Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 12
12 D FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTA ár var kvikmynda- iðnaðinum gjöfult, þrátt fyrir að ekki færi allt eftir bók- inni. Aðsóknartölur enduðu í 5,25 millj. dala, ívið hærri en á metárinu í fyrra. Að venju kom ýmislegt á óvart. Fyrir ári hvarflaði ekki að neinum að hið farsæla tvíeyki (Eisn- er og ’Katzenberg) sem stjórnuðu Disney myndi klofna, því síður að smáfyrirrækið New Line Cinema, sem kunnast er fyrir B-myndir, dytti þráfaldlega í lukkupottinn. Að handrit sem var búið að vera á vergangi í kvikmyndaborginni um árabil (Forrest Gump) yrði ein mest sótta mynd allra tíma — loksins er menn höfðu kjark til að koma því á fílmu; að myndir með Pauly Shore eða Jim Carrey nytu meiri vinsælda en stórmyndir með stjömum á borð við Kevin Costner eða Warren Be- atty. Hér á eftir má sjá hvernig kvikmyndaver Hollywood spjöruðu sig árið 1994, smellina, skellina og hvaða myndir eru taldar gróðavæn- legastar í ár. BUENA VISTA í krafti feykivin- sælda Konungs Ijón- anna og jólamyndar- innar The Santa Clause, velti þessi dreifingararmur Di- sney framleiðslufyrirtækjanna þriggja, Hollywood Pietures, Touc- hstone og Walt Disney Pictures, Wamer Bros úr fyrsta sæti í Holly- wood. Konungur Ijónanna drottnaði yfír sumarmyndunum (ásamt Forr- est Gump). Var síðan kippt úr um- ferð, en stillt aftur upp í byijun jóla- vertíðarinnar. The Santa C/ausevarð hins vegar vinsælasta leikna myndin í sögu Hollywood Pictures. Aðrar myndir sem nutu mikilla vinsælda frá Buena Vista voru Angels in the Outfield og When a Man Loves a Woman. Skellimir vori margir. Cabin Boy (var frumsýnd hérlendis á mynd- bandi — án nokkurra fagnaðarláta), It’s Pat, Holy Matrimony og A Simple Twist of Fate, allar fengu þær snöggt andlát í miðasölunni. Ónnur vonbrigði voru Angie, I Love Trouble, Ed Wood og White Fang 2. Menn líta björtum augum til Poca- hontas, nýjustu teiknimyndar fyrir- tækisins; Judge Dredd með Sylvester Stallone, Crimson Tide með Denzel Washington og Gene Hackman. Þá binda menn miklar vonir við jóla- myndina Toy Story, tölvuunna teiknimynd með Tom Hanks og Tim Allen. WARNER BROS „1994 var fyrst og fremst árið sem við lentum í öðru sæti og framleiddum enga stóraðsóknarmynd," segja þeir hjá Wamer Bros. Maverick og Viðtal við vampír- una skutust einar yfír 100 milljón dala múrinn. Grumpy Old Men gekk afar vel (var frumsýnd 1993). Þá stóðu sig einnig vel Ace Ventura: gæludýraspæjarinn, Fæddir morð- ingjar, eftir Oliver Stone og Afhjúp- un („Disclosure“). Skellirnir voru m.a. Arizona Dreams, aðsókn á hana mældist ekki; stórmyndin fokdýra, Rapa Nui, risavestrinn Wyatt Earp og nýjasta mynd Coenbræðra, The Hudsucker Proxy, allar ullu þær meira en litlum vonbrigðum. Þá kol- féll A Love Affair, nýjasta mynd Warrens Beatty og spúsu hans Anette Bening, Little Giants, Chas- ers, Reckless Kelly, Being Human, Lögregiuskólinn 7: Sendiför til Moskvu, Trial By Jury, A New Age, Second Best, A Troll in Central Park, Imaginary Crimes, Silent Fall og Cobb. Batman Forever er bjartasta von- in á þessum bæ. Ekki má heldur ganga framhjá gamia, góða Clint Eastwood og Meryl Streep, sem fara með aðalhlutverkin í Brýrnar í Madi- sonsýslu og stjömumar A1 Pacino og Robert De Niro munu gleðja augu gesta í Heat. Hér naga menn enn neglurnar yfír því að hafa ekki fram- leitt Forrest Gump þegar þeim stóð það til boða - fyrir fimm árum... KVIKMYNDA- VERIN í NÆRMYND Síðasta ár var kvikmyndaiðnaðinum gjöf- ult, þrátt fyrír að ekki færí allt eftir bók- inni. