Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 3

Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 E 3 lóátlaára IMewYork Reuter Flugeldasýning Jordans MlCHAEL Jordan skoraði grimmt I fyrrinótt og setti þá niður 55 stig sem er það mesta sem einn maður hefur gert í NBA í vetur. Greinilegt að kappinn sækfr stöðugt í sig veðrið. Blikastúlkur lögðu KR Blikastúlkur náðu með herkjum, eftir að hafa leitt oddaleik við KR fram- undir leikslok, að öðlast rétt til að leika við Keflvíkinga til úrslita stefán í íslandsmótinu, er þær Stefánsson sigruðu 55:52 á loka- skrifar sprettinum í Smáranum í gærkvöldi. „Við erum búnar að vera svona í vetur, byijum vel en svo hrynur allt. Líklega höldum við að leikurinn sé unninn,“ sagði Hanna Kjartansdóttir, sem átti góðan leik fyrir Breiðablik. „Mér líst vel á að spila við Keflvíkinga. Við mætum brjálaðar til leiks og eigum alveg eins möguleika og þær,“ bætti hún við. Leikurinn fór afar varfærnislega af stað og lítið var um stig. Það var ekki fyrr en eftir 7 mínútur, er staðan var 6:6, að leikmenn tóku við sér. Blikanna Olgu Færseth, Penni Peppas og Hönnu var vandlega gætt en við það losnaði um Elísu Vilbergsdóttur, sem var dugleg við fráköstin og hitti vel. Vesturbæingar tóku loks við sér, þegar rúmar 7 mínútur voru til 'eikhlés og staðan 19:10, með þriggja stiga körfu Helgu Þorvaldsdóttur og í Iqölfarið tók Sara Smart af skarið svo að í hálfleik var staðan 30:23. KR-stúlkur héldu þar sem frá var horfið eftir hlé og söxuðu stöðugt á for- skotið. Árangur erfiðis þeirra skilaði sér síðan þegar rúmar þijár mínútur voru eftir af leiknum og þær komust yfir 48:49. En þá sofnuðu þær á verðinum yfir Hönnu, sem gerði síðustu 5 stigin fyrir Kópavog. Burðarstólpar Blika — Olga, Hanna og Penni— áttu erfitt með að athafna sig og náðu sér seint á strik svo að Elísa lét ljós sitt skína með flest stig, 20, og flest fráköst, 10. Hanna sýndi þó góða takta þegar hún fékk minnsta færi, sérstaklega í lokin. Ekki munaði miklu að þessi leik- ur yrði þeirra síðasti í vetur. „Þetta var spælandi og við eigum al- veg jafn skilið og þær að komast í úr- slit. Við sýndum góða baráttu en liðs- andinn var seinn í gang,“ sagði Sara, sem átti góðan leik ásamt Helgu, Elínborgu Herbertsdóttur og Guðbjörgu Norðfjörð, þær síðastnefndu með sitthvor 8 fráköst- in. Lið sem þarf 13 mínútur til að komast í gang, þarf að gera eitthvað málunum, því eftir þessar mínútur brá fyrir ágætis spili og baráttu. ÍÞRÓTTIR SKiÐI Tvær norskar heimsbikar- konur keppa á íslandi ^Tvær norskar skíðakonur, fræga skíðakappa í karlamótin, ■ Trude Gimle og Trine Bakke, en enn hefði ekki mikið komið út verða meðal keppenda á alþjóð- úr þvi. „Við buðum fimmtán stiga- legu fis-mótunum sem fram fara hæstu skíðamönnum heims að hér á landi í apríl. Þær kepptu koma hingað og keppa. Við send- báðar í heimsbikamum í vetur. um þeim öllum upplýsingar um Eins hafa þijár aðrar skíðakonur mótið og einnig myndbandsspólu frá Bandaríkjunum boðað komu til að kynna landið. Það er erfitt sína. á fá þessa kappa hingað á þessum Friðrik Einarsson, fram- tíma þar sem þeir eru yfirleitt kvæmdastjóri SKÍ, sagði að verið mjög eftirsóttir i mót á þessum væri að vinna í því að fá hingað tíma. En við höfum ekki gefið upp alla von og reynum áfram,“ sagði Friðrik. Sex alþjóðleg fís-mót verða hér á landi frá 8. -15. apríl. Tvö svig verða á ísafirði 9. og 10. aprfl og em þau liður í Skíðamóti íslands. Síðan verður svig og stórsvig á Akureyri 11. og 12 apríl og loks tvö stórsvig í Reykjavík 14. og 15. aprfl. Allir bestu skíðamenn íslands verða á meðal þátttak- enda. KNATTSPYRNA Valurfærveitingasölu á Laugardalsvelli Sættum okkur vid þetta - segir Jóhann Kristinsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar Fram Fylkismenn kom vel und- an vetri FYLKIR kemur vel undan vetri ef marka má öruggan sigur liðsins á Víkingi 3:0 í opnunarleik Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu á gervigrasinu í Laugardal í gærkvöldi. Bæði liðin leika í 2. deijd íslandsmótsins I sumar. Á myndinni hér fyrir neðan leikur Þórhaliur Dan Jóhannsson á einn varnar- manna Víkings, en Þórhall- ur gerði þriðja og síðasta mark Fylkis í leiknum. Morgunblaðið/Sverrir Valsmenn hafa fengið veitinga- söluna á Laugardalsvelli á komandi sumri, en Framarar hafa verið með þessa sölu undanfarin ár. Fram heldur veitingasölunni á heimaleikjum sínum en Valur sér um veitingasöluna á öðrum viðburð- um. Jóhann G. