Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afgerandi markaðshlutdeild í flokkurum til kjúklingaframleiðslu Sala Marels til Bandaríkjanna tvöfaldast SALA Marels hf. til Bandaríkjanna jókst úr 93,8 milljónum króna árið 1993 í 222,6 milljónir í fyrra, eða um 137%. Félagið náði afgerandi markaðshlutdeild í sölu á flokkurum til kjúklingaframleiðenda vestan- hafs og munaði þar mestu um sölu til Tyson-fyrirtækisins, sem er stærsti kjúklingaframleiðandi heims. Samkvæmt ársskýrslu Marels er 31% af sölu fyrirtækisins nú til Norður-Ameríku, en hlutur þess heimshluta árið 1993 var 19%. Hlutur Evrópu í sölunni minnkaði úr 44% í 37%, en helmingsaukning varð þó á sölu til Noregs, þar sem aukning þorskveiðikvóta þar varð til þess að Norðmenn keyptu fyrir 158 milljónir. Hlutur Rússlands í sölunni minnkaði úr 6% í 3%, en sú tala er reyndar of lág þar sem hluti af sölunni þangað fór í gegn- um Evrópu. Gert ráð fyrir vexti áfrani Um 14% af sölu Marels í fyrra var á heimamarkað, en var 17% árið 1993. Sölutekjur fyrirtækisins á Islandi voru samt sem áður aldr- ei meiri en í fyrra, rétt tæpar 100 milljónir og jukust um 17% frá árinu áður. Þar munaði miklu um afhendingu heildarkerfís fyrir snyrtingu og flokkun í nýjasta frystiskip íslendinga, Guðbjörgina ÍS frá ísafírði. í ársskýrslunni segir að gert sé ráð fyrir áframhaldandi vexti fyrir- tækisins árið 1995 og að í upphafí árs hafi legið fyrir pantanir á fjórð- ungi af áætlaðri vörusölu ársins. Til að mæta þessari veltuaukningu hafí verið aukið við húsnæði og starfsfólki fjölgað í framleiðslu- deild, en rétt sé að hafa í huga að Marel hafí enn ekki náð þeirri stærð og styrk sem æskilegur er í því alþjóðlega umhverfí sem fyrirtækið starfi í. 10 stærstu hluthafar í árslok 1994 Heildarfjöldi hluthafa 368 Hluthafar Hlutafjáreign, kr. Eignarhluti Burðarás hf. 44.429.069 40,4% Sigurður Egilsson 11.160.000 10,2% Lífeyrissjóður verslunarmanna 5.625.450 5,1% Þróunarfélag íslands hf. 4.198.660 3,8% Gísli V. Einarsson 3.657.000 3,3% Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. 3.176.736 2,9% Sjóvá-Almennartryggingar hf. 2.603.000 2,4% Lífeyrissjóður lækna 2.000.000 1,8% Lífeyrissj. Tæknifr.fél. íslands 2.000.000 1,8% Skúli Þorvaldsson 1.694.195 1,5% Vöruskiptin hagstæð um 3,4 milljarða Rekstrartekjur Marels hf og dótturfélaga, á verðlagi 1994 800 milliónir króna Aðrar lekjur 1 ■ Sala innanlands LAÁJJLLAjÁJ rsjl lílfliitninnnr 83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 ‘94 Umboðs- salan kaupir Vélar og þjónustu ÍSLENSKA Umboðssalan hefur keypt öll hlutabréf í innflutnings- fyrirtækinu Vélar og þjónusta. Inn- flutningsdeild Umboðssölunnar hefur verið sameinuð Vélum og þjónustu, en fyrirtækið heldur áfram starfsemi undir nafninu Vélar og þjónusta og allir starfs- menn hjá fyrirtækjunum munu vinna þar áfram. í frétt frá Vörum og þjónustu segir að sameiningin hafi verið gerð til að styrkja stöðu fyrirtækj- anna beggja og útkoman sé sterkt og öflugt fyrirtæki í innflutningi og sölu á vinnuvélum og tækjum. Hið nýja félag sé helsti innflytj- andi lyftara á Islandi og einn helsti innflytjandi á tækjum fyrir land- búnað, verktakastarfsemi og vöru- flutninga. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns og vinnur rúmlega helming- ur þess hóps við þjónustu, svo sem varahlutasölu og viðgerðum. Vélar og þjónusta stefnir að því að auka markaðshlutdeild sína, auka við- gerðir á lyfturum og bæta við við- gerðum á öðrum tækjum, segir i fréttinni. Meðal umboða Véla og þjónustu má nefna Ursus dráttar- vélar, Hyster og Valmet lyftara og vörubíla frá DAF, LDV og SISU. Mikil aukning Samskip í nánara samstarf við Bischoff Group í Þýskalandi á innflutningi Opna skrifstofuríHull ogRotterdam ísumar FLUTTAR voru út vörur fyrir 17,3 milljarða króna í janúar og febrúar- mánuði en inn fyrir 13,9 milljarða fob. Afgangur var því á vöruvið- skiptum við útlönd sem nam 3,4 milljörðum og er það svipaður af: gangur og á sama tíma í fyrra. í febrúar voru fluttar út vörur fyrir 8,7 milljarða og inn fyrir 7,2 millj- arða fob. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 1,5 miljarða en í febrúar 1994 voru þau hagstæð um 1,2 milljarða á föstu gengi. Fyrstu tvo mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 16% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 64% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 2% minna en á sama tima árið áður. Þá var verðmæti útflutts áls 17% meira en á sl. ári en verð- mæti kísiljáms um 27% minna. