Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnuð verði nýting áheim- greiðslum FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarráði hafa lagt fram tillögu um að kannað verði hvernig greiðslur til foreldra sem velja að vera heima með bömum sínum hafi nýst. Ennfremur hversu marg- ir foreldrar þeirra 500 barna, sem njóta 6.000 króna heimgreiðslu á mánuði, nýti þær til kaupa á þjón- ustu dagmæðra. Bent er á að í bókun fulltrúa R-lista í stjóm Dagvistar bama sé fullyrt að heimgreiðslurnar hafi ekki nýst sem skyldi og að fjöl- margir sem njóti þeirra nýti þær til að greiða fyrir þjónustu dag- mæðra. Hjá starfsmönnum Dag- vistar barna hafi hins vegar komið fram að engin könnun hafi verið gerð sem styðji þessar fullyrðing- ar. Því hljóti að vera mikilvægt að fá þær staðfestar áður en tekin er endahleg ákvörðun í málinu. Afgreiðslu tillögunnar var frest- að. Kvennó í kulda og trekki PEYSUFAT AD AGUR var í gær hjá þriðja bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Dagskráin hófst klukkan átta með gleðskap í heimahúsi og var síðan haldið í söngferðalag með strætó, meðal annars á Elliheimilið Grund. Dansað var á ýmsum heimilum fyrir eldri borgara í höfuðborg- inni og loks staldrað við í Kvennaskólanum í eftirmiðdag- inn þar sem nemendur gæddu sér á heitu kakói og vöfflum. Hefur nemendum sjálfsagt ekki veitt af heitri hressingu í hiýjunni eft- ir skráveifur veðurguðanna. Hráefnisskortur hjá sútunarverksmiðjunni Loðskinni hf. á Sauðárkróki Öllu starfsfólki sagt upp sem mér er kunnugt er þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjá Loð- skinnum og auðvitað viljum við greiða fyrir því að fólk hafi atvinnu. Við erum hins vegar bundin af lögum og að gætt sé fyllstu var- kárni á þessu sviði sem öðrum í sambandi við þá hættu sem er á smitsjúkdómum með vörum af þessu tagi til landsins. ísland er engin undantekning frá öðrum löndum í því, og raunar sýnir reynsl- an að íslenskur búfénaður er við- kvæmari en víðast annars staðar,“ sagði Halldór. OLLUM starfsmönnum sútunar- verksmiðjunnar Loðskinns hf. á Sauðárkróki, 60 talsins, var sagt upp störfum í gær vegna fyrirsjáan- legs hráefnisskorts, að sögn Birgis Bjamasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Afkastageta verk- smiðjunnar er 200-250 þúsund gærur á ári, en um áramót hafði fyrirtækið hins vegar 100 þúsund hrágærur til verkunar. Að sögn Birgis var því leitað eftir að fá að flytja inn gærur frá Ástralíu og fékkst leyfí tii að flytja inn tvo gáma, eða 7-8 þúsund gærur, en heimild hefur enn ekki fengist fyrir frekari innflutningi. Birgir sagði að óskað hefði verið eftir leyfí til innflutnings á 100 þúsund gærum frá Ástralíu, en það myndi nægja til að halda óskertri framleiðslu í verksmiðjunni allt þetta ár. Hann sagði að birgðir verksmiðjunnar myndu klárast eftir um hálfan mánuð og því hefði ver- ið tekin ákvörðun um að segja starfsfólkinu upp nú vegna óvissu um áframhaldið. Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að lagaákvæði væm skýr um hvemig standa skuli að innflutningi á hráum gæmm og óhjákvæmilegt væri að hlíta þeim. Á hinn bóginn hefði yfirdýralæknir verið með það í athugun á hvaða verkunarstigi þær gæmr væru sem Loðskinn hf. hefur hug á að flytja inn. Sjálfsagt að viðræður haldi áfram „Mér fínnst sjálfsagt að viðræður haldi áfram milli yfirdýralæknis og skinnaverksmiðjunnar. Eftir því Verð til framleiðenda nautakjöts hækkar um 10% Samningar ríkis og rafiðnaðarmanna Smásöluverð nautakjöts hækkar um 5-7% VERÐ til framleiðenda nauta- og nautgripakjöts