Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 4
. FELAGSLIF 23 Villur 25 27/36 19/26 11/30 3/18 21 Við nýttum okkur meira en við gerðum á þriðjudaginn. Þeir yfirdekkuðu Guðjón en núna nýttu hinir í liðinu sér það Frímann betur og létu meira Ólafsson til sín taka. Svo skrifar frá náttúrulega beittum Gnndavik vjð sömu taktík og þeir, við fórum að tala við þá á móti. Þeir ætluðu að beita okkur sálfræðitöktum í fyrsta leik og ætluðu að taka okkur á taugum til að byrja með og tókst það þokka- lega. Við ætlum ekki að láta þá niðurlægja okkur aftur heldur taka karlmannlega á móti þeim. Þessi sigur færir okkur sjálfstraust og opnar úrslitakeppnina. Það er svip- að og að vera kominn á byijunar- reit aftur og það gefur svolítið tón- inn,“ sagði FViðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga. „Þetta var meiriháttar leikur, við spiluðum virkilega vel saman sem ein heild. Boltinn rúllaði vel hjá okkur í síðari hálfleik því við létum hann ganga vel og fengum fríu skotin gagnstætt því sem var í Njarðvík þegar einstaklingsfram- takið réð meira. Þriggja stiga körf- umar koma þegar við látum bolt- ann ganga auk þess sem við spiluð- um góða vöm,“ sagði Marel Guð- laugsson sem var stigahæstur Grindvíkinga. „Það er ekki mikið hægt að segja eftir svona leik. Við mættum ekki í þennan leik nógu vel stemmdir, vomm að spila allt aðra vörn en við emm vanir og vomm algjörlega á hælunum. Það er ekk- ert annað að gera en kippa því í liðinn og mæta ákveðnir á laugar- daginn. Það kemur ekki til greina að tapa á heimavelli og sigur á útivelli verður bónus," sagði Teitur Örlygsson Njarðvíkingur eftir leik- ínn. Afmæli íþrótta- kennarafélagsins íþróttakennarafélag íslands heidur upp á 60 ára afmælið á morgun, laugardag 1. apríl. í tilefni dagsins verður félagsmönnum boðið upp á þátttöku í ýmsum íþróttagreinum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 11.30 til 18.00 og hátíðarveisla verð-' ur svo haldin um kvöldið í Gullhöm- mm, veislusal í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1. Miðasölu lýkur í dag á skrifstofu Kennarasambands ís- lands. Verð á hátíðarkvöldverð og dansleik er kr. 3.500. ' iw leikinn i GRJNDAVÍK ÚRSLIT Körfuknattleikur UMFG - Njarðvík 112:92 íþróttahúsið í Grindavík, úrslit úrvals- deildar í körfuknattleik 2. leikur, miðviku- daginn 30. mars 1995. Gangur leiksins: 0:2, 2:7, 12:15, 16:15, 25:21, 26:27, 43:37, 51:43, 57:51, 61:57, 67:66, 80:70, 86:76, 99:76, 109:86, 112:92. Stig UMFG: Marel Guðlaugsson 19, Nökkvi Már Jónsson 18, Marc Allen Mitc- hell 17, Guðmundur Bragason 16, Unnd- ór Sigurðsson 15, Guðjón Skúlason 14, Helgi Jónas Guðfínnsson 11, Pétur Guð- mundsson 2. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 21, Ronday Robinson 20, Valur Ingimundar- son 15, Jóhannes Kristbjömsson 10, Kristinn Einarsson 8, ísak Tómasson 8, Friðrik Ragnarsson 6, Ástþór Ingason 4. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Óskarsson. Komust ótrúlega vel frá mjög erfiðum leik. Áhorfendur: Um 800. Frjálsíþróttir Frlóahlaup Samhygðar Mótið fór fram um síðustu helgi. Karlar: 15-39 ára, 10 km: SigmarGunnarsson, UMSB...........34.59,4 Daníel Guðmundsson, Ármanni......36.27,9 Guðmann Elísson, ÍR...............38.25,0 40-49 ára, 10 km: Öm Ingibergsson, ÍR..............42.14,3 Þórður G. Sigurvinsson, HSK......42.17,7 Jóhann R. Björgvinsson, NR.......44.08,8 50 ára og eldri, 10 km: Grétar Marinósson, NR............48.14,8 ÞórVigfússon.....................49.55,5 Róbert Pétursson, NR.............50.24,8 Opinn flokkur, 5 km: Vöggur Magnússon, ÍR.............29.48,9 Markús ívarsson, HSK.............26.40,2 ValurGuðlaugsson, NR.............35.02,5 Strákar, 3 km: Guðmundur Garðarsson, HSK........15.04,8 Atli Ólafsson, HSK...............17.25,7 Amar Guðlaugsson, NR.............21.16,9 Konur: 15-39 ára, 5 km: Fanney Ólafsdóttir, HSK..........26.28,6 Steinunn Bjömsdóttir, NR.........30.03,4 40-49 ára, 5 km: AnnaCosser, ÍR...................19.51,6 Áslaug J. Guðjónsdóttir, NR......30.38,9 Erla Þorsteinsdóttir, NR.........32.08,9 50 ára og eldir, 5 km: Halldís Gunnarsdóttir, NR........31.10,7 Opinn flokkur, 10 km: Hanna Viðarsdóttir, FH...........57.09,9 Halla Viðarsdóttir, FH...........57.09,9 Lára Sturludóttir, NR............57.24,4 Stúlkur, 3 km: Ingibjörg Markúsdóttir, HSK......17.13,0 Halldóra Markúsdóttir, HSK.......17.18,2 María Garðarsdóttir, HSK.........17.31,5 Ikvöld Körfuknattleikur Úrslit kvenna, 1. leikur: Keflav.: Keflavík-Breiðablik...kl. 20 ■Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður meistari. ■Úrslitakeppni 2. deildar hefst í Garðinum og Sandgerði ( kvöld og stendur yfir alla helgina. Blak Úrslitakeppni: KA-heimilið: KA-HK........kl. 20 Ásgarður: Stjaman - Þróttur....kl. 20 Konur: KA-heimilið: KA - Vtkingurkl. 