Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Enn um íþrótta-og sýningahöll í Reykjavík UNDANFARIN ár hefur bygging fjölnota íþróttahúss í tengslum við HM‘95 verið ítrekað til umræðu. Ráðandi sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn komu í veg fyrir að slíkt hús yrði byggt fyrir keppnina og komu jafnframt í veg fyrir að annað íþróttafólk, s.s. knattspyrnumenn og frjálsíþróttafólk, fengi þá aðstöðu sem það á skilið. Málið er þó eng- an veginn dautt, því enn er brýn nauðsyn á byggingu íþrótta- og sýningahallar í Reykja- vík. Aðstöðuleysi knattspyrnumanna Það má furðu sæta að þrátt fyrir að milljörðum hafi verið veitt í bygg- ingu íþróttahúsa um alla lands- byggðina, sem vel er, þá líður stærsta íþróttagrein íslands ennþá fyrir það að hafa enga aðstöðu til innanhúss iðkunar yfir vetrarmán- uðina. Það er augljóst að aðstöðu- leysi knattspyrnumanna hvað þetta varðar stendur íþróttinni fyrir þrif- um í alþjóðlegri samkeppni þar sem ekki er til nein innanhúss aðstaða. Landsliðsæfingar við sæmilegar að- stæður eru t.d. ekki mögulegar 7-8 mánuði ársins í þessari vinsælu íþróttagrein. Þetta ástand bitnar ekki aðeins á viðurkenndum afreks- mönnum íþróttarinnar, heldur ekki hvað síst á öllum þeim skara bama og unglinga sem aðeins fá notið sín I eftirlætisgrein sinni yfir sumar- mánuðina Bylting á aðstöðu íþróttamanna Alþjóðleg íþróttahöll yrði mikil lyftistöng fyrir íþróttafólk í öllum greinum, bæði að því er varðar æf- inga-og keppnisaðstöðu og einnig til þess að gangast fyrir alþjóðlegum íþróttaviðburðum líkt og HM-keppn- in sem framundan er núna. Frábær frammistaða handknattleiksmanna sem gaf okkur íslendingum tæki- færi til þess að halda heimsmeistara- mót, hefði ein og sér verið nægjan- legt tilefni til að reisa margumrætt hús. Aðstöðuleysi hefur hingað til leitt til þess að hæfíleikaríkt fólk hefur ekki fengið notið sín sem skyldi, í mörgum íþróttagreinum. Fyrir utan knattspymu má nefna flestar greinar frjálsra íþrótta þar Amþrúður Karlsdóttir sem veðrátta hamlar æfíngum og keppni '7 til 8 mánuði ársins. Breytt aðstaða í þessu tilliti jafnaði aðstöðu íþróttafólks að verulegu leyti til iðkunar þessara greina í samanburði við erlenda íþróttamenn en nú býr knattspyrnu-og fijálsíþróttafólk við það að þurfa að fara í stór- um stíl í æfíngabúðir til útlanda, sem em mjög kostnaðarsamar. Ennfremur yrði bætt íþróttaaðstaða til þess að auka mjög áhuga ungs fólks, barna og því að leggja fyrir sig unglinga á íþróttir. Jafnframt yrðu haldin al þjóðleg mót fyrir unglinga, en hing- að til hafa íslensk ungmenni ein- göngu þurft að sækja mót erlendis til þess að fá einhveija alþjóðlega reynslu. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir Ótrúlegri eljusemi og baráttuhug forystu- manna HSÍ er að þakka, segir Arnþrúður Karlsdóttir, að HM‘95 verður að veruleika. félögin og einnig foreldra, þannig að það sitja ekki allir við sama borð í þessu tilliti. Það er gremjulegt til þess að vita á meðan við íslendingar eigum mjög efnilegt íþróttafólk, sumt á heimsmælikvarða eins og ■ dæmin sanna, hamli léleg aðstaða og fjárskortur því að hæfileikar þeirra fái notið sín sem skyldi. Sjálfstæðismenn á móti HM‘95 íþróttamenn þekkja þá forsögu að núverandi ríkisstjóm hefur ítrek- að reynt að koma í veg fyrir HM‘95 sem verður haldin hér í maí nk. Eink- um er það þijóska