Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR31. MARZ 1995 D 7 FERÐALÖG Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir. ANNE-MARIE Natusch, skemmtanastjóri, segir tíma til kominn að festa rætur í iandi. UM borð í Britanniu eiga sér stundum stað ástarævintýri. NORBERT Linkenbach, skip- sljóri, hefur siglt um Rin í 35 ár og segir engan stað jafnast á við Kaub, fæðingarstað sinn. skipa einkum skipuð körlum. Kon- um hefur fjölgað og það kemur fyrir að ástarævintýri eigi sér stað milli starfsmanna. „Það er ekkert við það að athuga svo framarlega sem þeir geti unnið saman ef sam- bandið slitnar,“ sagði Michael Löhe, matreiðslumeistari. Sjálfur er hann trúlofaður móttökustjór- anum á Britanniu. Þau kynntust um borð. Það hentar þeim vel að búa þar og fara i frí á fjarlægar slóðir í nokkra mánuði á ári. Löhe hefur eldað um borð í Britanniu í tíu ár. „Það er auðveld- ara en á veitingastað af því að maður veit alltaf hvað margir koma að borða. Það er hægt að skipuleggja máltíðirnar betur.“ Hann fær ferska vöru daglega og vinnur vel úr henni. Maturinn á vikuferð eftir Rín er fjölbreyttur, hollenskur, þýskur, franskur, svissneskur og annað í bland. Áhöfnin býr þröngt en hún getur ekki kvartað undan matnum um borð á Britanniu. ■ Anna Bjarnadóttir Bók um stríð með víetnamskri syn í FLUGBLAÐI SAS, Scanorama, nú í mars er viðtal við Bao Ninh, víetnamskan höfund sem skrifaði bók um Víetnamstríðið. Bókin sæt- ir tíðindum því ekki er vitað til að önnur bók hafi verið skrifuð um þetta skelfilega stríð þar sem sag- an er sögð frá sjónarhóli víet- namsks hermanns. Bao Ninh var í her N-Víetnama og barðist í sex ár í frumskógunum. Óteljandi bækur hafa verið skrifaðar og kvikmyndir gerðar um þetta efni af Bandaríkjamönnum. Bókin sem heitir Sorrow of War í enskri þýðingu og mætti kalla Harmur stríðs var gefin út í Víet- nam 1990. Bao Ninh fékk æðstu bókmenntaverðlaun lands síns árið eftir. I viðtalinu í Scanorama segir að bókin hafí ekki fallið löndum hans að öðru leyti í geð en það er ekki skýrt nánar. Ninh segist hafa trúað á samein- ingu lands síns en honum finnst nú að ríkisstjómin hafí ekki kunn- að að meta þá miklu fómfysi sem víetnamska þjóðin sýndi. „Hvað um þær tvær milljónir sem féllu í EINNI för suður á bóginn var Bao einn af tíu sem sneru aftur heilir á húfi en 490 fé- lagar hans féllu. og þau 300 þúsund sem aldrei hefur spurst til- hver man þá nú?“ segir hann. Bók Baos var þýdd á ensku í fyrra og hefur selst grimmt í Bretlandi og Bandaríkjunum. ■ Göngugarpar í ferðir FRÉTTABRÉF gönguklúbbsins Göngugarpar hefur borist Ferða- blaði og er þar sagt frá nokkmm ferðum sem eru fyrirhugaðar hjá klúbbnum á næstunni. Einnig er rifjuð upp ferð sem hópur fólks fór á Vestfirði í fyrra og var áhugi á að menn gerðu fleira saman. Nú hefur hópurinn sem sagt sent frá sér áætlun sína. Sú fyrsta er gönguferð á Maj- orka frá 10.-25. apríl. Hún kostar um 59.900 kr. og er innifalið ferð- ir, gisting og fararstjórn. Göngu- ferð Barðaströnd-Tálknafjörður- Örlygshöfn-Rauðisandur-Barða- strönd er um verslunarmannahelg- ina og stendur í 5 daga. Hver og einn kemur sér til Stykkishólms eða Bijánslækjar þar sem ferðin hefst. Loks er svo að nefna ferð til Suður-Frakklands 25. maí til 5. júní og er það rútuferð, skoðunar- ferðir og gönguferðir með farar- stjóra. Verð er 87.900 á mann í tvíbýli. Þá segir í fréttabréfínu að verið sé að leggja á ráðin um göngu- ferð um ítölsku Alpana í haust, nánar tiltekið í Dólómítunum. ■ þar sem fækkun verður á