Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI hefur verið fundin á þessu mikil- væga máli. Mér sýnist raunverulega brýnt fyrir íslandsbanka hf. og Sparisjóðabankann hf. að þessir hlutir verði leystir. Sú lausn getur hins vegar aldrei falist í því að setja allt bankakerfið í þá aðstöðu að ekki fáist erlend langtímalán fyrir viðskiptamenn bankanna og þar með íslenskt atvinnulíf. Við búum í dvergríki, því er ríkisábyrgð nauð- synleg til að bankamir séu teknir alvarlega á erlendum langtíma- markaði." í beinni samkeppni við ríkið Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, varpaði fram ýmsum hugmyndum um framtíð verðbréfa- markaðarins í ræðu sinni og spurði m.a. hvort íslendingar væru e.t.v. betur komnir af án íslensku krón- unnar þar sem hún nyti ekki nægi- legs trausts hjá erlendum fjárfest- um. Eins þyrfti að fella niður stimp- ilgjöld því þau trufluðu flæði fjár- magns. Hann gagnrýndi einnig markaðs- starfsemi ríkisins á fjármagns- markaði og sagði m.a. í því sam- bandi: „Á undanfömum árum hefur ríkissjóður í ríkari mæli leitað eftir fjármagni á verðbréfamarkaði. Hef- ur hann þróað uppboðsfyrirkomulag og í flestum tilfellum tekist vel til. Þetta er mun eðlilegri fjármögnun- arleið heldur en sú mikla sókn eftir sparifé almennings sem ríkissjóður hefur jafnframt staðið fýrir. Eg tel eðlilegt að ríkissjóður láti af þeirri miklu sölu- og markaðsstarfsemi sem hann stendur fyrir í beinni samkeppni við aðra aðila fjár- magnsmarkaðarins. Leiða má líkur að því að vaxtastigið í landinu sé hærra en ella væri vegna þessarar starfsemi." Guðmundur spáir því að úrval verðbréfa og þjónustuþátta verði mun meira um aldamótin og erlend- ir aðilar muni í vaxandi mæli reyna að hreppa bestu bitana á okkar borðum. Sparnaður verði meiri í formi verðbréfa í framtíð en fortíð og ýmiskonar þjónusta aðgengilegri á borð við ráðgjöf, íjárvörslu og verðbréfavörslu. Verðbréfamiðstöð um aldamót Verðbréfaþing á eftir að eflast verulega fram til aldamóta, að því er fram kom hjá Eiríki Guðnasyni seðlabankastjóra. Hann nefndi einnig þann möguleika að erlend hlutabréf verði einhvern tímann skráð á Verðbréfaþingi og íslenskt hlutafélag sæki um skráningu í er- lendri kauphöll. Þá væri ekki ólík- legt að hér yrðu hafin viðskipti með svonefndar afleiður sem Eiríkur kaus að nefna afsprengi. Hann vék einnig sérstaklega að aukinni tæknivæðingu og sagðist sjá fyrir sér að tæknilegar umbætur myndu verða áberandi á verðbréfa- markaði hér á næstu árum. Líklegt væri að árið 2000 yrði notað erlent kerfí sem mjög líklega yrði tengt erlendum mörkuðum á einhvern hátt. Þá væri sjálfsagt að spá því að árið 2000 yrði starfrækt hér verð- bréfamiðstöð, þ.e.a.s. tölvuskráning verðbréfa, sem gerði óþarft að gefa markaðsverðbréf út á pappír en slíkt fyrirkomulag er komið annarsstaðar á Norðurlöndum, með lengsta reynslu í Danmörku. Vaxtarmöguleikar á sviði lífeyristrygginga Axel Gíslason, forstjóri VÍS, velti fyrir sér möguleikum á þróun líf- eyristrygginga og samstarfi banka og tryggingarfélaga. Hann sagði það einkenna markaðinn að nánast engin sala trygginga færi fram í bönkum og það væri mjög einkenn- andi í samanburði við önnur lönd að líf- og lífeyristryggingamarkað- ur á íslandi væri afskaplega lítið þróaður. Þá væru engin trygginga- félög í eigu banka eða bankar í eigu tryggingafélaga. Sömuleiðis væri ekkert umtalsvert samstarf við banka um sölu trygginga né sam- starf banka við tryggingafélög um að veita fjármálaþjónustu. Hann kvaðst telja að trygginga- miðlarar sem eru að hasla sér völl hér á landi myndu einbeita sér að því að veita þjónustu á sviði vá- trygginga fyrir stærri fyrirtæki, ekki síst með þann möguleika í huga að fara með sín viðskipti til erlendra aðila og leita fyrir sér þar með önnur kjör, önnur iðgjöld og aðra skilmála. En vaxtarmöguleikar í vátrygg- ingum á íslandi eru tiltölulega litlir í skaðatryggingum, þ.e. ökutækja- tryggingum, eignatryggingum o.s.frv. Hins vegar eru miklir mögu- leikar í lífeyristryggingum. „Þar liggja stóru vaxtartækifærin í vá- tryggingarstarfsemi í augnablikinu, að sögn Axels. Hann kvaðst ekki telja miklar líkur á því að það yrði mikil sam- keppni við bankana um beina sölu vátrygginga í hefðbundnum skaða- tryggingum, bifreiðatryggingum, eignatryggingum og