Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 1
JMtangtmitlaMto PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS AÐSENDAR GRBNAR FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 BLAÐ Farið á bak við þj óðina Undirstaða í lýðræðisþjóðskipulagi TIL siðs er hjá mörgum að agnú- ast út í stjórnmálaflokkana og til- vist þeirra án þess að gera grein fyrir hvað ætti að koma í staðinn. Lýðræðishugsun virðist fólki hér á landi eiginleg og þingræðisreglan, sem byggt er á, vera því töm. Fáum mun hafa blandast hugur 1944, þegar þjóðin endanlega tók stjórn eigin mála í sínar hendur, að stofna hér lýðveldi, þar sem fólk almennt með kosningarrétti hefði úrslita- vald um landsstjórn. Tæki til að leiða fram vilja meirihluta fólks, við kosningar reglubundið á ijög- urra ára fresti, eru stjórnmála- flokkarnir og skipulagðar hreyfíng- ar manna á meðal sem gefa sig út fyrir það. Kosningar eru frjálst val fólks um meginlínur í landsmálum næsta kjörtímabil og verða því flokkarnir og aðrir sem sækjast eftir fylgi að lýsa því vel og greinilega fyrir kosn- ingar hvernig þeir muni standa að landsstjórninni eftir kosningar fái þeir traust til þess. Kosningaréttur- inn er einn af grundvallarþáttum mannréttinda í lýðræðisríki. Virð- ing stjórnmálanna fyrir dómgreind þeirra sem með þann rétt fara er forsenda trúnaðar og trausts miili landsmanna og þeirra sem hafa meirihluta fylgi stjórnarathafna tímabil. Kjósendum misboðið Nú hafa þau undur og stórmerki gerst í lýð- veldinu Islandi að stjórnmálaforingi, for- maður gróins flokks og sjálfur í framboði, hefur lýst því fyrir alþjóð að hann sé búinn nú fyrir kosningar að semja drög að málefnasamn- ingi fyrir ríkisstjórn að kosningum loknum — án þess að birta efni þlaggsins. Tæplega er unnt að misbjóða læsu og skrifandi fólki öllu meira. Ekki held ég að menn hér á landi séu geðminni en í öðrum löndum né fúsari að láta leiða sig blindandi á einhvern bás — en þessar aðfarir eru umbúðalaus tilraun til þess. Hvert mannsbarn hér veit að fylgi stjórnmálaflokkanna er þannig að jafnan starfa samsteypustjórnir, það er, að fleiri en einn stjórnmála- flokkur verða að koma sér saman um landsstjórnina hveiju sinni. Sú staðreynd segir okkur einfaldlega að leynilegar viðræður milli ein- hverra stjórnmálaflokka hafa farið fram um hvernig haga skuli málum eftir kosningar, án þess að birta fólki þann ásetning. Öllu meira er ekki unnt að fara á bak við eina þjóð rétt áður en hún gengur að kjörborði. Ekki öll sagan Enda er hér ekki öll sagan sögð. Fyrir fáum dögum komu fram í sjónvarpsþætt- inum Dagsljósi, for- maður Alþýðubanda- lagsins, Ólafur Ragn- ar Grímsson og Jó- hanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka. Sýndist fara vel á með þeim sitjandi í sama sóf- anum og er í sjálfu sér vel um það — en þau voru að metast á. Þau voru að metast á um hvort þeirra hefði verið fyrr á ferðinni með drög að stjórnarsáttmála, en hvorugt þeirra hafði fyrir því að upplýsa meginlínur er þau leggðu. Með öðrum orðum, fólki er ætlað að kokgleypa fyrirhyggjuna án þess að vita hvað í henni felst. Atkvæðasníkjur Óumdeilanlega vakna' spurning- ar. Hvorugur þessara stjórnmála- manna er svo skyni skroppinn að vita ekki að verið er að leika sér Björg Einarsdóttir að eldi; í þessu tilfelli dómgreind hins almenna kjósanda. Og þá er spumingin hvaða nauður rak þau til að koma fram með þessar ótíma- bæm yfirlýsingar um framtíð fólks