Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stjórnendur fjármálastofnana settu sig í spámannsstellingar á þingi Sambands íslenskra bankamanna á dögunum HVBRNIG mun samkeppn- in á fjármálamarkaðn- um þróast til aldamóta? Koma erlendir bankar hingað til lands í auknum mæli eða verða stofnaðir nýir bankar. Munu sparisjóðirnir sameinast og verða ríkisbankamir einkavæddir eða jafnvel sameinaðir? Hvernig verður útibúanetið skipulagt og verður áfram sami hraði í tæknivæðingu í fjármálakerfínu? Þessum spum- ingum var m.a. varpað fram á þingi Sambands íslenskra bankamanna í síðustu viku. Þar fluttu erindi þeir Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá íslandsbanka, Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, Axel Gíslason, forstjóri Vá- tryggingarfélags Islands, Guð- mundur Hauksson forstjóri Kaup- þings og Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. Tryggvi Pálsson velti m.a. fyrir sér þeirri spumingu á þinginu hvort hingað kæmu erlendir bankar sem settu upp útibú. „Ég hef alla tíð verið vantrúaður á að sú yrði raun- in enda hafa erlendir bankar veitt okkur samkeppni í áratugi án þess að þurfa að vera með útibú hér. Um þriðjungur allra lána lánakerf- isins hefur um áratugaskeið verið veittur af erlendum bönkum og þeir veita fyrirtækjum hérlendis margháttaða aðra þjónustu með heimsóknum og nútímasamskipta- tækni. Fimm erlendir viðskiptabankar hafa þó þegar fullnægt tilkynning- arskyldu gagnvart Seðlabankanum til að veita bankaþjónustu hér á landi en óljóst er hvort og þá hve- nær þeir hyggjast hefjast handa. Við höfum þegar nokkra reynslu af þátttöku erlendra fjármálafyrir- tækja hérlendis. Banque Indosuez var um tíma hluthafí í Lind hf. og Skandia býður trygginga- og verð- bréfaþjónustu gegnum dótturfyrir- tæki sitt hér. Ekki vil ég útiloka að fleiri erlend fjármálafyrirtæki komi sér fyrir hérlendis, t.d. gæti SE-bankinn eða annar norrænn banki sem skilgreinir Norðurlönd sem sinn heimamarkað viljað setja upp útibú hér. Einnig er líklegt að samvinna milli innlendra fjármála- fyrirtækja og erlendra eigi eftir að aukast og eignaraðild erlendra aðila kemur vel til greina. Það skiptir hins vegar ekki sama máli og áður hver landfræðileg staðsetning er þegar nánast öll höft í fjármálavið- skiptum hafa verið afnumin." Meiri ástæða til að einkavæða Landsbankann en Búnaðarbankann Tryggvi vék einnig að framtíð núverandi lánastofnana og sagði að upptaka hlutafélagaformsins í ríkisbönkunum og síðar sala hluta- bréfa ríkisins á hentugum tíma myndi hafa víðtæk áhrif á sam- keppni og hugarfar á íslenskum fjármálamarkaði. „Mig grunar að andstaðan við slíkar breytingar sé þrátt fyrir allt minni í Búnaðar- banka en Landsbanka. Stjórnmála- menn sem hafa lýst skoðunum sín- um hafa einnig horft frekar til Búnaðarbanka því auðveldara er að selja þann banka. En líta má á spuminguna um forgangsröðina allt öðrum augum. Búnaðarbankinn er vel rekinn og hefur ávallt haldið sig við ábyrga lána- og verðlagsstefnu. Hegðun hans á markaðnum er nánast eins og einkabanka. Hið sama á ekki við um Landsbankann. Af stjóm- unarástæðum er því meiri ástæða til að einkavæða Landsbankann." Póstgíróstofan vill plastkort Hann kvaðst bjartsýnn á framtíð íslandsbanka og sparisjóðimir myndu án efa sífellt auka samstarf sitt. Ef vel ætti að vera þyrfti að fella starfsemi sparisjóðanna inn í hlutafélagaformið. Síðan vék hann að Póstgíróstofunni sem tekur við innlánum. „Innlánin em reyndar ekki mikil, tæplega 400 miíljónir króna, en þama er vísir að þriðja Nýir tímar að renna upp í fjár- málaþjónustu Flest bendir til að einkavæðing ríkisbanka, áframhaldandi tæknivæðing, aukin samkeppni við erlenda aðila sem sækja inn á markaðinn og fjölbreyttari þjón- usta muni setja mark sitt á þróunina á fjármagnsmarkaðnum fram til aldamóta Guðmundur Hauksson Eiríkur Guðnason Jóhannes Axel Gíslason Gunnarsson viðskiptabankanum í eigu