hækkar nú um mánaðamótin úr 283 krónum fyrir kílóið í 311 krónur, eða um 10%, og í framhaldi af því má búast við að smásöluverð nautakjöts hækki ,um 5-7%. Samkvæmt búvöralög- um tekur sexmannanefnd form- lega ákvörðun um þessa verð- breytingu, en hún er tekin í sam- ræmi við ósk fulltrúa bænda í nefndinni. Minnkandi framleiðsla Nautgripabændur segja að með minnkandi framleiðslu og vaxandi eftirspum hafí verð til bænda ver- ið að þokast upp á við frá því í apríl í fyrra, en þá var verð til framleiðenda 195 krónur kílóið. Verðþróun nautakjöts undanfarin tvö ár undirstriki að verðið sé al- gjörlega háð markaðsaðstæðum. Þannig hafi verðið vegna offram- ieiðslu á árinu 1993 lækkað á skömmum tíma úr 328 krónum kílóið niður í 195 krónur, eða um 40%. Þeir benda á að verð til neyt- enda hafí lækkað nokkuð við þetta en sala á nautakjöti aðeins aukist lítillega. Segja nautgripabændur að hið lága verð til bænda hafí orðið til þess að framleiðsla á nau- takjöti dróst veralega saman þar sem hún hafí ekki staðið undir kostnaði. Endurspeglar markaðsaðstæður Verðhækkunina nú segja naut- gripabændur því endurspegla markaðsaðstæður. Benda þeir á að nokkrir sláturleyfishafar hafi verið að bjóða bændum yfírverð, aðrir hafí auglýst eftir nautakjöti í fjölmiðlum og sláturleyfishafar hafí sótt nautgripi til slátrunar um langan veg í önnur héruð. Þá væri það nýlunda að bændum væri nú boðin staðgreiðsla, en greiðslufrestur hefði undanfarin ár alltaf verið að lengjast og al- gengt að bændur hafí fengið greitt eftir 3-4 mánuði frá slátr- un. Búist við að stað- an skýrist í dag BÚIST er við að það ráðist í dag á fundi samninganefndar ríkisins og Rafíðnaðarsambandsins hvort samningar við rafíðnaðarmenn takast án átaka. Á miðstjómar- fundi í Rafíðnaðarsambandinu í gær var samþykkt að ef til að- gerða komi myndu rafíðnaðar- menn hjá ríkinu, Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og RARIK taka þátt í samræmdum aðgerðum. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur sambandsins, sagði að á fundin- um hefði aðallega verið rætt um skæraverkföll. Guðmundur sagði að í vikunni hefði nánast slitnað upp úr viðræð- um, en í gær hefðu deiluaðilar orðið sammála um að ræða saman á nýjum granni. Deilan snúist fyrst og fremst um hvað Rafiðnaðar- sambandið hefði samið um við VSÍ 21. febrúar sl. Til að komast út úr þrasi um þá samninga hefðu rafiðnaðarmenn lagt til að samið yrði um það sama og VSÍ hefði verið að semja um í Sementsverk- smiðjunni, Jámblendiverksmiðj- unni og öðram ríkisverksmiðjum. Hann sagði að ekki væri deilt um hvað þar hefði verið samið um. Launakerfi í ríkisverksmiðjunum væru byggð upp með svipuðum hætti og launakerfi rafíðnaðar- manna sem starfa hjá ríkinu. Guð- mundur sagðist því gera sér vonir um að viðræður á þessum grunni leystu deiluna. Hansen enn efstur CURT Hansen er efstur með tveggja vinninga forskot á þau Piu Cramling og Margeir Péturs- son, sem eru í 2.-3. sæti, eftir að hann bar sigurorð af Jóhanni Hjartarsyni í níundu umferð á Norðurlandaskákmótinu sem tefld var í gær. Önnur úrslit í níundu umferð urðu meðal annars þau að Mar- geir vann Simen Agdestein, Pia Cramling vann Helga Ólafsson og Jonny Hector vann Einar Gausel. Að loknum níu umferðum er Curt Hansen með 8 vinninga, Margeir Pétursson og Pia Craml- ing með 6 vinninga, í 4.-5. sæti era Jónny Hector og Jonathan Tisdall með 5lh vinning. Tíunda og næstsíðasta umferð Norðurlandamótsins verður tefld í dag kl. 16 á Hótel Loftleiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.