án þess að fyrir lægi afl atkvæða úr kosningum. Líta verður yfír þjóð- félagssviðið á þessum tímapunkti. Afar viðkvæm kjaradeila kennara- samtakanna var að komast í tíma- þröng. Skal hér ekki tekin afstaða í því máli, en svo sannarlega viljum við að sú starfsstétt, er ásamt for- eldrum og öðmm uppalendum, vinn- ur að því að koma bömum þessa lands til nokkurs þroska, búi við þau kjör sem best em eftir efnum og aðstæðum þjóðarbúsins. Stjórnmálaforingi hefur lýst fyrir alþjóð að hann sé nú fyrir kosningar búinn að semja drög að málefnasamningi, segir Björg Einarsdóttir, án þess að birta kjós- endum efni hans. Oddvitar landsstjórnarinnar höfðu gert deiluaðilum ljóst, að tími til samninga væri að renna út; kosningar að tveimur vikum liðn- um; í kjölfar þeirra stjórnarmynd- unarviðræður, er í ljósi áratuga- reynslu gætu tekið nokkrar vikur; þá væri komið fram á sumar en vinnulota kennara sem kunnugt er einkum frá hausti til vors og núver- andi starfsmisseri þá á enda mnn- ið. Óvissa ríkti um hvenær aðstæð- ur mynduðust til að taka samninga fyrir á nýjan leik. í framhaldi af þessum samræðum var sáttasemj- ara falið að setja fram tillögu er gæti orðið grundvöllur að sam- komulagi. Hefur þetta siglt málinu í höfn í bili. En bráðlá sem sagt á að „melda“ til kennara um stjórnmálamenn sem gætu hespað stjórnarmyndun- arviðræður af á einni viku, aðeins ef þeir fengju kjörfylgi til þess. Ef kennarasamtökin hefðu úthald til að þrauka þessar tvær vikur fram að kosningum og svo þessa einu viku eftir þær þá yrði allt vel. Til- kynningin um fyrirliggjandi stjórn- arsáttmála var blátt áfram liðsbón eða óduldar atkvæðasníkjur. Skriftamál pólitíkusa En hvaða kostir voru kennurum svo búnir ef þeir hefðu beðið með að semja? Það var ekki upplýst frekar en annað. Ekki þarf lang- tímaminni til að rifja upp að ríkis- stjórn félagshyggju og jafnréttis, undir forsæti framsóknarmanna, mynduð 1988, tók að sér „að frysta launin og takmarka samningsrétt verkalýðsfélaganna með bráða- birgðalögum“ (Þjóðv. 30.11.1988). I þessu máli gerir litla stoð þó þeir sem þá áttu hlut að máli hafí nú uppi skriftamál á pólitískum fundum, iðrist fyrri gerða sinna og segist sjá eftir þeim eins og gerðist á almennum stjórnmálafundi í Ráð- húsi Reykjavíkur, laugardaginn 25. mars sl. Þeim málum mælti sá er gegndi starfi menntamálaráðherra í fyrrnefndri stjórn 1988-1991. Grátbróðir hans á þeim fundi var frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Eftir stendur að jafnan er torvelt að spá, einkum um fram- tíðina og minnast má orðtaksins: Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Höfundur er fyrrv. miðsljómarmaður Sjálfstæðisflokksins. Smáfyrirtækin o g Alþýðuflokkurinn ÍSLENSKUR iðnaður verður án efa sólrisugrein næstu aldar. Iðnað- urinn er nú búinn að aðlaga sig nýju, alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, sem nánari tengsl íslands við umheiminn hafa skapað. Greinin er því albúin til að takast á við alþjóðlega sam- keppni, enda sýna tölur frá síðasta ári gríðarlega aukningu í útflutningi á iðnaðarvörum, eða 27%. Dijúgan hluta af umskiptunum í iðnaðinum má rekja til kynslóða- skipta, sem hafa brotist fram í há- tæknivæðingu, auknu áræði, og út- sjónarsemi. Framleiðni er því á upp- leið. En aðgerðir stjórnvalda hafa skipt afar miklu. Ráðherrar Alþýðu- flokksins hafa á átta ára tíð í við- skipta- og iðnaðarráðunauneytinu rifið niður múra einangrunar