Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1
| BRANPARARJ LEIKIR [þrautir"! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGAIMS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR29. MARZ 1995 Unun EYGLÓ Egilsdóttir, Heiðartúni 2, 900 Vest- mannaeyjum, sendi okkur þessa frábæru mynd af henni Heiðu söngkonu í hljómsveitinni Unun. Sú sveit heyrist oft um þessar mundir á öldum ljósvakans - hátíðlegt. mál yfir „stöðv- arnar" sem þið hlustið kannski á svona af og til milli þess sem þið liggið yfir námsbókunum. Allt sem þið hlustið á í útvarpi og horfið á í sjón- varpi berst frá útvarps- og sjónvarpsstöðvunum sem öldur/bylgjur í gegnum loft- ið. Greiðurnar á húsþökun- um eru móttakararnir. Bylgjurnar lenda á greiðun- um, sem bera þær eftir snúrum í sjónvarpstækin, sem breyta þeim í ljósbylgj- ur sem berast frá sjónvarps- skjá num og augun okkar skynja. Sama gildir um stangirn- ar á útvarpstækjunum, þær gleypa bylgjurnar og kyngja þeim niður í tækin, sem breyta þeim í hljóð þegar þær spýtast út úr hátölurun- um, útvarpsbylgjurnar eru orðnar öðruvísi bylgjur, hljóðbylgjur, og þær skella á hljóðhimnunum í eyrum okkar! Það kemur fyrir að bylgj- urnar eru of öflugar. Þá Vantarfimm FYRIRSÖGNIN segir að 5 atriði vanti. Alveg er hún maka- laust klár þessi fyrirsögn, það vantar einmitt 5 (fimm) atriði á aðra myndina, annars eru þær nákvæmlega eins. Þessi klára fyrirsögn segir ekkert hvað það er sem vantar, svo þið verðið bara að dunda ykkur í rólegheitunum og finna út úr því sjálf. Þolinmæði þrautir vinnur allar, er stundum sagt og má teljast mikill sannleikur. Gjörið svo vel! höfum við stillt tækið of hátt, finnst henni mömmu ykkar blessaðri eða honum pabba ykkar: „Viltu gjöra svo vel að LÆKKA!" heyrist frá þeim, þessum elskum, af engu minni krafti en úr tækinu. Og náttúrlega gegnum við þeim, þau eru nú foreldrarnir, og öll vitum við að þá ber að virða og fara eftir því sem þeir segja. Þeir verða líka að standa undir ábyrgðinni og vera sjálfum sér samkvæmir og sýna sanngirni. Er þetta ekki allt saman á hreinu, eða hvað? Hafðu kæra þökk fyrir þessa stjörnum prýddu mynd, unga myndlistarkona úr Eyjum. EKKI veitir af minna en tveimur sólum til þess að kjólarnir fallegu sjaist n6gu vel. Hún Yrsa Stelludóttir, 5 ára, Háa- bergi 25, Hafnarfirði, vill leyfa okkur að njóta þessarar fegurðar með sér. Kærar þakkir, Yrsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.