Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hjálp! Tölvan mín virkar ekki! Tölvur í Bandaríkjunum hefur tölvueign margfaldast undanfarin ár, segir Marinó G. Njálsson, og nýir notendur eiga það til að lenda í vandræðum. ÉG RAKST á ansi skemmtilega grein í Forbes nýverið, þar sem lýst er ýmsum hremmingum sem eigend- ur PC-tölva í Bandaríkjunum hafa lent í. Langar mig til að gefa lesend- um og tölvunotendum sýnishorn af vandræðum þjáningarsystkina vest- anhafs og þau ráð sem sérfræðingur Forbes hefur handa þeim. Vandamálin Greinin í Forbes byijar á sögu um verðbréfamiðlara í Florída. Hann keypti 486DX tölvu frá fyrir- tæki sem ég hirði ekki um að nefna. Strax frá fyrstu mínútu var vélin til vandræða. Hún keyrði ekki Windows. Hún fraus og bauð eig- anda sínum að ýta á F1 til að halda áfram, en ekkert gerðist þegar fyr- irmælunum var hlýtt. Fyrir verð- bréfamiðlarann var þetta eins og að kaupa nýjan bíl með vél sem ekki fór í gang. Sem gefur að skilja varð hann illilega bijálaður. Vélina hafði hann keypt í gegnum póst- verslun. Hann reif þegar upp símann og hringdi í grænt númer þjónustu- deildarinnar. Löng samtöl við þjón- ustufulltrúa skiluðu engu. Næst hringdi hann í stjórnarformann fýr- irtækisins og þó hann kæniist ekki alla leið bar það árangur. Tveimur dögum síðar kom viðgerðarmaður til verðbréfamiðlarans og skipti um móðurborð í blessaðri tölvunni. En allt kom fyrir ekkert. Þá hringdi vreðbréfamiðlarinn neyðarsímtal til tölvufýrirtækisins og sagði þeim að koma og hirða tölvuna, hann hefði ekkert með hana að gera. Nú, hann fékk nýja tölvu. Vandræðunum lok- ið? Nei, aldeilis ekki. Þessi saga er ein margra, sem koma upp á hveijum degi. Þjónustu- deildir tölvufyrirtækja fá mörg hundruð þúsund símtöl daglega frá tölvueigendum í vanda. Vandamálin eru alls staðar og alls konar. Einn notandi á í vandræðum með geisla- drifíð sitt, annar er að fást við hljóð- kort og enn einn að setja inn leik. Og ýmsir hugsa seljendum/fram- leiðendum þegjandi þörfína. Eða eins og einn sagði: „Ég er búinn að eyða meira en 30 klukkutímum af dýrmætum tíma mínum í þessa mígrenisvaldandi afsökun sem heitir skemmtun og ég hef ekki ennþá getað byijað að leika mér.“ Síðan fylgdi á eftir nokkuð sem ekki er fyrir viðkvæmar sálir. Tölvutæknin er fómarlamb eigin velgengni. Örgjörvar hafa orðið flóknari með hveiju árinu sem líður. Fjöldi aðgerða, sem þeir geta fram- kvæmt, hefur tvöfaldast á 18 mán- aða fresti á meðan verð hefur hald- ist nær óbreytt. Þetta þýðir að tölvu- aflið er sífellt að verða ódýrara og viðkvæmara fyrir lúsum og púkum. ímyndið ykkur að Boeing 737-500 þota hafí iækkað úr 2,3 milljörðum í 230 þúsund krónur. Hægt væri að kaupa eina slíka í næstu raf- tækjaverslun og taka með sér heim. Það er engu flóknara að fljúga henni eða viðhalda. Ef eitthvað bilar þá ert þú einn. Ætlast er til að þú getir gert við vélina af eigin ramm- leik eftir að hafa hringt í tækni- mann. Þetta er nokkurn veginn það sem hent hefur tölvuiðnaðinn. Þegar maður kaupir tölvu fær maður í hendur verkfæri sem framkvæmir meira en 1Ö0 milljón aðgerðir á sekúndu, er stjómað af stýrikerfí sem telur 3 milljónir Iínur af kóda og ef eitthvað fer úrskeiðis er ætl- ast til þess að maður geri sjálfur við. Fyrir 20 árum hefði slíkt tölvu- afl eingöngu verið til í stórum marg- milljón dollara megintölvum, sem IBM seldi með álagningu sem leyfði