Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 D 7 SUNNUDAGUR 2/4 Kosningavaka Stöðvar2og Bylgjunnar Undanfarna mánuði hefur verið unnið sleitulaust að undirbún- ingi fyrir kosningavöku Stöðvar 2 og Bylgjunnar og nú er verið að reka smiðshöggið á verkið. Um 60 manns, þar af fleiri en 20 fréttamenn, munu vinna við að koma tölunum sem fyrst til áhorfenda Stöðvar 2 og hlust- enda Bylgjunnar en rásir þess- ara miðla verða samtengdar. Upphitunin og sjónarmið unga fólksins Kosningabaráttan hefur stig- magnast á síðustu vikum og á sama tíma hefur upphitun Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrir alþingiskosningamar orðið um- fangsmeiri. Mesta athygli hafa líklega vakið beinar útsending- ar frá opnum borgarafundum á Selfossi, Akureyri, í Kópavogi og Reykjavík undir stjórn Elín- ar Hirst og Stefáns Jóns Haf- stein, en þau verða bæði áber- andi í kosningasjónvarpi Stöðv- arinnar. Með borgarafundunum hefur kjósendum verið gefinn kostur á að komast í návígi við frambjóðendur ogþar hefur oft verið ansi líflegt um að litast. Áður en Stefán hellir sér út í starfið við sjálfa kosningavök- una ætlar hann að kynna sér viðhorf íslenskra ungmenna til þjóðmálanna og stjórnmálanna í þætti sínum Sjónarmið á fimmtudagskvöld. „Það er athyglisvert að heyra sjónarmið unga fólksins sem kýs nú í fyrsta sinn til Alþingis, því þetta eru þeir kjósendur sem eru að gera upp hug sinn til stjórnmálanna og fylgjast því náið með þjóðmálunum, auk þess sem atkvæði þessa hóps geta skipt sköpum þegar talið er upp úr kössunum," segir Stefán Jón. Á föstudagskvöld hittast for- menn flokkanna á lokaspretti kosningabaráttunnar í beinni útsendingu Stöðvar 2 og Ríkis- sjónvarpsins. Þar gefst þeim síðasta tækifærið til að koma stefnumálum sínum á framfæri við kjósendur þegar innan við hálfur sólarhringur er þangað til kjörstaðir verða opnaðir og má búast við fjörugum umræð- um. Sljórnendur umræðna verða Bogi Ágústsson, frétta- sljóri Sjónvarps, og Elín Hirst, fréttasljóri Stöðvar 2, sem seg- ist eiga von á líflegum en grein- argóðum umræðum sem leiði kjósendur í allan sannleikann um það sem er ólíkt og líkt með þeim flokkum sem bjóða fram á landsvísu. Kosningavakan Klukkan 21.30 að kvöldi kjör- dags hefst kosningavaka Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar en fyrstu talna er að vænta upp úr klukk- an tíu. Eins og áður segir starfa um 60 manns að kosningavök- unni og Stöðvarmenn eru stað- ráðnir i að tjalda öllu sem til er. „Við verðum með beina út- sendingu frá öllum talninga- stöðum um leið og tölur birtast, “ segir Karl Garðarsson frétta- maður sem hefur lagt gjörva hönd á plóginn við undirbúning- inn. „Rætt verður við frambjóð- endur í beinni útsendingu frá • hinum ýmsu kjördæmum, fréttamenn okkar verða á ferð og flugi hér í höfuðborginni þar sem kosningavökur flokkanna verða heimsóttar og rætt verð- ur við bæði sigurvegarana og þá sem orðið hafa undir í barátt- unni.