Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sala notaðra bifreiða Eftirlit í höndum lögreglu í Reykjavík IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneyti hyggjast leggja til við Alþingi í haust að lögum um sölu notaðra ökutækja verði breytt þannig að skýrt verði kveðið á um að í Reykjavík verði eftirlit með bílasölum í höndum embættis lögreglustjóra. í lögum um sölu notaðra öku- tækja, sem sett voru á síðasta ári, er kveðið á um að eftirlit með starf- semi bifreiðasala skuli vera í höndum sýslumanna. Ólíkt því sem gerist annars staðar á landinu eru verkefni sýslumanns í höndum þriggja emb- ætta í Reykjavík: sýslumanns, lög- reglustjóra og tollstjóra. „Með tilliti til þeirrar verkaskiptingar sem er á milli þessara embætta má segja að eðlilegra hefði verið að taka fram í lögunum að í Reykjavík væri eftirlit- ið í höndum embættis lögreglu- stjóra,“ segir í fréttatilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. í tilkynningunni segir að í umfjöll- un fjölmiðla hafi því verið haldið fram að ekkert eftirlit verði með bifreiðasölum í Reykjavík. Þetta sé ekki rétt. Embætti sýslumanns í Reykjavík muni sinna eftirlitinu í náinni samvinnu við embætti lög- reglustjóra. Þegar hafi verið gengið frá því með hvaða hætti þessari sam- vinnu verði háttað. Eftirlit með bif- reiðasölum muni því verða jafnöflugt í Reykjavík sem annars staðar á landinu. Höfn. Morgunblaðið. VERKFALL sem boðað var til á miðnætti aðfaranótt 31. mars hjá verslunar- og skrifstofufólki á Höfn í Homafirði stóð yfir í eina og hálfa klukkustund. Verkfallið leystist eftir að samið hafði verið um kauphvata- kerfí við starfsfólk Kaupfélags A- Skaftfellinga. Það felur í sér kaup- hækkanir í takt við batnandi rekstur félagsins. Samningur ASÍ og VSÍ frá 21. febrúar vora felldir á félagsfundi hjá verslunarmannafélaginu á Höfn 2. mars. Á fundinum vora aðeins 15 manns af um 100 félagsmönnum. Mest óánægja með samninginn var meðai starfsmanna Kaupfélags A- Skaftfellinga. Tilraunir vora gerðar til að ná samkomulagi milli deiluað- ila, en þær báru ekki árangur. Stuttu verkfalli á Hornafirði aflýst Kröfur verkalýðsfélagsins voru um 6.500 króna hækkun á mánuði til alls skrifstofu- og verslunarfólks sem hefði skemmri en tíu ára starfsaldur og að tveir neðstu Iaunaflokkarnir yrðu felldir niður og allir hækkuðu sem því næmi, auk hækkunar á tíma- kaupi. Félagið boðaði verkfall 22. mars. Deiluaðilar vísuðu deilunni til ríkis- sáttasemjara, en fundur hjá honum bar engan árangur. í ljósi þess að fundur hjá sáttasemjara var árang- urslaus og þess að deilan stóð fyrst og fremst milli KASK og starfsfólks þess óskuðu stjómendur kaupfélags- ins eftir að gera innanhússsamning við starfsfólk sitt um svokallaðan kauphvata. Samningar tókust um að með bættum árangri í rekstri myndu laun hækka. Samningurinn var gerð- ur með vitund og vilja samninga- nefndar verkalýðsfélagsins Jökuls. Stjóm og trúnaðarmannaráð Jök- uls felldi tillögu um frestun á verk- falli þar sem félagið hefði ekkert í höndunum um að samningur hefði verið gerður við starfsmenn KASK. Þegar ljóst var að til verkfalls kæmi komu vinnuveitendur saman og ákveðið var að kalla saman fund með öllu starfsfólki verslunarmannadeild- ar Jökuls til að kanna hug fólks til verkfallsins. Á fundinn mættu um 75% félagsmanna og var yfirgnæf- andi