Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÖLDRUÐU fólki fer hlutfallslega fjölg- andi. Ástæður þess eru meðal annars betri afkoma og bætt heil- brigðisþjónusta. Núna eru þeir sem náð hafa 67 ára aldri um 10% þjóðarinnar, en því er spáð að innan fárra ára verði hlutfall þeirra 16%. Stöðugt berast fréttir af vistun- arvanda aldraðra og erfiðleikum fjöl- skyldna þeirra. Þó er staðreyndin sú að á íslandi eru hlutfalls- lega fleiri vistunarrými fyrir aldr- aða en annars staðar á Norður- löndunum. Þar búa 5-6% aldraðra á sérstökum stofnunum, en hér á landi búa um 12% þeirra á stofnun- um. Þessi samanburður hlýtur að vekja okkur til umhugsunar og kalla á endurskoðun á viðhorfum og hugmyndafræði varðandi þjón- ustu við aldraða. Sjálfsákvörðunarréttur Mörgum úr röðum eldri borgara fínnst að þegar ákvarðanir um þjónustu við þá séu teknar, sé ekki nægileg virðing borin fyrir óskum þeirra sjálfra. Sjálfstætt fólk, sem hefur séð sér og sínum farborða og sem á langri lífsgöngu hefur lagt sitt af mörkum til þjóð- arbúsins, sættir sig eðlilega illa við slíkt. Öldrun er eðlilegur hluti lífshlaups okkar. Öll eigum við eftir að eldast og þeim sem yngri eru er hollt að íhuga það hvemig þeim þætti ef einhveijir aðrir tækju allar ákvarðanir um daglegt líf þeirra. Það er því miður stað- reynd að þessu þurfa margir að lúta, þurfí þeir á stuðningi, hjúkr- un eða annarri samfélagslegri að- stoð að halda. Er þetta ekki mót- sagnakennt? Þeir sem hafa lifað sem sjálfstæðir og óháðir menn, þurfa að hlíta því að sj álfsákvörðunarrétt- ur sé frá þeim tekinn þegar aldur færist yfír. En aldur og reynsla ætti einmitt að færa mönnum aukna virðingu og reisn. Þarfir hverra? Flestir aldraðir kjósa að búa sem lengst í návist fjöl- skyldu og vina. Samt hefur ekki enn tekist nema að litlu leyti að laga þjónustúna að þessum óskum. Sú spuming hlýtur að vakna hvað hafí ráðið uppbyggingu þjón- ustunnar á undanförnum árum. Eru það þarfir stjómvalda, sem telja að með byggingu stórra stofnana og samþjöppun aldraðra á fáa staði hafí náðst fram ha- græðing og sparnaður ? Eru það þarfir starfsmanna fyrir öryggi og félagsskap samstarfsfólks? Era það hugmyndir byggingariðnaðar- ins sem hafa ráðið því hvaða stefna hefur verið tekin í byggingum fyr- ir aldraða? Hafa aldraðir verið spurðir hvaða væntingar og þarfír þeir hafa? Þessum spurningum er hér varpað fram til umhugsunar. Framtíðarsýn Grandvallaratriðið í þjónustu við aldraða ætti að vera að réttur þeirra til þess að velja sér þjón- ustu sé virtur og samráð haft við þá um alla þætti. Sennilega 'era allir sammála um að nauðsynlegt sé að efla heimaþjónustu og heimahjúkran, þannig að aldrað fólk geti dvalist sem lengst í sínu eigin umhverfi. Þeir sem era orðnir 67 ára og eldri muna tímana tvenna í ís- lensku samfélagi. Áður fyrr urðu menn að segja sig til sveitar, hefðu þeir ekki bolmagn til að sjá fyrir sér og sínum. En á undanförnum áratugum hefur ísland tekið stakkaskiptum og orðið að því velferðarríki, sem við þekkjum. I nýlegum lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga birtist ný sýn á velferðarþjónustuna. Þar er í fyrsta sinn í löggjöf skapaður grandvöllur að heildstæðri þjón- ustu við þá, sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda um lengri eða skemmri tíma. í lögunum er undirstrikuð samábyrgð okkar í velferðarmálum og sami réttur allra þjóðfélagshópa til að njóta aðstoðarinnar þegar á þarf að halda. Það hefur nokkuð skort á að aldraðir hafí verið hafðir með í ráðum þegar þjónustan við þá er skipulögð. Það vill oft gleymast að þetta er sá hópur sem hefur lagt granninn að velferðarsamfé- laginu og eiga rétt á því að full virðing sé borin fyrir óskum þeirra. Sveigjanleiki - valfrelsi Margir aldraðir eiga talsverðar eignir og flestir kjósa þeir að nota þær til þess að gera ævikvöldið sem best. Mikið hefur verið byggt af fjölbýlishúsum fyrir aldraða, sérstaklega á höfuðborgarsvæð- inu. Skiptar skoðanir era um það hvort þetta fyrirkomulag sé það heppilegasta, en búseta þar er að sjálfsögðu að eigin vali hvers og eins. Það er sammerkt með öllu þessu húsnæði að við hönnun þess er vel séð