Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gjaldeyrisstaða rým ar á 1. ársfjórðungi Fangi ræðst á fangavörð GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans batnaði um tæpa 3 milljarða kr. fyrstu tvo mánuði ársins. Þeg- ar tekið hefur verið tillit til 10 milljarða kr. erlends láns sem rík- issjóður tók í janúar og lagði inn í bankann hefur staðan hins vegar versnað um rúma sjö milljarða á tímabilinu. í marsmánuði hefur staðan síðan batnað um 2 milljarða kr. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri segist ekki hafa upplýsingar um ástæður þess að heildar- greiðsluyfirlitið við útlönd hafi versnað eins og tölur sýna, að teknu tilliti til stóra erlenda láns- ins, það skýrist ekki endanlega fyrr en gerðar hafi verið upp árs- fjórðungstölur. Greiðsluyfírlitið við útlönd á að endurspeglast í breytingum á gjaldeyriseign Seðlabankans. Hann telur líklegast, án þess að geta fullyrt það, að fyrirtækin séu enn að greiða niður erlend lán og útstreymi gjaldeyris sé þess vegna. Þá sé hugsanlegt að viðskiptajöfn- uðurinn hafi versnað vegna aukins innflutnings. Tekjur af loðnunni að skila sér Þróunin hefur gengið til baka að hluta í marsmánuði, að sögn Eiríks, en nær þó ekki áramóta- stöðunni. Telur hann að um 2 milljarðar hafi komið inn í gjald- eyri í mánuðinum umfram það sem greitt hefur verið út og segir að það sé meðal annars vegna þess að tekjur fyrir afurðir af loðnu- vertíðinni séu farnar að skila sér. Erlend verðbréfaviðskipti voru að fullu gefm frjáls um áramótin, en ári áður hafði verið opnað fyrir viðskipti með langtímabréf. Eftir breytingamar fyrir ári rýmaði gjaldeyrisforðinn um tæpa 2 millj- arða vegna kaupa á erlendum verðbréfum en frá miðju síðasta ári hafa litlar breytingar orðið. Fyrstu tvo mánuði ársins fóm 800 milljónir til kaupa á erlendum verðbréfum umfram það sem inn kom. FANGI í Síðumúlafangelsinu barði fangavörð ítrekað í höfuðið sl. miðvikudagskvöld. Flytja varð fangavörðinn á slysadeild þar sem gert var að sárum hans, en sauma varð 14 spor í höfuðið. Hann er ekki alvarlega slasaður, en er frá vinnu. Haraldur Johannessen, fang- elsismálastjóri, segir að ofbeldi meðal ungra fanga hafí aukist á seinni árum. Notaði hluta af húsbúnaði Fanginn er 17 ára. Atburðurinn átti sér stað um það leyti sem verið var að loka fangana inni á klefum. Fangar og fangaverðir urðu vitni að atburðinum og komu fangaverðir félaga sínum til hjálp- ar. Fanginn notaði hluta af húsbún- aði í setustofu fanga til árásarinn- ar. Búast má við að hann verði sóttur til saka fyrir árás á opinber- an starfsmann. Rannsóknarlög- regla ríkisins fer með rannsókn málsins. Fangelsisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að setja fangann í 45 daga einangrunarvist og hann verður auk þess sviptur ýmsum réttindum afplánunarfanga. Fang- elsisyfirvöld hafa jafnframt ákveð- ið að pilturinn fá sérstaka sál- fræði- og geðlæknismeðferð. Haraldur sagði að fangelsisyfir- völd stæðu frammi fyrir aukinni hörku ungra afbrotamanna. „Þetta er síharðnandi hópur. Þetta er ekki eina dæmið um vaxandi erfíðleika fangelsisyfírvalda í sam- skiptum við unga afbrotamenn." Hagkaup Nemar í hlutastarfi skrópa í skólanum Gunnarstindur á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði Gengið til samninga um sölu Hafnareyjar STJÓRN Gunnarstinds hf. heimil- aði í gær samningsgerð um sölu annars togara fyrirtækisins, Hafnareyjar. Tilboð hafa borist í skipið sem á þessari stundu er fyrirhugað að selja kvótalaust, að sögn Amars Bjamasonar rekstr- arhagfræðings sem er nýlega orð- inn stjómarformaður fyrirtækis- ins. Gunnarstindur hf. varð til við sameiningu hraðfrystihúsanna á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Fyr- irtækið gerir út togarana Hafnar- ey frá Breiðdalsvík og Kambaröst frá Stöðvarfirði og rekur frystihús á báðum stöðum. Fyrirtækið hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Amar Bjamason segir að stjómin hafí í gær veitt stjómarformanni og framkvæmdastjóra heimild til að ganga frá samningum um sölu Hafnareyjar með fyrirvara um endanlegt samþykki stjómar. Tvö tilboð hafa borist í skipið en hann vildi ekki upplýsa hvaðan þau væru. „Staðan er erfíð