Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 24
24 C FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson SUMARHÚS eða vetrarvirki? Sum orlofshús eru orðin heilsárs- hús og svo vel útbúin, að þau má nota jafnt vetur sem sumar. Þessi vetrarmynd er af fjallaskála Útivistar á Fimmvörðuhálsi í 1100 metra hæð. Skálinn er nýttur jafnt vetur sem sumar. ÞESSI sumarbústaður er til sölu hjá fasteignasölunni Garði. Hann er 50 ferm. og stendur á ca 1/2 ha grónu landi skammt frá Hvítá og í 4-5 km fjarlægð frá Selfossi. Á þennan bústað eru settar . 3,3 millj. kr. með innbúi. Timi sumarhusanna framwndan IJppsveitir Arnes- sýslu, Kjósin og Borgar- Qörður efHrsóttust Það má gera ráð fyrir töluverðrí hreyfingu á sumarhúsamarkaðnum, segir Magnús Leópolds- son fasteignasali og í hertu eftirliti með sumar- húsasmíði felst þýðingarmikil neytendavemd, segir Ami Jóhannsson, viðskiptafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Fjöldi umsókna um sumarhúsabyggingar í uppsveitum Árnessýslu 1983-1994 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 LANG fjölmennasta sumarhúsabyggðin er í uppsveitum Árnes- sýslu, en þar eru nú tæplega 3.000 bústaðir, þar af rúmlega 1.300 í Grímsneshreppi einum. Þessi teikning sýnir umsóknir um sumar- húsabyggingar í uppsveitum Árnessýslu, sem ná yfir 8 hreppi, á tímabilinu 1983-1994 og er byggð á upplýsingum byggingafulitrú- ans á þessu svæði. Flestar voru umsóknirnar á árunum 1988- 1989, en þá voru þær 233 hvort árið um sig. SUM ARHÚ S AM ARKAÐURINN hefur farið rólega af stað að þessu sinni og það má sennilega kenna tíðafarinu. Færðin hefur ekki verið það góð, að fólk hafí getað farið á venjulegum fólksbílum austur í sveitir og upp í Borgarfjörð, hvað þá lengra. Úndanfarin ár hefur hins vegar verið fremur hagkvæmt að kaupa notuð sumarhús, því að framboð á þeim hefur verið tölu- vert. Verð á notuðum bústöðum hefur ekki hækkað, þó að það hafí ekki beinlínis lækkað heldur miðað við það að kaupa lóð og láta byggja fyrir sig nýtt sumar- hús. etta kom fram í viðtali við Magnús Leópoldsson, fast- eignasala í Fasteignamiðstöðinni, en þar eru 50-60 sumarhús á sölu- skrá. — Síðustu daga hef ég fundið fyrir vaxandi áhuga hjá fólki á sumarhúsum og á ekki von á öðru en að eftirspurn verði mikil eins og und- anfarin ár. Eg geri því ráð fyrir tölu- verðri hreyfingu á sumarhúsa- markaðnum. Að sögn Magnúsar eru eftirsótt- ustu sumarhúsasvæðin eftir sem áður þau, sem eru í góðu ökufæri frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Grímsnesið og uppsveitir Árnes- sýslu, Kjósin og Borgarfjörður. Margir leggja áherzlu á, að til stað- ar sé rafmagn og heitt vatn. Þá skiptir það líka máli, að ekki sé langt í sundlaug og verzlun og annað af því tagi. Hestamenn sækjast eftir góðri aðstöðu fyrir reiðhesta og fyrir enn aðra skiptir vatn og veiðiskapur mestu máli. — A svæðinu í kringum Hafra- vatn og vjð Vatnsenda á sér stað athyglisverð þróun en kannski í svolítið aðra átt, segir Magnús. — Þar voru áður fyrst og fremst sum- arhús, en nú er fólk farið að búa í þessum húsum allt árið í kring og mun minna um það en áður, að fólk sækist eftir húsum á þess- um svæðum fyrir sumarhús. Þama eru þó enn nokkrir glæsilegir sum- arbústaðir, sem verða það vafa- laust áfram. Margir sækjast nú fremur eftir eignarlóðum en leigulóðum, ef um val er að ræða. — Fólk