Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Doigveiii á Arnarvatns- heiii í dymbilviku FERÐIR UM HELGINA í DYMBILVIKU eru ferðir til dorgveiða um ís, uppi á Amar- vatnsheiði og er brottför á skír- dag, 13. apríl, og laugardaginn 15. apríl. Lagt er upp frá Staðar- skála kl. 8 árdegis báða dagana og áætlað að koma til baka um kl. 18. Farið er á farartækjum Flugbjörgunarsveitar V-Hún. auk vélsleða og snjóbíls. Að dorgveið- um loknum er ferð að hverasvæð- inu við Hveraborg þar sem menn geta baðað sig í heitri laug. Gist- ing í Staðarskála hvort sem er eina nótt eða lengur. Það eru forsvarsmenn Staðar- skála í Hrútafirði, Dorgveiðifélag íslands, Ferðamálafélagið, Flug- björgunarsveitin og veiðiréttareig- endur í V-Húnavatnssýslu sem kynna þennan skemmtilega mögu- leika í vetrarútivist. Þetta er annað árið sem þessar ferðir eru í boði og farið er upp á heiði þegar óskað er, hvort sem er í miðri viku eða um helgi. ■ Athugasemd „PISTILL minn 3. mars sl. hefur orðið Jónasi Hallgríms- syni tilefni skrifa. í umrædd- um pistli fjallaði ég um mögu- leika og nauðsyn þess að mínu mati að þróa nýja vöru í ís- lenskri ferðaþjónustu, þ.e. „flug og sumarhús“ sérstak- lega fyrir fjölskyldur sem væri hrein viðbót við núver- andi framboð. Þar benti ég á að ein af grundvallarforsend- um fýrir þeirri þróun væri lækkun á verði bílaleigubíla sem mundi stuðla að aukinni og betri dreifingu ferðamanna um allt land. Nú hefur þessi lækkun orð- ið og því hafa skapast betri forsendur fyrir umræddri vöruþróun. Þessu ber að fagna og ekki síst fyrir hönd landsbyggðarinnar og þá helst þeirra sem liggja lengst frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem 95% allra erl. gesta koma inn í landið. Pistill minn fjall- aði ekki á nokkum hátt um Smyril Line eða einstök fyrir- tæki í ferðaþjónustu sem hafa unnið gífurlega gott starf og ég hef margoft bent á í ræðu og riti. ■ Magnús Oddson Fí LAUGARD. 1. apr. kl. 9 f.h. verður skíðagönguferð frá Geysi að Hlöðuvöllum og gist þar. Á sunnu- dag verður gengið á skíðum til Þingvalla (Gjábakka). Þessi ferð er góð æfing fyrir skíðagönguferðir FÍ um páska. Þijár dagsferðir eru sunnudaginn 2. apríl. Kl. 10.30 Stóra Sauðafell- Skálafell, skíðaganga. Ekið austur Mosfells- heiði og gengið þaðan. Gangan tekur um 5-6 klst. Kl. 13 er skíðaganga í ná- grenni Skálafells á Mosfellsheiði í 3 klst. Þriðja ferðin er kl. 13, Laxárvogur-Maríu- höfn í Hvammsvik. Maríuhöfn var verslun- arstaður við Hvalfjörð á miðöldum, upp af Búðasandi, yst á Hálsanesi í Kjós. Þar mun hafa verið stærsti kaupstaður á landinu á 14. öld og eru þar miklar rústir sem nú hafa verið kannaðar. í Maríuhöfn kom skip Einars Her- jólfssonar 1402 en með því barst svartidauði hingað til lands. í Botnsdal í Hvalfirði dó fyrsti íslend- ingurinn úr plágunni, Áli prestur er hann var á leið frá Maríuhöfn til Skálholts. í Hvammsvík er býlið Hvammur þar sem Hvamm-Þórir bjó er nam land milli Laxár og Fossár, að sögn Landnámu. I Hvammi endar gangan. ÚTIVIST Tvær dagsferðir eru sunnudag 2.aprfl. Sú fyrri kl. 10,30 er um- hverfis Kleifarvatn. Er þá riijuð upp gönguferð sem farin var í aprfl fyrir 20 árum. Gengið verður frá Lambhúsa- tjörn yfir Vatns- hlíðina, framhjá ^ Gullbringu, yfir Geithöfða og suður að Austur Engjahverfi en þar er mesta ieirhvera- svæði á Suðvesturlandi. Afmælis Útivistar minnst í göngulok. Farið frá Umferðarmið- stöðinni, og einnig er stansað á Kópavogshálsi, Ásgarði í Garðabæ Og við Sjóminjasafn íslands í Hafn- arfirði. Kl. 10,30 er svo skíðaganga Bláfjöll-Klettavatn. Brottför er frá BSÍ og miðar eru seldir við rútu. Bréf frá Búdapest í borp genginna skálda Ljósmyndir/Trausti Steinsson József Attila OFT HEF ég sýnt útlendingum heiðursgrafreitinn á Þingvöllum þar sem þeir Jónas og Einar Ben. hvfla og spurt: Hvers konar menn haldið þið að séuð grafnir hér? Og oftast fengið svör eins og: Stjóm- málaforingjar. Stríðsmenn. tjóð- hetjur. Ég er viss um að Ungveij- ar myndu ekki missa marks hér. Þeir eru stoltir af skáldum sínum, eins og við íslendingar af okkar skáldum. Einkum séu þau löngu dauð. Og hafí þau dáið ung að árum og þar með sannað að guð- imir elskuðu þau líka. Spytji maður Ungveija hvaða skáld þeir dá mest fær maður oft- ast að heyra