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri knattspymudeildar Fram, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri ákveðin lending og úr því sem komið væri sættu Framarar sig við þetta. „Auðvitað er þetta einhver tekjumissir fyrir okkur, sérstaklega á stóru leikjun- um sem haldnir eru í Laugardaln- um, en þetta er einnig mikil þjón- usta sem þarf að veita á smærri leikjum, Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu, fijálsíþróttamótum og yngri flokka leikjum. Úr því sem komið var erum við ánægðir að halda þó sölunni á okkar heimaleikj- um og sættum okkur við þetta, alla vega í ár,“ sagði Jóhann. Valsmenn sóttu um veitingasöl- una og var um tíma talið að þeir fengju hana alla, líka á heimaleikj- um Fram í deildinni, en nú er niður- staða fengin. „Okkur hefði fundist furðulegt ef Val hefði verið úthlutað að sjá um veitingasölu á okkar heimaleikjum, því Laugardalsvöllur er okkar heimavöllur og Valsmenn hafa ekki sótt um að leika þar, alla vega ekki ennþá,“ sagði Jóhann. BLAK HK-menn í fínu formi Guðmundur H. Þorsteinsson skrifar Leikmenn íslandsmeistara HK náðu á köflum að sýna sitt besta blak þegar liðið lagði KA af velli í Digranesi í gærkvöldi. Hrinurn- ar urðu þó fjórar en HK vann þá fyrstu 15:12 og þá næstu 15:8. Á þessum kafla var móttakan léleg hjá KA og uppspilari þeirra Haukur Valtýsson þurfti að sækja boltann út um allan völl. í þriðju hrinunni komu leikmenn KA hins vegar verulega á óvart og náðu að skella HK 15:12 eftir að HK hafði leitt hrinuna 12:9 og fátt virtist varna því að þeir kláruðu dæmið 3:0, en annað kom á daginn. Leikmenn HK gáfu hins vegar aldr- ei færi á sér í fjórðu hrinunni og Mark Andrew Hancock leikmaður liðsins fór þá á kostum og hamraði marga þrumuskelli í gólf gestanna þar sem fátt var um varnir. Hjá HK var Jóhann Sigurðsson bestur og samspil hans og uppspilarans Guð- bergs Eyjólfssonar var á köflum sem konfekt fyrir augað þar sem hver sóknin gekk lystilega í gegnum miðj- una en það var banabiti KA í leikn- um. Gamla brýnið Stefán Jóhannes- son sem ekkert hefur leikið með KA í vetur tók fram skóna og lék á miðjunni hjá KA og sýndi gömul til- þrif en Sigurður Arnar Ólafsson stó- ið fyrir sínu i liði KA. Þróttur R. með tökln Nýkrýndir deildarmeistarar Þróttar unnu Stjörnuna eftir nokkuðu ströggl 3:0, en það var nokkuð um ódýr mistök hjá Stjörnunni og ljóst er að leikmenn liðsins verða að laga það ef þeir ætla sér lengra í keppn- inni. Úrslitakeppninni verður fram- haldið á föstudaginn. HK-stúlkur unnu í oddahrinu Það þurfti æsispennandi úrslitahrinu til að fá fram úrslit í leik HK og Stúdína í Digranesi í gærkvöldi. Leik- urinn var nokkuð kaflaskiptur og lið- in skiptu hrinunum þannig að Stúdín- ur unnu þá fyrstu en HK tvær næstu. Stúdínur náðu síðan á undraverðan hátt að vinna upp forskot HK í íjórðu hrinunni þar sem heimaliðið leiddi 12:3 en taugaveiklunin var mikil hjá HK stúlkum á meðan allt gekk upp hjá Stúdínum. í úrslitahrinunni voru HK stúlkur með forskotið framan af en í lokin jöfnuðu Stúdínur 12:12 en þeim tókst ekki að ræna verðskuld- uðum sigri HK stúlkna. Elín Guð- mundsdóttir og Anna Einarsdóttir léku best í liði HK en hávöm Stúdína réð ekkert við skelli Elínar. Hjá Stúd- ínum stóð Friðrika Marteinsdóttir upp úr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.