vill heldur eiga lóðina, þó að hitt þurfí ekki að vera óhagkvæmt á nokkurn hátt, segir Magnús. — Ég held samt, að baki þessu liggi meira tilfinning en annað. Yfirleitt eru leigusamningar á sumarhúsalóðum til 25-50 ára og oftast engin fyrir- staða varðandi áframhald á slíkum samningum. Bættar samgöngur stytta vegalengdirnar — Vegna bættra samgangna skipta vegalengdir minna máli en áður, heldur Magnús áfram. — Því er fólk á höfuðborgarsvæðinu farið að sækjast eftir sumarhúsum, sem eru lengra í burtu en áður var. Ýmis fagfélög og starfsmannafé- lög í Reykjavík og nágrenni hafa komið sér upp sumarhúsum úti á landi og jafnvel keypt í því skyni góðar jarðir og þá yfirleitt án kvóta. Þessi hús eru gjarnan það vönduð og það vel útbúin, að í þeim má dvelja á hvaða tíma árs sem er. Þau eru yfirleitt reist í fallegu umhverfi og að sjálfsögðu skiptir það máli, að stutt sé í góða þjónustu eins og sundlaug og það er einnig stór kostur, ef hægt er að stunda veiðiskap og fara í skemmtilegar gönguferðir, svo að eitthvað sé nefnt. — Hér hjá Fast- eignamiðstöðinni er nú einmitt til mikil útivistarperla af þessu tagi, segir Magnús ennfremur. — Þetta er jörðin Bær í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandasýslu, ásamt jörðunum Melbæ og Hábæ, sem eru nýbýlj úr jörðinni. Heildar- stærð þessara jarða er allt að 2.000 ha., en sú tala er þó ekki nákvæm. Þær eiga land að sjó og þeim fylgja ellefu eyjar með töluverðri dún- tekju eða um það bil 10 kg af hreinsuðum dún á ári. Jörðinni Bæ fylgir ennfremur helmingur af Bæjará og 40 stangardagar í ánni á ári, en í henni er sæmileg bleikju- veiði. í landi þessara jarða eru átta vötn, svonefnd Lambavötn og þar er silungsveiði. Jarðirnar eiga einn- ig helminginn í svonefndu Geddu- vatni. Það kemur vel til greina að selja jarðirnar í tvennu eða þrennu lagi. Ásett verð á allar jarðirnar er 19 millj. kr., en á þeim hvíla rúmlega 1 millj. kr. Á þessum jörðum var áður rekið stórbú, en nú er ábúandinn aðeins með 30 ærgildi og einumgis nokkr- ar kindur. Jarðimar liggja við þjóð- veg og þar er söluskáli með bens- ínafgreiðslu. Það er einnig stutt í byggðina í Reykhólasveit og þá þjónustu, sem þar er fyrir hendi. — Að mínu mati er hér um mikla náttúruperlu að ræða, sem gefurýmsa möguleika, sagði Magn- ús Leópoldsson að lokum. — Hún væri hentug fyrir félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir til þess að koma sér upp góðri orlofsaðstöðu, sem vel mætti nýta vetur sem sum- ar, þegar fram í sækir. Vegalengd- imar em alltaf að styttast. Nú hef- ur verið ákveðið að byggja brú yfír Gilsfjörð og þegar Hvalíjarðar- göngin koma styttist leiðin vestur á land enn til mikilla muna. 9.000 sumarhús í landinu Á skrá hjá Fasteignamati ríkis- ins em nú um 8.000 sumarhús í landinu, en sennilega eru þau enn fleiri því að sum þeirra eru ekki skráð sem slík. Uppi á hálendinu em um 400 skálar og við þetta bætast veiðihús, sumarhús við sveitabæi og uppgerð eyðibýli, sem notuð eru sem sumarhús. Þegar allt þetta er talið með, eru sumar- hús eða orlofshús í landinu vart færri en 9.000. Lang fjölmennasta sumarhúsabyggðin er í uppsveitum Árnessýslu, en þar eru nú tæplega 3.000 bústaðir, þar af rúmlega 1.300 í Grímsneshreppi einum. Greiðsla á kaupverði sumarhúsa er með öðram hætti en í venjuleg- um íbúðarkaupum, því að það er ekki hægt að fá