fyrir þörfum aldraðra, t.d. þeirra sem hafa skerta hreyfigetu. Því ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að í slíku húsnæði geti fólk eytt síðustu árum ævinnar, ef stuðningur, heimaþjónusta og hjúkrun eru vel skipulögð. Eins og málum er nú háttað, skortir hins vegar mikið á að svo sé. Ég sé fyrir mér að margskonar fyrirkomulagi mætti koma á í þjónustunni við eldri borgara. Það Mörgum úr röðum eldri borgara fínnst ekki bor- in nægileg virðing fyrir óskum þeirra þegar ákvarðanir um þjónustu við þá eru teknar. Asta B. Þorsteinsdóttir tel- ur eðlilegt að fólk sætti sig illa við það. væri hægt að greiða fyrir veitta þjónustu með mismunandi hætti, t.d. með því að gefa fólki sjálfu kost á að skipuleggja þjónustuna og ráðstafa því fjármagni sem hún kostar. Þeir ráða til sín aðstoðar- fólk, skyldmenni eða aðra að eigin vali. Þetta fyrirkomulag er t.d. þekkt í Danmörku, þar sem fatlað- ir sem kjósa að búa sjálfstætt á eigin heimili, fá til ráðstöfunar það fjármagn sem liðveisla og dagleg umönnun við þá kostar og þeir ráða síðan sjálfir þá, sem veita þjónustuna. Þeir eru þar með orðn- ir vinnuveitendur með þeim rétt- indum og skyldum sem í því fel- ast. Vísir að svipuðu þjónustuformi er þegar til hér á landi fyrir fatl- aða. Með þessu fyrirkomulagi gætu margir aldraðir eytt ævi- kvöldinu á eigin heimili, í návist ástvina, átt einkalíf og búið með þeirri reisn og virðingu, sem felst í því að ráða eigin lífi. Heimili - eða stofnanir? Dvalarheimili eða hjúkrunar- heimili eru þau úrræði sem oftast er talað um þegar vistun aldraðra ber á góma. Það sem einkennir flestar þeirra stofnana, sem hafa verið byggðar fram að þessu, er að þær eru stórar, oft tengdar sjúkrahúsum, og því erfitt að skapa á þeim heimilislegan blæ. Þar á fólk lítið einkalíf, því oft búa tveir eða fleiri á hverri stofu og geta því heimsóknir ástvina verið þvingandi fyrir alla aðila. Smáatr- iði, sem gefa daglega lífinu gildi, vantar. Gott starfsfólk, sem- hefur víðtæka þekkingu og reynslu í umönnun aldraðra, fær ekki breytt þeirri staðreynd að þetta era stofn- anir en ekki heimili fólks. Því hljót- um við að íhuga það vandlega hvort ekki eigi að leggja aukna áherslu á að byggja minni heimili fyrir þá sem alls ekki geta búið á eigin heimili síðustu árin. Þessi heimili gætu t.d. verið í formi sam- býla, sem eru fámenn heimili 5-6 manna með heimilisyfírbragði, þar sem hver og einn getur haft sína eigin muni og húsbúnað í kringum sig, fengið nauðsynlega hjúkrun, en samt átt sitt einkalíf. Ný sýn - ný viðhorf Stefna í málefnum aldraðra verður að byggjast á fjölbreyttum lausnum, sniðnum að þörfum hvers og eins, en ekki einföldum allsheijarlausnum. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða, sem era til þess fallnar að treysta fjárhags- lega afkomu þeirra t.d. með því að hækka skattleysismörkin, þannig að þeir geti lifað lífinu með reisn. Það er brýnt að efla veru- lega heimaþjónustu aldraðra svo að þeir geti búið sem lengst á eig- in heimili, en neyðist ekki til þess að dveljast á stofnun. Til þess að svo megi verða þarf rekstur öldr- unarþjónustu að vera á einni hendi og að ábyrgð sé ekki skipt á milli ríkis og sveitarfélaga eins og nú er. Alþýðuflokkurinn vill að fjöl- skyldur njóti stuðnings til að ann- ast aldraða og að öldruðum sé gert kleift að taka þátt í samfélag- inu svo lengi sem auðið er og vera virkir í ákvörðunum eigin mála. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og skipar 3. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. _____KOSIMIIMGAR 8- APRÍL_ Að eldast með reisn Ásta B. Þorsteinsdóttir. ÞEIR ERU út um allt. Litlir og stórir. Mjóir og feitir. Ríkir og voldugir. Þeir era óvinir okkar. Allt sem þeir gera miðar að því að vinna gegn okkur. Þeir passa að við náum ekki áhrifum. Þeir greiða okkur lág laun og ef við krefj- umst hærri launa þá koma þeir í veg fyrir að það nái fram að ganga. Þeir kúga okk- ur og bæla. Það hafa þeir alltaf gert og munu gera áfrarh. Þetta er allt skipulagt hjá þeim. Þess vegna verðum við að komast til valda! Málflutningur sem ekki nær árangri í stuttu máli má segja að þetta sé meginstefið í