gagn- vart umheiminum og hvatt til auk- innar alþjóðavæðingar. Vaxtalækk- un, mjög lág verðbólga og stöðugt en lágt raungengi hafa sömuleiðis skipt sköpum. Með stöðugleikanum, sem er helsta afrek rík- isstjómarinnar, er lagð- ur grunnur að nýrri sókn í útflutningsiðnaði. Ólatur Sighvatur Verk Sighvatar Björgvinsson hafa skipt miklu máli fyrir iðnað- inn. Á skömmum tíma í iðnaðarráðuneytinu hefur hann skapað bættan jarðveg fyrir vaxtarsprota á borð við hugbúnaðariðnaðinn, sem áður velktist án þess að stjórnvöld sinntu honum. En jafn- framt hefur hann gjör- breytt stöðu skipaiðnaðarins; gamal- reyndrar iðngreinar sem átti í vök að veijast. Sighvatur kom á jöfnun- artollum til að verja innlendan skipa- iðnað fyrir erlendum undirboðum. Árangurinn er sá að Örn Friðriks- son, formaður Málm- og járniðnaðarmanna, tel- ur nú að íslenskur skipaiðnaður sé sam- keppnisfær við öll lönd nema Pólland. Þetta hefur forðað skipasmíð- um á íslandi frá hruni og reyndar hefur af- koma sumra fyrirtækja í skipasmíðum þegar gjörbreyst til hins betra. Smáfyrirtækin Ein af forsendum þess, að þróttur íslensks iðnaðar nái að bijóta fram í aukinni fram- leiðni og þar með sam- keppnishæfni, er fjárfesting í rann- sóknum. Þar er strax komið að veik- leika hjá íslenskum fyrirtækjum. Að meðaltali eru þau aðeins með um 4 menn í vinnu. Eðlilega er svo litlum fyrirtækjum nær ókleift að standa straum af mikilli rannsóknarvinnu, sem á harðnandi markaði er forsenda vaxtar. Það er nauðsynlegt að smá- fyrirtæki með vænlegar nýjungar eigi kost á stuðningi í formi styrkja eða áhættulána til að kosta þróunar- vinnu sérfræðinga, sem hægt væri að f á til aðstoðar tímabundið frá rann- sóknarstofnunum eða háskólunum. Til frambúðar er nauðsynlegt að koma upp sterkum fjárfestingalána- sjóði, sem sinnir stuðningi af þessu tagi. Hugmyndir Alþýðuflokksins felast í því að bijóta upp úrelta skipt- ingu lánasjóða eftir atvinnugreinum. Við viljum renna saman Iðnlána-, Iðnþróunar- og Fiskveiðasjóði í einn sterkan fjárfestingalánasjóð fyrir at- vinnulífíð. Slíkur sjóður hefði trausta burði til að sinna þörfum atvinnulífs- ins, með höfuðáherslu á ný smáfyrir- tæki. Stóraukið fjármagn til rannsókna og þróunar En á þá ekkert að gera strax til að styðja smáfyrirtæki í iðnaði? Jú. Svo sannarlega. Alþýðuflokkurinn hefur séð svo um, fyrir tilstilli Sig- hvats, að á næstu 15 niánuðum mun Iðnþróunarsjóður veija 230 milljón- um til að styrkja nýsköpun í iðnaði, þar sem lögð verður höfuðáhersla á nýjungar, þar á meðal í hugbúnaði, sem hefur verið afskiptur til þessa. Auk þess fjármagns hefur ríkis- Árangur j öfnunartolla er sá, segir Össur Skarphéðinsson, að formaður Málm- og járniðnaðarmanna telur nú að skipaiðnaðurinn sé samkeppnisfær við öll lönd nema Pólland. stjórnin stóraukið fjármagn til rann- sókna á síðustu árum. Á kjörtímabil- inu hafa verið teknar ákvarðanir um að veija 350 milljónum, eða um fimmtungi af andvirði seldra ríkisfyr- irtækja, til hagnýtra rannsókna. Á sama tíma hefur fjármagn til Rannsóknarsjóðs verið aukið, þrátt fyrir nauðsynlegan samdrátt á öðrum sviðum hins opinbera. Fjármagn til rannsókna og þróun- ar í atvinnulífínu hefur því ekki í annan tíma komið í ríkari mæli úr sjóðum ríkisins. Stuðningur við efl- ingu smáfyrirtækja í iðnaði hefur sömuleiðis stóreflst. Orð stjórnmála- manna eru ekki alltaf tóm. Höfundur er umhverfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.