Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FRÉTTIR_____________________________ Sérfræðilæknar fresta málshöfðun vegna tilvísana fram yfir kosningar Ráðuneytið segir útreikn- inga sérfræð- inga ranga HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ vísar á bug þeim fullyrðingum sérfræði- lækna að tilvísanakerfí hafi verulegan kostnaðarauka í för með sér. Ráðuneytið hefur farið yfir útreikninga sérfræðinga og heldur því fram sem fyrr, að spara megi 100 milljónir á ári með tilvísunum. Sérfræðinga- félag íslenskra lækna hefur ákveðið að bíða fram yfir kosningar með málshöfðun gegn ráðuneytinu til að freista þess að fá ógilta reglugerð um tilvísanir, sem þeir segja auka kostnað, en ekki draga úr honum. Á blaðamannafundi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins i gær voru kynntar niðurstöður ráðuneytis- ins vegna athugasemda sérfræði- lækna um kostnað vegna tilvísana. Fyrst er hafnað þeirri staðhæfmgu Sérfræðingafélagsins, að kostnaður á hverja komu hjá heilsugæslulækni sé 3.252 krónur, í stað 1.153 króna, eins og ráðuneytið hafí byggt á. í útreikn- ingum hagfræðings Sérfræðingafé- lagsins sé gert ráð fyrir að bæta þurfí 40% við kostnað við hveija komu vegna húsnæðis, viðhalds og tækja- kaupa, en útreikningar ráðuneytisins sýni að þessi kostnaður sé 10-20%. Meðalkostnaður á komu hækkar ekki um 15% Næst hafnaði ráðuneytið þeirri fullyrðingu, að meðalkostnaður á hveija komu til sérfræðings myndi hækka um 15% með tilkomu tilvís- ana, því ódýrari viðtöl og læknisverk fari frá sérfræðingum til heilsugæsl- unnar. í reiknilíkani ráðuneytisins hafí verið gert ráð fyrir að meðalein- ingafjöldi við sérfræðingsheimsókn sé sami fyrir og eftir upptöku tilvís- anakerfis. Þetta hafí verið gert til einföldunar, enda gert ráð fyrir að meðaleiningafjöldi í heilsugæslu- heimsókn yrði einnig sá sami, þrátt fyrir 20% aukningu á fjölda heim- sókna. Ráðuneytið vitnar til Verk- og kerfísfræðistofunnar hf. (VKS), sem vann reiknilíkanið og er niður- staðan sú, að séu metnar hækkanir og lækkanir gæti heildarspamaður Tryggingastofnunar (TR) numið um 100 milljónum í stað 120 á ári. í athugasemdum sérfræðinga var gert ráð fyrir að komufjöldi á hveija tilvísun yrði að meðaltali tvær, en ráðuneytið reiknaði með þremur. VKS endurskoðaði þennan lið og áætlar komufjölda nú 2,7 á hveija tilvísun og að kostnaðaráhrif miðað við 3 komur séu 4 milljóna króna minni spamaður TR en upphaflegar tölur ráðuneytisins sögðu til um. Fjórða athugasemd ráðuneytisins við útreikninga sérfræðinga lýtur að því að dregnar hafí verið rangar álykt- anir af samanburði á gjaldskrám. Sérfræðingar dragi þá ályktun af samanburði á gjaldskrám sérfræðinga og heilsugæslulækna að 16% gjald- skrárverka séu sambærileg og því geti ekki færst fleiri verk á milli. Þetta segir ráðuneytið á misskilningi byggt. Uppistaðan í gjaldskrá bæði sérfræðinga og heilsugæslulækna sé sjálft viðtalið og það verði fyrst og fremst viðtöl sem færist frá sérfræð- ingum til heilsugæslulækna. Reynslan ein geti skorið úr um hve mikil sú breyting verði. Morgunblaðið/Þorkell GUÐJÓN Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins, Sigfús Jónsson, aðstoðarmaður ráð- herra, Guðni Ingólfsson, VKS, og Sigurður Helgi Helgason, Hagsýslu rikisins, kynna athugasemd- ir ráðuneytisins við útreikninga Sérfræðifélags íslenskra lækna. Andstaða ítrekuð Sérfræðingafélagið, Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur héldu blaðamannafund í gær, þar sem ítrekuð var andstaða þeirra við tilvísanakerfíð. Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands, sagði að hvergi annars staðar í heiminum gætu menn gengið beint inn af göt- unni til sérfræðinga. Sú sérstaða sé dýrmæt í fámennu þjóðfélagi og hugmyndafræðin, sem lægi að baki núverandi kerfí, ætti sér djúpar ræt- ur í íslensku þjóðfélagi. Fram kom, að Sérfræðingafélagið hyggst bíða með áður boðaða máls- sókn á hendur ráðuneytinu, „til að gefa nýrri ríkisstjórn færi á því að endurskoða tilvísanakerfið, en ljóst er að það mun ekki leiða til sparnað- ar fyrir ríkissjóð", eins og segir í fréttatilkynningu félagsins. Þá segir einnig, að félagið telji að Sighvatur Björgvinsson eigi að standa reikn- ingsskil þess í kosningunum að koma á tilvísanakerfi og því öng- þveiti, sem það komi til með að skapa fyrir þúsundir sjúklinga. Ráð- herrann hafi hafnað friðsamlegri lausn málsins með viðræðum um raunhæfar leiðir til sparnaðar í heil- brigðiskerfinu gegn því að gildi- stöku tilvísanakerfís yrði frestað. Gefa yrði nýjum ráðherra færi á að kynna sér forsendur málsins og leysa það. Ef málið væri komið í hendur dómstóla væri hugsanlegt að nýr ráðherra