höfuð- borgarsvæðinu. Nú eru Norð- urland eystra og Suðurland með fleiri gistinætur íslendinga en höfuðborgarsvæðið. Þar sem vitað er um fjölda út- lendinga sem heimsækja okkur er ljóst að meðaldvalarlengd hefur verið styttri 1994 en 1993 þegar fjölgun varð um 14% en gistinátta- fjölgun 9-10%. Þetta kemur ekki á óvart því vitað var um verulega aukningu í dagsferðum og styttri ferðum. Þjóðverjar með nær þrlðjung glstlnátta af útlendlngum Hlutfallsleg breyting í fjölda gistinátta er mismunandi eftir þjóðernum eins og sjá má í töflu 2. Þjóðveijar eru því með nær þriðjung gistinátta fyrir sl. ár. Um fjórðungur er vegna komu gesta frá Norðurlöndum og eru þau og Þýskaland með 55% gistinótta út- lendinga hér. Skv. upplýsingum Hagstofunn- ar má sjá aukningu í fram.boði og breytta notkun á gistitegundum. Mjög athyglisverðar tölur eru um nýtingu gististaða sem mætti vera efni í annan pistil. Ég vil í lokin hvetja alla í ferða- þjónustu til að kynna sér skýrslu Hagstofunnar þegar hún kemur út enda eru upplýsingar grundvöll- ur réttra ákvarðana jafnt í ferða- þjónustu sem öðrum atvinnugrein- um. ■ Magnús Oddsson Höfundur er ferðamálastjóri. lensku myndi hann heita „Vöndur Stevens“ en röðin sem hann er úr gæti útlagst „Innra landslag“. List, ejdur og ísland ÞETTA er fyrirsögn smágreinar í aprílhefti ameríska Elle um banda- rísku listakonuna Roni Horn. Hún er sögð fá innblástur hérlendis og hafa ferðast ein til íslands öðru hvoru í tuttugu ár. Blaðamaður tímaritsins sleppir fram af sér beislinu og segir fallegar ljós- myndir Horn af íslenskri auðn og fölar en geislandi vatnslitamyndir kafa í síbreytilegt landslag, mótað af eldgosum, með svipmót einveru og ómótstæðilegrar nálægðar. „Með truflandi og sorglegri feg- urð,“ segir svo í lauslegri þýðingu, „virðast myndir Horn í senn sveima hátt yfir veröldinni og snerta innsta efni hennar.“ Horn er þekkt af skúlptúrum sínum, sem hafa verið kallaðir rúmfræðilegar tilraunir. Þeir taka mið af umhverfí og aðstæðum, einkennast af hreinu og óblönduðu efni og oft af notkun tungumáls í tærustu mynd. Orðin tákna ekki eitthvað annað, en eru einungis þau sjálf. Listakonan lýsir verkum sínum sem viðleitni í þá átt að gera reynslu áþreifanlega — ekki aðeins sýnilega. Telkningar og myndlr eftlr Horn úr íslandsferðum Horn hefur bæði teiknað og tekið ljósmyndir á ferðum sínum um ísland. Hún hefur gefið ljós- myndirnar og tilheyrandi texta út á bók og Elle segir málfar hennar þar, eins og í öðrum ferðabókum, einfalt og heillandi. í When Dickin- son Shut Her Eyes, sem er íhug- ull texti um skáldkonuna Emily Dickinson úr bókaröð Horn, To Place, segir: „í ljóðum sínum tal- aði Dickinson um Vesúvíus heima. í verkum sínum sagðist hún ferð- ast þegar hún lokaði augunum og leggjast til svefns líkt og hún færi til annars lands.“ Síðan segir í Elle: Horn sneri aftur og aftur til íslands og skrif- aði „Dickinson hélt kyrru fyrir heima til að ferðast um hnöttinn. En eyja eins og þessi hér er heima. Og ég kem hingað til að finna miðju heimsins." í verkum Horn, segir loks í blaðinu, er einmitt þessi alheimsmiðja afhjúpuð. ■ nvdu margir læsir ? Bretland 100% Sviss 100% Þýskaland 100% Japan 100% Ástralía 99,5% Bandaríkin 95,5% Mongólía 95% Filippseyjar 93,5% Taiwan 92,4% Sri Lanka 89,1% Brunei 86% Laos 83,9% Tyrkland 81,9% Kína 80% Suður-Afríka 80% Macau 74,8% Kenya 64,1% íran 56% Indland 52,1% Nígería 52% Kambódia 37,8% Pakistan 35% Nepal 27% Heimild: Ásiaweek, 17. mars 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.