Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ T T eygja fyrir axlir, mjóbak og mjaðmir HVORT sem þið viljið hita upp fyrir erfiðari æfíngar eða slaka á eftir stress hentar teygjan sem hér er lýst fyrir neðra bak og mjaðmir auk efri hluta líkamans. Hún er kennd við Randy Myers, þjálfara í Palm Beach Gardens í Flórída. Liggðu á bakinu með hné vel bog- in og iljar á gólfi. Til að liðka efri hluta brjóstkassa, axlir og háls skaltu teygja hægri handlegg beint út til hliðar og beygja hann svo við oln- boga í 90 gráðu horn sem opnast upp. Öxlin og allur handleggurinn eiga að snerta gólfið. Næst á að krossieggja hægri fót yfir vinstra hné - og láta fótlegginn hvíla þar. Svo skaltu halia mjöðmum til vinstri með því að færa hnén eins nærri gólfínu og hægt er. Bakið og vinstra hné ættu að mynda 90 gráðu hom. Til að teygja mjóbakið enn betur togarðu hægra hné (það efra) neðar með vinstri hendi (þeirri sem er iaus). Myers vill að teygjunni sé haldið í fimm til átta sekúndur og síðan skipt um hlið, vinstri handleggur út og í beygju, vinstri fótur yfir hægra hné og síga niður til hægri. Hann ráðleggur að teygt sé á þennan hátt þrisvar til fímm sinnum hvoru megin. ■ jÁE^INl^URENT KYNNING á hinum glæsilegu vor- og sumarlitum í dag og á morgun frá kl. 11.30. SAXIVXA Gréta Boða, fórðunarmeistari, leiðbeinir umfórðun og litaval. VERIÐ VELKO MIN DAGLEGT LIF KYNNIR kvöldsins, Stefán Karl Stefánsson, hélt uppi ríf- andi stemmningu í salnum HARÐSNÚNA Hanna, önnur frá hægri, umkringd aðdáendum. Fulltrúar Menntaskólans við Sund voru, talið frá vinstri: Ólafur H. Guðmundsson, Kári M. Guðmundsson, Eiríkur Sturla Ólafs- son, Stefán Þórarinsson og Snorri Petersen. Söngfuglar í framhaldsskólum SÖNGKEPPNI framhaldsskól- anna var haldin í fimmta sinn á Hótel Islandi í síðustu viku. Að keppninni stóðu hagsmunasamtök framhaldsskólanna og mættu full- trúar 26 skóla til leiks, alls um 70 manns. Framhaldsskólanemar standa alfarið að skipulagi keppn- innar og s.l. haust voru fjórar stúlkur valdar til að hafa umsjón með framkvæmd hennar. „Undirbúningurinn var viða- meiri og tímafrekari en við gerðum ráð fyrir,“ segir Rósa Hrönn Árna- dóttir, sem var í framkvæmda- nefnd. „Við hófum undirbúning síðasta haust, en mesta vinnan var frá janúar þar til keppninni lauk. Öllum sem komu að keppninni fannst hún takast vel, svo við erum mjög ánægðar með árangurinn." Rósa Hrönn' stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, en auk hennar sátu í nefndinni Þóra Jónsdóttir úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Edda Dröfn Daníels- dóttir úr Menntaskólanum við Sund og Borghildur Sverrisdóttir úr Flensborgarskóla. Engin þeirra hafði verið mjög virk í félagslífi þar til þær þær voru beðnar að annast undirbúning keppninnar. Rósa segir að í framkvæmdastjórn sé einmitt miðað við að þar sitji fólk sem ekki sé á kafi í öðru fé- lagslífi. „Við þekktumst ekki áður, en smullum saman og vorum alltaf samstiga." HUGtmfNN starfar best GINSAMA G 115 þegar líkaminn er vel inniheldur vísindalega hvíldur og fullur af prófað ginseng þykkni náttúrulegri orku. úr völdum ginseng GtNSANA G115 styrkir rótum. þessa þætti; eykur Eftdu huga og hotd úthald og eflir andlegt með GINSENG G 115 og líkamlegt þrek sem gerir þér betur kleift að standast álag. [SlhEilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni Hver ertu, hvað viltu og hvernig ferðu að því „ÉG TRÚI sjálfur á það sem ég segi fólki og reyni að finna góðar lausnir með hveijum og einum. Eitt- hvað sem virkar núna fyrir hann. Að þessu leyti er ég sjálfsagt afar amerískur, hugsa út á við ef svo má segja um það sem er hagnýtt, athafnir og markmið, í stað þess að kafa ofan í sálina að evrópskum hætti til að leysa vanda. Báðir hafa þessir skólar eitthvað til síns ágæt- is, en ég vil að fólk komist merkjan- lega áfram eftir kynni við ráðgjafa eins og mig. Að það verði ánægju- leg þróun.“ Kevin Nutter er jákvæður og snaggaralegur náungi sem hér var í tíu vikur við kennslu í Háskólan- um. Bæði í námsráðgjöf, sem er framhaldsnám eftir sálfræði, upp- eldisfræði eða kennaranám og á námskeiðum endurmenntunar- stofnunar fyrir nýútskrifaða í at- vinnuleit annars vegar og vinnandi fólk hins vegar sem vill endurmeta starf sitt og ef til vill breyta til. Daglegt líf fékk að heyra svolítið af viðhorfum Kevins. Starfsráðgjafar ekki síður þörf „Við ættum að færa okkur þá þekkingu í nyt sem aðrir hafa aflað á undan okkur,“ segir hann „og reyna að byggja á viskunni sem fyrir er. Traustur fræðagrunnur er að mínu viti dýrmætur fyrir sál- fræðinga, sem koma sér síðan upp eigin aðferðum með aukinni reynslu. Mér finnst gott hve fræði- lega sterkir nemendur í námsráð- gjöf við Háskóla íslands eru, þetta er fólk með burði til að gera mikið gagn. Tengsl við atvinnulíf er annað sem Háskólinn á hrós skilið fyrir. Vinsældir námskeiðanna tveggja, sem ég hélt á vegum endurmennt- unarstofnunar, sýna að starfsráð- gjafar er ekki síður þörf en ráð- gjafar fyrir fólk sem enn er í skóla.“ Kevin segist sjá vel að margt sé líkt með Bandaríkj- unum og ís- landi: Ekki aðeins hröð breyting lífshátta úr dreifbýli í borgar- menningu, heldur og gríðarleg upp- stokkun vinnumarkaðar. „Það er ekki lengur mesta vinnu að fá til sjávar og sveita,“ segir hann, „fólk leitar annars konar starfa en fyrir örfáum áratugum og hveijum og einum gefast fleiri möguleikar en hann kann að gruna. Klárt fólk bjargar sér alltaf Þrátt fyrir þjóðfélag sérhæfing- arinnar hefur það sýnt sig að þeim sem hafa breiða almenna menntun gengur best að fá vinnu og ná ár- angri í henni. Vestanhafs er nú Kevin Nutter sólfræðingur og starfsróð- gjafi gengur í hlutina af hjartans sann- færingu i 'I . j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.