Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 1
*tgmtW$Sfá AÐSENDAR GREINAR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 BLAÐ .íi Lánamál námsmanna og Alþýðuflokkurinn FYRIR hverjar kosn- ingar hefjast miklar deilur um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Á síðustu dögum hafa forystumenn náms- manna, t.d. Dagur B. Eggertsson formaður Stúdentaráðs, staðhæft að ný lög um LÍN hafi fækkað námsmönnum og þá alveg sérstaklega barnafólki og einstæð- um foreldrum. Því er einnig haldið fram að námsmönnum af lands- byggðinni hafi fækkað. Forystumenn náms- manna hafa vart sleppt orðinu þegar Lánasjóður manna svarar fyrir sig og .lón Baldvin Hannibalsson náms- dregur upp allt aðra mynd af stöðunni. Þegar málið er athugað nánar virðist það augljóslega skipta máli hvaða forsendur menn gefa sér og hvaða ár eru tekin til viðmiðunar. Dagur B. Eggertsson gerir til dæm- is ráð fyrir því að námsmönnum hefði átt að fjölga um 4% á ári, en það er vægast sagt mjög umdeilan- leg forsenda. Hann miðar einnig við árið eftir að lögin voru samþykkt, en Lánasjóðurinn miðar við síðustu þrjú skólaárin. Svona má áfram telja. Fagleg úttekt Það sér hver maður að deilur af þessu tagi þjóna ekki hagsmunum neinna, allra síst námsmanna. í sam- ráði við námsmenn vill Alþýðuflokk- urinn því fela hlutlausum aðila að gera faglega úttekt á því hvernig sjóðurinn sinnir hlutverki sínu. Það er æskilegt að út- tekt af þessu taginu nái til kjara námsmanna almennt og hvernig hið almenna velferðarkerfi hleypur undir bagga með þeim. Á þennan hátt má fá heildstæða mynd af kjörum náms- manna og hvar æski- legt sé að bæta úr. Deilur um keisarans skegg ættu þá að heyra sögunni til. Endurskoðun laganna Á þessum grundvelli viljum við síðan í samráði við námsmenn end- urskoða lögin um LÍN. Einnig þarf að athuga hvernig hið almenna vel- ferðarkerfi aðstoðar námsmenn, enda er sú aðstoð ekki síður mikil- væg, t.d. fyrir barnafólk. Að loknu fyrsta ári ber að greiða námslán mánaðarlega, en ekki eftirá eins og nú tíðkast. Með þessu spa- rast vaxtakostnaður vegna bankal- ána nemenda, auk annars óhagræð- is. Kostnaðarauki Lánasjóðsins af þessu yrði hverfandi. Endurskoða þarf endurgreiðslur námslána. Það er of þung byrði að greiða 10% af ráðstöfunartekjum í endurgreiðslu námslána á sama tíma og greitt er af húsbréfalánum. í samvinnu við námsmenn og með framtíð Lánasjóðsins í huga þarf að Að loknu fyrsta ári ber að greiða námslán mán- aðarlega. Jón Baldvin Hannibalsson telur að með því sparist m.a. vaxtakostnaður vegna bankalána nemenda og kostnaðarauki Lána- sjóðsins af þessu yrði hverfandi. finna leiðir til að lækka endur- greiðsluhlutfallið. Fjáhagsleg ábyrgð Alþýðuflokkurinn leggur hér eftir sem hingað til mikla áherslu á fjár- hagslega ábyrgð við stjórnun Lána- sjóðsins. Með setningu nýrra laga um LÍN tókst að koma í veg fyrir fjárhagslegt skipbrot sjóðsins. Al- þýðuflokkurinn vill hlusta á sann- gjarnar kröfur námsmanna, en tekur ekki þátt í yfirboðum sem ómögu- legt er að standa við. Ábyrgðar- lausar lántökur til að standa undir skuldbindingum sjóðsins koma ekki til greina, enda eru þær snara um háls námsmanna framtíðarinnar. