Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 C 11 Þjón ustukerfi Sjónarhorn Kynna þarf fyrir starfsfólki stefnu og markmið fyrirtækis- ins í þjónustumálum, segir Ásta G. Harðardóttir, þannig að tryggt sé að allir starfsmenn séu að starfa í samræmi við þá stefnu sem fyrirtækið hefur Harðardóttir Á TÍMUM harðnandi sam- keppni leita fyrirtæki sífellt leiða til að bæta samkeppnisstöðu sína og til að skapa sér sérstöðu á markaðnum. Stjórnendur ís- lenskra fyrirtækja hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að mikil- vægi góðrar þjónustu og þörfínni á að koma upp skilvirkum þjón- ustukerfum. Ráðgarður hf. hefur á markviss- an hátt unnið með fyrirtækjum við uppsetningu og eftirlit á þjón- ustukerfum í þeim tilgangi að skila fyrirtækjum ánægðari viðskipta- vinum og auknum hagnaði. Þjónustugæði Fyrsta skrefið til bættrar þjón- ustu er að skilgreina og ákvarða hvernig þjónustu fyrirtækið vill veita viðskiptavinum sínum og þá er ekki síður mikilvægt að skoða hvaða væntingar eða kröfur við- skiptavinir gera til þjónustunnar. Mikilvægt er að stefna fyrirtækja í þjónustumálum sé skýr í hugum starfsmanna því oft má rekja ástæður fyrir lélegri þjónustu til ranghugmynda starfsmanna um hvernig þjónustu skuli veita og mistúlkun starfsmanna á hlutverki sínu hjá fyrirtækinu. Til að gera starfsmönnum kleift að veita þá þjónustu sem fyrirtæk- ið gerir kröfur um þá er útbúinn þjónustustaðall sem lýsir því t.d. hvernig móttaka viðskiptavina skal vera, hvernig meðhöndlun skal háttað á meðan viðskiptum stendur, hvernig ljúka skal við- skiptum og hvemig viðskiptavinir eru kvaddir. Þjónustustaðlar fyrir þá þjónustu sem veitt er í síma eru útbúnir á sama hátt og er þá tekið á þáttum s.s. svörun á skipti- borði og meðhöndlun símtala. Þjónustustaðallinn er eins konar rammi fyrir þá þjónustu sem veita skal í fyrirtækinu og er unninn þannig að hver og einn starfsmað- ur geti starfað eftir staðlinum en þannig getur fyrirtækið tryggt að allir viðskiptavinir fái ávallt sömu góðu þjónustuna. Þjálfún og fræðsla Nauðsynlegt er að þjálfa og fræða starfsfólk þannig að það geti leyst störf sín af hendi eins og stjórnendur óska. Kynna þarf fyrir starfsfólki stefnu og markmið fyrirtækisins í þjónustumálum þannig að tryggt sé að allir starfsmenn séu að starfa í samræmi við þá stefnu sem fýrir- tækið hefur sett sér. Þjónustustað- al fyrirtækisins þarf að kynna vel og ræða á meðal starfsmanna og jafnframt þarf að gefa starfs- mönnum kost á að hafa áhrif á endanlegt útlit þjónustustaðalsins þannig að þeir séu tilbúnir að sam- þykkja og tileinka sér notkun hans. Þegar þjónustustaðallinn er kynntur er einnig ákveðið mark- mið um frammistöðu í þjónustu- könnunum. Þá getur verið brýn ástæða fyr- ir fýrirtæki að skilgreina hvaða þættir það eru í fari starfsmanna sem skipta fyrirtækið máli og vinna út frá þeim atriðum þegar ráðnir eru nýjir starfsmenn því oft er gott viðmót og þjónustulund meira virði en t.d. áralöng reynsla. Þjónustuörvun Ekki er nóg að starfmenn viti til hvers er ætlast af þeim heldur er þörf á, bæði meðal almennra starfsmanna og meðal stjórnenda, að vita hvernig þjónustu starfs- menn veita viðskiptavinum fyrir- tækisins. Þjónustuörvun er aðgerð sem miðar að því að breyta hegðunar- mynstri starfsfólks og fá það til að tileinka sér notkun á þjónustu- staðli fyrirtækisins og ná veruleg- um árangri á tiltölulega skömmum tíma. í þeim tilgangi að örva starfs- fólk til að bæta frammistöáti sína og framkvæma þau atriði sem nauðsynleg eru til að ná betri ár- angri notum við hjá Ráðgarði hf. þau gildi sem eru til staðar í íþrótt- um, en þau eru t.d.: • markmið eru vel skilgreind • hlutverkaskipting er skýr • tímamörk