Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 E 8 VALSMENN ÍSLAIMPSIWEISTARAR I HANDKNATTLEIK i aðstöðu á meðan liðið hans tryggði sér íslandsmeistaratitilinn Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson 0:27, í oddalelk um íslandsmelstaratitillnn á heimavelli sínum f gær- ii og leikmennirnir á myndinní gefa viðeigandi merki Frá vinstri: Davíð ■fur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. Skapti Hallgrímsson skrifar „ÞAÐ var hroðaleg tilfinning að fylgjast með leiknum svona. Það er erfitt að vera á áhorfendabekkjunum að horfa á leik — nú skil ég hvernig áhorfendum líður,“ sagði Þor- björn Jensson, þjálfari Vals- manna, í samtali við Morgun- blaðið eftir að sigurinn gegn KA, og þar með Islandsmeist- aratitillinn, var í höfn. Þorbjörn var sem kunnugt er í leikbanni í gærkvöldi og mátti því ekki stjórna liði sínu. Hann var mest all- an tímann á efri hæð Valsheimilis- ins og fylgdist þar með leiknum í sjón- varpi. Þar stóð hann og sötraði kaffi í fyrri hálfieik, en taugarnir virtust ekki leyfa það eftir hlé. Hann stóð reyndar fyrst í stað í grennd við kaffikönnuna, en var fljótlega kominn í dyragættina fram í eldhús. Þegar Alfreð kom KA yfir 15:14 hristi Þorbjörn svo höfuðið og hvarf fram í eldhús. Dyrnar voru þó opnar. í eldhúsinu Ekki leið á löngu þar til Þor- björn skaust aftur fram úr eldhús- inu er Valsmenn jöfnuðu en Valdi- mar skoraði fljótlega úr víti — 15:16 fyrir KA — og þá sást perla á enni Þorbjörns. Hann var farinn að svitna. Þorbjörn nagaði neglur og lifði sig inn í leikinn eins og hann gat, ræddi málin við Pétur Guðmundsson, fyrrum liðsstjóra Valsmanna og .aðra nærstadda. Virkaði rólegur á yfirborðinu en það leyndi sér ekki að taugar þjálf- arans voru þandar. Enda ekki furða. KA-menn réðu ferðinni. Valur jafnaði enn en þegar Valdimar skoraði fyrir KA úr víti, I nánast allt inn Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÞORBJÖRN Jensson sötrar kaffi fyrir framan eldhúsið í Valsheimilinu í fyrri hálfleik. 17:16, klóraði Valsþjálfarinn sér í höfðinu og hvarf enn inn í eldhús. Og nú lokaði hann á eftir sér! Ekki ieið á löngu þar til Þorbjörn kom fram á ný, KA komst tveimur mörk- um yfir, 19:17, og Sigmar Þröstur varði vítakast Ólafs Stefánssonar. Þá hljóp Þorbjöm niður á neðri hæðina. „Ætli hann vilji ekki vera aðeins nær stemmningunni," sagði einn Valsmannanna á efri hæðinni. Þjálfarinn rétt kíkti inn í sal en snéri fljótt fram aftur og upp á efri hæðina. KA-menn voru þá yfir 20:19 en Jón Kristjánsson jafnaði fljótlega 20:20. Valsmenn náðu boltanum fljótt aftur en misstu hann reyndar skjótt. „Nei!“ kallaði þá þjálfarinn og hvarf inn í myrkr- ið í eldhúsinu. Og skellti á eftir sér. Nóg efflr Valdimar skoraði því næst úr víti fyrir KA, Patrekur var síðan rekinn út af og ekki leið á löngu þar til Þorbjörn skaust fram úr eld- húsinu. „Hvernig er staðan?