Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FATAHREINSUNIN HOFSBOT 4 SIMI 24427 Vaígarður Stefánsson hf IVIIIODS- OG HEILDVERSIUN lljallcyrargiilu 12 - Sími 2I8W) AKUREYRI Tónlistarskóli Eyjafjarðar Vínartón- leikar við Hrafnagil VÍNARTÓNLEIKAR söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir í blómaskálanum Vín við Hrafnagil á morgun, sunnudaginn 2. apríl kl. 20.30. íslensk og erlend sönglög Fram koma sex söngnemendur, Anna Júlíana Þórólfsdóttir, Elvý Hreinsdóttir, Herdís Armanns- dóttir, Ingunn Aradóttir, Jóhannes Gíslason og Valgerður Schiöth og flytja íslensk og erlend sönglög, óperuaríur, dúetta og tersetta. Undirleik annast Dórótea Dagný Tómasdóttir og Guðjón Pálsson. Aðgangur er ókeypis en veitingar seldar í hléi. 13 daga skíðaganga til ísafjarðar INGÞÓR Bjarnason skíðagöngu- maður á Akureyri leggur í dag, laugardag, af stað í 13 daga göngu til Isafjarðar. Hann verð- ur einn á ferðinni og áætlar að renna sér niður í Tungudal í ísafirði á skírdag ogjafnvel taka þar þátt í skíðagöngumóti ef vel liggur á honum. Ingþór er vanur löngum og ströngum skíðagönguferðum, hann gekk yfir Grænlandsjökul með feðgunum Ólafi Erni Har- aldssyni og HaraUli Ólafssyni fyrir tveimur árum. „Nú verð ég einn, en ég hef aldrei áður farið svo langa skíðagönguferð alveg aleinn og óstuddur þannig að það verður gaman að sjá hvernig tekst til,“ sagði Ingþór. Hann leggur af stað upp úr Eyjafirði, upp Vatnahjalla og tekur stefnuna upp á hálendið og fær hann vélsleða til að draga fyrir sig búnaði upp erfiðasta hjallann í byijun. Þá tekur hann stefnuna í suðvesturátt og geng- ur inn fyrir daldrög Skagafjarð- ar, vestur eftir Eyvindastaða- heiði, Auðkúluheiði og vestur Arnarvatnsheiði og köma síðan niður að Brú í Hrútafirði. Þá Ieggur hann á Laxárdalsheiði og gengur norður eftir heiðum í Strandasýslu en sveigir síðan til vesturs á Kollabúðarheiði og fer yfir Þorskafjarðarheiði vest- ur eftir Glámuöræfum, síðan er ætlunin að fara niður Breiða- dalsheiði niður í Isafjörð og koma niður í Tungudal á skír- dag, 13. apríl næstkomandi. „Ég mæti beint á skíðaviku ísfirð- inga og ef ég verði í góðu stuði ætla ég að taka þátt í göngu- keppni sem fram fer í Tungudal á skírdag,“ sagði Ingþór. Tilgangur Ingþórs með skíða- göngunni til ísafjarðar, þeirri Iengstu sem hann hefur farið í Morgunblaðið/Rúnar Þór einn er tvíþættur. „Þetta er ákveðin ævintýramennska. Þeg- ar maður er einu sinni byijaðar á þessu er erfitt að hætta og það er gaman að reyna sig, sjá hvað maður getur einn og óstuddur," sagði Ingþór en ann- ar tilgangur ferðarinnar er að safna fé til styrktar ungu skíða- göngufólki sem ætlar að taka þátt í Olympíuleikum æskunnar. Áheitalistar liggja frammi á bensínstöðvum á Akureyri og hjá dagblaðinu Degi. Einn elsti og stærsti tónlistarskóli landsins kynnir starfsemi sína 500 nemend- ur í 7 deildum KYNNINGARDAGUR Tónlistar- skólans á Akureyri verður á morg- un, sunnudaginn 2. apríl í íþrótta- skemmunni. Dagskráin hefst kl. 11.00 og stendur fram að kvöld- mat. Tónleikar verða haldnir á hálf- tíma fresti, hinir fyrstu 11.30 og þeir síðustu hefjast kl. 18.00 en á þeim verður reynt að gefa mynd af fjölbreytninni í starfsemi skól- ans, allar stærri hljómsveitir skól- ans koma fram, sampilshópar, ein- leikarar og söngvarar. Milli tónleika geta gestir gengið milli sýningarbása og kynnst starf- semi einstakra deilda, sýnd eru kennslugögn og hljóðfæri sem fólk getur prófað. Veitingasala er í umsjá foreldrafélags skólans, efnt verður til spurningakeppni og í tengslum við kynninguna sýna Kristjana Arndal og Gunnar Kr. Jónasson málverk í íþróttaskemm- unni og Gréta Berg málar myndir af gestum á staðnum. Tónlistarskólinn á Akureyri er einn af elstu tónlistarskólum lands- ins, stofnaður í ársbyijun 1946. Nemendur eru á bilinu 450-550 