forsætis- og fjár- málaráðherra sem hefur ráðið ferð- inni. Upphaflegu hugmyndina að HM‘95 átti Jón Hjaltalín Magnús- son, fyrrverandi formaður HSI, og á árinu 1988 samþykkti þáverandi ríkisstjóm hugmyndina. Hinsvegar kom meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur, í veg fyrir að hafíst yrði handa um byggingu fjölnota húss í Reykjavík en á þeim tíma lágu fyrir teikningar af húsinu sem teiknað var af Gísla Halldórs- syni, arkitekt og forseta ÍSÍ. Ríkis- stjóm Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags greip inní og studdi málstað HSI. Gerður var bindandi samningur milli ríkisins og Kópavogskaupstaðar og síðan HSÍ. Málið var í höfn og handknatt- leiksmenn sáu fram á betri og bjart- ari tíma. En Adam var ekki lengi í Paradís, því núverandi fjármála- ráðherra kom i veg fyrir að um- ræddur samningur yrði haldinn og forysta HSÍ var aftur komin á byij- unarreit. Handknattleiksmenn gáfust ekki upp þótt... Það er fyrst og fremst ótrúlegri eljusemi og baráttuhug forystu- manna HSI að þakka að HM‘95 verður að veruleika. Eftir að menn höfðu gengið á milli ráðherra þess- arar ríkisstjórnar í þeirri von að rík- isvaldið kæmi auga á hagkvæmni þessa máls og þá langt útfyrir raðir íþróttahreyfingarinnar var ómögu- legt að fá forsætis- og fjármálráð- herra til þess að bijóta odd af of- læti sínu. R-lista meirihluti borgar- stjórnar Reykjavíkur beitti sér af alefli, en allt kom fyrir ekki, og svar sjálfstæðismanna í ríkissjóm var áframhaidandi nei. Meirihluti borg- arstjómar bjargaði hinsvegar málinu og lét breyta Laugardalshöll svo HM‘95 yrði að veruleika. Þar með var líka komið í veg fyrir að íslend- ingar yrðu sér til skammar á alþjóð- legum vettvangi með því að afþakka keppnina. Framsóknarflokkurinn vill úrbætur Það er kærkominn glaðningur fyrir íþróttafólk að Framsóknar- flokkurinn, einn flokka, hafí gefið yfírlýsingu um að fjölnota höll skuli rísa á næstu árum. Það liggur nú fyrir að þær breytingar á Laugar- dalshöllinni uppá 200 milljónir kr. sem gerðar hafa verið af borgar- stjórn Reykjavíkur leiða til þess að hægt er að byggja íþrótta-og sýn- ingahús í beinum tengslum við höll- ina fyrir um 300 milljónir kr. Þar með væri risin sú glæsilega aðstaða sem íþróttafólk hafði vonast til í tengslum við HM‘95. Aðstaða sem nýtist íþróttafólki og atvinnuvegun- um á breiðum gmndvelli . Höfundur á sæti í dómstól HSÍ og skipar 3. sæti & lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Ný kynslóð kvenna haslar sér völl í Sjálfstæðisflokknum FRAMBÆRILEG- AR konur úr atvinnulíf- inu, sem skipa mörg af efstu sætum framboðs- listanna um allt land, er eitt af fjölmörgum styrkleikamerkj um Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosn- ingum. Þessi staðreynd er engin tilviljun. Sífellt fleiri konur eru að átta sig á því, að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna verður ekki háð undir gunnfánum sérstakra kvennaframboða. Reynslan af Kvenna- listanum undanfarin tólf ár hefur kennt að sérframboð kvenna er tímaskekkja. Konur hasla sér völl innan Sjálfstæðisflokksins Það er áberandi hvað konur eru að sækja fram innan raða Sjálfstæð- isflokksins. Þessi stóra og öfluga fjöldahreyfíng, Sjálfstæðisflokkur- inn, er í stöðugri endurnýjun og ýmis teikn eru á lofti um að í fram- Rekum skynsamlegt velferðarþjóðfélag, seg- ir Þórdís