Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 DAGLEGT LÍF ÞRÁTT fyrir nýja tækni og stöðugar framfarir á sviði lækna- vísindanna hefur ekki enn tekist að fínna lyf gegn skalla. Skalli hrellir margan karlinn og efalítið fyllast sumir skelfílegri örvænt- ingu þegar hárunum tekur að fækka. Af og til koma á markaðinn ýmis lyf eða krem, sem framleið- endur lofa í hástert og segja afurð- ina frábært undralyf. í auglýsing- um eru gjarnan sýndar myndir af körlum fyrir og eftir meðferð. Þeir sem eru ginnkeyptir fyrir auglýsingum af þessu tagi verða fljótlega daufír í dálkinn því sprettan verður ekki eins og vonir stóðu til. Náttúrulegt efni í þeirri von að öll él birti upp um síðir er hér látin flakka lausleg þýðing á „skallagrein", sem nýver- ið birtist í „The European Magaz- ine“. Þar segir að finnskir húðsjúk- dómasérfræðingar hafí uppgötvað náttúrulegt efni sem auki hárvöxt- inn. Heimildir blaðsins um niður- stöður tilraunar með efnið birtust í húðsjúkdómatímaritinu „Dermatology News“, sem gefíð er út á ensku og frönsku. Ár- angurinn virðist ekki amaleg- ur, því meðferðin er sögð hafa heppnast í 90% tilvika gegn sumum gerðum skalla. Mánaðarskammtur af lyfínu kostar sem sam- svarar 4.500 íkr. og merkjanlegur árangur verður ekki ljós fyrr en eftir a.m.k. sex mánuði. Umrædd skallameð- ferð uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun þegar Allan Lassus prófessor við húðsjúkdómastofnunina í Helsinki þróaði efnasamsetn- ingu sem samanstóð að mestu Sköllóttir vona að efni úr fiskabrjóski auki hárvöxt leyti af brjóski úr djúpsjávarfisk- um. Þessa formúlu notaði hann til að lækna sólarskaddaða húð en uppgötvaði að þeir sem voru í slíkri meðferð fengu jafnframt aukinn hárvöxt. Þegar Lassus reyndi efnasam- setninguna á körlum með arfgeng- an skalla hætti_ hárlos innan tveggja mánaða. Árangurinn varð IMEÐFERÐINNI hætti hárlos hjá körlum með arf- gengan skalla innan tveggja mánaða. enn betri á þeim sem voru með blettaskalla því flestir fengu auk- inn hárvöxt í einhverjum mæli. Meðferð vlð blettaskalla? Ástæðan fyrir þessum góða ár- angri er óljós. Einkum á Lassus erfítt með að átta sig á hvers vegna meðferðin virkaði mmmmm á blettaskalla, því sjúk- dómurinn á rætur að rekja til truflunar í sjálfsofnæmiskerfí líkamans. Niður- stöðumar stað- festa eldri samanburð- arrannsókn- ir, sem birt- ust í „Journal Intemational Medical Rese- arch“ (Tímarit A alþjóðalækna- rannsókna) í | fyrra. í henni fólst að tveir hópar ungra karla vom rann- sakaðir eftir að annar hópurinn tók skammtinn í sex mánuði en hinn fékk lyfleysu. 95% úr fyrri hópn- um fengu að meðal- tali 38% aukinn hár- vöxt og hárlos hætti hjá öllum eftir tvo mán- uði. í ljós kom að eftir því sem lengra var um Efni úr brjóski djúpsjávar- fiska tii lækn- ingar á sól- arskaddaóri húó, jók hár- vöxt sjúklinga. liðið frá því skalli myndaðist því erfiðara reyndist að koma hár- vexti af stað á ný. Þeir sem þátt tóku í rannsókn- inni innbyrtu töflur og bám krem, sem innihélt sama virka efnið, á skallann. Þegar hársvörður þeirra var rannsakaður með hátíðnihljóð- bylgjum kom í ljós að innra