fýrirtækinu að vera með her tækni- manna sem komu til manns þegar eitthvað bjátaði á. Kaldhæðni PC-bransans er að því fullkomnari sem tölvumar em, era meiri líkur á að þær lendi í höndun- um á fáfróðum einstaklingi. Fyrstu Apple tölvurnar lentu hjá nördun- um, fyrstu IBM Pésarnir fóra inn í fyrirtækin. Til samanburðar, þá fóru á síðasta ársfjórðungi 1994 fleiri Pentium tölvur til einkanota en til fyrirtækja. Margt er líkt með tölvuiðnaðinum og bílaiðnaðinum. Fyrstu bílarnir voru nokkuð flóknir (að minnsta kosti samanborið við þekkingu þess tíma). Afleiðingin varð sú að flestir bílstjórar vora annaðhvort bifyéla- virkjar eða atvinnubílstjórar. Áður en bíllinn varð að almenningseign var byggt upp viðamikið net verk- stæða og þjónustustöðva. Einmenn- ingstölvan er að nálgast þetta sama stig. Búast má við að sjálfstæðir, óháðir aðilar setji upp þjónustu- stöðvar fyrir tölvur. Framleiðendur eru í mörgum tilfellum hvort eð er ekkert annað en samsetningaraðili. Hlutar tölvunnar koma hver úr sinni áttinni. Til að tölvan virki er bætt við stýrikerfí og hugbúnaði. Komi eitthvað upp á era allar líkur a að tölvuframleiðandinn kenni stýri- kerfinu um, sem kennir hugbúnað- inum um, sem kennir tölvunni um. Væri þá ekki frábært að hafa einn aðila sem tekur á sig alla sökina! Varnir gegn vandræðum Samkvæmt Forbes virðist eitt vera alveg víst: Fyrr eða síðar munu allar tölvur bila. Það eina sem notandinn getur gert er að gera sitt besta til að seinka hinu óumflýjanlega og draga úr afleiðingunum. Og Forbes hefur nokkuð heilræði: 1. Ekki slökkva á tölvunni meðan Windows er í gangi. Hættið fyrst í Windows. 2. Vistið ávallt opið skjal áður en það er prentað. 3. Búið til björgunardisk sem hægt er að ræsa tölv- una með ef harði diskurinn bilar. Hver og einn getur búið til slíkan disk með því að forsníða auðan diskling með format a:/s og afrita mikilvægar kerfísskrár af harða diskinum yfír á disklinginn, þ.e. confíg.sys, autoexec.bat, win.ini og system.ini. 4. Ef tölvan hagar sér illa eftir að nýtt forrit var sett inn, þá er það líklega vegna þess að forritið hefur átt við kerfísskrár. Eyðið forritinu af diskinum og afritið kerfísskrárn- ar af björgunardiskinum yfír á harða diskinn. 5. Afritið mikilvægar gagnaskrár yfír á diskling. Ef tölvan er mikið notuð getur verið nauðsynlegt að nota segulbandsafritunarstöð. 6? Keyrið SCANDISK eða CHKDSK með jöfnu millibili til að kanna ástand harða disksins. Þessi forrit fylgja DOS. 7. Notið varaaflgjafa til varnar spennusveiflum og rafmagnsleysi. 8. Hafið næstu tölvu sem þið kaup- ið með stærri diski, meira minni, öfiugri geisladrifí og betra faxmót- aldi en talið var þörf fyrir í upp- hafi. Þannig má komast hjá því að fíkta í vélbúnaði síðar. Við þennan lista bætir Forbes svo átta atriðum. Eitt þeirra er að kanna hvort einhveijar litlar hendur hafí nokkuð óvart fiktað í tölvunni! Höfundur er tölvunarfræðingur. HALLDÓR Kristjánsson með Tölvumeistara-möppuna. Tölvumeistari til símenntunar MdNNUN OAOI U M O •4 Skemmuvegi 4 Kópavogi Simi 5573100 VIÐSKlPTI/flTVlWWPLÍF DAGBÓK Gæðaráð- stefna ■ NEMENDUR á lokaári / viðskiptafræði við Háskóla ís- lands hafa undanfarin tvö ár haldið námstefnu tengslum við námskeið um gæðastjórnun sem Runólfur Smári Stein- þórsson hefur umsjón með. í ár verður ráðstefnan haldin í Háskólabíói, sal 4, kl. 13.00 i dag, 30. mars, og era allir velkomnir. Þar