húsbréfalán vegna slíkra kaupa, enda þótt það sé auðvitað hægt að nota húsbréf, sem fólk á fyrir sem gjaldmiðil þar líkt og önnur skuldabréf. Algengt verð fyrir notaðan bústað í sæmi- legu ástandi er nú 3-4 millj. kr. og þaðan af hærra, allt eftir stærð og ásigkomulagi. Við greiðslu kaupverðs er engin ákveðin regla til, en algengt mun vera að borga um helming kaup- verðsins á árinu og afganginn með veðskuldabréfí til einhvers tíma. Annars em alls konar eignaskipti til og bílar jafnvel teknir upp í kaupverðið. Aldur sumarhúsa er að sjálfsögðu mismunandi og eftir því sem þau em nýrri og betri koma að sjálfsögðu betri tilboð í þau. Beztu sumarhúsin em jafnvel borguð út í hönd. Stundum eru aðal verðmætin fólgin í fallegri og gróinni lóð, þannig að eignin kann eftir sem áður að seljast á góðu verði, þó að húsið sé orðið gamalt og lítils virði. Smíði nýrra sumarhúsa er orðin mikil atvinnugrein og á sumum stöðum, sem liggja vel við vinsæl- ustu sumarhúsasvæðunum, er þessi smíði snar þáttur í starfsemi byggingarfyrirtækjanna. Lítið er um að nýir bústaðir séu keyptir á teikningum. Fólk vill helzt fá þá tilbúna og komna á staðinn. Mjög algengt er, að húsin séu flutt tilbú- in á viðkomandi lóð í heilu lagi eða í hlutum og þar er því í raynd um verksmiðjuframleidd hús að ræða. Hitt em þó líka til, að einstakling- ar láti byggja fyrir sig sumarhús á lóðinni sjálfri, spýtu fyrir spýtu. í fyrra tilfellinu þarf samkvæmt byggingarreglugerð vottorð frá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins á húsin rétt eins og önnur hús, en í síðara tilfellinu ekki og húsin em þá sjaldnast tekin út á fokheldisstigi. Þannig virðist vera hægt að reisa hús, án þess að nokkur viti, hvernig það er raun- vemlega byggt. Þetta fyrirkomu- lag vekur nokkrar áleitnar spurn- ingar. Hafa kröfur til nýrra sumar- húsa verið hertar og eru þær í rauninni ekki orðnar of miklar? Fyrir svömm verður Árni Jóhanns- son, viðskiptafræðingur hjá Sam- tökum iðnaðarins, en þau hafa lát- ið þetta mál til sín taka. Vottorða krafizt — Kröfurnar hafa ekki verið hertar, segir Árni..— Athygli hefur aðeins verið vakin á því ákvæði, að krafizt er vottorða fyrir verk- smiðjuframleidd orlofshús, rétt eins og önnur hús af því tagi. Skilgreining á því, hvað eru verk- smiðjuframleidd orlofshús, hefur verið á reiki. Eru það hús, sem eru smíðuð á höfuðborgarsvæðinu og sett saman á áfangastað eða ein- ungis þau hús, sem smíðuð em og sett saman í verksmiðju en síðan flutt í einu lagi á áfangastað. Að mínu mati leikur engin vafi á því, að ákvæði byggingarreglugerðar- innar um verksmiðjuframleidd hús gilda um öll þessi hús. Það gengur ekki að gera lakari kröfur til þeirra húsa, sem byggð eru á staðnum en þeirra, sem smíð- uð eru í verksmiðjum. Með hertu eftirliti felst þýðingarmikil neyt- endavernd, því að eftir að búið er að reisa hús, þá er margt hulið af því, sem er úttektarskylt. Ef það hefur ekki verið tekið út, veit eng- in um, hvort það er vel eða illa byggt eða hvort öryggiskröfum er fullnægt. Embætti byggingarfull- trúanna á landinu eru samt afar misjafnlega vel í stakk búin til þess að framkvæma þetta eftirlit og á fámennari stöðum úti á landi er ekki hægt að sinna þessu eftir- liti eins og skyldi. — Kröfur fólks eru líka orðnar miklu meiri en áður, heldur Árni eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.