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu tvo mánuði þessa árs var 21% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru, innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reyndist annar vöminn- flutningur hafa orðið 25% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutningur á matvöm og drykkjarvöm um 13%, fólksbílainnflutningur jókst um 4%, innflutningur annarrar neysluvöm var 15% meiri en á sama tíma árið áður en innflutningur annarrar vöm jókst um 34%. SAMSKIP hf. em komin með nýjan samstarfsaðila í Þýskalandi, Nico- laus Haye & Co., en fyrirtækið er hluti af Bischoff Group, sem nýlega varð eignaraðili að Samskipum. Þá er í undirbúningi að opna skrifstofur í Hull og Rotterdam. Nicolaus Haye & Co. er elsta fyr- irtækið innan Bischoff Group og stundar, auk umboðsstarfa, áætlun- arsiglingar innan Evrópu ásamt annarri tengdri starfsemi. Nicolaus Haye er með aðalskrif- stofur í Bremen, en einnig með útibú í Hamborg. Þar verður móttaka á skjölum og önnur þjónusta við við- skiptavini sem em staðsettir þar. Skip Samskipa munu sigla áfram til Hamborgar. í frétt frá Samskip- um segir að með þessari breytingu sé félagið að styrkja stöðu sína í Þýskalandi þar sem Bischoff Group sé í svipuðum rekstri og Samskip. Michael Sigþórsson verður full- trúi Samskipa í Þýskalandi. Baldur Guðnason, hjá Samskip- um, segir að Bischoff Group hafí sterka stöðu í flutningum milli Skandinavíu, Bretlands og megin- lands Evrópu. „Við teljum þetta styrkja stöðu okkar í Islandsvið- skiptunum við inn- og útflytjendur en til lengri tíma sjáum við fyrir okkur að staða okkar muni styrkj- ast í flutningum milli hafna í Evr- ópu. Að undanförnu höfum við reynt að auka nýtingu á flutningatækjum okkar og höfum verið að efla flutn- inga frá Englandi yfír á meginland- ið og frá meginlandinu til Skandin- avíu. Þá erum við að undirbúa stofn- un á skrifstofum bæði í Englandi og Rotterdam sem taka til starfa næsta sumar. Við höfum ráðið Ásu Einarssdóttur til að veita skrifstof- unni í Hull forstöðu og Guðmundur Pétur Davíðsson verður forstöðu- maður í Rotterdam. Jónar og Flutnings- miðlunin sameinast FYRIRTÆKIN Jónar hf. og Flutningsmiðlunin hf. hafa ákveðið að sameinast í eitt öflugt fyrirtæki undir nafninu Flutn- ingsmiðlunin Jónar hf. Fyrirtæk- in hafa um árabil annast flutn- ingaþjónustu í samvinnu við fjöl- mörg flutningafyrirtæki innan lands og utan. Eftir sameining- una getur nýja félagið boðið við- skiptavinum sínum betri heildar- lausnir í flutningum og flutn- ingatengdri þjónustu í lofti, á láði og legi á enn hagkvæmari hátt en fyrr, að því er segir í frétt. Fyrirtækin voru svipuð að stærð með 13 starfsmenn hvort um sig þannig að 26 starfsmenn verða í nýja fyrirtækinu. Jónar hafa lagt áherslu á sjóflutninga og landflutninga erlendis. Flutn- ingsmiðlunin hefur einnig lagt áherslu á þennan þátt ásamt flugfragt. Samstarfsaðilar Flutning- smiðlunarinnar Jóna hf. á íslandi eru Samskip, Eimskiþ, Flugleiðir, Nesskip hf., Nes hf., Jöklar hf. og Van Ommeren auk ýmissa annarra flutningatengdra fyrir- tækja. Helsti samstarfsaðili fyrir- tækisins í aðflutningum og skip- afrakt á meginlandi Evrópu er Royal Frans Maass Group í Hol- landi svo og ýmsir aðilar á Norð- urlöndum, Bretlandi, Bandaríkj- unum, Austurlöndum fjær og víð- ar. Helstu samstarfsaðilar í flug- frakt eru Burlington Air Ex- press í Bandaríkjunum og Bret- Iandi, Danzas í Þýskalandi, W.A.C.O. (World Air Cargo Org- anization) á meginlandi Evrópu og Austurlöndum fjær og Lep A/S á Norðurlöndum, auk fjölda annárra samstarfsaðila víða um heim. Félagið er og umboðsaðili fyrir FEDEX hraðsendingar á íslandi. Engar meginbreytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni. Skrifstofur og vöruafgreiðslur r v ÆinuAS í jukau r luinmgsmioiunarinnar f.v. Jón Þór Hjaltason og Steinn Sveinsson. verða áfram á sömu stöðum, þ.e. á Vesturgötu í Hafnarfirði og Skútuvogi 1E í Reykjavík. Mannahald verður óbreytt og framkvæmdastjórar verða áfram Jón Þór Hjaltason í Hafn- arfirði og Steinn Sveinsson í Reykjavík. Stjórnarformaður Flutningsmiðlunarinnar Jóna hf. er Jón Helgi Guðmundsson. i 9 9 l l * I I I ► I I i I 1 I í I I I f i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.