“ spurðý hann spenntur. Geir fiskaði víti fyr- ir KA og Þorbjörn hvarf inn fyrir dyrnar enn á ný og lokaði. Sigmar varði og Valdimar kemur KA tveim- ur mörkum yfir. Jón Kristjánsson minnkar muninn í eitt mark úr víti, 21:22, og Þorbjörn kíkir fram. „Hvað ér mikið eftir? Sex mínútur. Það er nóg eftir. Nóg eftir,“ segir hann við Pétur, liðsstjórann fyrrver- andi, eins og til að stappa stálinu í hann. Og sjálfan sig í leiðinni, væntanlega. „Hvernig ætli Þorbimi Jenssyni líði núna — að horfa á leikinn í sjón- varpi,“ heyrðist Heimir Karlsson, íþróttafréttamaður ríkissjónvarps- ins, spyrja á skerminum eftir ad Patrekur Jóhannesson kom KA í 23:22 og um tvær og hálf mín. eft- ir. „Ég vil ekkert „commentera" á það,“ sagði Þorbjörn við Morgun- blaðið fyrir framan sjónvarpsskjá- inn á efri hæð Valsheimilsins. Og hvarf í eldhúsið. Þaðan laumaði hann sér svo niður á neðri hæðina, áður en flautað var til leiksloka. Valsmenn á efri hæðinni stigu stríðsdans af fögnuði er Dagur jafn- aði í blálokin, en þá var þjálfarinn á bak og burt. Ráfaöi um húsiö „Ég var farinn niður áður en leik- urinn var búinn. Ráfaði bara um húsið í lokin. Og þegar ég vissi að við höfðum náð að jafna og það yrði að framlengja leikinn ákvað ég að bíða frammi. Þegar allir voru famir inn í sal sat ég frammi í búningsklefa og beið. Eg gat ekki horft á meira. Ég sat þar án þess að vita neitt. Svo kom einn stjórnar- mannanna og sagði mér að við værum komnir þremur mörkum yfir og lítið væri eftir. Þá var ég viss um að þetta væri í höfn.“ Þorbjörn sagðist hafa orðið að sætta sig við það að geta engu breytt í leik Valsliðsins að þessu sinni, þó hann hefði viljað það. „Það var erfitt en sá möguleiki var ekki til staðar og ég var búinn að sætta mig við það fyrir leik. Ég treysti strákunum til að klára þetta og þeir gerðu það. Ég er mjög stoitur af þeim.“ ,, Ráfaði um húsið í lokin“ Alfreð missti af Islandsbikarnum í síðasta leiksínum Tökum hann næsta ár eftir kom sá sigurvilji sem við þurftum, en KA hafði meiri vilja fram að því. Ég reyndi allt sem ég gat og spilaði út öllum þeim trompum sem við áttum. En það voru fyrst og fremst strákarn- ir sjálfir sem kláruðu þennan leik,“ sagði Brynjar. Fann loks rétta taktinn Guðmundur Hrafnkelsson, mark- vörður Vals, fann sig ekki vel framan af leik, en varði vel í lokin. „Ég var búinn að vera í erfiðleikum allan leik- inn og ég hélt að þetta ætlaði aldrei að ganga. En í lokin fann ég loks rétta taktinn, allt gekk upp og það var það sem þurfti. Þessi leikur var eins og hinir leikir liðanna hafa verið, spenn- andi fram á síðustu sekúndu. Það er frábært að enda tímbilið með þvi að hampa íslandsmeistaratitlinum,“ sagði Guðmundur. Köstuöum sigrinum frá okkur „Þetta er búin að vera hörð rimma og gat farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA. „Við vorum með unninn leik í lok venjulegs leiktíma en köstuðum sigrin- Um frá okkur. Það var bölvaður klaufa- skapur. Þeir voru síðan alltaf skrefinu á undan okkur í framlengingunni. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Nánast allir ellefu leikirnir í úrslita- keppninni voru hnífjafnir," sagði Erl- ignur. Sprungum í framlengingunni Sigmar Þröstur Óskarsson stóð sig vel og varði 16 skot í Jeiknum. „Þetta var spennandi leikur. Ég var í boltan- um sem Dagur jafnaði leikinn úr í lok venjulegs leiktíma. Við áttum að vera búnir að klára þetta áður en kom til framlengingar. Við keyrum það mikið á sömu leikmönnunum og vorum bara sprungnir í framlengingunni. Vals- menn kláruðu framlenginguna mjög vel, lærðu af okkur í bikarúrslitaleikn- um. Annars held ég að við getum ver- ið mjög sáttir við árangur liðsins í vetur þrátt fyrir þetta tap.