Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1Kbo*tmiWM&to 1995 FIMMTUDAGUR 30. MARZ BLAÐ E HANDKNATTLEIKUR Sigurður Sveinsson rúmfastur SIGURÐUR Sveinsson, stórskytta landsliðsins, læstist í bakinu á æfingu med landsliðinu í gærdag og lá rúmfastur er Morgun- blaðið hafði samband við hann í gærkvöldi. „Bakið fór bara í lás, það er klemmd taug á milli hrygg- jarliða og ég er rúmliggj- andi. Ég verð að taka mér frí frá æfingum og ganga til sjúkraþjálfara næstu daga. Þetta kemur á versta tíma því stutt er í HM og hefði ekki veitt af því að koma sér í form fyrir átök- in framundan," sagði Sig- urður. A leið til Italíu JASON Ólafsson skrifar undir tveggja ára samnlng við ítalska liðlð Brixen f nœstu vlku. Liðlð er frá borginnl Brlxen, sem er 7 ðlpunum í Suður-Týrðl. Guðmundur lög- legur með KR GUÐMUNDUR Benediktsson úr Þór á Akureyri er orðinn löglegur með KR-ingum. Kristián Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði i gær að nú hefði loksins verið geng- ið frá félagaskiptunum og búið að skrifa undir. Belgíska f élagið Ekeren, sem Guðmundur var hjá í þrjú ár, hefur einnig fyrir sitt leyti sam- þykkt félagaskiptin, Enn er ekki búið að ganga frá félagaskiptum Hlyns Birgissonar úr Þór í Örebro. Krisrján sagði að þau mái væru að skýrast og reiknaði hann með að skrifað yrði undir félagskipti hans fyrir helgi. Tómas Ingi til Grindavíkur TÓMAS lngi Tómasson, sem lék með KR-ingum síðasta sumar, hefur ákveðið að skipta yfir i lið Grindvíkinga, sem leikur i fyrsta sinn í 1. deild f sumar. Tómas Ingi er 26 ára og lék 17 leiki með KR s.l. sumar og gerði f þeim 6 niörk, þar af 3 mörk f fyrsta ieik mótsins gegn Breiðabliki. Dagur íhugar til- boð f rá Sviss DAGUR Sigurðsson er með tilboö um að gerast leikmaður hjá svissneska félaginu Wackethun, sem er um miðja 1. deild þar í landi. „Ég reikna með að fara til Sviss á laugardaginn tii að skoða aðstæður hjá félaginu. Ég þekki lítið til þessa liðs en veit að svissneski landsliðsmaðurinn Martin Rubin leikur með þessu liði og þjálfarinn er Júgóslavi. Það er þess virði að skoða þetta dæmi. Ég held að það sé kominn tími fyrir mig að breyta aðeins tíl og fara f annað umhverfi. Það væri gaman að prófa að búa í Sviss um tf ma. Ég hef leikið fimm ár með meistaraflokki Vais og unnið með liðinu fjóra íslandsmeistaratítla," sagði Dagur. Valsmennirnir Júlíus Gunnarsson og Jón Kristíánsson hafa verið að fhuga að fara erlend- is f nám næsta vetur. Það yrði því inikiíl missir fyrir Valsmenn ef þessir þrír leikmenn færu frá félaginu. Einartekurvið Aftureldingu SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins verður EinarÞorvarðarson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í handknattleik, næsti þjálf ari Aftureldingar f Mosfeilsbæ. Aðeins á eftír að ganga frá forms- atriðum milli Einars og félagsins. Einnig hefur Elfas Níelsson, f þróttaf ræðingur, verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins. Einar var einnig með tilboð frá Haukum, sem hann hafnaði. Jason gerir tveggja ára samning við Brixen Fyrsti íslendingurinn sem gerist leikmaðurá ítalíu JASON Ólafsson, handknattleiksmaður úr Aftureldingu, skrif- ar undir tveggja ára samning við ítalska 1. deildarliðið Brixen í nœstu viku og verður þar með fyrstur [slendinga tii að leika með ítóisku liði. „Ég fór út og skoðaði aðstæður hjá ítalska f élaginu og leist mjög vel á allt það sem í boði er. I f ramhaldi að því ákvað ég á slá til og ganga til liðs við Brixen," sagði Jason. Jason sagði að þetta væri allt klárt og að hann myndi skrifa undir tveggja ára samning við félagið í byrjun næstu viku. Hann'ílytur síð- an af landi brott í ágúst í sumar en deildarkeppnin á Italíu hefst í október. Brixen er frá samnefndum 15 þúsund manna bæ á Norður-ítal- íu á svæði sem er þýskumælandi. Jason segir að styrícleiki liðanna í ítölsku deildinni væri aðeins lakari en hér á landi, en flest liðin væru komin með einn útlending þannig að gæðin ættu að aukast. „Liðið vantar vinstrihandar skyttu og á ég á leysa það hlutverk af hendi," sagði Jason. „Það verður gaman að takast á við þetta verkefni og jafnframt mik- ið ævintýri fyrir mig. Ég fæ þarna tækifæri til að komast almennilega inn í þýskuna. Það er mikill áhugi á handbolta í Brixen og allar aðstæð- ur mjög góðar. Á heimaleikjum liðs- ins koma að meðaltali þúsund áhorf- endur en 2.500 á leiki í úrslitakeppn- inni. Þetta er vinsælasta íþróttin í bænum," sagði Jason. KNATTSPYRNA: TYRKIR UNNU SVÍA í ISTANBUL / E4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.