lag húðarinnar hafði þykknað. Lassus segir að slíkt haldist í hendur við aukinn hárvöxt þar sem sams kon- ar frumur era í innra lagi hársins. Einnig leiðir hann getum að því að meðferðin-örvi blóðrásina og þannig nærist hársekkurinn betur. Fæðubótarefnl Framleiðendur efnisins, sem ber nafnið „Viviscal" á meginlandi Evrópu en „Nourkrin“ í Bretlandi, segja að sé lyfíð tekið sem fæðu- bótarefni, geti meðferðin ráðið bót á næringarskorti sem kunni að valda hormónatmflunum. tmmmm Jean Paul Ortonne, yfirmaður húðsjúk- dómadeildar Pasteur- sjúkrahússins í Nice í Frakklandi, segir að til- gátan um næringargild- ið veki margar spurn- ingar. „Við vitum ekki enn nægilega mikið um það líffræðilega samspil sem veldur skalla. Það er ólíklegt að hann orsakist í öllum tilfellum af næringarskorti og við höfum ekki haldbærar sannanir til að fullyrða að hann tengist horm- ónatraflunum." Hormónabreytingar Hormónabreytingar á og eftir meðgöngu geta leitt til skalla eins og Barbara Pröstbacka stofnandi sænsku skallasamtakanna fékk að reyna, en hún missti hárið eftir fæðingu þriðja barns síns. í næsta mánuði er að vænta niðurstöðu ársprófunar á „Viviscal" á félög- um í samtökunum, sem flestir era konur. Pröstbacka segist í byijun hafa verið afar vantrúuð á árang- ur, eða þar tii hún sá að hár tók að vaxa aftur á sumum, sem misst höfðu augnhárin og allt hár á lík- amanum. Hveijar sem niðurstöður til- raunarinnar verða er Lassus treg- til að fullyrða eitthvað sem gæti vakið falskar vonir um árang- ur meðferðarinnar. „Þetta er ekk- ert töfraefni og mun áreiðanlega ekki hjálpa öllum. Við verður að gera umfangsmeiri rannsókn- ir áður en hægt er að sanna lækningamáttinn," segir Lassus. ■ Þýtt og endursagt/vþj í góðu kynlífi ber mikið á innileika „KJARNINN að góðu kynlífi er ekki eingöngu það sem margir halda, að fá fullnægingu og ris við löngun. Slíkt er ekki forsenda inni- legs eða góðs kynlífs. í góðu kyn- lífí ber mikið á innileika eða nánd. Nánd felur í sér kjark, að þora að opinbera sig fyrir makanum,“ seg- ir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkranar-, og kynfræðingur en hún heldur fyrirlestur um kynlíf á vegum Sólstöðuhópsins í Norræna húsinu á morgun kl 13. „Að mínu áliti felur gott kynlíf í sér að vera einlægur og hreinskil- inn og að einstaklingarnir í par- sambandinu hafi þann þroska að geta opinberað sínar innstu til- finningar. í góðu kynlífi skiptir ytri umgjörðin minna máli en hvernig tilfinningaleg líðan er gagnvart maka og hvernig tengsl- in eru.“ Áhugaleysi konunnar algengasta umkvörtunarefnið Jóna Ingibjörg segir að sumir þoli ekki nándina, þeir beinlínis forðist hana. Hún er ekki frá því að konur skynji frekar mikilvægi hennar en karlmenn þó þeir séu alveg jafnhæfir og þær til að upp- lifa hana. „Konur skilja mikilvægi þess að halda utanum og skynja maka sinn með.snertingu og nánd án þess endilega að um mök sé að ræða. Karlmenn virðast hins- vegar stundum telja að kynmökin séu öll sú nánd sem þarf.