“ Karl hefur verið laus við fréttavaktir síðustu vikurnar til að geta einbeitt sér að undir- búningi kosningasjónvarpsins ásamt Elínu Sveinsdóttur út- sendingarstjóra, enda þarf mikla samliæfingu til að allt gangi upp þegar á hólminn er komið. „Það er nýmæli að við verðum með beinar útsendingar úr öllum átta kjördæmum lands- ins en þetta er hægt núna með tilkomu ljósleiðarasambands,“ segir Karl og er rokinn á fund með útsendingarsljóra. Mikil áhersla verður lögð á myndræna framsetningu þeirra tölulegu upplýsinga sem fylgja kosningum, en um þá hlið mála Um 60 manns koma að útsendingunni með einum eða öðrum hætti. sjá grafískir hönnuðir Stöðvar 2, Tölvumyndir og OZ. Milli þess sem tölurnar streyma inn verða málin skeggrædd og tal- naglöggir menn spá í spilin. Sérfræðingar um íslensk stjórn- mál fara yfir nýjustu tölur ásamt fréttamönnum og ekki má gleyma formönnum flokk- anna sem koma tvisvar í sjón- varpssal á kosningakvöldið - þegar fyrstu tölur verða birtar um klukkan 22.15 og aftur laust eftir miðnætti þegar línurnar verða væntanlega farnar að skýrast. „Það er mikill hugur í okkar fólki,“ segir Elín Hirst fréttastjóri. „Búið er að ganga frá öllum lausum endum ogþað má sjá glampa í augum okkar fréttamannanna sem bíðum nú bara eftir að stóra stundin renni upp.“ En kosningavökur væru varla nema svipur hjá sjón ef engin væru skemmtiatriðin og auðvit- að verður slegið á létta strengi þegar færi gefst. Það eru engir aðrir en liðsmenn Imbakassans sem tilreiða létt spaug á kosn- ingavökunni og um tónlistaratr- iðin sér ein athyglisverðasta hljómsveit landsins sem ber hið hógværa nafn „Skárren ekk- ert“. Kosningavaka Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefst sem áður segir klukkan 21.30 að kvöldi kjördags en dagskrárlok eru óákveðin. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 8.07 Morgunandakt: Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni - Messa í G-dúr eftir Franz Schu- bert. Lucia Popp, ádolf Dallapozza og Dietrich Fischer- Dieskau syngja með kðr og hljómsveit Útvarpsins í Múnchen; Wolfgang Sawallisch stjórnar. - Fantasía i C-dúr ópus 80 fyrir píanó, kór og hljómsveit eftir Ludwig van Beethoven. Daniel Barenboim leikur á píanó með John Alldis kórnum og Nýju fíl- harmóniusveitinni í Lundúnum; Otto Klemperer stjórnar. 9.03 Stundarkom í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti.) 10.03 Vídalfn, postillan og menn- ingin. 8. j)áttur. Umsjón: Dr. Sigurður Ami Þórðarson. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Seltjarnarneskirkju. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir prédikar. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.45 Veðurfregnir, auglýsingar og tónlist. 13.00 Heimsókn. Umsjón: Ævar Kjartansson. 14.00 „Svo sem eins og spegill fyrir mannlífinu“. Um list í forn- öld. Umsjón: Svavar Hrafn Sva- varsson. 15.00 Með sunnudagskaffinu - Sinfónia númer 1 í G-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Franz Liszt Kammersveitin leik- ur, Konsertmeistari er János Rolla. - Strengjakvartett nr. 5 í C-dúr eftir Joseph Martin Kraus. Lys- ell-kvartettinn leikur. - Sinfónía númer 25 í g-moll KV183 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Fílharmóníuhljómsveit- in í Vin leikur; James Levine stjórnar. 16.05 Erindaflokkur á vegum „fs- lenska málfræðifélagsins". Lokaerindi: Hagnýting málvfs- inda. Ari Páll Kristinsson flytur. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Almennur framboðsfundur vegna Reykjaneskjördæmis. Fulltrúar allra framboðslista í Reykjaneskjördæmi flytja stutt ávörp og sitja fyrir svörum. Fundarstjórar: Valgerður A. Jó- hannsdóttir og Broddi Brodda- son. 18.50 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.30 Veðurfregnir. 