meirihluti andvígur verkfalli. Þegar þetta var ljost var boðað til formlegs fundar verslunarmanna með tilvísun til 17. gr. laga verka- lýðsfélagsins. Þar var samningur fé- lagsins við vinnuveitendur frá 21. febrúar samþykktur ásamt viðauka um kauphvatakerfí fyrir starfsmenn KASK. Samningurinn var samþykkt- ur með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Verkfalli var að því búnu aflýst. Hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni hafin Morgunblaðið/Þorkell DOMNEFNDIN hittist í gær til að leggja mat á tillögur sem bárust í keppnina. Hana skipa níu manns, þeirra á meðal eru Sigmundur Guðbjarnason prófessor, sem jafnframt er formaður, Guð- rún Þórsdóttir, Nýsköpunarkeppni grunnskóla, ritari nefndarinnar og Geir Þórarinn Zoéga, tækni- legur framkvæmdasljóri ÍSAGA hf. FASTEIGNA MARKAÐURINN HF ÖÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-OMO Njálsgata 30 - opið hús Mjög fallegt, mikið endurnýjað 132 fm einbýli, hæð og ris, auk kjallara, þar sem er sér 2ja herb. íbúð. Áhvílandi 5,1 millj. húsbréf. Verð 12,8 millj. Húsið er til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 15-18. ! Jón Guðmundsson, sölustjórí, lögg. fasteignasali. Ólafur Sfefánsson, viðsk.fr. og lögg. fasteignasali wmmmmmmmmma É FASTEIGNAMARKAÐURINN HF mm—mmmmmmm^ Noregur Islendingnr dæmdur í 6 mánaða fangelsi 21150-21370 LARUS Þ. VALOIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: í gamla, góða vesturbænum rúmg. sólrík 2ja herb. íb. á götuhæð í þríbhúsi byggðu 1976. Sérhiti, sérþvhús. Sérbílastæði. Fyrir smið eða laghentan. Vesturborgin - austurborgin - eignask. Góðar 5 og 6 herb. sérhæðir m. innb. bílskúrum v. Holtsgötu og Soga- veg. Eignaskipti mögul. Vinsaml. leitið nánari uppl. í lyftuhúsi við KR-heimilið stór og góð 4ra herb. íb. á 4. hæð 116,2 fm. 3 rúmg. svefnherb. Mik- il sameign. Fráb. útsýni. Vinsæll staður. Frábær greiðslukjör - gott húsnlán Suðurib. 3ja herb. á 2. hæð á vinsælum stað í Breiðholti. Öll eins ög ný. Ágæt sameign. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Nánari uppl. á skrifst. Suðurendi - sérþvottahús - bílskúr Mjög góð 4ra herb. íb. um 100 fm á 2. hæð v. Hraunbæ. Mikið út- sýni. Margs konar eignaskipti mögul. Fráb. greiðslukjör. Hjarðarhagi - Melstaravelllr Góðar sólríkar 3ja og 4ra herb. íb. á vinsælum stöðum v. Hjarðarhaga og Meistaravelli. Vinsaml. leitið nánari uppl. Lítil séríbúð í tvíbýli 3ja herb. efri hæð um 60 fm í gamla vesturbænum. Allt sér. Vinsæll staður. Tilboð óskast. í Vesturborginni óskast: Sérhæð 5-6 herb. á 1. hæð eða jarðhæð. Góð sérhæð 5-6 herb. helst í Hlíðum, Stóragerði eða Þingholtum. 2ja herb. í Grandahverfi með útsýni. Húseign í gamla bænum eða nágrenni 150-300 fm. Traustir kaupendur - margs konar eignaskipti Opið ídag kl. 10-14 í nágrenni Kennaraháskól- ans óskast íbúð með 4-5 svefnherb. AIMENNA FASTEIGHASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ÞRJÁTÍU og eins árs gamall íslend- ingur hefur verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt fjóram ungum börn- um sínum. Dómurinn féll í héraðsdómi í Heiðmörk í Noregi fyrir um tveimur vikum. Maðurinn hefur þegar af- plánað 28 gæsluvarðhaldsdaga og verða þeir dregnir frá refsingunni. Héraðsdómurinn telur sannað að um viðvarandi og skipulegt ofbeldi af hálfu hins ákærða hafi verið að ræða. Af