Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 1
FYRIRTÆKI (fsso) BANKAR ~%ÍÉ5 MÁLMSMÍDI Esso eykur Nýir timar Vöruþróun hjá umsvifin /4 renna upp /8 vélsmiðju /12 Færslugjöld Heildartekjur íslandsbanka af færslugjöldum vegna tékka og debetkorta voru 52 milljónir á síðasta ári en á móti kom minni sala á tékkheftum og drógust tekjur saman um 24 milljónir af þeim sökum. Þá varð einnig um- talsverður samdráttur á tekjum vegna vanskilatékka. Tékkar Útgefnir tékkar voru alls 21,3 milljónir á síðasta ári og fækkaði um liðlega 26% frá árinu 1993. í desember voru gefnir út 1,4 millj- ónir tékka og nemur fækkunin frá sama mánuði árið 1993 um 48%. Af þessari fækkun tékka er sam- drátturinn mestur á smátékkum. Sjóður Islandsbanki sameinaði í upp- hafi þessa árs rekstur Verslunar- lánasjóðs og veðdeildar bankans og varð þá til fjórði stærsti fjár- festingarlánasjóður landsins með um 8 milljarða í útlánum. Útlán Verslunarlánasjóðs jukst um 33% í fyrra eða 1.141 milljón og voru í árslok 4.602 milljónir. Hagnaður eftir skatta var rúmar 38 milljón- ir samanborið við 31 milljón árið á undan. SÖLUGENGIDOLLARS Heildarvelta í verslunargreinum janúar til desember 1993 og 1994 (í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan..desember ian..desember Veltu- Heildsöludreifing áfengis og tóbaks, smásala áfengis 1993 1994 breyting 9.719,2 9.998,4 2,9% Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 22.335,6 22.274,4 -0,3% Byggingavöruverslun 9.337,0 10.038,7 7,5% Sala á bílum og bílavörum . 14.753,4 14.625,9 -0,9% Önnur heildverslun 61.824,8 70.083,2 13,4% Heildverslun samtals: 117.970,0 127.020,5 7,7% Fiskverslun 613,1 698,4 13,9% Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 26.541,6 29.090,1 9,6% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 8.048,1 7.929,3 -1,5% Blómaverslun 1.500,0 1.505,4 0,4% Sala vefnaðar- og fatavöru 5.071,2 5.258,8 * 3,7% Skófatnaður 802,3 818,8 2,1% Bækur og ritföng 3.073,0 3.271,0 6,4% Lyf og hjúkrunarvara 3.518,6 3.811,1 8,3% Búsáhöld, heimilis- tæki, húsgögn 8.342,0 9.202,8 1°,3% j Úr, skartgripir, Ijós- '0:o9S§Kití ■ _ ■ myndavörur, sjóntæki 1.098,7 1.122,7 2,2% | Snyrti- og hreinlætisvörur 515,0 541,6 5,1% | Önnur sérverslun, s.s. sportvörur, 1 leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 3.739,5 3.808,2 1,9% | Blönduð verslun 33.736,6 31.170,9 -7,6% I Smásöluverslun samtals: 96.599,7 98.230,2 1,7% ! SAMTALS: 214.569,7 225.250,7 5,0% | Fjármálaráðuneytið svarar kvörtun ESA vegna starfsskilyrða bankanna Samkeppnisstaða jöfnuð með hluta- félagavæðingu FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur svarað kvörtunarbréfi frá Eftirlits- stofnun EFTA þar sem spurt var hvort ríkisstyrkur felist í þeim regl- um sem í gildi eru um ríkisábyrgð eða þeirri fyrirgreiðslu sem stjóm- völd hafa veitt Landsbankanum. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðu- neytið hefði svarað erindi ESA með því að gera grein fyrir reglum um ríkisábyrgð og jafnframt hefði fylgt þýðing á lögum um ríkisábyrgð ásamt skýrslu Seðlabankans um samkeppnisstöðu bankanna. „Einn- ig skýrðum við frá því í hverju fyrir- greiðslan við Landsbankann hefði falist. Hins vegar tökum við enga afstöðu til málsins og segjum í bréf- inu að það sé yfirlýst stefna banka- málaráðherra og fjármálaráðherra að því verði best mætt þannig, ef vafi leikur á því hvort samkeppnis- staðan sé skekkt, að bönkunum verði breytt í hlutafélög. Ég get hinsvegar ekkert sagt til um það hvort eftirlitsstofnunin unir þessu svari.“ Á aðalfundi íslandsbanka nýver- ið. skýyrði Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, frá því að bankinn hefði falið lögfræðing kanna hvort ríkisábyrgð á starfsemi ríkisbankanna og aðrar stjórnvalds- aðgerðir þeim til styrktar samrýmd- ust EES-samningnum og jafnframt kannað hvernig túlka bæri ýmis atriði í samningnum. í bréfaskiptum Eftirlitsstofnun EFTA hafí bankinn vakið athygli á nokkrum atriðum er þessi mál snertu. Kristján lagði hins vegar ríka áherslu á að bankinn hefði ekki kært stjómvöld fyrir EFTA enda byði EES-samningurinn ekki upp á neina kærumeðferð. Bensínstríð á Akureyri? HIÐ nýstofnaða olíufélag Hag- kaups og Skeljungs, Orkan hf., hefur sótt um leyfi til bæjaiyfír- valda á Akureyri að setja upp bens- índælur við verslun Hagkaups. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, stjórnarmaður í Orkunni, segir að undirtektir bæjaryfírvalda hafí verið jákvæðar og sé búist sé við að leyfí fáist mjög fljótlega. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur verið um það rætt innan Olíufélagsins að mæta vænt- anlegri samkeppni úr þessari átt en félagið er fyrir með þijár bensín- stöðvar í bænum. Þykir helst koma til greina að setja upp bensínstöð við KEA Nettó en eftir er að meta hvort það sé hagkvæmt, ekki síst í ljósi þess að núverandi fjöldi bens- ínstöðva er talinn anna vel núver- andi eftirspurn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.