Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 2
2 F MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + tvT-Tu-r-'Tmvnir/ Eldur, Dreymir enn Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin(n) stór? Hafíð þið ekki heyrt þessa oft? Aha, mörgum sinnum. Þessi spurning virðist oft og tíðum vera það eina sem fullorðnum dettur í hug að spyrja ykkur um. Og mörg ykkar hafið trú- lega svarað henni svona: Slökkviliðsmaður. Eldur logar stafna á milli í húsi númer 208 við Barónsstíg í höfuðborginni á eyjunni ís- landi. Hvað heitir höfuðborgin? Mikið rétt, Reykjavík heitir hún og er langfjölmennasti bær landsins, rúmlega 100.000 (eitt hundrað þúsund) manns búa þar. En nóg um það í bili, það er eldurinn sem við þurfum að ráða niðurlögum með dyggri aðstoð slökkviliðsmannanna. Hér er allt í fína lagi, slökkviliðsbfllinn nýlega þveginn og bónaður, en þið megið ekki segja nokkrum einasta manni frá því - þeir eru villtir, reyndar rammvilltir. Gjörið svo vel og hjálpið körl- unum að komast leiðar sinnar í gegnum öngstræti borgarinnar að eldhafmu. Alicia Torfadóttir, 5 ára ís- lensk telpa búsett í Þýska- landi, tússar þessa suðrænu mynd um vetur norður í höfum á eyju sem við þekkjum vel og kallast ísland. Kveikir einhver á perunni? Svei mér þá, svo mörg ljós sjást, að líkist flóð- lýsingu á fót- boltavelli. Finnst ykkur þetta ekkert fyndið, krakka- grislingar? í miðjum hríðarbyl þegar þetta er skrifað á tölvu undir súð úti í bæ, er notalegt að horfa á mynd- ina, Alicia, blátt hafið, enn blárri himininn, pálmatré á eyju aleinni lengst úti í buskanum með sólina yfir með sína hlýju birtu. Hver svífur þarna um í blöðrumergð? Er það engill? Er það listakonan sjálf á ferð og flugi? Vonandi fer ekki fyrir þess- ari svífandi veru líkt og gerðist ' méð hann íkarus Dedalosson forðum. Hann flaug frá eyjunni Krít (í hvaða hafi er hún nú aftur?) á vængjum úr fjöðrum og vaxi, en hætti sér of nálægt sólinni svo vax- ið bráðnaði og hann steyptist í hafíð svo blátt, svo blátt. Of- beldi, nei Bændur á öldum áður, einkum í Noregi, ef tií vill forfeðurnir okkar, langa- langalangalangalangalanga- langalangalangalangafar okkar, börðust stundum ef kastaðist í kekki með þeim einn á móti einum í beltaein- a»c vígi á þann hátt sem sýndur er á meðfylgjandi teikningu. Þeir sneru bökum saman og ekki nóg með það, heldur voru þeir bundnir fastir sam- an með belti. Síðan hjuggu þeir hvor í annan með hníf þar til annar drapst eða svo var af honum dregið, að hann stóð ekki undir sjálfum sér. Við erum heppin að búa í landi þar sem ofbeldi er for- dæmt og fyrir löngu er búið að banna vopnaburð. Hér tíðkast ekki að rnaður höggvi mann og annan eins og það var orðað í fornöld og ein- hverjum þótti fínt. Við fordæmum ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, krakkar, ofbeldi með orðum, með athöfnum, Afar einfalt mál, við viljum EKKI ofbeldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.