teldi sig bundinn og að honum væri skylt að bíða eft- ir niðurstöðu dómstóla. Sérfræðingafélagið sendi í gær öllum alþingismönnum og efstu frambjóðendum allra framboðslista upplýsingar um lagalega meinbugi, sem félagið telur á undirbúningi og undirstöðum tilvísanaskyldu. Þar segir, að tiMsanakerfi bijóti í bága við jafnræðisreglu stjómskipunar- innar, þar sem einum hópi lækna verði veitt opinbert vald til að vísa sjúklingum til annarra hópa lækna, en hafi á sama tíma óheftan aðgang að greiðslum frá almannatrygging- um fyrir eigin starfsemi. Heilsu- gæslulæknum og heimilislæknum verði fengið stjómsýsluvald og loks leiði tilvísanakerfíð til óhæfílegra hindrana og takmarkana á sviði læknisþjónustu, sem sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga. Að lokum kom fram að Sérfræð- ingafélagið hefur sent formönnum allra stjómmálaflokka fyrirspurn- arbréf um afstöðu flokkanna til tilvís- anaskyldunnar. Árangnrslausar þreifingar íslands og Noregs í New York Norska sendinefndin andvíg tillögu Islands ÓFORMLEGAR þreifíngar hafa átt sér stað milli sendinefnda íslands og Noregs á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York um lausn Smugudeilunnar. Þessar þreif- ingar hafa hins vegar engan árangur borið, að sögn Helga Agústssonar, sendiherra og formanns íslenzku sendinefndarinnar. Norðmenn töluðu á fímmtudag gegn tillöguflutningi íslands á ráðstefnunni. Formaður Norges Fiskarlag, heild- arsamtaka norska sjávarútvegsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að næðist samkomulag á ráðstefn- unni í New York, kæmi til greina að láta íslendinga hafa kvóta í Smug- unni. Helgi segir að enga stefnubreyt- ingu í þessa átt sé að merkja hjá norsku fulltrúunum á úthafsveiðiráð- stefnunni. Nánara samband Hann segir að ágætt andrúmsloft sé þó á milli sendinefnda Noregs og íslands og menn ræði saman óform- lega á degi hveijum. Það sé hins vegar ofmælt að kalla það viðræð- ur, um þreifingar sé að ræða. í gær ætluðu fulltrúar íslands, Noregs og Rússlands að hittast í hádegismat. „Það má segja að þetta sé nánara samband en verið hefur,“ segir Helgi. íslendingar Iögðu á fímmtudag fram viðaukatillögu við 7. grein draga þeirra að úthafsveiðisáttmála, sem liggja fyrir ráðstefnunni. Greinin fjallar um samhæfingu fiskverndar- og stjómunaraðgerða á úthöfunum og leggur íslenzka sendi- nefndin til að bætt verði inn í hana nýjum lið, þar sem kveðið verði á um að tekið verði sérstakt tillit til hagsmuna ríkja, þar sem efnahags- lífið sé í yfirgnæfandi mæli háð út- flutningi sjávarafurða. Helgi segir að tillagan hafí að sínu mati hlotið nokkuð góðan stuðning meðal ríkja á ráðstefnunni, en Norð- menn hafí talað gegn henni. „Mér fannst það ógagnlegt. Við áttum ekki von á þessu frá Norðmönnum," segir Helgi. FUNDAÐ er um hafréttarmál nú eins og oft áður í höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna í New York. Dag’vist barna 15 leikskól- um lokað í mánuð FIMMTÁN leikskólar í Reykja- vík verða lokaðir í einn mánuð í sumar, frá 15. júlí til 15. ágúst. Að sögn Bergs Felixs- sonar framkvæmdastjóra Dag- vistar barna, er lokunin vegna bygginga- og lóðafram- kvæmda við skólana en þær eru óvenju miklar í sumar. Reykjavíkurborg rekur sex- tíu leikskóla og sagði Bergur að meginstefnan væri að leik- skólamir væru opnir allt árið og sumarleyfum skipt í minnst tvo hluta. „Við höfum jafnvel verið sveigjanlegri, þar sem hægt hefur verið að koma því við,“ sagði hann. „Við emm með mjög veigamiklar fram- kvæmdir á mörgum stöðum í sumar. Þetta em meiriháttar lóðaframkvæmdir og viðbygg- ingar við allmarga leikskóla. Meginástæða fyrir lokuninni em því verklegar framkvæmd- ir.“ Flestir skólanna loka í lok framkvæmdatímans frá 15. júlí til 15. ágúst. Sagði Bergur að í neyðartilvikum yrði hægt að flytja börn milli skóla þann tíma sem lokað er en ætlast væri til að foreldrar leituðu annarra leiða. Frekari að- gerðir flug- frejrja „VIÐ höfum tekið ákvörðun um frekari aðgerðir, en við gefum ekkert upp að sinni,“ sagði Erla Hatlemark; formað- ur Flugfreyjufélags Islands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þriggja daga verkfalli flug- freyja lauk á miðnætti í fyrri- nótt. Stjórn Flugfreyjufélags- ins og trúnaðarmannaráð fundaði á fimmtudagskvöld, til að taka ákvörðun um framhald aðgerða. „Við látum vinnuveit- endur og sáttasemjara vita af frekari aðgerðum, áður en við föram með það í fjölmiðla," sagði Erla. Aðspurð vildi hún ekki heldur gefa upp hvenær mætti vænta tíðinda af Flug- freyjufélaginu. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu flugfreyja og Flug- leiða frá því á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.