eru ákveðin • upplýsingastreymi varðandi árangur er samstundis • sigurvegarinn fær umbun Þjónustuörvuninni er náð með þjónustukönnunum sem eru fram- kvæmdar nokkuð ört á ákveðnu tímabili þar sem starfsfólk veit hvert markmiðið er, veit til hvers er ætlast af því, fær niðurstöður samstundis og umbun fyrir góðan árangur. Þj ónustukannanir Þjónustukannanirnar eru fram- kvæmdar af könnunaraðilum sem koma í fyrirtækið eða hringja, eins og hveijir aðrir viðskiptavinir og meta þjónustuna út frá þeim kröf- um sem þjónustustaðall viðkom- andi fyrirtækis tekur yfir. Árangur í könnunum er kynntur starfsfólki og skoðað er hvaða þættir eru vel af hendi leystir og hvaða þætti þarf að lagfæra og þá hvernig starfsmenn geta bætt frammistöðu sína. Æskilegt er að einhver umbun sé í boði nái starfsmenn markmiði sínu en slíkt er afar hvetjandi og eykur oft metnað þannig að starfs- menn leggja sig harðar fram við að ná settu marki. Oft er umbunin í formi einhvers konar uppákomu sem eflir samstöðu starfsmanna eða í formi kaupauka sem skilar sér í launaumslagið. Ekki þarf þó alltaf mikið til að fá starfsmenn til að vinna að bættri þjónustu og oft er jafnvel nóg að umbunin sé einungis í formi viðurkenningar- skjals. Mikilvægt er að eftirlit með gæðum þjónustunnar sé stöðugt og skilvirkt þannig að ávallt séu fyrirliggjandi upplýsingar um frammistöðu og hægt sé að bregð- ast við í tíma ef vandamál koma upp og þá ekki síður í þeim til- gangi að vinna sífellt að betri og jafnari þjónustu. Höfundur er iðnrekstrarfræðing- ur og rekstrarráðgjafi hj& Ráð- garði hf. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum - kjarni málsins! I I I I RS vöralisti á geisladisk frá Heimilistækjum hf. FYRIRTÆKIÐ RS á Englandi sem Heimil- istæki hf. er umboðs- aðili fyrir hér á landi, og er einn stærsti dreifingaraðili í Evr- ópu á rafeindaíhlutum og ýmiskonar öðrum rafeindabúnaði, hefur nú sett á markaðinn vörulista á geisladisk. RS hefur um árabil gefið út litprentaðan vörulista sem er um 2.000 blaðsíður og 2,5 kg á þyngd, og er hon- um dreift í 600.000 eintökum víðsvegar um heim. í frétt frá Heimilistækjum kem- ur fram að þótt vöru- listinn þyki mjög vel skipulagður, er stærð hans orðin slík að reynst getur tafsamt að leita í honum. Geisladiskurinn sem nú er boðið upp á inniheldur 6 Gbyte af upplýsingum og eru um það bil 40.000 vörunúmer í boði. Alls eru 10.000 litmyndir af þeim hlutum sem í boði eru. Auk þess að sjá vörurnar á lit- myndum eru ýmsar nánari tæknilegar upplýsingar um vör- urnar einnig á disknum. Hug- búnaðurinn vinnur í Windows umhverfi. Með tilkomu geisladisksins RS fyrstir á sínu sviði til að setja vörulista af þessu tagi á markaðinn, enda leggji RS mikla áherslu á góða þjón- ustu við sína við- skiptavini, allar pantanir séu af- greiddar frá þeim samdægurs og á Bretlandi séu þær komnar í hendur við- skiptavinar næsta dag. Fyrirtækið af- greiðir um það bil 14.000 pantanir á dag, en þegar af- greiðslan opnar á morgnana liggur engin pöntun fyrir. Samkvæmt upplýs- ingum Jóhannesar Skarphéðinssonar hjá Heimilistækjum hf. tryggir fyrirtæk- ið að vörur frá RS séu til afgreiðslu viku eftir pöntun, en unnið er að því að stytta þennan tíma og stefnt er að 3 til 4 daga afgreiðslu- fresti. Til þess að geta haft not af þessum diski er mælt með IBM samhæfðri ein- menningstölvu með 486 örgjöri og 33 Mhz, 8 Mbyte minni og tveggja hraða geisladrifi. verður leit í vörulistanum mun auðveldari þar sem bæði er mögulegt að leita samkvæmt heitum eða hluta úr þeim, og svo vörunúmerum. Samkvæmt upplýsingum Heiinilistækja eru Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LANASTOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.