og menn verða að taka erfiðar ákvarðanir. Ég vil að við tökum á þessu sjálf- Hugmyndir um samvinnu við Búlands- tind á Djúpavogi ir áður en aðrir gera það fyrir okkur," segir Amar. Stöðvarhreppur er stærsti hlut- hafinn í Gunnarstindi ásamt Út- vegsfélagi samvinnumanna. Al- bert Geirsson sveitarstjóri og stjómarmaður segist ekki geta verið sáttur við sölu skipsins en segist ekki hafa lagst gegn því að gerð yrðu drög að samningi um sölu Hafnareyjar. Málið kæmi aftur fyrir stjómina. Hugmyndir um samvinnu við Djúpavog Salan á skipinu er liður í fyrir- hugaðri endurskipulagningu fyrir- tækisins. Hugmyndir hafa m.a. verið um samvinnu við Búlands- tind hf. á Djúpavogi um hráefnis- öflun og að kvóti Hafnareyjar yrði þá seldur þangað. Engar ákvarð- anir hafa þó verið teknar um fram- tíðina, að sögn Amars. Ekki hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir Jón Hermann Óskarsson sem stýrt hefur Gunn- arstindi hf. undanfama mánuði. Hann hefur sagt upp en starfar áfram þar til ráðinn verður nýr framkvæmdastjóri. SAMNINGAR tókust milli HÍK og Verslunarskólans í gærkvöldi og hefur verkfalli verið frestað. Kennsla hefst í skólanum n.k. mánudag samkvæmt stundaskrá. Samningurinn er efnislega sam- hljóða samningi ríkisins og kennara sem undirritaður var sl. mánudag. Úrskurðamefnd er falið að fjalla um ágreining um réttindamál. í viðauka við samninginn segir að heildarkjör kennara við Verslun- Bátar losnuðu í Sandgerði TVEIR stórir bátar losnuðu frá bryggju í Sandgerði í mjög slæmu veðri í gær. Bátarnir slógust í aðra báta sem leiddi til þess að einn bátur skemmdist. Mjög mikil ölduhæð var úti fyrir Sandgerði í veðrinu. Dufl, sem er staðsett um 5 milur út af Stafnesi, mældi um 10 metra ölduhæð klukkan 19 í gær. Stórstreymt var og ýtti það undir öldugang. Bátar voru víðar í hættu við Suðvesturland. Sjómenn í Grinda- vík fylgdust t.d. vel með bátum í höfninni, en engin óhöpp urðu þar þrátt fyrir mikinn öldugang. arskólann skuli ekki vera lakari en kennara við aðra framhaldsskóla. Sett verður á fót samstarfsnefnd sem hefur það hlutverk að meta bæði launakjör og ráðningarkjör og fínna leiðir til að jafna þau. í nefndinni verða fulltrúar frá HÍK, Verslunarskóla, fjármálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Ríkis- sáttasemjari mun fylgjast með starfi nefndarinnar. Elna K. Jónsdóttir, formaður MEIRIHLUTI framhaldsskóla- nemenda í hlutastarfi hjá Hag- kaupi virðist ætla að skrópa í skól- anum og mæta til vinnu á meðan á kennslu stendur á laugardögum og í dymbilvikunni. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, sagði útlit fyrir að dymbilvikan yrði þyngst í verslun- um fyrirtækisins. „En ekki liggur enn fyrir hvort hún verður vanda- mál eða hvað mikið því viðbrögð allmargra nemenda Hafa verið á þann veg að þeir ætli einfaldlega ekki að mæta í skólann," sagði hann. Hann nefndi að engin vandamál væru með að manna verslanirnar í dag. Fram kom að aðeins einn starfsmaður á aldrin- um 16 til 18.ára af 20 til 30 manna hópi hefði tilkynnt forföll vegna skóla í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þess ber að gæta að hluti hópsins er í fullu starfi í versl- uninni og ekki í skóla. Tvær ástæður Óskar lagði áherslu á að fyrir- tækið hefði ráð til að manna versl- animar og þrýsti ekki á nemendur að skrópa í skólanum. Þeir bæru sjálfír ábyrgð á ákvörðun sinni. Hann sagði að væntanlega væru tvær ástæður fyrir því að starfs- mennirnir kysu fremur að sækja vinnu en fara í skólann. „Ég býst við að í sumum tilfellum þurfí nemendumir virkilega á peningun- um að halda. En í öðrum tilfellum að þessi aldurshópur er farinn að gera miklu, miklu meiri kröfur en áður og sjá sér um leið sjálfir fyr- ir þörfum sínum.“ HÍK- sagðist vera sæmilega sátt við þessa mðurstöðu. Hún sagðist telja að kennarar hefðu fengið tryggingu fyrir því að heildarkjör kennara hjá Verslunarskólanum og kennara hjá ríkinu yrðu jöfnuð. Þorvarður Elíásson, skólastjóri Verslunarskólans, sagði að nem- endum skólans yrði bætt upp það sem tapaðist í verkfallinu. Eftir væri að útfæra hvemig það yrði gert í einstökum atriðum. Samið í Verslunarskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.