Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 D B DAGLEGT LÍF Rósa segir að flestir vinir henn- ar og kunningjar hafi orðið sér úti um vinny- í verkfallinu. „Ég geri ráð fyrir áð þeir reyni að taka próf ef verkfallið leysist og hafi ráðið sig í vinnu með því skilyrði að hætta þegar lausn fengist í deilunni. Almennt er fólk orðið þreytt á þessari stöðu og þeir hörð- ustu, sem vildu fyrir alla muni að kerinarar færu í verkfall eru meira að segja orðnir leiðir. Nú, þegar keppnin er afstaðin, ætla ég að fara í Þjóðarbókhlöðuna að læra. Mér finnst skipta máli að fara út úr húsi til að læra og ætla að halda mér við efnið með því að lesa alla vega tvo til þijá tíma á dag.“ Fullt hús af hressu fólkl Söngkeppnin fór að öllu leyti mjög vel fram. Húsið var fullt af ungu og kraftmiklu fólki, sem hvatti tónlistarfólkið til dáða með viðeigandi klappi, stappi, blístri og hrópum. Þótt einstaka hefði fengið sér sopa úr gela í biðröð fyrir framan Hótel íslands áður en keppnin hófst, sá varla á nokkr- um manni innan dyra. Mörg laganna sem sungin voru, eru þekkt, en samkvæmt reglum keppninnar voru allir textar á ís- lensku, sumir frumsamdir. Fimm manna dómnefnd, skipuð þekktum íslenskum tónlistarmönnum, valdi besta söngvarann, en ekki var tek- ið tillit til laga, texta eða hljóð- færaleiks. Hrafnhildur Ýr Víg- lundsdóttir úr Pjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sigraði. í öðru sætí varð Sara Guðmundsdóttir í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, en hún söng lagið Einmana. Glettinn söngvari og píanóleikari úr Menntaskólan- um við Hamrahlíð, Svavar K. Kristinsson, varð í þriðja sæti, en hann söng djassaða, nýstárlega og afar skemmtilega útgáfu af laginu Hvar er húfan mín? úr Kardimommubænum. í fjórða sæti varð Jóhanna Gunnarsdóttir frá Framhaldsskólanum á Húsavík, sem söng lagið Mitt líf, mín von, mín trú og í fimmta sæti varð Sigurður Helgi Pálmason frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði, sem söng lagið Glugginn. ■ Brynja Tomer Ljósmynd/Halldór FÖRÐUN. Heiður Ósk Helgadóttir farðar Maríu Stefánsdóttur, píanóleikara úr Verslunarskóla Islands. Söngkonan, Þórunn Egils- dóttir, fylgist með. ELÍN Una Jónsdóttir söngkona úr Menntaskólanum á Laugar- vatni. Bak við hana eru Kristjana Skúladóttir, sem söng bakradd- ir og Guðmundur Vignir Karlsson, dansari. Orðln lelð á verkfalll Vel hefði mátt ímynda sér að verkfall kennara gæfi aukið svig- rúm til þátttöku og undirbúnings á keppni af þessu tagi og það hefði því komið sér vel að því leyti. Rósa segir það ekki hafa verið raunin. „Auðvitað var gott að hafa ekki heimalærdóm á herðunum síðustu daga fyrir keppni, en fólk hefur ekkert meiri tíma í verkfalli en í námi. Margir eru farnir að vinna hér og þar og því reyndist erfiðara að ná í keppendur en þeg- ar þeir eru í skólanum." Hún seg- ist orðin leið á verkfallinu og von- ast til að það leysist, en þegar viðtalið var tekið virtist enn langt í land. Æfði ekkert fyrr en rétt fyrir keppni HRAFNHILDUR Ýr Víg- lundsdóttir, 16 ára nemi Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, bar sig- ur úr býtum í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún flutti frumsaminn texta við lagið Wind beneáth my wings og hafði útgáfu Bette Midler að fyrirmynd. Sú útgáfa var mjög vinsæl um það leyti sem Persaflóa- stríðið braust út, sérstaklega meðal bandarískra hermanna, sem sungu það gjaman og gerðu það að bar- áttusöng sínum. Mlsstl ástina sína o Texti Hrafnhildar er hjartnæmur og fjallar um konu sem missti ást- ina sína einu. Hún á sér þá ósk heitasta að elskhuginn sæki hana og hún fái sjálf að deyja. Hrafnhild- ur segist ekki hafa samið marga texta um ævina. „Ég samdi þennan skömmu eftir að skólabróðir minn dó í vinnuslysi síðasta haust. Ég þekkti hann ekki mikið, en viðbrögð ættingja hans snertu mig og ég fór að velta fyrir mér hvernig mér liði sjálfri undir svipuðum kringum- stæðum. Mér fannst þetta lag mjög fallegt og þess virði að gera íslensk- an texta við það.