Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 12
VIÐSKIPn AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. undirbýr útflutning á rafskautskötlum Þróunarstarf lykillinn að árangri Morgunblaðið/Þorkell SORPKVÖRNIN sem Vélsmiðja Orms og Víglundar hannaði og smíðaði fyrir Funa á ísafirði. Hugsanlega væri hægt að setja hana á alþjóðamarkað, en til að byrja með ætla Vél- smiðjumenn að reyna að selja rafskautskatla sína erlendis. Á VERKSTÆÐI Orms og Víglundar sf. í Kaplahrauni í Hafnarfirði eru stórar vélar sem henta stórum verk- efnum. Stálplötur eru snikkaðar til, vaisaðar og soðnar saman í tanka, katla og ruslagáma. í 40 tonna fræsivél, þeirri stærstu á landinu, er hægt að fræsa, renna og bora til hluti eins og túrbínuhjól í virkjan- ir og öxla í skip. Sérstaða Vélsmiðju Orms og Víg- lundar (VOOV) felst einmitt í því að hún getur með vélabúnaði sínum og sérhæfðum mannskap unnið stór verkefni sem fá eða engin önnur íslensk fyrirtæki geta sinnt, hvort sem það eru lokumannvirki í Blöndu- virkjun eða listaverkið Regnboginn eftir Rúrí, sem blasir við flugfarþeg- um fyrir utan Leifsstöð. Vélakosturinn er mikilvægur þáttur í starfsemi Vélsmiðjunnar, segir Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri, en verðmætin felast ekki síður í þeirri þróunar- vinnu sem unnin hefur verið í fyrir- tækinu og þeirri þekkingu sem hef- ur safnast þar saman. Hún býr ekki síst í svokölluðum rafskautskötlum, sem Vélsmiðjan hefur smíðað og þróað í sjö ár og sett upp meðal annars í mjólkurbúum og físk- vinnslufyrirtækjum. Klæðskerasaumaðir katlar Rafskautskatlar nota rafmagn til að framleiða gufu, sem er hægt að nýta beint til húshitunar í fjarvarma- veitum, eða við suðu og þurrkun á síld og loðnu eða gerilsneyðingu á mjólk. Þeir voru fluttir inn til ís- lands þar til Vélsmiðjan smíðaði ketil fyrir Bæjarveitur Vestmanna- eyja árið 1988 og síðan hefur Vél- smiðjan smíðað alla slíka katla sem settir hafa verið upp óg „klæðskera- saumað" þá fyrir viðskiptavini sína. Það er fyrst nú sem VOOV telur sig vera búna að borga upp þróun- arkostnað við katlasmíðina, en nú hefur eftirspurnin aftur minnkað og ekki er þörf fyrir kannski nema 10—15 rafskautskatla eins og er á íslandi og þá veltur mikið á hvort fyrirtæki ná að semja um hagstætt orkuverð við Landsvirkjun og Raf- magnsveitur ríkisins. Kostir katl- anna eru meðal annars þeir að þeir spara svartolíu og gjaldeyri og menga ekki, segir Eiríkur. En þegar heimamarkaðurinn er svona lítill er kannski rökrétt að líta út fyrir landsteinana og það er ein- mitt það sem Vélsmiðjan er að gera. Eiríkur segir að úti sé stór og vax- andi markaður, sem helgist ekki síst af því að strangari mengunarlöggjöf víða ýti undir notkun rafmagns frek- ar en olíu. Nú er unnið að gerð bæklinga á ensku og Norðurlandatungum til að kynna katlasmíði VOOV og stefnt er að því að auglýsa í tæknitímariti í sumar. Eiríkur segir að hann kvíði dálítið fyrir markaðsstarfseminni, því það geti verið gífurleg vinna og fyrirhöfn að kynna katlana erlendis áður en fyrsta pöntunin sér dagsins Ijós og það er töluverð áhætta fyrir lítið fyrirtæki, sem hefur reynt að halda yfirbyggingu sinni í algjöru lágmarki - og telur það reyndar einn af lyklunum að velgengni sinni. Smæð VOOV á alþjóðlegum markaði er þannig ókostur þegar kemur að markaðssetningu, en Ei- ríkur telur hana geta verið kost að því leyti að fyrirtækið er miklu