Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 4
 KNATTSPYRNA SVÍINN skotharðl Jonas Thern þrumar knettinum aA marki Tyrkja, en hann rataAI ekkl rétta lelA. Reuter Tyrkir skelltu Svíum Tyrkir komnir í annað sætið á eftir Svisslendingum, sem náðu jafntefli í Ungverjalandi SVÍAR sóttu ekki gull í greypar Trykja í Istanbúl í gærkvöldi, þar sem þeir máttu sætta sig viö tap eins og íslendingar. Tyrkir sýndu mikla keppnis- hörku; gáfust ekki upp þó að Svíar hefðu komist yfir, heldur svöruðu með tveimur mörkum, 2:1, og fögnuðu sigri. Með þessum sigri eru Tyrkir í öðru sæti í þriðja riðli und- ankeppni Evrópukeppni landsliða — á eftir Svisslendingum, sem náðu að tryggja sér jafntefli, 2:2, gegn Ungveijum í Búdapest, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir. Svíar léku með tíu leikmenn síð- ustu tólf mín. leiksins, eftir að Joac- him Björklund var rekinn af leikvelli, fyrir brot á Hakan Sukur. Kennet Andersson skoraði mark Svía á 21. mín. úr vítaspymu, en Emre Asik jafnaði á 64. mín. og Sergen Yalcin skoraði sigurmarkið á 75. mín. Sænska liðið náði sér ekki á strik og er aðeins skuggi hins sigursæla liðs frá HM í Banda- ríkjunum. Eins og menn muna máttu Svíar hrósa happi að vinna, 0:1, í Reykjavík, síðan töpuðu þeir, 4:2, í Sviss. Thomas Ravelli, mark- vörður Svía, bjargaði þeim frá stærra tapi — hann varði t.d. tvisv- ar á marklínu á síðustu fjórum mín. leiksins. Subiat hetja Svlsslendinga Ungveijar byijuðu leikinn gegn Svisslendingum með látum og leit allt út fyrir sigur þeirra, eftir það þeir skoruðu tvö fyrstu mörkin. Það var Nestor Subiat sem bjargaði Svisslendingum með tveimur mörk- um á ellefu mín. kafla, 73. og 84. mín. Kllnsmann skoraði tvö mörk Jiirgen Klinsmann, sem tók við fyririiðastöðu þýska landsliðsins þegar Lothar Mattháus meiddist á dögunum, skoraði bæði mörk Þjóð- veija þegar þeir gerðu góða ferð til Tbilisi, þar sem þeir unnu Georg- íumenn 0:2. Þjóðveijar og Búlgarar, sem eru með fullt hús stiga í riðlinum, hafa tekið stefnuna á Evrópukeppni landsliða í Englandi næsta sumar. Klinsmann skoraði fyrra mark sitt með skalla á 24. mín., eftir hom- spymu Mario Basler. 75.000 áhorf- endur sú hann skora seinna markið eftir sendingu frá nýliðanum Heiko Herrlich. Búlgarar tóku á móti liði Wales í Sofíu, þar sem Krasimir Balakov hélt upp á 29 ára afmælisdag senn með því að skora fyrsta mark leiks- ins á 37. mín. og síðan bætti Lyu- boslav Penev, sem leikur með Sport- ing Lissabon, tveimur mörkum við fyrir heimamenn. Balakov skoraði mark sitt með þrumuskoti af 20 m færi; knötturinn hafnaði efst upp í markhominu. Dean Saunders gerði mark gestanna, 3:1. Leikmenn Wa- les léku vamarleik, með Neville Southall fyrir aftan sig — hann varði nokkmm sinnum meistaralega. ■ Úrsllt / E2 ■ Staðan / E2 WMBfHWKD FOLK ■ GYLFI Orrason dæmdi leik Hollands og Möltu í Rotterdam, þar sem heimamenn unnu 4:0. ■ JIM Leighton bjargaði Skotum frá tapi gegn Rússum í Moskvu, 0:0. Hann varði mjög vel gegn óheppnum heimamönnum, sem áttu að fá vítaspyrnu þegar Valery Karpin var felldur innan vítateigs, en þýski dómarinn Hartmut Strampe lokaði augunum fyrir brotinu. ■ SKOTAR léku án ellefu lykil- manna, sem eiga við meiðsli að stríða. Því er árangur þeirra góður í Moskvu og geta þeir þakkað gamla brýning Jim Leighton fyrir að losna við stórt tap. ■ DANIR máttu þakka fyrir jafn- tefli, 1:1, á Kýpur. Heimamenn, sem hafa aðeins unnið tvo leiki í EM, voru ekki langt frá sigri — áttu skot sem hafnaði á stöng í seinni hálfleik. Michael Schiön- berg skoraði mark Dana eftir að- eins tvær mín. ■ JOZEF Wandzik, markvörður Pólveija, varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark og tryggja Rúm- eníu