“ í forkeppni, sem haldin var í skólanum í vetur, voru fímm kepp- endur. Eftir þá keppni segist Hrafn- hildur ekkert hafa æft lagið fyrr en skömmu fyrir aðalkeppnina á Hótel íslandi. Fjölskylda hennar býr á Bæli í Víðidal, en þegar skóli er býr Hrafn- hildur á heimavist. „Við erum um 140 á heimavistinni og við kynn- umst vel þar og samgangur er mik- ill góður andi og mikil samheldni.“ - Hvað finnst þér um verkfall kennara? „Mér finnst það ekki sniðugt, enda eyðileggur það mikið fyrir okkur nemendum. Áður en verkfall- ið skall á voru margir orðnir kæru- lausir í námi, því þeir voru sann- færðir um að kennarar færu í verk- Ljósmynd/Halldór HRAFNHILDUR Ýr sigraði í keppninni þegar hún söng frumsaminn texta við lagið „Wind beneath my wings". fall. Ég geri ekki ráð fyrir að kom- ast aftur í skólann fyrr en í haust og veit að margir eru hættir í skól- anum og farnir að vinna. Ég hef hjálpað til við búskap heima og les- ið ensku og dörisku öðru hveiju, enda ætla ég að taka próf í vor ef boðið verður upp á það.“ Hún seg- ist oft verða pirruð út í kennara þótt henni finnist þeir eiga skilið að fá kauphækkun. „Okkur var sagt að læra vel í verkfallinu, en það geta ekki allir lært án kennara. Þá vantar aðhald." Hrafnhildi langar að syngja meira í framtíðinni. „Ég hef velt fyrir mér að fara í söngtíma, en ekki látið verða af því. Ég hef gam- an af alls konar tónlist og gæti vel hugsað mér að vinna við eitthvað sem tengist söng. Hluti af verðlaun- unum voru upptökutímar í hljóð- veri, en til að geta notað þá þarf ég að útvega hljómsveit og upp- tökustjóra. Eg sé bara til hvað verð- ur úr því.“ ■ orðið algengt að menn bæti við sig starfsnámi eftir bóknám í háskóla. Ef þeir vilja, verða þeir vel menntaðir og betur launaðir pípu- lagningamenn eða smiðir. Stjórn- endur geta eins verið heimspeking- ar og viðskiptafræðingar, því klárt fólk spjarar sig alltaf. Það er líklegt til að hafa aflað sér menntunar, einfaldlega af þekkingarþrá, og þess vegna held ég yfirmenn sækist eftir prófgráðum hjá starfsfólki.“ Kevin segir umhverfið þannig fela í sér ákveðin boð um ágæti háskólamenntunar til þess að nýta hæfíleikana að fullu. Það breyti því ekki að mikilvægast sé að maður finni eigin leið. „Hver ertu persónu- lega og í vinnu,“ spyr hann, „hvað viltu, hvað hentar þér og hvaða möguleikar og leiðir að þeim eru raunverulega fyrir hendi. Oft er fólk sem lokið hefur há- skólanámi óvisst um þessi atriði, þótt það hafi um tvítugt valið sér ákveðna leið áfram gegnum skóla- kerfið. Hvað vil ég með menntun- ina, spyr það, og getur þurft per- sónulega aðstoð við að átta sig á eigin þörfum og gildismati. Þá er spurningin, hvað viltu leggja af mörkum í lífínu? Gáðu að því að hún er ekki eins erfið og einhveijir kynnu að halda, þv{ allir eiga sitt uppáhaldssvar, sem gildir fyrir þá.