Morgunblaðið - 29.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 29.03.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ BLAÐ HANDKNATTLEIKUR Valsmenn Islandsmeistarar þriðja árið í röð Jón sigursæll JÓN Kristjánsson hefur verið nýög sigursæll síðan hann gekk til liðs við Valsmenn 1987, úr herbúðum KA-manna. Hann þekkir varla hvemig er að tapa að Hlíðarenda, því þegar hann hefur verið í herbúð- um Vals hefur liðið aðeins tapað fimm af 88 leihjum —1990 gegn KR, 1991 gegn IBV, 1993 gegn Fram og 1994 gegn Haukum og KR. Jón hefur fagnað sex meistaratitlum með Val, eða öllum síðan Valur hóf að leika að Hlíðarenda og er hann eini leikmað- ur liðsins sem hefur gert það — þá fékk hann silfur- verðlaun á íslandsmótinu með Val 1990. Valsmenn fögnuðu titlinum síðast 1988 að Hlíðarenda VALSMENN fögnuðu meistaratitlinum síðast 1988 að Híðarenda, eftir að hafa leikið hreinan úrslita- leik — fengu FH-inga í heimsókn í síðustu umferð 1. deildar. FH var þá með 31 stig og Valur 30, þannig að FH-ingum nægði jafntefli. Valsmenn unnu þá, 26:23, í spennandi leik. Valdimar Gríms- son, sem nú leikur með KA, lék þá stórt hlutverk hjá Val, skoraði 10 mörk. Júlíus Jónasson kom einnig við sögu, en hann leikur nú með Gum- mersbach — en var áhorfandi í Valsheimilinu gær. Valsmenn léku þá undir sljórn Pólveijans Stan- islavs Modrowski, sem var einnig þjálfari meistara- liðs Vals 1989. Þá var Þorbjörn Jensson leikmaður og aðstoðarmaður hans. Þorbjörn tók við af honum og hefur Valur fagnað fjórum meistaratitlum und- ir hans stjórn -1991,1993,1994 og 1995. Vals- menn fögnuðu meistaratitlinum í Laugardalshöll- inni í fyrra eftir leiki gegn Haukum og í Kapla- krika árið þar á undan, eftir sigur á FH. Alfreð í öðru sæti í þriðja sinn ALFREÐ Gíslason hefur ekki náð að fagna íslands- meistaratitli. Þetta var í þriðja skiptið sem hann varð að sætta sig við annað sætið — fyrst 1983, þegar hann lék með KR, en þá urðu Vfldngar meistarar eftir úrslitakeppni fjögurra liða; Vík- ings, KR, FH og Stjörnunnar. Alfreð lék síðan með KR á ný 1989, þegar vesturbæjarliðið varð í öðru sæti á eftir Val, sem fékk 34 stig, en KR 27. Þrjú tímabil án taps að Hlíðarenda HLÍÐARENDI hefur verið mjög sterkur heimavöll- ur fyrir Val í baráttunni um Islandsmeistaratit- ilinn. Liðið hefur leikið þar síðan 1987 og hefur leikið þijú keppnistímabil án þess að tapa leik. Fyrst þegar það varð meistari 1988 — vann átta leiki, en gerði eitt jafntefli. Þá meistaraárið 1989, þegar Valsmenn fengu fullt hús — vann alla níu leiki sína. Nú í vetur hefur liðið leikið átján leiki án taps — unnið fimmtán, en gert þrjú jafntefli. Glæsilegur árangur það. Morgunblaðið/Bjarni Óvænt endalok GEIR Sveinsson, fyrirliði Vals- manna, hampar Islandsbikarnum eftir ævintýralegan lokaleik. Á efri myndinni er Dagur Sigurðs- son í þann mund að skora jöfnun- armarkið, 23:23, þegar 1,3 sek- úndur voru eftir af venjulegum leiktíma og tryggja Valsmönnum framlengingu. Erlingur Krist- jánsson, fyrirliði KA (númer 9), missti Dag framhjá sér. Morgunblaðið/Gunnlaugur Akvað að stinga mér inn í vömina og skjóta - sagði Dagur Sigurðsson um jöfnunarmarkið í venjulegum leiktíma Valsmenn fengu aukakast þegar §órar sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum um íslandsmeistaratitilinn í hand- bolta gegn KA í gærkvöldi. Dagur Sigurðsson jafnaði upp úr því 23:23 þegar 1,3 sekúndur voru eftir og tryggði Valsmönnum framlengingu. „Við vorum búnir að ákveða að ég mundi gefa á Ólaf og hann átti að koma boltanum á Geir. En síðan sá ég að Erlingur stóð full mikið til hægri við mig svo ég ákvað að stinga mér vinstra megin við hann og skjóta og sem betur fer fór bolt- inn í netið þó svo að Sigmar hafi aðeins komið við hann á leiðinni," sagði Dagur við Morgunblaðið eftir að sigur var í höfn. „Þetta var sætt að vinna þennan spennandi leik. Leikurinn var rosa- lega erfíður allan tímann. KA-menn hafa verið að spila mjög vel, þeir eru með frábært lið. Heimavöllurinn var frábær og ég vil sérstaklega þakka „alvörumönnum" fyrir frá- bæran stuðning í vetur,“ sagði Dagur. Erfiðasta úrslitakeppnin Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, var að vonum kátur og sagði að nú væri titilinn loksins i höfn. „Þetta er búin að vera erfiðasta úrslita- keppni sem ég hef nokkru sinni gengið í gegnum. Við vorum allan tímann að sækja upp brekkuna, en það var aðalatriðið að halda áfram. Við vorum langt því frá að spila okkar besta „bolta“, þetta var gríð- arlega mikil vinna. KA-menn spila frábæran vamarleik og Sigmar Þröstur varði mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Ég tel að við hefðum samt átt að gera betur sóknarlega. Útlitið var ekki bjart í lok venjulegs leiktíma, en maður hættir ekki fyrr en flautað er til leiksloka. Dagur jafnaði glæsilega með því að brjóta sig skemmtilega út úr því sem við ætluðum að gera,“ sagði Geir. KÖRFUKNATTLEIKUR: NJARÐVÍKINGAR KOMNIR1:0 YFIR í ÚRSUTUM / E4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.