framburði móðurinnar er ráðið að andlegt ástand föðurins hafí orsakað ofbeldið. Ofbeldi hafí þar að auki verið beitt í uppeldis- skyni. Gögn varðandi skaða barn- anna voru ekki lögð fram og því vísaði dómurinn þeim lið frá. í lokaorðum niðurstöðunnar segir að taka beri hart á ofbeldi gagn- vart bömum og tekið er fram að ofbeldi hafi verið beitt oftsinnis gagnvart fjórum bömum. Fjölskyldan flutti 19 sinnum á 10 ámm og bjó hún m.a. á íslandi, í Noregi, Bretlandi og Bandaríkjun- um. Brotin vora flest framin á meðan fjölskyldan bjó í Noregi. Börnin era nú á aldrinum 5 til 11 ára. 35 tillögur bárast HUGVÍSIR, hugmyndasam- keppni ungs fólks í vísindum og tækni, er hafin hérlendis. Dómnefnd kom saman í fyrsta sinn í gær til að leggja mat á þær tillögur sem búið er að senda inn. Verða valdar sex til- lögur í undanúrslit og þrjár þeirra sendar í Evrópukeppnina í Newcastle á Englandi 11. sept- ember. Val dómnefndar á tillög- um í undanúrslit verður kynnt 4. apríl. Frestur til að skila tillögum rann út 27. mars. Er keppnin hluti af mannauðsáætlun Evr- ópusambandsins og gangast ÍSAGA hf., menntamálaráðu- neytið og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við fag- félög á sviði vísinda og tækni fyrir henni hérlendis. Evrópu- sambandið sér um framkvæmd Evrópukeppniiínar. Keppnin er opin öllum skólanemum á aldr- inum 15-20 ára og er miðað við að tillögurnar feli í sér nýjung- ar á sviði vísinda eða tækni. Hinn 20. maí verður sýning á tillögum í Gerðubergi og verð- launaafhending fyrir þær þijár sem valdar verða í Evrópu- keppnina. Guðrún Þórsdóttir á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, sem sæti á í dómnefndinni, seg- ir að 35 tillögur hafi borist í keppnina þrátt fyrir kennara- verkfall og þónokkrar uppfinn- ingar. Fræðslustjórar og menntamálaráðherra ræða skólalok Ovíst um kennslu í grunnskólum ÁKVÖRÐUN um hvernig kennslu í 1.-9. bekk grunnskólans verður hagað á þessu skólaári verður tekin á fundi allra fræðslustjóra í landinu og menntamálaráðherra nk. mánu- dag. Kennarafélögin og skólastjórar leggja mikla áherslu á að allir nem- endur grunnskólans fái einhveija viðbótarkennslu vegna verkfallsins, en ekki bara nemendur 10. bekkjar. Menntamálaráðherra vill að sú viðbótarkennsla í 1.-9. bekk, sem vilyrði hefur verið gefín um að verði veitt, verði notuð til að bæta nem- endum sem verst standa upp það sem tapaðist í verkfallinu. Kennarar vilja hins vegar að allir nemendur fái viðbótarkennslu og að hluti hennar verði unninn á þessu skóla- ári. Þeir benda á yfírlýsingu sem menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra gáfu í tengslum við kjara- samningana þar sem segir að heim- ilt sé að ráðstafa hluta af viðbótar- kennslumagni á þessu skólaári ef skólastjórar, fræðslustjórar og menntamálaráðuneyti telji þörf á því. Kennarar telja mikilvægt að þetta mat verði fyrst og fremst lagt í hendur skólastjóra. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, sagðist vonast eftir að á fundi fræðslustjóranna með ráðherra yrði tekin ákvörðun um hversu mikla viðbótarkennslu skólastjórar mættu bæta við á þessu skólaári. Hún sagði þegar ákveðið að nemendur 10. bekkjar fengju 40 tíma aukakennslu á þessu skóla- ári. Rætt væri um að 10. bekk yrði kennt á laugardögum og í dymbil- viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.