægi fiskveiðiáranna er mest fyrst, fiskveiðiárið 1990 til 1991 hefur þrefalt vægi, því smábátaeigendur hafa í þijú ár verið án þeirra tekjumögu- leika, sem þeir höfðu fyrir skerðingu aflaheimildanna. Með þessum hætti er síðan fundinn ákveðinn einingarfjöldi og síðan upphæð á hveija einingu. Hámarksbætur 400.000 krónur? Við upphaflega áætlun Byggðastofn- unar var síðan miðað við að lágmark bóta yrði 25.000 krónur, en hámark 400.000 krónur og miðað við fyrri for- sendur koma þá um 330 bátar til greina. Að fengum þessum niðurstöðum var síðan ákveðið að senda út bréf til eig- enda smábátanna til að útskýra hvaða leið væri farin og hver hlutur hvers og eins yrði. Að fengum hugsanlegum at- hugasemdum hefði síðan verið hægt að greiða styrkina út. „Það var komið að því að senda út þessi bréf, þegar okkur barst erindi LÍÚ. Þá var ákveðið að leita álits for- sætisráðuneytisins, á því hvort stofn- unin hefði verið á réttri leið eða ekki og var það gert í síðustu viku. Við bíð- um svars frá ráðuneytinu og meðan svo er, tefst afgreiðsla málsins," segir Sig- urður Guðmundsson. Dregst að afgreiða styrk til smábáta á aflamarki LÍÚ vill bætur til báta yfir 10 tonnum ÚTHLUTUN á styrkjum til smá- báta á aflamarki, sem Alþingi ákvað í íjárlögum, hefur dregizt nokkuð vegna fyrirspurnar frá LÍÚ um það, hvort styrkveitingin nái aðeins til báta undir 10 tonnum, eða hvort litlir bátar yfir þeim stærðarmörk- um komi einnig til greina. Byggðastofnun var falin framkvæmd málsins og hefur hún gert ráð fyrir að úthlutun miðist við smábáta, 9,9 tonn og minni, en hún hefur síðan leitað álits forsætisráðuneytisins á því hvort svo skuli vera í framhaldi erindis LÍÚ. Smábátar á aflamarki eru um 500, en miðað við reglur þær, sem Byggðastofnun hefur sett sér um úthlutunina, koma á fjórða hundr- að bátar til greina. FÓLK Breytingar hjá Granda hf. ■ GUÐMUNDUR Einar Jónsson, fisktæknir og við- skiptafræðingur, tekur nú um mánaðamótin við starfi vinnslustjóra hjá Granda hf. Þröstur Einarsson, sem gegnt hefur starfmu í áratug, eða'frá stofnun Granda, tekur við starfi svæðisstjóra land- vinnslu Royal Greenland í Sisimuit á Mið-Grænlandi. Guðmundur Einar er fæddur árið 1960. Hann lauk fisk- tækniprófi frá Fiskvinnslu- skólanum árið 1981 ogprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1992. Að loknu námi í Fiskvinnsluskólanum réðst hann sem verkstjóri til Hjálms hf. á Flateyri. Guðmundur Einar hefur auk þess verið __ verkstjóri hjá íshúsfélagi ís- Guðmundur Þröstur Einar Einarsson Jónsson firðinga og Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar. Hann starfaði um skeið hjá útflutningsfyrir- tækinu G. Ingason hf. og Fiskiðjunni Þór hf. auk þess sem Guðmundur Einar hefur kennt við fiskvinnsluskólann. Eiginkona hans er Sesselja Gunnardóttir, grunnskóla- kennari, og eiga þau tvö börn. Þröstur Einarsson flytur senn með eiginkonu sinni, Asu Karlsdóttur og tveimur af þremur börnumn þeirra, til Sisimuit, sem er anriar fjöl- mennasti bær Grænlands með 5.300 íbúa. Ása starfar nú við innri endurskoðun hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Laxaflök undirboðin í Bandaríkjimum FRÉTTIR hafa borist um, að laxeldismenn í Chile séu með mikil undirboð á markaðinum fyrir laxaflök í Banda- ríkjunum. Hafa fersk flök verið boðin á 160 kr. pundið en það þýðir, að kílóverð fyrir slægðan lax sé aðeins 192 kr. Það er töluvert fyrir neðan framleiðslukostnað í Chile og hvar sem er. Ef rétt reynist má búast við lögsókn af hálfu bandarískra laxeldismanna eins og gegn Norðmönn- um á sínum tíma. Sjávamytjar skipa bráðabirgðastjóm mSTOFNFUNDUR félags- ins Sjávarnytja var haldinn á dögunum. Sjávarnytjar er félagsskapur fólks sem vill stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarspendýra og mun standa fyrir umræðum á mál- efnum er varða sjávarspen- dýr. Á fundinum var sam- þykkt tillaga um stofnun fé- lagsins og ákveðið að halda framhaldsaðalfund eigi seinna en 15. maí 1995. Bráðabirgðastjórn var kjörin á fundinum og henni falið að semja tillögu að samþykktum fyrir félagið sem leggja á fyr- ir aðalfundinn. Stjórnina skipa: Birgir Stefánsson starfsmaður hvaladeildar Hafrannsóknastofnunar, Engilbert Snorrason tann- læknir, Þórður Hjartarson sjómaður, Kristinn Rafnsson vélfræðingur og Pétur Guð- mundsson formaður Félags selabænda. Heitreyktur lax á fersku salati með brennivínssósu LAXINN er alltaf vinsæll hér á alndi, en sjaldséður er hann heitreyktur á matborðum okkar. Heitreyking er ■vnmni hins vegar algeng í Norður-Evrópu, ■'iAiiVlllliHll'n en þá soðnar fiskurinn við reykinguna og er allnokkuð frábrugðun þeim kaldreykta laxi, sem við eigum að veiyast. Nemendur Hótel- og veitingaskóla íslands leggja lesendum Versins hér til uppskrift að þessum sérstaka rétti, sem boriun er fram með brenni- vínssósu. í rétinn þarf: Salat: Fi’essé lollo rosso lambhagasalat smjörsteiklir brauðteningar cashew-hnetur 3/4 dl sítrónusafi 1/4 dl olía Sítrónusafa og olíu blandað saman. Brauðteningar eru smjörsteiktir. Dressingunni er blandað saman við græn- metið ásamt hnetunum. Laxinn er skorinn í sneiðar, en hann þarf að vera frosinn þegar hann er skorinn. Sósan er gefín með um allan diskinn. Sósa: 400 g sýrður rjómi 1 tsk. kúmenfræ 1/2 dl brennivin 80 g rifin kjarnhreinsuð agúrka 1 dl rjómi salt og pipar picanta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.