Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 1
112 SÍÐUR B/C/D/E 77. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR1. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norðmenn atyrtir Ógiia stöð- ugleika í heiminum Ósló. Morgunblaðið. STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa sent norsku stjórninni harðorð mót- mæli vegna ferða norsks njósna- skips fyrir innan rússneska Iögsögu. Skýrði dagblaðið Aftenposten frá þessu í gær og sagði, að tónninn í mótmælunum minnti helst á kalda stríðið þegar það var upp á sitt besta. í mótmælum Rússa eru Norð- menn sakaðir um að „raska stöðug- leikanum í heiminum" og haft er eftir Borís Sanníkov, aðmíráli í rúss- neska norðurflotanum, að norskt njósnaskip hafí brotið alþjóðalög og gegn fullveldi Rússlands. Haft er eftir Sanníkov, að atburð- urinn hafí átt sér stað sí. þriðjudag þegar Rússar stugguðu við ókunn- um kafbáti, sem var á ferð innan rússnesku lögsögunnar. „Sama dag braut norskt rannsóknaskip Bar- entshafssamninginn. Skipið var njósnaskip," segir í orðsendingu Rússa en þar kemur ekki fram um hvaða skip var að ræða eða hvar það var nákvæmlega. Reuter Sprengjutilræði í Búkarest? SLÖKKVILIÐSMENN slökkva eld í braki Airbus-þotu sem hrap- aði í grennd við Búkarest í gær. Allir um borð, 59 manns, fórust. Þotan var í eigu rúmensks rikis- flugfélags, sem neitar því algjör- lega að flugmönnunum hafi orðið á mistök. Sjónarvottur segir að sprenging hafi orðið í þotunni áður en hún hrapaði og grunur leikur á að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. ■ 59 farast í Rúmeníu/27 Kuldakastið olli snjókomu í Búlgar- íu og var þar alhvíta jörð yfír að líta í stað vorgrænna akra. Níu hundruð þorp einangruðust og þar varð vatns-, rafmagns- og símasambandslaust. Samgöngur fóru úr skorðum. Fannfergi og talsvert hvassviðri gerði íbúum Sikileyjar lífíð leitt, þorp einangruðust og stöðva varð kapp- leiki fremstu tennisleikara Banda- ríkjanna og Ítalíu í Davíðsbikarnum í höfuðstaðnum Palermó. Veðrið setti líka strik í stríðsrekst- urinn í Bosníu. Fjöldi hermanna varð úti og króknaði úr kulda. Rúmlega 20 manna flokkur bosníu-króatísks herliðs getur þakkað breskum friðar- gæsluliðum að þeir eru í tölu lifenda. Festu þeir farartæki sín á flallvegi í vesturhluta landsins en var bjargað eftir að einum þeirra tókst að bijót- ast við illan leik til búða bresku gæslu- liðanna og kalla á hjálp. Dollar veikist New York, London. Reuter. ÓVISSUÁSTAND á gjaldeyris- markaði leiddi til þess að Bandaríkjadollar féll í verði og hefur aldrei verið lægri gagn- vart japanska jeninu eftir stríð. Kostaði dollarinn 86,30 jen í gær og 1,3767 mörk við lok viðskipta. Dollarinn lækkaði þegar ekk- ert varð úr væntingum um vaxtalækkun í Japan. Fjárfest- ar losuðu sig við dollara. Keyptu þeir einkum gull og silfur í stað- inn svo verð á þessum málmum snarhækkaði. Kafbylur ein- angrarþorp á Sikiley Rómaborg. Reuter. ÓVENJULEGT kuldahret hrelldi íbúa sunnanverðrar Evrópu í gær og ekki er búist við að hlýni aftur fyrr en eftir nokkra daga. Þorp á Sikiley einangruðust og skólahald lagðist niður víða á Suður-Italíu vegna snjóa. Reuter Bill Clinton fagnað á Haítí Rússar taka síðasta vígi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna Segja hemaðinum ljúka með falli Shali Moskvu. Reuter. OLEG Soskovets, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, sagði í gær, að eiginlegum hernaðaraðgerð- um í Tsjetsjníju muni ljúka með töku borgarinnar Shali en hún féll í hend- ur Rússum í gær. Hún var síðasta vígi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna og er nú mestur* hluti landsins í höndum rússneska hersins. Talsmaður rússneska varnarmála- ráðuneytisins sagði, að það væri hættulítið og engum vandkvæðum bundið fyrir herinn að taka þau svæði, sem eftir væru. Liðsmenn Dzhokhars Dúdajevs forseta og leið- toga aðskilnaðarsinna eiga því ekki annarra kosta völ en taka upp skæru- hernað í fjöllum og fjarri byggð. Góð tíðindi fyrir Jeltsín Rússar segjast sjálfir hafa misst 1.400 manns í Tsjetsjníju og tugþús- undir Tsjetsjena hafa látið lífíð. Fall Shalis er góð tíðindi fyrir Borís Jelts- ín, forseta Rússlands, þar sem lík- legt er, að bardögum í Tsjetsjníju verði alveg lokið þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti og fleiri þjóðhöfð- ingjar koma til Moskvu í maí til að fagna með Rússum lokum síðari heimsstyrjaldar. Fast hefur verið lagt að Clinton að fara ekki í austurveg vegna Tsjetsjníjustriðsins en Dmítríj Volkov, aðstoðarritstjóri rússneska dagblaðsins Sevodnya, sagði í gær, að vestræn ríki hefðu ekki haft hátt um ástandið í landinu fram að þessu og nú væri enn minni ástæða til þess. GEORGE Fisher yfirmaður bandaríska herliðsins á Haítí fól fjölþjóðasveit Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) yfirráð öryggismála á eynni í gær. Með því lýkur dvöl bandaríska herliðsins sem gekk á land á Haítí í september í fyrra til þess að tryggja valdatöku stjórnar Jean-Bertrands Aristides forseta. Honum var steypt í valdaráni hershöfðingja skömmu eftir að hafa unnið yfir- burðasigur í forsetakosninguin árið 1991. Viðstaddir athöfnina voru Bill Clinton Bandaríkjafor- seti og Boutros Boutros-Ghali framkvæmdastjóri SÞ. Clinton kom til Haítí í gær og á mynd- inni hverfur hann nánast í haf bandarískra hermanna sem fögnuðu honum ákaft. Fyrir at- höfnina flutti Clinton ræðu við þinghúsið í Port-au-Prince og hvatti landsmenn til sátta og til að stuðla með því að lýðræðisleg- um sfjórnarháttum. Þingkosn- ingar verða 4. júní og forseta- kosningar í desember. Það varp- aði skugga á athöfnina í gær, að einn helsti andstæðingur Aristide, lögmaðurinn Mireille Durocher Bertin, var myrtur sl. þriðjudag og hefur innanríkis- ráðherrann, Mondesir Beau- brun, verið bendlaður við morðtilræðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.