áherslum Kvenna- listans. Orðið „þeir“ eru karlarnir, sem Kvennalistinn telur að séu óvinir kvenna. Kvennalistinn skipt- ir þannig þjóðinni í tvennt; helm- ingurinn er kúgaðar konur og hinn helmingurinn er valdasjúkir og kúgandi karlar. Þessi áhersla Kvennalistans er ekki ný af nál- inni. Kvennalistinn var stofnaður með þessum formerkjum, karlar vora og era bannaðir á framboðs- listum og í embættum á vegum listans. Rökin? Jú, þeir eru svo slæmir, að í fyrsta lagi myndu þeir hrifsa til sín öll völd og áhrif og í öðru lagi er körlum ekki treyst- andi til að vinna að hagsmunum kvenna. „Þeim er fj... sama um kjör kvenna“ Þessi „þeir“- áhersla Kvennalistans hefur komið mjög sterklega fram í þess- ari kosningabaráttu og nægir að nefna tvö dæmi. í kynningar- þætti Kvennalistans sem sýndur var á dög- unum í Ríkissjónvarp- inu voru nokkrir karl- ar greinilega óvinir kvenspæjarans. Þeir borguðu henni lægri laun og þeir voru með ýmis ósiðleg vinnubrögð til að komast að hinu sanna um Kvennalistann. Steininn tók þó úr þegar ég fékk blað frá Kvennalistanum á Reykjanesi inn um lúguna hjá mér. A forsíðunni var grein eftir Kristínu Halldórs- dóttur sem skipar fyrsta sæti list- ans á Reykjanesi og fyrirsögn greinarinnar var eftirfarandi: „Þeim er fj... sama um kjör kvenna“. Þar er verið að vísa til þess að körlum sé varla treystandi til að bæta kjör kvenna og síðar er gefið í skyn að konum einum sé treystandi til þess. Hagsmunir kvenna og karla fara saman Það er staðreynd að karlar og konur hafa ekki sömu tækifæri. Það er líka staðreynd að konur hafa einungis hluta af launum karla. Þessu þarf að breyta. Þessu Það er staðreynd að karlar og konur hafa ekki sömu tækifæri. --7--------------------- Asdís Halla Braga- dóttir segir hins vegar að því verði ekki breytt ef baráttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna gangi út á það að konur eyði allri orku sinni í að skilgreina karla sem óvininn og beina spjót- um sínum að þeim. verður hins vegar ekki breytt ef baráttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna gengur út á það, að konur eyði allri orku sinni í að skilgreina karla sem óvininn og beina spjótum sínum að þeim. Sjálfstæðar konur hafa mótmælt þessari vinstri sinnuðu áherslu kvennabaráttunnar og leggja ríka áherslu á að hagsmunir kvenna og karla fari saman. Sjálfstæði einstaklinganna er allra hagur og einungis með því að vinna sam- eiginlega að settu marki náum við raunverulegum árangri. Varanleg- um árangri sem konur . . . og karlar eiga eftir að njóta í framtíð- inni. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og erstarfandi með Sjálfstæðum konum. Þeir Ásdís Halla Bragadóttir Þjóðvaki á kostnað fólksins FORSPRAKKAR Þjóðvaka kalla sig hreyfingu fólksins og hafa hæversklega boðist til að „skipta þjóðarkökunni" á hinn eina rétta hátt. Æmtti ætla að svo kok- hraustur hópur kæmi út stefnumálum sínum á prenti án þess að seilast í vasa skatt- greiðenda eins og R- listinn gerði á dögun- um þegar hann lét stofnanir Reykjavík- urborgar greiða fyrir útgáfu í fjórum tölublöðum Þjóðvaka, segir Glúmur Jón Björnsson, eru 43 auglýsingar frá ríki og sveitarfélögum. Skipt- ing kökunnar er hafin. blaði Þjóðvaka. í þeim eru samtals 43 aug- lýsingar frá ríki og sveitarfélögum! Hvert tölublað er einungis átta síður þannig að í stað þess að lesendur fræðist ítarlega um „skiptingu þjóðarkö- kunnar“ fá þeir væn- an skammt af tilkynn- ingum um útboð á borholuhljóðdeyfi hjá Hitaveitu Reykjavík- ur, innlausnarverð vaxtamiða verð- tryggðra spariskírteina ríkissjóðs, farmlagningu skattskrár hist og her um landið, lán úr Húsverndar- sjóði, Kjarvalsstofu í París, nýja stöðu á Dagvist bama, laust starf aðstoðarlæknis á Landspítalanum og skuldbreytingalán hjá stofnl- ánadeildinni svo fátt eitt sé talið. Þjóðvaki hefur því þegar hafist handa við helsta stefnumál sitt, skiptingu kökunnar. Eins og vænta mátti fékk hann sjálfur fyrstu sneiðina. blaði sínu. Nú hafa hins vegar komið út fjögur tölublöð af viku- Höfundur er efnafræðingur og gjaldkeri Heimdallar, f.u.s., í Reykjavík. I * XWREVF/fZ/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.