“ - Algengustu vandamál para? „Áhugaleysi í kynlífí. Langoft- ast er það konan sem missir áhug- ann. Ég hef sjaldan fengið til mín par þar sem hann er áhugalaus." Það er ekki hægt að þröngva áhuga upp á neinn og skýringar fyrir áhugaleysi era mismunandi. Mörgum hættir hinsvegar til að líta á áhugaleysi sem veiki og meðhöndla það þannig. Ég hef kosið að hafna þeirri skilgreiningu, þetta kann að vera tímabil í lífi konunnar sem hún þarfnast fyrir sjálfa sig. Sé makinn nógu sterkur til að skilja það og styrkja sig á meðan þá kann það aftur að flýta fyrir breytingum." Umræðan ð lágu planl Til að umræða um kynlíf verði eðlileg telur Jóna Ingibjörg að þurfí viðhorfsbreytingu. Lítið er talað um mikilvægi kynferðislegr- ar löngunar og erótíkur því um- ræðan snýst strax upp í klárn og kynlífsfíkn. „Okkur skortir að geta talað um heilbrigðu hliðina á kynlífí og það er afturhvarf til miðalda að gera alla kynhegðun sjúklega.“ í fyrirlestri sínum á morgun ræðir hún auk nándar í kynlífí um hugmyndir almennings og fræði- manna á því hvað telst vera gott kynlíf. Þá talar hún um hvað stuðli að nánd og hvað ekki t.d. hug- myndafræði kynlífsfíknar. ■ grg MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 D 5 DAGLEGT LÍF F erskt hrátt og fiskilega gott GEFÐU mér hann hráan, segir japanskur vinur Daglegs lífs við íslenska veitingamenn þegar hann fær sér físk hjá þeim. Og heima hjá þessum heiðursmanni kemur ekki annað til greina. Það albesta af öllu þykir þar nýr fiskur, fínt skorinn, en að öðru leyti eins og hann kemur úr sjónum. Aðeins með japanskri piparrót og soja- sósu. Sashimi, eins og þetta heitir í Japan, er vissulega gott, hreint og ómengað prótín með fíngerðu bragði. Engin furða þótt japanskir sælkerar spyiji af hveiju í ósköp- unum við eldum fískinn á íslandi. Þeim fínnst það algjör óþarfi, enda er fískurinn hér nógu ferskur til að færa upp á disk án frekari til- færinga. Góðir hnífar til að skera hann skipta mestu, er sagt í Jap- an, og blaðinu lék forvitni á að vita hvað íslenskir sérfræðingar legðu til málanna. Úlfar Eysteins- son og Rúnar Marvinsson voru heimsóttir. Sítrónubað Við Tjörnina Sítrónur og appelsínur era galdurinn við hrámetið -sem Rúnar Marvinsson veitinga- maður Við Tjömina býður. Rúnar hefur hráan físk sem til er hveiju sinni á sínum forréttalista, stundum fisk- tartar og jafnvel hrogn. Hann kýs að sítrussjóða fískinn ein- hver augnablik fyrir fram- reiðslu og setur gjama tvær eða þijár tegundir saman á disk: Ysu, lax og steinbít til dæmis. En látum hann um að lýsa aðferðinni: „Ég útbú lög úr ferskum sítrónusafa með örlítilli soja- sósu, kannski þurra hvítvíni og hvítlauk og legg munnbita af einni físktegundinni í hann. í aðra skál set ég físk í ferskan engifer, appelsínus- afa og ef til vill svolítið greip. Svo er hægt að gera enn einn löginn úr blöndu af hinum tveimur og setja í hann þriðja fiskinn, alltaf skorinn í litla bita eða þunnar sneiðar sem fólk rúllar upp. Ég hef fískinn aðeins í mariner- ingu hálfa til eina mínútu, hann hefur þá tekið bragð og er tilbúinn á diskinn. Þar set ég yfírleitt með honum saxaðan rauðlauk og litla skál með nýrri piparrót eða þeirri grænu japönsku, wasabi, og svo soja. Auðvitað má bjóða hvaða sjávarfang sem er á þennan