19.35 Frost og funi. Helgarþáttur bama. Umsjón: Elísabet Brekk- an. 20.20 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.00 Hjálmaklettur. Svipmynd af Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Um- sjón: Jón Hallur Stefánsson. (Áður á dagskrá sl. miðviku- dag.) 22.07 Tónlist á síðkvöldi. - Þrjú sönglög eftir Henri Ðuparc. Sigríður Gröndal syngur; Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó. - Tveir dansar fyrir hörpu og hljómsveit eftir Claude Debussy. Vera Badings leikur á hörpu með Concertgebouwhljómsveit- inni (Amsterdam; Bernard Hait- ink stjórnar. 22.27 Orð kvöldsins: Unnur Hall- dórsdóttir flytur. 22.30 Veðurfregnir. 22.35 Litla djasshornið. Viðar Al- freðsson og félagar leika djass- lög af plötunni „Spilar og spil- ar“. 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: Illugi Jökulsson. 0.10 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fróttir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.10 Funi. Helgarþáttur barna. Umsjón: Elísabet Brekkan. 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Urval dægurmálaút- varps liðinnar viku. 13.00 Þriðji maðurinn. Gestur er Þórhallur Guðmundsson miðill. Umsjón: Árni Þórárinsson og Ingólfur Margeirs- son. 14.00 Helgarútgáfan. 16.05 Dagbókarbrot Þorsteins J. 17.00 Tengja. Umsjón Kristján Sigur- jónsson. 19.32 Milli steins og sleggju. 20.30 Úr ýmsum áttum. Andrea Jónsdóttir. 22.10 Frá Hró- arskelduhátíðinni. Ásmundur Jóns- son og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.00 Heimsendir. Margrét Blön- dal og Sigurjón Kjartansson. 24.10 Margfætlan - Þáttur fyrir ungl- inga. 1.00 Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPID 1.00 Næturtónar. 1.30Veðurfregn- ir. Næturtónar hljóma áfram. 2.00 Fréttir. 2.05 Tangó fyrir tvo. Svan- hildur Jakobsdóttir. 3.00Nætur- tónar 4.00 Þjóðarþel. 4.30 Veður- fregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stefnumót með Ólafi Þórðarsyni. 6.00 Fréttir, veður, færð og flugsamgöngur. 6.05 Morguntónar. Ljúf lög í morguns- árið. 6.45 Veðurfréttir. ADALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 10.00 í upphafi. Þáttur um kristi- leg málefni. 12.00 Bjarni Arason. 16.00 Inga Rún. 19.00 Magnús Þórsson. 22.00 Lffstindin. 24.00 Ókynnt tónlist. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 8.00 Ólafur Már Björnsson. 13.00 Halldór Backman. 17.15 Við heygarðs- hornið. Bjarni Dagur Jónsson. 20.00 Sunnudagskvöld. Ljúf tónlist með Erlu Friðgeirsdóttur. 24.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BR0SIÐ FM 96,7 10.00 Gylfi Guðmundsson 13.00 Jón Gröndal og Tónlistarkrossgát- an. 16.00 Helgartónlist. 20.00 Pál- ína Sigurðardóttir 23.00 Nætur- tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Tónlist. 9.00 Kirkjudagskrá. 11.00 Tónlist. 13.00 Kirkjudag- skrá. 15.00 Tónlist. 17.00 Kirkju- dagskrá. 19.00 Tónlist. 22.00 Ró- legt og fræðandi. SÍGILT-FM FM 94,3 9.00 Ténlaikar. 12.00 1 hádeginu. 13.00 Sunnudagskonsert. 16.00 fslenskir tónar. 18.00 Ljúfir tónar. 20.00 Tónleikar. 24.00 Næturtón- leikar. FM 957 FM 95,7 10.00 Helga sigrún. 13.00 Ragnar Bjarnason. 16.00Sunnudagssið- degi með Jóhanni Jóhannssyni. 19.00 Ásgeir Kolbeinsson. 22.00 Rólegt og rómantískt. Stefán Sig- urðsson. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Henní Ámadóttir. 17.00 Hvíta tjaldið 19.00 Rokk X. 21.00 Sýrður rjómi. 24.00 Næturdag- skrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.