sveigjanlegra í að mæta kröfum við- skiptavinarins en stórar verksmiðjur sem bjóða upp á staðlaðar vörur og uppsetningu. Ný hönnun á sorpkvörn Verkefnastaða Vélsmiðjunnar er ágæt um þessar mundir, að sögn Eiríks, en flest verkefnin eru smá og ekki eins mikið að gera eins og í fyrra, þegar sex rafskautskatlar voru smíðaðir og vélbúnaður fyrir 150 milljónir króna settur upp fyrir sorpbrennsluna Funa á ísafírði. Þar hannaði VOOV nýja gerð krabba sem færir ruslið í ofninn, auk sorp- kvamar, sem er öðruvísi en flestar aðrar að því leyti að hún er sjálflos- andi ef aðskotahlutur eins og stál- klumpur kemst ofan í hana og ekki þarf að senda mann til að hreinsa úr henni. Eiríkur segir að útlendingar sem skoðuðu vélbúnaðinn í Funa hafí lýst yfír undrun með hve góður hann væri, enda væri stöðin sambærileg við þær bestu í Evrópu. Vélsmiðjan hefði fjárfest í mikilli þekkingu við byggingu brennsluofnsins og ann- arra tækja í Funa og bindur einnig vonir við útflutning á sorpkvöminni. Eiríkur segir að þrátt fyrir nýja- bmmið við smíði og uppsetningu sorpbrennslutækjanna hafí VOOV aðeins farið 2% fram úr áætlun, á meðan byggingin yfír Funa hefði farið 50-60% fram úr áætlun, sem Islendingar virðist iðulega sætta sig við, ekki síst ef hið opinbera á í hlut. Þetta sé umhugsunarefni fyrir ríkið, en það ætti einnig að huga meira að því að bjóða út pakkalausn- ir og nýta sér þannig þá þekkingu sem býr hjá íslenskum fyrirtækjum. Þess í stað er öll hönnun oft ákveð- in fyrirfram áður en þeir sem bjóða í verkið hafa tækifæri til þess að benda á lausnir og þannig þurfí stundum að „fínna hjólið upp á nýj- an leik“. Um 16 manns vinna hjá VOOV, en vélabúnaðurinn býður upp á um 50 störf. Vélsmiðjan hefur stundum fjölgað mannskapnum í stórverkefn- um, en þau eru stopul á litlu landi eins og Islandi. Eiríkur segir að það hafí gengið vonum framar að reka smiðjuna þrátt fyrir mikla fjárfest- ingu í vélum og sveiflur í verkefnum og VOOV sé ein af fáum smiðjum sem ekki hafa mátt þola mikinn samdrátt síðustu ár. Ef fyrirtækið nær fótfestu erlend- is losnar það við það óhagræði sem fylgir því að sérhæfa sig í stórum verkefnum á smáum markaði. Draumastaðan, segir Eiríkur, er að smíða um 10 rafskautskatla og til- heyrandi kerfí fyrir erlendan markað á ári, en hvert ketilkerfí kostar e.t.v. 25 milljónir króna. VOOV gæti ann- að meiri eftirspurn og jafnvel beðið aðra að hlaupa undir bagga í ketil- smíði, en menn eru þó ekki að búa til neinar skýjaborgir fyrirfram. „Við ætlum að kanna það fyrst með nokkrum auglýsingum hvort áhugi er fyrir hendi á rafskautskötlunum áður en við leggjum í einhveija sölu- herferð," segir Eiríkur. GÓLFÞVOTTINN? TASKI combimat Mikið úrval af gólfjDvoItavélum, bónvélum, ræstivögnum, gólfbónum, hreinsiefnum o.fl. Fyrirferðalítil batterídrifin gólfþvottavél. Auðveld í nofkun ó þröngum svæðum. Hreinlætisróðgjafar RV aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Líttu vib og sjáðu úrvalið! Með allt á hreinu ! REKSTRARVORUR RETTARHALSI 2 • 110 REYKJAVIK • SIMI: 91-875554 TORGIÐ Bankar á hausnum GREIÐSLUÞROT banka hafa verið mjög í umræðunni í nágrannalönd- um okkar upp á síðkastið. Barings- bankinn breski fór á hausinn að því að virðist vegna eftirlitslausrár spá- kaupmennsku eins starfsmanns og í Frakklandi hyggst ríkisstjórnin bjarga Crédit Lyonnais-bankanum með því að tryggja lán bankans upp á um 1.700 milljarða króna, sem mun