hátt. A diskinum sem ég útbjó fyrir blað- ið er til dæmis skelfiskur, sem hefur aðeins heimsótt sítrasbað: Lítill smokkfískur, þunnt skomar lúðukinnar, skelflettar rækjur, auðvitað ósoðnar, og svo hörpu- diskur sneiddur niður. Þarna hefði vel mátt bæta við humri og RÚNAR Marvinsson á veit- ingahúsinu Við Tjörnina, bú- inn að skera til hráa fiskinn í eldhúsinu. ÚLFAR Eysteinsson notaði pijóna að japönskum sið og sagði það stórminnka hættuna á að borða yfir sig. kannski laxi til að fá lit á diskinn.“ Rúnar býður líka oft upp á fisk- tartar; rifínn hráan físk eins og ýsu eða lax. Hann má blanda með reyktum eða söltuðum físki og saltfisktartar eins og hér er sýndur á mynd hefur reyndar verið vin- sæll Við tjömina. Saltfískurinn er saxaður niður og blandaður blað- lauk, kapers, tómötum og hvítlauk, öllu fínt skomu, í hlutföllum eftir því sem hugur girnist. Loks er vert að geta um hrogn, sem Rúnar hefur stundum á mat- seðlinum. Hann setti regnbogasil- ungskavíar í litla skál fyrir ljós- myndarann og skreytti kringum hana með grænmeti. Hrygnan er kreist á vorin og Rúnar hefur fryst hrogn og átt fram á sumar. Áður bragðbætir hann þau með nálægt tveim matskeiðum af salti og einni af sykri í hvert kíló. SALTFISKTARTAR Tjarnarinnar. REGNBOG ASILUN GSKAVÍ AR Við Tjörnina. grænu piparrótinni blandaðri saman við, hafði Úlfar með hrá- metinu sósu úr jap- önsku Mirin-víni með svolítlum fínt klippt- um graslauk út í. Morgunblaðið/Kristinn í HRÁMETISVEISLU Þriggja frakka hjá Úlfari var þunnt skorinn hrár fiskur eða sashimi, hrátt hvalkjöt, hrossalundir, nautakjöt og lamb, ósoðnar og ópillaðar rækjur og loðnuhrogn og svo sushi og nori-rúllur. BLANDAÐUR hrár fisk- ur að hætti Rúnars og félaga. Ulfar Ey- steinsson og RúnarMor- vinsson heimsóttir Hrámetl að japönskum hættl fyrir auga og munn Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari á Þrem frökkum hefur hrátt hvalkjöt á matseðlinum og þann físk sem hann á nýjastan hveiju sinni. Hann ber þetta fram með sojasósu og wasabe að jap- önskum hætti og segir ekki betri megranarmat til. En þótt menn séu ekki í megran fínnst þeim ábyggi- lega gaman að smakka hrámeti hjá Úlfari, sem tekur vel í óskir um slíka framreiðslu. Hann bauð Daglegu lífí upp á fallegt hlaðborð af hráum fiski og kjöti, sem Jónas Þór í Gallerí kjöti hafði verkað. Það var fitusprengt innra læri af nauti, hrossalundir og kryddlegið lamb, allt saman skorið í þunnar sneiðar. Úlfar lét í lok máltíðarinn- ar bregða því kjöti sem eftir var aðeins á pönnu, í 37 sekúndur, sagði hann, með engifer, hunangi, soja og hvítlauk. Óneitanlega var Úlfar síðan stoltur af hvalkjötinu sínu og hafði auk þess útbúið sashimi úr heilli hrárri rækju og sneiddum hörpu- disk, þunnt skomum lúðubitum og steinbít. í sushi-bitum, hráum fiski á hrísgijónakúlum, hafði hann m.a. reyktan lax og loðnuhrogn, sem ekki vora síður góð ein og sér. Hann sagði enda suma sjó- menn vilja hrognin með kanil og ijóma. Auk sojunnar, með bita af Valáfiski vandað Úlfari fínnst ekki allur fiskur henta jafn vel hrár. Hann segir karfa til dæmis verða að vera splunkunýjan, ann- ars komi