nöfnin Petöfí, Józef Attila, Radnóti... Þessi skáld eiga það öll sameiginlegt að þau dóu ung og á vofeiflegan hátt. Bylt- ingarskáldið Petöfí lét lífíð á víg- velli í frelsisstríðinu gegn Habs- borgurum 1849, tuttugu og sex ára gamall. Öreigaskáldið Józef Attila varð undir lest við Balaton- vatn árið 1937, enginn veit hvort það var slys eða sjálfsmorð, hann varð 32ja ára gamall. Og Radnóti sem var gyðingur var myrtur af löndum sínum, nasistum, skammt frá Györ í Norðvestur-Ungverja- landi haustið 1944, hann náði að verða 35 ára gamall. Nefni maður aftur á móti núlif- andi höfunda og spyiji til dæmis um Orbán eða Esterházy yppta flestir öxlum og humma spuming- una fram af sér. Styttur af skáldum « hverju strái Um stolt Ungveija af skáldum sínum gengnum vitna allar skálda- styttumar. Ekki þarf lengi að ganga um Búdapest áður en mað- ur rekst á styttur af Vörösmarty, Petöfi, József Attila, Jókai, Amay og austur í Almenningsgarðinum stóra er merkileg stytta af Anoný- musi, 13. aldar höfundi fmmsögu Ungveija. Sagt er að hafi menn með skáldadrauma í kollinum hönd einfaldlega lítt og sumpart eflaust illa þýddir, sérstaklega ljóðskáldin. ..elns og hjarta mitt vœrl þitt En af því að ég viðurkenni ekki óþýðanleik ungverskunnar frekar en nokkurs annars tungumáls í veröldinni, læt ég hér fljóta með í lokin ljóð eftir Jozsef Attila, ort snemmsumars 1928, þegar skáldið var tuttugu og þriggja ára gamalt. Leggðu hönd þína eins og hönd þín væri mín. Bjargaðu mér eins og sá sem deyðir eins og líf þitt væri mitt. Elskaðu mig eins og þér þætti það gott eins og hjarta þitt væri mitt. Leggðu hönd þína á enni mitt Trausti Steinsson Höfundur býr í Búdapest. Petöfi á penna Anonýmusar streymi til þeirra skáldgáfa. Gatna- og borgaheiti er líka til marks um þetta skáldastolt Ung- veija. í Búdapest em einar tíu götur sem bera nafn Petöfís. Og svo er líka Petöfí-torg og þar stendur stytta skáldsins og horfír yfír 15. mars-torg, en 15. mars árið 1848 hófst frelsisstríð Ung- veija gegn Habsborgumm með því að Petöfí las brýningarljóð yfír manníjöldanum. Petöfi er trúlega þekktasta skáld Ungveija erlendis og jaðrar við að vera Úngveijum það sem Jónas Hallgrímsson er okkur íslendingum: listaskáldið góða, ástsæll meðal jafnt lærðra sem leikra. Við Petöfi er líka kennt heilt safn í miðborginni, Petöfí-safnið, sem raunar er skáldahús, við Ká- roly Mihály-götu 16. Safn þetta skoðaði ég nýlega í félagsskap tíu safnvarða, karla og kvenna, sem hlupu við fót á undan mér sal úr sal og kveiktu ljós í hveijum saln- um á fætur öðrum og sýndu mér stolt inn í salina: Petöfí-sal, Déry Tibor-sal, Ady Endre-sal, Radnóti Miklós-sal, og svo framvegis lengi dags. Gangi maður suðvestur Bertók Béla kemur maður von bráðar á Móricz Zsigmond-hringtorg og ekki löngu síðar á Kosztolányi Dezsö-torg. Það þarf líklega ekki að taka það fram að Móricz og Kosztolányi sem torgin tvö em við kennd vora skáld og rithöfundar, virtir vel, báðir löngu dánir auðvit- að. Skáldið sem var húmorlstl og varð túmoristi Suðaustur úr fyrmefnda torginu teygir sig Karinthy Frigyes eða vegur og á homhúsinu er skjöldur sem á stendur að í þessu húsi hafí sjálfur Karinthy búið frá 1920 til 30. Sem sagt löngu áður en hann fékk æxli eða túmor á heilann en við það breyttist hann úr húmo- rista í túmorista en túmoristi er sá sem skrifar af húmor um tú- mor. Þetta get ég sagt og staðið við af því að ég er nýbúinn að lesa bók eftir Karinthy sem heitir Hringferð innan höfuðskelja minna og er merkileg. í aðalgrafreitagarði Búdapest- ar, Kerepesi-garðinum, er skáldum gert hátt undir höfði. Þar eiga a. m.k. flögur skáld sérmerkta heið- ursreiti: Petöfí, Arany, Jókai, Ady og eflaust margir fleiri. Nú kunna nafnamnumar hér á undan að koma flatt upp á flesta ísienska lesendur og virka fram- andi. Ekkert þessara skálda sem ég hef nefnt er verulega heims- frægt, nema ef væri Petöfi, og kannski Radnóti sem kallaður hef- ur verið skáldaskáld, og era þetta samt nokkur af merkustu skáldum Ungveija. Og þegar maður fer að kynna sér ungverskar bókmenntir kemst maður auðvitað að því að það besta hér er merkilegt, alveg sambærilegt við það besta annars- staðar, og höfundamir góðir en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.