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér gang mála í kvikmyndaheiminum. PARAMOUNT Hápunkturinn hjá Paramount á síðasta ári var frumsýning Forr- est Gump, sem varð tekjuhæsta mynd í sögu fyrirtækisins áður en árið var liðið. (300 millj. dala á heimamarkaði og 200 millj. erlendis — og eiga tölurnar eftir að hækka.) Velgengni myndarinnar var slík að hún dugði til að gera meðalaðsókn- artölu mynda hjá -Paramount þá hæstu í ár. Aðrar myndir sem spjör- uðu sig voru Bein ógnun („Clear and Present Danger“), Beint á ská 33 1/3 og Star Trek: Generations. Skellirnir voru nánast allar stór- myndir kvikmyndaversins fram að Forrest Gump\ Intersection, Blue Chips, Jimmy Hollywood, Beverly Hills Cop III, og nokkrar sem fylgdu í kjölfar hennar; Lassie, Milk Mon- ey, Drop Zone og Pontiac Moon. Menn líta einna vonaraugum til Mission Impossible, leikstjórinn Brian De Palma hefur áður gert kraftaverk fyrir gamla sjónvarps- þáttaröð. Þá sjá menn fyrir vinsæld- ir endurgerðar Sabrinu, Phantom og kvikmyndagerðar um sjónvarpshetj- una Dýrlinginn. UNIVERSAL Með hjálp nokkurra sterkra mynda frá síðasta ári og mikillar velgengni Steinaldarmannanna um víða veröld, varð árið gott hjá Univer- sal. Að vísu engin kassastykki á borð við Júragarðinn en Universal átti sýningarréttinn víða utan Bandarílq'- anna á Sönnum lygum, Tímalöggan („ Timecop“) spjaraði sig framar von- um, sömuleiðis The Little Rascal. Vonbrigðin voru mörg og stór. Gre- edy, The War, með Kevin Costner, hin afleita Junior og Radioland Murd- ers, sem var framleidd af George Lucas, allar fengu þær skell. Engu betur farnaðist The Shadow og The MARKAÐSHLUTDEILÐ KVIKMYNDAVERANNA 1994 BUENA VISTA (36) ....................19,3% WARNER BROS (42) ....................16,1% PARAMOUNT (19).......................13,9% UNIVERSAL (22).......................12,5% 20TH CENTURY FOX (18) ................ 9,4% SONY* (35) ........................... 9,2% NEW LINE (14) ....................... 6,2% MIRAMAX (28) ......................... 3,8% MGM/UA (12) ......................... 2,8% Tölur í sviga tákna Qölda dreifðra mynda ’94. *SONY stendur fyrir Columbia Pict ures og Tristar. Cowboy Way. Ein þeirra mynda sem Universal bindur miklar vonir við er hin fokdýra ævintýramynd Kevins Costner, Waterworld. En þrjár mynd- ir kappans hafa brugðist í röð svo þessi væntanlega sumarmynd veldur nokkru hugarangri hjá Universal. Menn eru hinsvegar öllu bjartsýnni á að Casper, Appollo 13 og Casino, nýjasta mynd Martins Scorsese, bregðist ekki. 20TH CENTURY FOX Velgengni Mrs. Doubtfire fleytti stjómendum Fox brosandi inn í nýja árið, þar sem hún halaði inn á annað hundrað milljónir dollara 1994. Fox átti einnig tvær vinsælar sumar- myndir með kempunum Keanu Reeves og Arnold S.; Leifturhraða („Speed") og Sannar lygar. Skellirnir voru slæmir, jólamynd- in Kraftaverk á 34. stræti hvað verstur. Aðrar þijár haustmyndir brugðust, The Scout, The Pagemast- erog Trappedin Paradise. Sömuleið- is sumarmyndirnar P.C.U., Airheads og Lilli er týndur (Baby’s Day Out), sem komst reyndar á lista yfír mest sóttu myndir ársins í einu landi — íslandi. Það er mikið um að vera hjá Fox, þijú ný dótturfyrirtæki hefja störf á