atvinnurekstr- artryggingum. Hins vegar væru líf- eyristryggingar mjög áhugavert svið fyrir fleiri aðila en því sinna í dag og um leið kæmi þá auðvitað til greina öll sú fjármálaþjónustu sem tengist langtímasparnaði í formi lífeyristrygginga. Þetta gæti verið rekstur ýmiskonar verðbréfa- sjóða, kaup og sala verðbréfa og ýmislegt annað. Hveijir eru líklegir þátttakendur í þessum hluta mark- aðarins? Auðvitað yrðu það lífeyris- sjóðirnir áfram en tryggingafélög og bankar myndu efalaust horfa mjög stíft á hann um leið og ráðrúm gefst til þess. í þessu sambandi vísaði Axel til þess að löggjöf um lífeyrissjóði ætti eftir að endur- skoða. Þessi væntanlega samkeppni væri þó ekki bundin við íslensk fyr- irtæki heldur gætu komið til skjal- anna erlend fyrirtæki og íslending- ar þyrftu að horfast í augu við er- lenda samkeppni á þessu sviði. Lífeyrisreikningar í bönkum? Axel benti á að bankamir myndu eflaust velta fyrir sér möguleikum á að þróa eigin lífeyrisreikninga sem gætu keppt við lífeyristryggingarn- ar. Þetta færi þó eftir skattalöggjöf- inni „Þeir gætu líka hugsað sér að leita samstarfs við tryggingafélög eða gerast eignaraðilar í trygginga- félögum og koma samstarfinu á í gegnum þann farveg." En hvað er líklegt að trygginga- félög geri? Þau munu eflaust hug- leiða það að bjóða lífeyristryggingar sem valkost í langtímaspamaði landsmanna. Það er þó fyrst og fremst löggjöfín um frelsi til þess að velja sér þetta sparnaðarform og skattalöggjöfin sem ræður því hvort það verður yfírleitt nokkur sam- keppni um þetta langtímafé við líf- eyrissjóðina sem hafa á þessu einka- rétt í dag. Tryggingafélögin munu að mati Axels eflaust íhuga líka að auka aðra tengda fjármálaþjónustu, fyrst og fremst þá þjónustu sem tengist því að veita lífeyristryggingaþjón- ustu. Hún byggi meira eða minna erlendis á því að bjóða upp á fyöl- breytta valkosti. Þetta væru oft á tíðum valkostir sem tengdust mis- munandi samsetningu á ávöxtun fjárins í mismunandi verðbréfasjóð- um. Síðan hljóti tryggingafélögin auðvitað að skoða hvort það sé vænlegur kostur að eiga samstarf við bankana eða gerast eignaraðilar að bönkum. Ráðgjöf um heimilisbókhald? Sjónarmið Neytendasamtakanna fengu einnig nokkurt rými á þinginu og spáði Jóhannes Gunnarsson því að vaxtarbroddur í þjónustu fjár- málafyrirtækja á næstu árum yrði án efa ráðgjafarþjónusta. „Kröfur neytenda á þessu sviði verða án efa kröfur um betri og víðtækari ráð- gjöf en nú er. Bæði ráðgjöf er varð- ar hina almennu bankaþjónustu eins og t.d. ráðgjöf um hagstæð innlán og ráð um lántökur og ráðgjöf um fjárhagsleg atriði sem fram að þessu hafa ekki verið talin hefðbundin í þjónustu banka eða fjármálafyrir- tækja. Þetta er ráðgjöf eins og ráð- leggingar um sparnað í heimilis- rekstrinum, ráðleggingar um heim- ilisbókhald o.þ.h. Ráðgjöf er varðar stærri fjárfestingar eins og kaup á húsnæði verður jafn sjálfsagður hlutur í bankanum eins og talning peninga." FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 C 7 III z IU 0 1 x 5 |P? i «8 O Hvar ar skýrslan mln, hvar er spjaldskráin, hvar er stóra, gula, tveggja gata mappan mln? Eina rétta svarið við óreiðu eru góðar hirslur. Skjaiaskápar em réttu hirslumar á skrifstofuna eða hvem þann stað þar sem röð og regla þarf að vera á' skjölum, möppum og öðmm gögnum. Kynnið ykkur vandaða og góða skjalaskápa, bæði frá Bisléy og Nobö. Þeir fást í mörgum stærðum og bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Fáið nánari upplýsingar hjá Bedco & Mathiesen hf„ ,: Bæjarhrauni 10, ' Hafnarfirði, Sími 565 1000. ' 'v E w ! ú m m 'IK sBse í 88 -* RICOH NC5006 • RICOH NC5006 er starfræn litaljósritunarvél/ prentari og skanni sem þjónar þér eftir þínum óskum. • Þú færð aðgang að fjölda möguleika á einfaldan hátt. Fyrsta ljósritið kemur eftir aðeins 15,5 sekúndur og þú sannfærist strax um að gæðin eru einstök. • Þessi gæði fást með 400 punkta upplausn ásamt 256 lita blöndun og nýju fíngerðu prentdufti. • Bein pappírsmötun gerir kleift að nota mismunandi þykkan pappír. • Lipur litanotkun gerir afritin nákvæm. • Prófaðu RICOH NC5006 litgreindu ljósritunarvélina. aco Tnaust og örugg þjónusta SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622 VIS/182 IA VCJQA V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.