árlega og kennarar um 30 talsins og er skólinn einn af stærstu tón- listarskólum landsins og býður upp á fjölbreytt nám. Við skólann er forskóladeild, gítardeild, söngdeild, píanódeild, blásaradeild, strengja- MAGNÚS Magnússon og Jón Gísli Egilsson nemendur Tón- listarskólans á Akureyri. deild og alþýðutónlistardeild. Síðast efndi tónlistarskólinn til kynningardags með svipuðu sniði árið 1987 og komu þá um 3.000 manns. Lifi og hrærist í tónlistinni „ÉG byrjaði að læra á trompet í tónlistarskólanum í Mosfellsbæ þegar ég var 9 ára og hef verið að síðan,“ sagði Magnús Magnús- son. „Mamma vildi að við bræð- urnir lærðum á klarinett, en það var ekki til í skólanum þegar við byijuðum, við fengum gamla bey- glaða lúðra. Þetta var spennandi byijun, mjög gaman þannig að ég hef haldið áfram í þessu.“ Magnús hefur lært á trompetinn í 11 ár, tekur 6. stigið í vor, en hann stundar nám á tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri og lýk- ur því vorið 1996. Þá stefnir hann á framhaldsnám í tónlistinni. Fengum gamla beyglaða lúðra en það var spennandi byrjun „Það má segja að tónlistin sé mitt aðaláhugamál og er þá vægt til orða tekið, maður lifir og hrær- ist í þessu. Gerir lítið annað en læra og spila,“ sagði Magnús sem m.a. spilar í Kammerhljómsveit tónlistarskólans og er í úrvalssveit blásaradeildar. Þetta er annað ár Magnúsar í Tónlistarskólaniim á Akureyri og segist hann kunna vel við sig þar. Blásaradeildin sé í véxti eftir nokkra lægð. „Það er að birta til þar og við erum að ná upp góðri breidd í hópnum," sagði Magnús. Hann sagði kynningardag eins og þann sem efnt verður til á morgun hafa miklar þýðingu. „Fólki gefst færi á að kynnast þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í skólanum, en þarna verður dagskrá allan daginn og tilvalið að kíkja við og sjá hvað þarna fer frám,“ sagði Magnús. /~ Morgunblaðið/Rúnar Þór Ætla að verða gítarleikari JÓN Gísli Egilsson er 8 ára nem- andi í gítardeild Tónlistarskólans á Akureyri. Hann byijaði að læra á gítar í fyrravetur og er afar áhugasamur nemandi sem ætlar sér að halda áfram að læra. „Þetta er annar veturinn minn og mér finnst mjög gaman að læra á gítar,“ sagði Jón Gísli. „Gítarinn er besta hljóðfærið," svaraði hann aðspurður um hvers vegna gítarinn hefði orðið fyrir valinu. Hann segist stundum leika sér á píanói heimilisins, „ég er ekki að æfa, bara leika mér á píanóið," ítrekar hann. Jón Gisli fer í tónlistarskólann tvisvar í viku, kennarinn Örn Við- ar er uppáhaldsgítarleikarinn hans en uppáhaldslagið er stúdía og kvaðst hann nokkuð klár í að spila það. „Ég ætla að verða gítar- leikari þegar ég verð stór, ég er ákveðinn í að halda áfram að læra því það er svo skemmtilegt," sagði Jón Gísli. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður í Safn- aðarheimilinu kl. 11.00. Fimm ára börn, sem ekki hafa feng- ið bókina Kata og Óli fara í kirkju geta vitjað hennar í sunnudagaskólanum. Ferm- ingarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 10.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulest- ur og bænastund í kirkjunni kl. 11.00 í dag, Fjölskyldu- guðsþjónusta verður í kirkj- unni kl. 11.00 og er vænst þátttöku fermingarbarna. Barnakór kirkjunnar leiðir söng. Fundur æskulýðsfé- lagsins er kl. 18.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00, allir velkomnir. Heim- ilasamband fyrir konur á mánudag kl. 16.00. HVITASUNNUKIRKJAN: Ársfundur safnaðarins kl. 14.00 í dag. Vakningasam- koma, predikari Absalom Dlamini, forstöðumaður Hvítasunnudafanaðarins í Swasilandi, hann er orku og umhverfismálaráðherra landsins. Brauðsbrotning á sunnudag kl. 11.00, vakninga- samkoma kl. 15.30, ræðu- maður Absalom Dlamini. Bibl- íulestur á miðvikudag og barnakirkjan á föstudögum. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.