árinu. Þar á meðal Fox Searchlight Pictures, sem hefur ráðið leikstjóra á borð við Spike Lee, Bernardo Ber- tolucci og John Woo. Menn veðja á velgengni Die Hard With a Veng- eance, Paris Match, Nine Months og Mighty Morphin Power Rangers COLUMBIA Verið var að endur- skipuleggja kvikmynda- verið lengst af árinu og tæpast COLUMBIArvl picturesLLÍ ástæða til að gleðjast yfír árangrin- um í miðasölunni,- Úlfur eina mynd- in sem stóð sig sæmilega, auk The Professional („Leon“), nýjustu myndar Luc Besson, sem kvik- myndaverið keypti sýningarrétt á vestra fyrir skiptimynt. Meðal von- brigðanna voru myndirnar I’ll Do Anything, The Road to Wellville, Blankman, Little BigLeague, North og The Shawshank Redemption. Menn eru vongóðir um að mynd- ir á borð við City Hall (með A1 Pacino),Forget Paris (með Billy Crystal) og American President (með Michael Douglas), Money Tra- in með Wesley Snipes og First Knight með Sean Connery, komi Columbia aftur ofar á listann. TRISTAR Árið byijaði vel hjá TRIST- AR, með Ósk- arsverðlauna- og aðsóknar- myndinni Fíladelfíu. Það gæti hent þig, Three- someog Guarding Tess stóðu sig einnig samkvæmt áætlun. 1994 var ár umróts og mannaskipta hjá Trist- ar og kom það niður á gengi þess. Áföllin mörg, fyrst og fremst Fran- kenstein, sem tók inn 22 millj., en kostaði 42! Wagons East, Princess Carabou og Mixed Nuts kolféllu. Legends of the Fall er ein þeirra mynd sem á að snúa vöm ísókn hjá kvikmyndaverinu. Sömuleiðis Mary Reilly með Juliu Roberts, Devil in the Blue Dress, með Denzel Washington og Johnny Mnemonicmeð Keanu Reeves. Það er þó Jumanji, nýja myndin hans Robins William, sem taíin er líklegust til að hefja vængj- aða hrossið á loft á ný. ÉInew une cinema Þetta litla B-myndafyrirtæki var kvikmyndaver ársins. Gerði Grímuna („The Mask“) fyrir litlar 20 millj. dala, hún tók inn á annað hundrað- ið. House Party 3 skilaði einnig góð- um hagnaði, en það er þó nýja mynd- in hans Jims Currey, Dumb and Dumbersem ætlar að gera það best af öllum myndum litla risans til þessa. Á hinn bóginn kolféllu mynd- irnar Surviving the Game, Endless Summer II., Safe Passage og Jafn- vel kúrekastúlkur eru einmana. Mannskapurinn hér hefur mikla trú á nýjustu mynd Brandós, Don Juan DeMarco, Mortal Kombat og Seven með Brad Pitt og Morgan Freeman. MIRAMAX Þetta litla d - fyrirtæki datt [WHliliiftS) í lukkupottinn er það ákvað að dreifa Reyfara, mynd sem flestum á óvart sló í gegn, kemur auk þess við sögu Óskars- verðlaunanna seinna í mánuðinum. Krákan og Píanó hjálpuðu til við að gera 1994 að besta ári fyrirtækis- ins. í ár er litið björtum augum til The Crossing Guardj leikstjórn Sean Penn, Restoration og The Englis- hman Who Climbed a Hill and Came Down a Mountain, með nýstirninu Hugh Grant. MGM/UA Eftir mörg mögur ár hleypti óvænt velgengni Stjörnuhliðs- ins mönnum hér kapp í kinn. Það var þá enn hægt að slá í gegn! Þá sögu var ekki að segja um Blown Away, sum- armynd fyrirtækisins, né dýrustu mynd MGM//UA samsteypunnar á síðasta ári, Valtaðyfirpabba („Gett- ing Even With Dad“). Þriðja stór- myndin, Speechless, dó einnig drottni sínum í miðasölunni. Hér treysta menn á velgengni Cuthroat Island, Rob Roy, Hackers, Showg- irls, Get Shortyeða. Birds ofa Feath- er. Nýja Bondmyndin, Goldeneye, kemur svo fyrir sjónir kvikmynda- húsagesta á hausti komanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.