vera stærsta „björgunarafrek" á einstökum banka í sögunni. Hér á Islandi hefur ekki verið raunveruleg bankakreppa síðan Útvegsbankinn riðaði til falls fyrir tæpum áratug og afkoma bankanna virðist góð eftir útlánatöp undanfar- inna ára, en engu að síður er fróð- legt fyrir okkur að kynna okkur umræðuna erlendis nú þegar rætt er um líklegar breytingar á rekstri ríkisbankanna á næstu árum. Breska tímaritið The Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýjasta hefti sínu að það kunni að vera verri kostur fyrir ríkið að halda uppi vonlausum bönkum en að þola það uppnám sem kann að hljótast af gjaldþroti þeirra. Rökin fyrir því að ríkið ábyrgist banka eru að þeir gegna lykilhlut- verki í efnahagslífinu. Fyrirtæki eru lýst gjaldþrota dag hvern og þykir ekki áhyggjuefni fyrir almenning; það er jafnvel einn af hornsteinum markaðsbúskapar að óhagkvæm fyrirtæki geti farið á hausinn. Gjald- þrot banka kemur á hinn bóginn yfirleitt við mikinn fjölda manns og getur leitt til keðjuverkana í efna- hagslífinu. Þetta er ástæðan fyrir því að rík- isstjórnir á Norðurlöndum eyddu um 1.000 milljörðum íslenskra króna - eða um tíföldum fjárlögum íslenska ríkisins - til að bjarga bönkum í greiðsluþroti á árunum 1989-1992. Bandarískir skattborg- arar þurfa að greiða tífalda þá upp- hæð til að bjarga hinum svokölluðu sparisjóðum þar í landi, sem fengu fullt frelsi til áhættuviðskipta í stjórnartíð Ronalds Reagans á sama tíma og ríkisábyrgðir á útlán- um þeirra voru auknar og eftirlit minnkað - og nýttu það frelsi vel til að lána glatt og lifa hátt. Ríkið hefur fleiri en einn kost til að bregðast við greiðsluþroti banka. Einn er sá að leggja bank- ann niður en greiða út tryggð inn- lán. Annar kostur er sá að sameina hræið heilbrigðum banka; þetta mætti kalla „Útvegsbankaaðferð- ina“. Þá getur ríkið tekið yfir töpuð eða vafasöm útlán og gefið bankan- um nýtt heilbrigðisvottorð og að lokum er hægt hreinlega að þjóð- nýta banka. Hagfræðingar hallast æ meir að því að fyrsta aðferðin sé sú skásta, að sögn The Economist. Menn eigi ekki að hika við að afskrifa hlutafé eigenda bankans og refsa stjórn- endum sem gert hafi mistök. Lin- kind við banka í vanda sendir röng skilaboð til annarra banka um að það sé í lagi að veita áhættusöm útlán, því ríkið komi alltaf til bjargar. En eftirlit er betra en björgun. Ríkið getur til dæmis reynt að tryggja að bankar verði ekki of háð- ir einum skuldara eða skipað fyrir um aðgerðir ef eiginfjárhlutfall banka fer undir ákveðin mörk. Hver sem framvindan verður í hugsanlegri einka- eða hlutafélaga- væðingu ríkisbanka á íslandi virðist nauðsynlegt að skilgreina vel bak- tryggingar- og eftirlitshlutverk ríkis- ins í nýju umhverfi. Við það verk- efni mætti fara ofan í saumana á útlánatöpum bankanna og dótturfé- laga þeirra undanfarin ár, athuga hvaða lærdóm megi af þeim draga og draga hann fram í dagsljósið - á svipaðan hátt og hér í Morgun- blaðinu hefur undanfarið mátt lesa um endalok Sambandsins og hvernig Landsbankinn vann að því að afstýra stórslysi í því uppgjöri. Ríkisbankar hafa oft legið undir því ámæli að láta pólitísk sjónarmið hafa áhrif á útlán sín. Einkavæðing banka er þó engin gulltrygging fyrir áhættulausum bankarekstri og frjáls og eftirlitslaus einkarekstur með ríkisábyrgðir á bak við sig hef- ur oft reynst vera uppskrift að slæmum skelli. HÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.