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands. Vinstri glund- roðasljórn -nei takk! Ellen Ingvadóttir AUKINN slagkraftur er að færast í kosninga- baráttuna og farið er að gæta taugaveiklunar á vinstri væng íslenskra stjórnmála, ekki síst hjá formanni Alþýðubanda- lagsins, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann hefur tekið það upp á sitt eins- dæmi að tilkynna að hann hafi, sjálfur og persónulega, lagt drög að " stjórnarsáttmála vinstri flokkanna sem gjarnan kalla sig félags- hyggjuflokka, því auð- vitað má ekki kalla þá því nafni sem flestir þekkja, þ.e. vinstri flokka. Þegar þessi orð eru sett á blað hefur Ólafur ekki haft fyrir því að birta drög sín að málemasamningi óskastjórnar hans, vinstri stjórnar, en það furðulega er að formenn hinna vinstri flokkanna hafa heldur ekki séð drögin. Reyndar virðist manni eins og hin- um vinstri flokkunum, þeim sem Ólaf- ur vill greinilega mynda ríkisstjórn með eftir kosningar, hafi komið hið ótrúlega frumkvæði hans á óvart enda er fróðlegt að sjá viðbrögð þeirra nú. Ég gat vart varist brosi um daginn þegar Ólafur Ragnar og formaður Þjððvaka, Jóhanna Sigurðardóttir, sátu andspænis hvort öðru í viðtals- þætti í sjónvarpi og reyndu að fá þjóð- ina til að trúa því að þau væru bæði á sömu braut gagnkvæmrar einlægni og trúmennsku til myndunar vinstri stjórnar. Þau voru, hins vegar, varla búin að sleppa orðinu um hversu Matarkarfa Jóns Baldvins HELSTA áróðurs- bragð krata í yfirstand- andi kosningabaráttu hefur gengið út á það að matarreikningur þjóðarinnar myndi lækka um 35-45% með inngöngu íslands í ESB vegna þess að þá yrði hægt að flytja ódýrar búvörur hindrunarlaust til landsins. Til grund- vallar þessari fullyrð- ingu hafa þeir lagt nið- urstöður skýrslu sem Hagfræðistofnun Há- skóla íslands vann á sl. ári fyrir ríkisstjórnina um áhrif ESB-inngöngu fyrir ísland. Skýrslan var kynnt sem mikill fagnaðarboð- skapur fyrir almenning á íslandi og hafa kratar verið óþreytandi að út- mála þá sælu sem okkar biði innan múra ESB þar sem matvæli kosti næstum ekki neitt. Sérstakt sjónar- spil var sett upp á fundi neytenda- samtakanna í vetur vegna útkomu skýrslunnar og hefur formaður þeirra samtaka síðan dyggilega kyrj- að undir þennan söng. Unnur Stefánsdóttir Nú er hins vegar komið babb í bátinn því í ljós hefur komið að niðurstöður skýrslunn- ar fá engan veginn staðist. Þegar skýrslu- höfundar reiknuðu sig fram til hinnar glæsi- legu niðurstöðu um ávinning þjóðarinnar af inngöngu í ESB notuðu þeir út frá verðgrunni árin 1988-1990, fram- reiknuðu hann til ársins 1994 og báru saman við ESB-verð. Þeim láðist hins vegar að taka tillit til þess að á þessu tíma- bili hefur verð íslenskra búvara því sem næst staðið í stað, hefur einungis hækkað um 1,2% á sama tíma og framfærslu- Lækkun á verði búvöru, segir Unnur Stefáns- dóttir, er árangur af þrotlausu starfi bænda. vísitalan hefur hækkað um 17%. Þegar þess er síðangætt að um 50% allra matvæla sem íslendingar neyta eru innflutt er auðvelt að sjá að full- yrðingar um 35-45% lækkun á mat- arreikningi þjóðarinnar eru út í blá- inn. Að slá ryki í augu f ólks Tilgangur Jóns Baldvins með mál- flutningi sínum síðustu vikurnar er augljóslega sá að ná eyrum illa staddra og tekjulítilla kjósenda með því að bjóða stórfellda lækkun mat- arverðs. Hann gekk jafnvel svo langt að bjóða slíka lækkun í skiptum fyr- ir launahækkanir í nýafstöðnum kja- rasamningum. íslenskur almenning- ur er hins vegar alltof vel upplýstur til þess að leggja eyru við slíku enda hefur sú lækkun sem hér hefur orðið á búvöruverði undanfarin ár ekki farið framhjá fólki. Sænska ævintýrið Til stuðnings málflutningi sínum hefur Jón Baldvin bent á þann ávinn- ing sem Sívar, Finnar og Austurríkis- menn