21.30 Hagaskóli: Í&-.HK.........kl. 20 Badminton Deildarkeppni Badmintonsambndsins i 1. og 2. deild hefst i TBR-húsinu i Reykjavík f kvöld kl. 19.00. Skíði ■Unglingameistaramót Islands á skíðum í flokkum 15-16 ára í alpa- greinum og 13 -16 ára í göngu verð- ur sett á Seyðisfirði f kvöld. Meistaramir yfir spilaðir í Gríndavík Skúli Unnar Sveinsson skrifar GRINDVIKINGAR sigruðu Njarðvíkinga 112:92 í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni í körf uknattleik í Grindavík í gærkvöldi í miklum baráttuleik. Það var dálítið annar bragur yfir þessum leik en fyrsta leikn- um í Njarðvík, leikmenn börð- ust af krafti og þá sérstaklega Grindvíkingar sem voru miklu ákveðnari og grimmari í öllum aðgerðum sínum. Um miðjan síðari hálfleik náðu þeir mjög góðum kafla þar sem þeir gerðu út um leikinn. Það var frábær kafli Grindvíkinga um miðjan síðari hálfleikinn sem gerði út um leikinn, en þá gerðu heimamenn 25 stig gegn aðeins 8 stig- um gestanna. Stað- an var 67:66 þegar Unndór Sigurðsson gaf tóninn með þriggja stiga körfu. Hann hafði nægilega mikið sjálfs- traust til að reyna enn einu sinni, en hann hafði misnotað þijú slík skot skömmu áður. Unndór gerði 12 stig á þessum góða kafla, og alls 15 stig, öll í síðari hálfleik og tók auk þess fráköst og barðist eins og ljón í vöminni. Njarðvíkingar völdu að reyna að halda þeim Guðjóni Skúlasyni og Helga Jónasi Guðfínnssyni utan við leikinn með því að leika stífa vöm á þá strax í upphafi. Þetta gafst vel framan af en auðvitað losnaði um aðrar skyttur Grindvíkinga fyrir bragðið og það nýtti liðið sér. Marel Guðlaugsson átti trúlega einn sinn besta leik í langan tíma, Guðjón lék vel þó svo hann væri ekki mikið í langskotunum, hann færði sig nær kömnni og skoraði ágætlega þaðan, Marc Mitchell stjómaði af krafti og átti 12 stoð- sendingar, Guðmundur hafði góðar gætur á Rondey og Njarðvíkingum gekk illa að koma boltanum til hans, Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1995 Morgunblaðið/Sverrir Njarðvíkingar á hælunum RONDEY Robinson og félagar í NJarAvík urðu að játa slg slgr- aða f Grindavfk f gærkvöldl, annar lelkurlnn sem llðið tapar í delldinnl í vetur. Hör er það Marc Allen Mltchell sem sæklr að Rondey þar sem hann situr á gólflnu, en Mltshell áttl góð- an leik og verður liðinu » mlkilvægarl með hverjum lelknum. sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og Nökkvi Már var góður. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvíkingar tapa leik, og það er alls ekki á hveijum degi sem liðið fær á sig yfir 100 stig og þetta tvennt segir sína sögu, bæði um leik- inn og vörn Njarðvíkinga sem var slök. Grindvíkingar keyrðu upp hrað- ann og gáfu ekki tommu eftir. Bar- ist var um hvem einasta bolta. Liðs- heildin var sterk og sjö leikmenn gerðu tíu eða fleiri stig. Jafnræði var í fyrri hálfleik og nokkuð um mistök á báða bóga. Menn náðu þó áttum og ljóst var í hvað stefndi, mikla baráttu og tals- verða hörku, ef til vill full mikla á köflum. Það voru ekki liðnar nema tæpar fimm mínútur þegar Friðrik Ingi þjálfari Grindvíkinga fékk tæknivillu og ásetningsvillumar urðu margar, enda vom leikmenn stundum hreinlega grófir, sérstak- lega þegar boltinn var ekki nærri. Staðan í leikhléi var 57:51 og í upphafi síðari hálfleiks fékk Mitc- hell sína fjórðu villu og Rondey gerði fyrstu sex stigin fyrir Njarðvík og nú virtust íslandsmeistaramir búnir að finna taktinn. En heimamenn bættu þá bara í baráttuna, sem var í algleymingi og hún bar ávöxt. Hinn glæsilegi kafli þar sem heimamenn komust í 99:76 gerði út um leikinn. Njarðvíkingar biðu samt aðeins með að játa sig sigraða en sáu skömmu síðar að þeir áttu ekki möguleika á sigri. Vörn Njarðvíkinga var slök og í raun er það áhyggjuefni fyrir þá hversu illa liðið hefur leikið í fyrstu tveimur leikjunum. Gæti hugsast að sigurviljinn, eftir alla sigurleikina í vetur, sé horfinn? Maður á bágt með að trúa því hjá svo leikreyndu liði. Rondey lék vel í síðari hálfleik eftir að Njarðvíkingar fóru að koma knettinum inn í teiginn, enda hvíldi Guðmundur mikið í síðari hálfleik. Teitur og Valur héldu Njarðvíking- um á floti i fyrri hálfieik en í þeim síðari fór lítið fyrir flestum leik- manna íslandsmeistaranna, nema Rondey. Eykur sjálfstraustið mbm mh ' ^ ■■ A KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.