sigur, 2:1. ■ PÓLVERJAR léku tíu síðustu þrjátíu mín. leiksins, eftir að Wal- demar Jaskulski var rekinn af leikvelli. ■ ÍSRAELSMENN og Frakkar gerðu markalaust jafntefli í ísraels. „Ég er n\jög ánægður með mína menn, sem eru óhressir með að hafa ekki náð fram sigri," sagði Shlomo Scharf, þjálfari ísraels. „Við erum ekki langt frá því að komast til Englands." ■ AIME Jacquet, þjálfari Frakk- lands, sagði að ísraelsmenn héldu áfram að særa Frakka. „Við erum ekki búnir að gleyma tapinu gegn þeim í París, sem kostaði okkur sæti í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum. ■ ANDY Cole lék sinn fyrsta landsleik með Englandi gegn Uruguay á Wembley í gærkvöldi, 0:0. Cole kom inná sem varamaður á 71. mín. og var hann nálægt því að skora — átti skot sem hafnaði á stöng. ■ ENGLENDINGAR hafa ekki náð að vinna sigur á Uruguay- mönnum í 26 ár. Terry Venables hefur stjómað enska landsliðinu í sjö landsleikjum, án þess að tapa. Fyrstu sigur Albaníu í þrjú ár ALBANIR unnu sinn fyrsta sigur á knattspyrnuvellinum í þrjú ár, þegar þeir lögðu Mofdaviu að velli, 3:0, i Tírana í gær. Síðast fögnuðu Albanir sigri, 1:0, gegn Litháen í júní 1992 og þar áður, 1:0, gegn íslandi 1990. I>jálfari Albaniu, Neptun Bajko, gat ekki tilkynnt til sitt fyrr en rétt fyrir leikinn, eða þegar Jjóst var hvaða leikmenn sem leika utan Albaniu, mættu til leiks. FRJALSIÞROTTIR Martha náði sér ekki á strik laitha Ernstdóttir náði sér ekki á strik á heimsmeist- aramótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Englandi um síðustu helgi. „Því miður gekk þetta ekki upp hjá mér. Ég tel mig eiga að geta verið í kring um tuttugusta sætið en þegar ég sá að ég gæti ekki náð því hætti ég eiginlega og endaði í 88. sæti,“ sagði Mart- ha í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að ekkert þýddi að láta þetta hafa áhrif á sig, heldur líta á björtu hliðarnar og reyna að læra eitthvað á mistökunum. „Þetta var slæmur dagur og ég var eitthvað voðalega þreytt þannig að þetta gekk ekki upp.“ Það var mikil keppni í kvenna- flokki þar sem þær áttust við Ólympíumeistarinn í 10.000 metra hlaupi, Detartu Tulu frá Eþíópíu og Catherina McKiernan frá írlandi. Tulu sigraði og var þetta fjórða árið í röð sem þær skipa sér í fyrsta og annað sætið. Tulu sagðist hafa verið nokkuð viss um að vinna því „Catherina hefur ekki nægilega góðan enda- sprett," sagði Tulu. Hlaupararnir frá Eþíópíu mættu seint til leiks. Þeir flugu til Aþenu og urðu að dvelja á flug- vellinum þar í heilan sólarhring áður en hægt var að halda til Englands. „Þetta var alveg hræði- legt ferðalag og menn voru eðli- lega mjög þreyttir," sagði Haile Guebre Selassie sem varð í 4. sæti, en hann er heimsmethafí í 5.000 metra hlaupi. Paul Tergat frá Kenýu sigraði í karlaflokki og var þetta í tíunda árið f röð sem hlaupari þaðan sigr- ar. Tergat náði öruggri forystu eftir átta kílómetra og hélt henni til loka, en hlaupararnir hlupu 12 kílómetra. Kenýabúar eru þekktir fyrir kænsku sína í hlaupum sem þessu og þrátt fyrir að John Ngugi og William Sigei væru ekki með lét Tergat það ekki á sig fá, kom sér í þægilega stöðu ásamt sam- löndum sínum og sigraði. Ishmael Kirui frá Kenýa varð sigurvegari á mótaröðinni, hlaut 135 stig en Paulo Guerra frá Portúgal varð annar með 130 stig og Salah Hissou frá Marokkó þriðji með 117 stig og Tergat náði fjórða sæti með 97 stig. Þrátt fyrir annað sætið að þessu sinni sigraði Catherina McKeiernan frá Irlandi í kvenna- flokki, hlaut 135 stig en Rose Cheruiyot frá Kenýa varð önnur með 126 stig og Catherine Kirui frá Kenýa þriðja með 100 stig. VIKINGALOTTO: 41 17 24 39 16 7 / 30 35 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.