“ Kannski er ekkl alltaf nauft- synlegt að sklpta um starf Kevin hélt þriggja skipta nám- skeið fyrir nemendur Háskólans sem eru í þann mund að útskrifast og leggja upp í leit að vinnu. Síðan kom annað opið þeim sem af ein- hveijum ástæðum höfðu verið óánægðir með starf sitt og íhugað breytingu. „Málið fyrir þetta fólk er kannski, en alls ekki endilega, að skipta um starf," segir Kevin. „Sumum fmnst þeir gjörsamlega villtír af leið þegar ekki þarf nema örlitla stefnubreytingu. Þetta er eins og gönguferð í ókunnugri stór- borg; maður verður villtur og áttar sig ekki á því um tíma að næsta gata er sú rétta. Óánægja í vinnu er of teygjanlegt fyribæri fyrir minn smekk. Maður verður að spyija hvað veldur óánægjunni og athuga síðan hvað best sé að gera.“ Kevin hefur í tíu ár verið yfirmað- ur náms- og starfsráðgjafar Minne- sota-háskóla. Hann segir að þriðj- ungur tíma síns fari í skipulag og stjómun, þriðjungur í kennslu og námskeiðahald og þriðjungur I einkaráðgjöf. Honum hefur líkað vel á íslandi undanfarnar vikur og átt auðvelt með að ná til nemenda sinna. „Ég legg mikla áherslu á gagnkvæm samskipti og buna ekki úr mér kenningum án þess að vera viss um að viðmælendunum finnist þær eiga við. Þá kem ég aftur að því að maður verður að trúa á fræðin, fyrir sjálf- an sig og fyrir annað fólk, vera viss um að þau virki og hafa á því einlægan áhuga. Öðruvísi verður maður ekki góður ráðgjafi. Ég hef, eins og ég sagði þér í upphafi, þetta gríðarlega traust á kenningunum. Og líklega er ég almennt svona, ekki bara í vinnunni. Þegar við Sue, konan mín, ættleiddum bam varð ég sannfærður um að öll önn- ur pör ættu líka að eignast barn. Af því að ég fann sjálfur hvað það var frábært.“ ■ Þ.Þ. MEISTARAKOKKARNIR Óskar og Ingvar Grænmetisréttur 2 stk. paprikur 2 bollar soðin hrísgrjón Zi dl ólífuolía 50 g sveppir 1 stk. hvítlauksrif 3 stk. tómatar 6 Stk. grænar ólífur 3 stk. kartöflur, meðalstórar salt og pipar Skerið paprikur í tvennt eftir endilöngu og hreinsið kjarnann úr. Saxið sveppi og tómata og fínsax- ið hvítlauk. Skerið ólífur í sneiðar. Hitið helminginn af olíunni á pönnu og steikið sveppina og bætið grjónunum á. Kryddið með salti og pipar. Bætið næst tómötum, hvítlauknum og ólífum á pönnuna og steikið í smá stund. Fyllið pa- prikuhelmingana með hrísgrjóna- blöndunni og setjið í ofnskúffu. Afhýðið kartöflur og rífið með grófu rifjárni þannig að úr verði strimlar. Veltið strimlunum upp úr restinni af olíunni og skiptið ofaná paprikuhelmingana þannig að kartöflurnar líki eftir strá- ^ þaki. Bakið í 200°C heitum ofni i 15 mín. Ef kartöfluþakið er þá « ekki orðið fallega bakað má setja grillið á í ofninum í smá stund, en passið að su fylgjast vel með, vegna þess ™ að það er fljótt að brenna. Steiktir bananar meó karamellusósu Karamellusósa 1 bollisykur 1 msk. smjör Zi dl rjómi Zi dl vatn 4 stk. bananar 1 msk. smjör Setjið sykurinn í pott og brúnið varlega, hrærið í með sleif. Passið að sykurinn brenni ekki, takið pottinn af hitan- um og bætið smjöri í. Hrærið. Hellið rjóma og vatni saman og bætið hægt út í pottinn hrærið í. Ef dettur niður á meðan rjómablönd- unni er hellt í skal pott- urinn settur aftur yfir hit- ann á meðan henni er hellt i. Takið pottinn af. Afhýðið banana og skerið í tvennt eftir endilöngu og steikið í smjörinu á stórri pönnu. Hellið karamellusósu yfir og látið malla í u.þ.b. hálfa mínútu. Ef karamellan verður of þykk má bæta 2 msk. af vatni á pönnuna. Setjið banana á disk og hellið sósunni yfir. Setjið sneið af vanilluís á hvern disk. Þessi réttur er sígildur og góður eftirréttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.