væntu sér í lækkun matvæla- verðs við ESB-inngöngu. Nú er hins vegar komið i ljós að þessi ávinningur skilar sér illa. Matvælaverð í Svíþjóð og Austurriki er nær óbreytt þegar á heildina er litið, en á síðasta ári lækk- aði matarverð í Finnlandi einungis um 5,4% talið frá janúar til janúar. „Ekki benda á mig" Þegar búið er að reka vitleysuna ofan í utanríkisráðherrann kemur hann fram í sjónvarpinu og segir „þetta eru ekki mínar niðurstöður, þetta eru tölur frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands". Maður kemst hins vegar ekki hjá því að rifja það upp hver það var sem pantaði skýrsluna og sömuleiðis hve sá sami maður var glaðbeittur og sigurviss þegar niður- stöðurnar voru kynntar. Arangur íslenskra bænda í matarkörf u neytenda Það sem uppúr stendur í þessu máli er hins vegar það að sú lækkun á verði búvara sem hér hefur orðið á sl. 4-5 árum er árangur af þrot- lausu starfi íslenskra bænda við að aðlaga sig óskum neytenda um lægra matvælaverð og þeirri samkeppni sem þeirra bíður við gildistöku Gatt- samningsins. Þennan árangur finnur þjóðin og metur þegar hún gerir upp matarreikning sinn. Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesi. dægileg vinstri stjórn sé að þau ruku í hár saman á eftirminnilegan hátt. Brigslyrði og ásakanir um svik gengu á víxl og þótt Jóhanna reyndi að brosa og tala til Ólafs á hlýlegan og móðurlegan hátt fór ekki milli mála að þarna sátu ekki tyeir vinir, hvað þá aðilar sem líklegir eru til þess að viðhalda þeim efnahags- lega stöðugleika sem ríkisstjórninni hefur tek- ist að skapa undir for- ystu Sjálfstæðisflokks- ins. Þótt sjónarspil það sem nú hefur verið sett á svið sé ansi spaugilegt eru á því mjög alvarlegar hliðar. Sum- ir haf a stært sig af því í kosningabar- áttunni að þeir vilji mynda ríkisstjórn með þessum eða hinum. Þeir eru með öðrum orðum að reyna að binda kjós- endur og takmarka þá möguleika sem þeir hafa eftir kosningar til að mynd- uð yrði starfhæf ríkisstjórn. Sem bet- ur fer bjóðast aðrir og mun betri kost- ir. Ríkisstjórnin undir forystu Davíðs Oddssonar hefur sýnt það og sannað að lagður hefur verið grunnur að efna- hagslegri uppbyggingu sem má alls Gagnkvæm svikabrigsl Jóhönnu og Olafs Ragn- ars eru ekki, að mati Ellenar Ingvadóttur, gæðastimpill vinstri á stjórn þeirra. ekki, undir neinum kringumstæðum, fórna á altari glundroða og geðshrær- inga vinstri flokkanna. Við megum ekki láta glepjast af því loforðaflóði sem nú streymir frá þessum flokkum heldur verðum við að sýna raunhæfni og halda áfram að vinna okkur út úr þeim efnahagsörðugleikum sem hafist var handa við að leysa fyrir fjórum árum. Sú dæmalausa hegðun sem birtist í því að formaður eins vinstri flokk- anna leyfir sér að að lýsa því yfir að hann sé nánast búinn að útbúa málefnasamning fyrir vinstri -stjórn, án þess að hafa fyrir því að leita samráðs við þá sem hann vill vænt- anlega að sitja í slíkri stjórn með, segir sína sögu. Satt best að segja finnst mér svona frumkvæði, eða öllu heldur frumhlaup, vera slíkt virðing- arleysi við kjósendur að tekur vart tali. Ríkisstjórn verður ekki mynduð í einhverju namslausu kapphlaupi við að ná athygli kjósenda í draumi um að komast til valda. Við höfum ekki efni á ábyrgðarlausri tilraunastarf- semi með fjöregg þjóðarinnar því efnahagsleg uppbygging verður að halda áfram. Vinstri glundroðastjórn — nei takk! Höfundur skipar 16. sætilista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.