Morgunblaðið - 31.03.1995, Side 1

Morgunblaðið - 31.03.1995, Side 1
Bndapest Sérframleidd og ódýrari Bónus- páskaegg á markað Morgunblaðið/Sverrir MARGIR hafa brugðið sér í Nóatúnsbúðirnar til að kaupa eitt og annað á 100 krónur. Glös, rúðuúði og mýkingarefni fyrst uppseld á 100 kr. tilboðssölu NÓATÚNSBÚÐIRNAR buðu upp á hundrað vörutegundir á 100 kr. sl. þriðjudag. Margt var um manninn og fljótlega seldust nokkrar vörutegundir upp. Einar Jónsson, framkvæmdastjóri búðanna, segir viðbrögð viðskiptavina með ólíkindum og glös, rúðuúði, mýking- arefni og 5 sveppadósir saman í pakka hafi átt mestum vinsældum að fagna. Upphaflega stóð til að tilboðið stæði í 14 daga, en verður líklega skemur sökum vöruþurrðar. Vörumar eru keyptar af norskri heildsölu, Tetje He- ili, gegnum íslenska umbóðsaðila. Einar segir að hugmyndin um tilboðssölu af þessu tagi hafí vaknað skömmu eftir áramót, þótt þá hafi ekki verið ákveðið að bjóða allt á 100 kr. Hann segir söl- una örlítið hafa daiað, en viðbrögðin ýti undir að haldin verði áþekk tilboðs- sala aftur. Margir hafi gert reyfara- kaup, þ.á m. konan sem ætlaði að leigja glös fyrir fermingarveislu en keypti þess í stað 60 glös á 2.000 kr. Einar neitar því ekki að meiri pening- ar komi í kassana vegna þess að fólk kaupi ýmsar aðrar vörutegundir um leið og það nýtir sér 100 kr. tilboðið. Hann segir að eigendur búðanna hafi líklega verið meðal fárra sem fögnuðu að ekki hefði tekist að leysa kennaraverkfallið í vikubyrjun, því þeim veitti ekki af um 50 manna liðsauka, sem flestir voru nemendur. —■ \ BÓNUS hefur látið framleiða fyrir sig sér- stök Bónus páskaegg í einni stærð og kosta þau 717 krónur. Eggin, sem eru framleidd hjá Góu og era þessa dagana að koma í verslanir Bónus vega 375 grömm. Til samanburðar má geta þess að páskaegg frá Nóa-Síríus númer 5 sem vegur 425 grömm kostaði fyrr í vikunni hjá Hagkaup 1.359 krónur, hjá Pjarðar- kaupum voru sams kon- ar egg á 1.295 krónur. Verðmunurinn er því mikill miðað við þyngd eggjanna. Hinsvegar má finna mun ódýrari egg hjá Hagkaup líka, t.d. kostar þar 400 gramma Góu egg 989 krónur. Mónu páskaegg númer 8, sem er 330 grömm, kostar 938 krónur í Hagkaup og Mónu egg númer 10, sem vega 550 grömm, kosta 1.729 krónur. Séu þessar upphæðir umreikn- aðar í prósentur og miðað við sömu Morgunblaðið/Emilía þyngd hjá hveijum, þ.e. 400 g kem- ur í ljós að Bónus-eggið er 41.75% ódýrara en Nóa-Síríusegg, 22,67% ódýrara en Góuegg sem var selt á 989 kr. í Hagkaup og 32,8% ódýr- ara en Mónueggið númer 8. g Fjörurnar eru misfreistandi NOKKUR fjörusvæði í höfuðborg- inni eru varasöm vegna skolp- mengunar og stærstu útrásimir við Skeljungssvæðið norðan- og utantil í Fossvogi og í Laugarnesi á móts við Laugalæk. Rétt austan við Klepp ‘er líka skolpútrás og önnur í mynni Grafarvogs. Þá eru skolpútrásir við útfyllinguna í Sundahöfn og á Sævarhöfða í mynni Elliðaánna, en ólíklegt að fólk fari á þessa staði til útivistar. Síðan era margar en litlar skolpút- rásir við Ananaust og Eiðsgranda. En hreinust er fjaran í námunda við Seltjörn. Flestir hafa gaman af fjöruferð- um og þær verða vitanlega skemmtilegri með vorinu á næstu vikum. En það er ekki sama hvert farið er og betra að halda sig frá stóru skolpútrennslunum. Annars staðar er sjálfsagt að fá sér göngu og týna kannski steina — og skelj- ar til að horfa á en ekki til að borða úr. Fjörur á höfuðborgar- svæðinu og næsta nágrenni eru nefnilega alls ekki nógu hreinar til að týna krækling sér til matar eða söl, menn þurfa að minnsta kosti að fara upp í Kollafjörð eða suður fyrir Straumsvík til að vera öruggir. Frá maímánuði má reynd- ar vara sig á þörangum sem geta grasserað yfir sumarið og eitrað skelfisk. UnniA að úrbótum Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri segir ástandið ekki gott í fjörum borgarinnar sem stendur, en mikinn kraft í vinnu að úrbót- um. Stór hreinsistöð á móts við Mýrargötu verði tekin í notkun seint á næsta ári og þar með legg- ist af útrásirnar í Fossvogi, Eiðs- granda og Ánanaustum. Hreinsi- stöðin muni þjóna Fossvogi og Breiðholti, verulegum hluta Arbæj- ar, Seláshverfi, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi. Næstu 12 til 15 ár verði áfram unnið að uppbyggingu holræsakerfísins og kringum aldamót verði öðrum stór- um áfanga náð með hreinsistöð í Laugarnesi. Hreinast vlð Seltjörn Tryggvi Þórðarson hjá heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur segir mengunaráhrifa geta gætt á þör- unga í fjörunni á 20 til 40 metra svæði kringum stóru skolpfrá- rennslin. Hann mælir helst með fjörunni í grennd við Seltjörn vest- ast á Seltjarnarnesi, hún sé einna hreinust og fjölbreytileg með sandi og allra syðst klöppum. Á þessar slóðir bendi hann til dæmis leikskólum sem vilji fara í fjöru- skoðun. Einar Egilsson hjá Náttúru- vemdarfélagi Suðvesturlands held- ur líka upp á ijöruna við Seltjörn og segir einnig ágætt að fara innst í Fossvoginn, austan við Naut- hólmsvík. Örfirisey sé síðan skemmtileg og Grandahólmi þegar háfjara er. Þar þurfi þó að gæta varúðar. Loks sé fjaran neðan við Korpúlfsstaði áhugaverð og ekki megi gleyma Viðeyjarfjörunni. ■ Bílagæsla vM Leífsstöð fiá 1. apríl NÚ UM mánaðamótin er tekin upp gjaldskylda fyrir afnot um 400 langtímastæða norðan og vestan við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Þessi háttur verður á hafð- ur til 30. nóvember. Það er Bif- reiðagæslan hf. í Keflavík sem annast rekstur og umsjón stæð- anna allan sólarhringinn þriðja sumarið í röð. Gjald verður 245 kr. fyrir hvem hafínn sólarhring, en það var í fyrra 220 kr. Pétur Guðmundsson hjá Flug- málastjóm Keflavíkur segir að fyr- ir þessu sé ekki grundvöllur yfír veturinn, en Bifreiðagæslan hefur þá tekið að sér að geyma bíla niðri í Keflavik ef óskað er og þeim er síðan skilað við komu farþega. Áfram verður hægt að leggja bílum ókeypis fyrir framan og aft- an flugstöðvarbygginguna en há- markstími frá og með morgundeg- inum er þijár klukkustundir. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.