Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 1
Ásthildur úr KR í Breiðablik Asthildur Helgadóttir, landsl- iðskona í knattspymu sem hefur leikið með KR síðustu tvö keppnistímabil, hefur ákveðið að leika með sínu gamla félagi, Breiðabliki, í 1. deildinni næsta sumar. „Þegar ég skipti yfir í KR fyrir tveimur árum gerði ég það til að breyta til en ætlaði mér aldrei að vera nema eitt til tvö ár hjá félaginu. Það má því segja að ég sé komin heim aftur eftir tvö mjög góð ár hjá KR. Þetta var orðin mikil togstreyta því ég bý í Kópavogi og æskufélagamir leika með Breiðabliki,“ sagði Ásthildur. Hún er 19 ára og hefur leikið 52 leiki í 1. deild, skorað í þeim 31 mark og var næst marka- hæst í deildinni í fyrra með 19 mörk. Hún vann það afrek á síðasta ári að gera fjögur mörk í lands- leik gegn Grikkjum og varð þar með fyrsta íslenska knattspyrnu- konan sem skorað hefur meira en tvö mörk í A-landsleik. Hún á 8 A-landsleiki að baki, 8 með U-20 ára iiðinu og 10 með U-16 ára landsliðinu. Atli til liðs við Framara ATLI Einarsson, knattspymumaður, hefur gengið frá félagaskiptum úr FH í Fram. Atli er ekki ókunnugur í herbúðum Framara því hann lék með félaginu sumarið 1993. „Það er gott að vera kominn aftur í Safamýrina. Framarar hafa alltaf spilað skemmtilegan fót- bolta og ég hlakka til sumarsins,‘‘ sagði Atli, sem er 29 ára og hóf ferlinn með ÍBÍ. Siðan lá leiðin til Víkings og siðan tíl Fram áður en hann gekk til liðs við FH fyrir siðasta tíma- bil. Hann hefur leikið 141 leik i 1. deild og skoraði í þeim 33 mörk. Framarar hafa fengið fimm nýja leikmenn auk Atla Einarssonar fyr- ir komandi timabil. Þeir eru: Kristján Jónsson frá Bodö, Atli Helgason frá Val, Nökkvi Sveins- son frá ÍBV, Þórhallur Víkingsson og Jón Sveinsson frá FH. Zamorano tryggði Chile sigur IVAN Zamorano, miðherji Real Madrid, tryggði Ghile sigur, 2:1, yfir Mexíkó í vináttu- landsleik í Los Angeles á miðvikudagskvöldið, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 78. mín. Hann skoraði örugglega framþjá varamark- verðinum Hugo Pineda, þar sem aðalmarkvörð- urinn Jorge Campos lék sem miðherji í seinni hálfleik. 59.188 áhorfendur sáu Marcelo Salas skora fyrra mark Chile á 14. mín., en Luis Garcia jafnaði fyrir Mexikó á 34. mín. Þetta var fyrsti landsleikur Chile undir stjórn Spán- verjans Xabier Azkargorta, sem var þjálfari Bólivíu. Þess má geta að íslenska landsliðið mætir Chilemönnum í Chile í lok apríl. Egill og Brynja bæta sig í svigi EGILL Birgisson úr KR og Brynja Þorsteins- dóttir frá Akureyri, bættu punktastöðu sína verulega í svigi á móti í Dombás í Svíþjóð á mánudaginn. Egill lenti í 40. sæti og fékk fyr- ir það 77,94 fis-stig, en átti áður best 147,79 og Brynja lenti í 8. sæti og hlaut 68,98 stig, en á síðasta heimslista er hún með 155,64 stig. Theódóra Matthiesen úr KR og Ásta Halldórs- dóttir frá ísafirði kepptu einnig í sama móti. Ásta ienti í 4. sæti og náði ekki að bæta punkta- stöðu sína, en Theodóra keyrði út úr. Þess má geta að Ásta fékk 15,56 fis-stig fyrir annað sætið á móti í Geilo í síðustu viku og er það besti árangur hennar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg 1995 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 31. MARZ BLAÐ Guðmundur með þrennu ífyrsta leik GUÐMUNDUR Benedlktsson, sam var löglegur með KR í fyrra- dag, gerðl þrennu í fyrsta oplnbera lelk sfnum með félaglnu í 3:2 slgri gegn Þróttl f Reykjavíkurmótlnu í gærkvöldi. KR haföl 2:0 yflr í hálflelk og komst sföan í 3:0 f upphafi síðar hálfleiks. Þegar 20 mfnútur voru eftlr af lelknum var Steinarl Adolfssynl vlklA af lelkvelll fyrir aA brjóta á elnum lelkmanni Þróttara Innan vítateigs og dæmd vítaspyrna. Úr vítaspyrn- unnl skoraAI HrelAar BJarnason, 3:1 og Tómas Ellert Tómas- son minnkaAI muninn á lokamfnútunum fyrlr Þrótt, 3:2. LYFTINGAR Kurlovich féll öðru sinni á lyfiaprófi Alexander Kurlvich, heimsmeist- ari í lyftingum frá Hvíta-Rúss- landi, féll öðru sinni á lyfjaprófi, samkvæmt fréttum frá Þýskalandi í gær. Hann var uppvís af því að hafa neytt anaboliska stera. Hann féll einnig á lyfjaprófi árið 1985 er hann keppti fyrir Sovétríkin fyrir að nota sömu lyf og fékk þá iífstíðar keppnisbann. En keppnis- banninu var aflétt tveimur árum síð- ar. Kurlovich setti heimsmet í snörun (205 kg) á heimsmeistaramótinu í Istanbul í nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.