munu nemendur kynna gæðaátak O. Johnson & Kaaber, Islandsbanka, ís- lenskra sjávarafurða, Har- aldar Böðvarssonar og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Fjallað verður um stöðu þess- ara fyrirtækja við upphaf átaksins, fræðilegan grundvöll, árangur og framtíðarhorfur. Aðgangur er ókeypis. Aðalfundur ■Aðalfundur Þróunarfélags ís- lands, verður haldinn mánu- daginn 3. apríl á Hótel Sögu, kl. 12.00. (I) Ráðstefnuskrifstofa ÍSIANDS SÍMI 626070 - FAX 626073 Sjáfm hlutina í víbara samhengi! Símabylt- ingíBanda- ríkjunum Þráðlausi heimilissím- inn verður að farsíma utan dyra ÞRÁÐLAUSIR símar era orðnir al- gengir á mörgum heimilum og farsí- munum fjölgar ár frá ári. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær fram kemur þráðlaus sími, sem breytist í farsíma þegar komið er út fyrir veggi heimilisins. Þessi hugmynd bjó ein- mitt að baki þegar bandaríska fjar- skiptaráðið, FCC, bauð nýlega út 99 leyfi á 51 markaðssvæði í Bandaríkj- unum. Samkvæmt leyfunum verður tíðni nýju símanna 120 megahertz á tveggja gigahertza-sviði eða á breið- ari skala en yfírleitt er notaður í þráðlausum ijarskiptum nú á dögum. Sérfræðingar FCC telja, að þetta breiða tíðnisvið geti orðið undirstaða mjög margbreytilegrar þjónustu, til dæmis fjölhæfra farsíma og fax- tækja, sem menn bera með sér, og þeir spá því, að notendur þráðlausra síma verði orðnir 100 milljónir í Bandaríkjunum eftir 10 ár. Áður fyrr var tíðnisviðunum út- hlutað ókeypis en útboðið nú og ann- að útboð á miklu þrengra tíðnisviði á síðasta ári mun færa ríkisjóði Bandaríkjanna 580 milljarða ísl. kr. KOMIÐ er út fyrsta eintak Tölvu- meistarans, sem er sérrit um tölvú- mál og er gert ráð fyrir að það komi út 10 sinnum á ári. Meðal efnis í fyrsta tölublaðinu má nefna grein um dreifibréfagerð í Word, lista- vinnslu í Excel, grein um gagnabank- ann Compuserve og fjölda frétta úr tölvuheiminum. I næsta tölublaði sem kemur út í apríl verður fræðslu- grein um Intemetið meðal efnis. Í frétt frá útgefanda kemur fram að lögð er áhersla á að efnið sé sem mest óháð tölvutegundum þannig að það á að nýtast jafnt Windows- sem Macintosh-notendum. Einnig segir þar að Tölvumeist- arinn sé nýjung hér á landi, sem byggi á því að áskrifendum er send- ur pakki mánaðarlega sem inniheldur 32-40 síður af fræðslu- og upplýs- ingaefni um tölvu- og hugbúnað og nýtingu hans við vinnu og heima. Með pakkanum fylgir disklingur, fyr- ir Windows/DOS eða Macintosh, sem inniheldur fiölda hjálparforrita, leikja og leystra verkefna sem oftast er þá lýst nánar í Tölvumeistaranum. Efni Tölvumeistarans, sem er á lausblöðum, er raðað inn í sérstaka kaflaskipta safnmöppu, sem fylgir. Mappan verður því handbók áskrif- andans um öll helstu forrit sem hann notar, stýrikerfið og Internetið auk þess sem sérstakt fréttablað fylgir Tölvumeistaranum hveiju sinni. Síð- ar á árinu munu áskrifendur fá mót- aldsaðgang að gagnabanka fyrirtæk- isins, forritasafni og ráðstefnum. I fréttinni segir einnig að Tölvu- meistarinn sé svar útgefandans, Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, við þörf tölvunotenda fyrir símenntun og byggi á 9 ára reynslu þess af tölvufræðslu. Tæplega 1.800 manns hafí sótt námskeið Tölvu- og verk- fræðiþjónustunnar árið 1994 en hjá því starfa fjórir sérfræðingar á tölvu- sviði. Áskrift kostar 849 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.