Signrðar- dóttir, fjármagnað af sterku atvinnulífí. tíðinni muni konur hasla sér enn frekar völl í fremstu víglínu undir merkjum Sjálfstæðisflokksins. En hvernig og hvers vegna munu konur ná árgangri innan Sjálfstæðisflokks- ins í framtíðinni? Jafnréttisbaráttan mun fara fram í stjómmálaflokki, þar sem konur og karlar vinna saman á jafnréttisgrundvelli. Konur munu verða í betri aðstöðu til að vinna að framgangi jafn- réttismála í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann er stærsti og áhrifamesti stjórnmálaflokk- urinn. í nýrri kynslóð forystumanna Sjálfstæðisflokksins, undir for- ystu Davíðs Oddssonar, sækja konur af enn meiri krafti fram til áhrifa í þjóðmálaumræðunni. Innan raða Sjálfstæðisflokksins er mikið af konum sem standa körlum fyllilega á sporði í hvaða málum sem er. Sjálfstæðisflokkurinn er nútíma stjórnmála- hreyfing sem veðjar á framtíðina með konum ekki síður en körlum. Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins að tak- ast á við hið hrópandi launamisrétti kynjanna sem nýleg kjarakönnun leiddi áþreifanlega i ljós. Sjálfstæðiskonur verða að sjá til þess að tekið verði á þessu máli af einurð og festu og vinna ötullega að því að Sjálfstæðisflokkur- inn verði leiðandi flokk- ur í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Tökum ekki mark á gylliboðum vinstri flokkanna Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á framtíðina og ræður þar myndarleg- ur árangur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar miklu um. Ríkisstjórninni hefur tekist að ná viðvarandi stöðug- leika í efnahagsmálum og sömuleið- is halda vöxtum lágum. A sl. fjórum árum hafa matarútgjöld lækkað um 11% og vaxtagjöld um 12%. Og stöð- ugleikinn er besta kjarabótin. Islend- ingar mega ekki vera of fljótir að gleyma langvarandi skeiði óðaverð- bólgu sem tók ekki enda fyrr en núverandi ríkisstjórn tók á efna- hagsmálunum af röggsemi. Tökum ekki mark á gylliboðum vinstri flokka sem myndu óhjá- kvæmilega hafa í för með sér skatta- hækkanir og erlendar lántökur. Velj- um frekar trausta ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins heldur en stjóm fjögurra, jafnvel fimm, vinstri flokka þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Um afleiðing- ar af slíkum vinstri stjórnum þarf ekki að fjölyrða frekar því þjóðin hefur margsinnis sopið seyðið af óstjórn þeirra. íslendingar eiga ekki enn einu sinni að þurfa að vera til- raunastofa fyrir vinstri stjórnir. Rek- um heldur skynsamlegt velferðar- þjóðfélag, fjármagnað af sterku at- vinnulífi undir stjórn flokks sem hefur sýnt hvers hann er megnugur. Tryggjum börnum okkar betri fram- tíð með því að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. (Grein þessi er endurbirt vegna mistaka við fyrri birtingu). Höfundur er flugumferðarsijóri og skipar 18. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins íReykjavík. Þórdís Sigurðardóttir Tvöföldun Reykjanesbraut- ar á næstu vegaáætlun Stórkostlegar vegaframkvæmdir á síðustu árum Á SÍÐASTA kjörtímabili hefur frágangur hringvegsins og tenging byggðar vítt um landið haft forgang. Má í því sambandi minna á göngin frá ísafirði til Súgandafjarðar og Önundarfjarðar, en þau munu gjör- bylta öllu lífi í þessum byggðum. Fleiri stórframkvæmdir eru í vinnslu eins og göng undir Hval- fjörð, uppbygging leiðarinnar frá Isafírði og lok hringvegarins