þráabragð af fitunni, og keila sé of þétt fyrir þessa fram- reiðslu. Ýsa sé á hinn bóginn held- ur laus í sér og hann taki löngu fram yfir þorsk. Ný lúða undir tíu kílóum sé góð hrá og rauðspretta sömuleiðis, steinbítur og skötusel- ur geti líka verið ljúffengir að ógleymdum laxi og loks skelfiski. Fisktartar eða fínsaxaður hrár fiskur er yfírleitt bestur úr sporð- stykki að sögn Úlfars en kryddleg- inn fiskur má ekki vera of laus og þunnur. Hann er stundum í boði hjá Úlfari, en almennt segir hann marineringu geymsluaðferð frekar en matreiðslu. Ef svo ber undir sýrir hann þó físk í fjóra tíma eða svo í þessum legi: Sítrónusafa, olíu, svolitlu ediki og hvítlauk auk þriggja tegunda af pipar. Síðan er fískbitunum ef til vill aðeins bragð- ið á pönnu örskamma stund áður en þeir era bomir fram með rist- uðu brauði. ■ Þ.Þ. Streitunni andað úr maganum MARGIR þekkja hvemig spenna í hversdeginum getur tekið sér bólfestu í maganum með neikvæð- um áhrifum á einbeitingu, skap og orku. Þessa gætir ekki síst hjá fólki sem snemma hefur vanið sig á að draga magann inn, segir Elisa- beth nokkur Cratchfíeld, eigandi líkamsræktarinnar Homebodies í New York. Cratchfíeld ráðleggur þriggja skrefa öndun, djúpa og meðvitaða í nokkrar mínútur, til að losa um spennuna: Sittu bein(n) í stól með iljar á gólfinu og handleggi hangandi niður með hliðum. Hall- aðu höfðinu aftur á bak og settu aðra höndina á magann. Andaðu djúpt inn gegnum nef- ið, svo loftið fylli lung- un (skref eitt), og þenji út efri hluta magans (skref tvö) og þann neðri (skref þrjú). Finndu hvernig brjóst- kassinn og maginn stækkar. Bíddu nokkr- ar sekúndur, andaðu svo frá þér — andvarpaðu upphátt — og láttu höfuðið og líkamann falla slakan fram á við. Réttu þig síðan rólega upp og endurtaktu þrisvar eða fjórum sinnum, með einbeitingu að því að losa spennu úr maga við hveija útöndun. „Djúp öndun róar hugann, sem hjálpar til að slaka á vöðvum líkamans og draga úr þeirri spennu sem streita veldur,“ segir Richard Villella, einn eigenda jógastöðvar- innar Yoga Zone í New York. „Það losnar um magavöðv- ana og þú verður rólegur, skýr og endurnærður." ■ Góða nótt og sofðu rótt og KOddnr Þekking Reynsla Þjónusta fálkinn SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans UMBOÐSAÐILAR UM LAND ALLT: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. BorgfirÖinga • Ólafsvík: Lilabúðin • Patreksfjöröur: Ástubúö • Bolungarvík: Versl. Hólmur • Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrímsfj.* Hvammstangi: Kf. V-Húnv.» Blönduós: Kf. Húnvetninga • Siglufjöröur: Apótek Siglutjaröar • Ólafsfjöröur: Versl. Valberg • Akureyri: Versl. Vaggan • Húsavík: Kf. Þingeyinga • Egílsstaöir: Kf.Héraösbúa • Eskifjöröur: Eskikjör • Höfn: Húsgagnaversl. J.A.G. • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Porlákshöfn: Rás hf. Vestmannaeyjar: Eyjakaup hf. • Garöur: Raflagnavinnust. Siguröar Ingvarssonar • Ketlavík: Bústoö hf.« Reykjavik: Barnaheimur, FatabúÖin, Versl. Hjóliö (Eiöistorgi). Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Fálkans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.