“ Valsmenn heppnir „Ég vil bytja á því að óska Valsmönn- um til hamingju með íslandsmeistara- titilinn," sagði Valdimar Grímsson, KA-maður. „Ég er sár yfir að tapa, en það verður víst annað liðið að taka því þó svo að hvorugt liðið ætti það skilið. Þetta hafa verið fimm frábærir úrslita- leikir. Þeir voru heppnir að ná að jafan í lok venjulegs leiktíma, nýttu sér það sem við gerðum vitlaust í vöminni. Þeir hafa kannski leikreynsluna um- fram okkur. En við KA-menn emm búnir að sanna að við emm alla vega með næst besta liðið á íslandi í dag, ef ekki það besta. Það hafa verið radd- ir uppi um að við væmm heppnir að komast þetta langt, en við emm búnir að reka þær raddir langt út fyrir land- helgina," sagði Valdimar. Frábær vetur Patrekur Jóhannesson átti mjög góðan leik með KA. Hann sagði að þetta hafi verið jafn og spennandi leik- ur það sem allt gat gerst. „Við eigum sjálfsagt eftir að naga okkur í handar- bökin yfir því að hafa ekki klárað þenn- an leik eftir Jón Kristjánsson klúðraði vítinu er innan við ein mínúta var eft- ir. Við vomm of fljótir að klára næstu sókn og þeir náðu að nýta sér það og jafna á síðustu sekúndunni. En það þýðir ekkert annað en taka þessu tapi eins og karlmaður þó svo að það sé alltaf sárt. Ég veit hverning er að vinna og ósk Valsmönnum til hamingju. Þetta er búið að vera frábært hjá okk- ur í vetur. Þetta em greinilega lang- bestu liðin á íslandi." Við vomm mjög nálægt því að vinna en þeir hofðu smá heppni með sér sem nægði þeim til að jafna í lokin. í framlengingunni gerðum við svo afdrifarík mistök sem kostuðu okkur sigurinn. Við náðum ekki að nýta dauðafærin, sagði Alfreð Gíslason, leikmaður og þjálfari KA, við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann staðfesti í gær- kvöldi að leikurinn hefði verið hans síðasti á handboltaferlinum. Nú ætlar hann að leggja skóna á hill- una, en sagðist reikna með að þjálfa KA-liðið áfram. „Já — það hefur líklega verið þreyta sem kostaði það að við gerð- um þessi mistök í framlengingunni. Við vomm búnir að spila með nán- ast sama lið allan leikinn þannig að ef til vill hefur það verið þreyta sem varð til þess að við fórum að „klikka" í dauðafærum í framleng- ingunni og náðum því ekki að sigra.“ Alfreð fór meiddur af velli þegar um 20 mín. vom eftir af leiknum. „Ég „fraus“ algjörlega í bakinu, var deyfður með nokkrum sprautum en það var ekki nóg. Ég var með verki allan tímann eftir að ég kom inná aftur,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir tap sagðist KA-þjálf- arinn „gífurlega ánægður með strákana hjá mér. Þeir hafa verið að spila frábærlega — menn gáfu allt sem þeir áttu, andlega og líkam- lega og eg get ekki áfellst einn eða neinn. Ég er mjög stoltur af lið- inu,“ sagði Alfreð Gíslason, og bætti við: „Ætli þetta verði ekki sama þróun hjá okkur eins og hefur verið. í fyrra náðum við ekki að vinna bikarinn en tókum hann í vetur. Eigum við ekki að segja að við tökum þennan næsta ár,“ sagði Alfreð og átti við íslandsbikarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.