um Möðrudalsöræfí. Vegakerfí Reykjaneskjördæmis hefur þó ekki fengið hæfílégt fjár- magn nema til brýnasta viðhalds og nauðsynlegra nýframkvæmda vegna mikillar þenslu svæðisins. Á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er lögð mikil áhersla á vegagerð og er að mati flokksins þjóðhagslega arðbært að bæta samgöngukerfi Iandsmanna, Reykjanesbrautin frá flugstöð Leifs Eiríks- sonar til Hafnarfjarðar hefur lengið verið í umræðunni og ýmislegt verið gert þó mörgum fínnist þar hafa miðað hægt. Reykjanesbrautin lýst á næstu 2 árum Á vegaáætlun sem samþykkt var fyrir þinglok er tekið á ýms- um þáttum við lagfær- ingu Reykjanesbraut- ar. Ekki hefur enn ver- ið gengið frá því hvaða lagfæringar verði gerð- ar fyrir þá fjármuni sem til úthlutun- ar verða, Að áliti okkar sjálfstæðis- manna þá er þó einn þáttur sem skipar þar hvað stærstan sess en það er lýsing brautarinnar. Að mínu mati er það einn mikilvægasti þátt- urinn í öryggismálum á brautinni og er það vilji sjálf- stæðismanna að lýs- ingu hennar ljúki á næstu 2 árum. Tvöföldun Reylqanesbrautar sett á áætlun Næsta skref í stór- framkvæmdum á vega- málum okkar íslend- inga er að mínu mati tvöföldun Reykjanes- brautarinnar, en þeirri framkvæmd verður ekki haldið utan vegaá- ætlunar lengur ef sjálf- stæðismenn á Reykja- nesi fá nægan styrk á Alþingi. Það þarf ekkfí að endurtaka allt það sem sagt hefur verið og skrifað um þau alvarlegu slys og dauðsföll sem þar hafa orðið. Þau áföll eru allt of mörg og hafa valdið flölda manna mikilli sorg. Miðað við þær umferðartalningar sem gerðar hafa verið síðustu árin þá er meðal- talsumferð á Reykjanesbrautinni sú hæsta af öllum stofnbrautum utan þéttbýlis. Vegurinn Þorlákshöfn - Grindavík orðin stofnbraut Að mati okkar sjálfstæðismanna er uppbygging vegarins frá Grinda- vík til Þorlákshafnar mikið hags- Sj álfstæðisflokknrinn leggur ríkulega áherslu á vegamál, segir Kríst- ján Pálsson, sem vill rétta hlut Reyknesinga af vegafé. munamál fyrir svæðið í atvinnulegu tilliti bæði sem flutningaleið frá Suð- urlandi til Suðumesja og sem ferða- mannaleið. Á síðasta þingi var þessi vegur gerður að stofnbraut og má með því segja að uppbygging hans sé komin á forgang og því eitt af næstu verkefnum í sameiginlegum vegamálum Suðurlands og Reykja- ness. Ég veit að innan Sjálfstæðis- flokksins verður barist hart fyrir þessari framkvæmd við endurskoðun vegaáætlunar á næsta ári. Að mínu mati verður ekki hægt að ganga framhjá þessum landshluta öllu leng- ur með brýnustu vegabætur. Að standa á rétti Reyknesinga til sann- gjamrar skiptingar vegafjár er orðin meiri krafa en fyrr. Stórátak í vegamálum á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins Enginn flokkur hefur lagt eins mikla áherslu á vegamál fyrir Al- þingiskosningarnar 8. apríl nk. og Sjálfstæðisflokkurinn. í stefnu- skránni eru engin fyrirheit sem ekki verður staðið við, heldur raunhæf stefnumið sem reynsla síðasta kjör- tímabils hefur sýnt okkur að má treysta. Má þar nefna sérstakt átak í vegabótum á höfuðborgarsvæðinu sem verður fram haldið á næsta kjör- tímabili. Að treysta á Sjálfstæðiflokkinn í þessum efnum hefur sýnt sig að vera heilladrýgst fyrir þjóðina. Tilveran er tryggari með Sjálfstæðisflokkn- um. Höfundur er 5. maður á lista sjálfstæðismanna I Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.