ríkisins._ Stjómendur Pósts og síma vilja nú víkka út starfsemi Póstgíróstofunn- ar með því að fá að samtímabóka tékka og gíróinnborganir hjá Reiknistofu bankanna og opna fyrir plastkort Póstgíróstofunnar hjá söluaðilum og bönkum eins og deb- etkort. Stjómvöld hafa nokkra valkosti í stöðunni. Þau gætu stöðvað af þennan samkeppnisrekstur Póst- gíróstofunnar eða gert þveröfugt og sagt: Við erum með þrjár inn- lánsstofnanir ríkisins sem sjálfsagt er að láta vinna saman. Sameina mætti pósthús og útibú ríkisbanka, sérstaklega á landsbyggðinni, og spara með því mikið fé án þess að rýra þjónustu. Mér þykir þó líkleg- ast að hvomg leiðin verði farin næstu árin heldur fái Póstgíróstof- an smám saman að fíkra sig áfram við að auka bankaþjónustu án þess að stjórnvöld geri upp sinn hug um æskilega þróun.“ Þá sagðist Tryggvi búast við að Fiskveiðasjóði og Iðnlánasjóði yrði breytt í hlutafélög og síðan unnið að sameiningu þeirra. „Ég hef þá trú að meira verði gert á næsta kjörtímabili sem mun fækka sjóðum og er æskilegt að ná fram um leið sameiningu einhverra þeirra og banka. Með því móti má ná fram hagræði og auðvelda lánastofnun- um að veita bæði skammvinnt og langvinnt lánsfé eins og viðskipta- bankar almennt erlendis gera. Stóra verkefnið er síðan að koma opinbem byggingarsjóðunum af höndum ríkisins." Skapa þarf jákvætt viðhorf gagnvart einkavæðingu banka Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, fékk það verkefni á þinginu að svara því hvort ríkis- bankar yrðu við lýði um næstu alda- mót og hvort nauðsynlegt væri að ríkið ræki banka. Stefán vitnaði í sérálit Sveins Jónssonar, aðstoðar- bankastjóra, en hann sat í nefnd ríkisstjórnarinnar á miðju kjörtíma- bilinu sem átti að gera tillögur um aðgerðir vegna stofnunar hlutafé- laga um rekstur Landsbanka ís- lands og Búnaðarbanka íslands. Þar varaði Sveinn við of miklum hraða í málinu og að skilja þyrfti á milli breytingar á rekstrarformi og sölu bréfanna. Sagði Stefán að álit Sveins túlkaði I meginatriðum skoðun þeirra Búnaðarbankamanna til málsins. Fjárþörf' ríkisins mætti aldrei ráða hraða á sölu bréfanna og mjög nauðsynlegt væri að svig- rúm gæfist til útboðs á nýju hluta- fé, m.ö.o. það réðist á markaðnum hversu lengi ríkið væri meirihluta- eigandi í bönkunum. Hlutabréfa- markaðurinn væri vanburða til að taka við svona miklu magni hluta- bréfa á skömmum tíma. Hann kvaðst einnig telja það grundvallaratriði að skapa jákvætt viðhorf til breytingarinnar. „Hvern- ig má ná fram slíku viðhorfí? í fyrsta lagi með því að sem allra minnst röskun verði á starfsréttind- um og kjörum starfsmanna. í öðru lagi mætti hugsa sér að boðin væru sérkjör á hlutum tii starfsmanna og jafnvel einnig til valdra við- skiptavina bankanna.“ Ríkisábyrgð þarf til að bankar séu teknir alvarlega Stefán vitnaði jafnframt til grein- argerðar Seðlabankans um sam- keppnisstöðu bankanna þar sem segir m.a.: „Ríkisábyrgð á skuld- bindingum ríkisviðskiptabankanna virðist ekki færa þeim merkjanleg- an ávinning í vaxtakjörum að því er innlán og skemmri innlend og erlend lán varðar. Munurinn á kjör- um bankanna á skuldabréfamark- aði innanlands er ekki mikill en er þó engu að síður til staðar og gefur þar af leiðandi tilefni til jöfnunarað- gerða. Mesti aðstöðumunurinn sem ríkisábyrgðin leiðir af sér kemur í ljós við erlendar lántökur bankanna. Lánakjör einkabankanna erlendis eru lakari á meðallöngum lánum en kjör ríkisviðskiptabankanna og langtímalán standa einkabönkunum yfírhöfuð ekki til boða. Þama er drepið á svo veigamikið mál að ekki er hægt annað en staldra við. Fullyrt er að langtíma- lán standi einkabönkum yfir höfuð ekki til boða. Við höfum haldið því fram að lykillinn að töku langtíma- lána erlendis væri ríkisábyrgðin. Það er fullyrt í þessari skýrslu, því er ekki hægt að hugsa sér breyting- ar á rekstrarforminu fyrr en lausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.