Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stjómarformaður Sjóvár-Almennra um dóm Hæstaréttar Leikreglum í tryggingum breytt eftirá BÚAST má við að dómur Hæstaréttar um að leggja 4,5% ávöxtunar- kröfu í stað 6% til grundvallar- þegar gerð eru upp örorkutjón leiði til þess að bótagreiðslur Sjóvár-Almennra hækki mikið vegna slysatjóna sem urðu fyrir 1. júlí 1993. Þetta kom fram í ræðu Benedikts Sveins- sonar, stjórnarformanns Sjóvár-Almennra á aðalfundi félagsins í gær. Hæstiréttur hafnaði í fyrradag verklagsreglum tryggingafélaganna um bætur fyrir minniháttar líkamstjón í dómi í máli ungs manns sem hlaut 10% örorku í umferðarslysi. Fjölmörg mál af svipuðu tagi hafa beðið óútkljáð eftir því að afstaða Hæstaréttar lægi fyrir. SJÓVA QIIALMENNAR 15 stærstu hluthafar í marsi995 Hluthafi Hlutafjáreign, nafnverð, þús. kr. Eignarhlutfail Gull og silfur hækka London. Reuter. VAXTALÆKKUN þýzka seðlabankans á fimmtudaginn olli hækkun á verði góðmálma í lok tíðindalítillar viku á hrá- vörumarkaði. Fjárfestar segja að ef auð- veldara verði að fá lán í Þýzkalandi kunni vextir að lækka annars staðar og þeir telja að það muni styrkja málma eins og silfur. „Þar sem Þjóðvetjar vilja axla sinn hluta ábyrgðarinnar á verðbólgunni í heiminum telja margir fjárfestar ástæðu til að kaupa góðmálma," sagði sérfræðingur í Sviss. Nánar um stöðu hrávarn- ing_s í vikunni: Á fimmtudaginn hækkaði verð á SILFRI um 12% og verðið komst í 5.17 dollara únsan. Eins og við var búizt hækkaði verð á PLATÍNUM líka og komst í 431.60 dollara únsan, hæsta verð síðan 4. desember 1990. GULL seldist á upp undir 390 dollara únsan i gær og hafði hækkað um 3.15 doll- ara. Þegar gullverðið er kom- ið upp fyrir 384.50 dollara únsan má búast við meiri hækkunum að sögn sérfræð- inga. Mikil eftirspurn eftir HRÁ- OLÍU í Bandaríkjunum og Evrópu hefur valdið hækkun á verði. Verð á Norðursjáva- rolíu komst í 18 dollara tunn- an og hefur ekki verið hærra í sjö mánuði. Verð á KOPAR fór ekki niður fyrir 2,900 dollara tonn- ið og birgðir í heiminum nægja aðeins til 4 1/2 vikna. Verð á ÁLI var stöðugt, um 1,875 dollarar, og birgðir af því hafa einnig minnkað. Lítið var um að vera á korn- markaði, nema hvað Marokkó bauð í 220,000 tonn af HVEITI. Verð á KAFFI hækkaði nokkuð um leið og óvissa ríkir áður en útflutn- ingstakmarkanir taka gildi 10. apríl. Verð á KAKÓ er næstum því eins lágt og 1995 þegar það var 932 pund tonnið. SYKUR lækkaði í verði og FLUTNINGSKOSTNAÐ- UR sömuleiðis. Skip sigla frá Austur-Asíu til Atlantshafs í leit að farmi. Benedikt sagði að dómurinn yrði til þess að skaðabætur hækkuðu í viðkomandi máli. Sjóvá-Almennar hefðu ekki lokið við að fara yfir dóminn þó að búast mætti við að bótagreiðslur hækkuðu. „Þessi dómur sýnir enn hversu erfitt vá- tryggingaumhverfið hefur verið hér á landi, þar sem leikreglum er breytt eftirá,“ sagði Benedikt. Aukin tjón í uppsveiflum Ýmsar blikur eru á lofti í trygg- ingastarfseminni, sagði Benedikt, Reynslan hefði kennt mönnum að efnahagslegunj bata fylgdi aukin tjónatíðni. Samkeppni frá erlendum félögum myndi aukast með opnun markaðarins vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Sjóvá- Almennar hefði styrkt sig mjög á undanfömum þremur ámm og væri því vel búið undir hina fyrirsjáan- legu baráttu á tryggingamarkaðn- um á komandi árum. Árið 1994 hefði hagnaður orðið sá mesti í sögu fyrirtækisins, iðgjaldatekjur hefðu aukist og dregið hefði úr tjónum. Ekki væri ólíklegt að vátrygg- ingamiðlun - sem væri nýmæli í kjölfar nýrra laga - næði ein- hverri fótfestu hér á landi, en þó virtist líklegt að samkeppnisstaða innlendra vátryggingafélaga hlyti að verða allgóð þegar átt væri við keppinauta sem ekki hefðu starfs- stöð hér á landi. Vátryggingamiðl- arinn tæki þóknun fyrir sitt starf og því væri rekstrarkostnaður vegna slíkra viðskipta hærri en í milliliðalausum samskiptum trygg- ingafélags og viðskiptavinar. 1. Helga Ingimundardóttir 40.468 2. Festing hf. 33.356 3. Burðarás hf. 32.101 4. Guðný Halldórsdóttir 18.759 5. H. Benediktsson hf. 18.023 6. Kristín H. Halldórsdóttir 17.036 7. Benedikt Sveinsson 12.201 8. Björn Hallgrímsson 11.137 9. Einar Sveinsson 9.396 10. Hjalti Geir Kristjánsson 9.246 11. Skeljungur hf. 8.712 12. Ingimundur Sveinsson 4.568 13. Db. Baldvins Einarssonar 4.539 14. Guðrún Sveinsdóttir 3.827 15. Guðrún Kristjánsdóttir 3.639 417 aðrir hluthafar 108.404 12,07% 9,94% 9,57% 5,59% 5,37% 5,08% 3,64% | 3,32% 2,80% Hlutafé samtals: 335,4 millj. H2,76% 3 2,60% ||1,36% 11,35% |j1,14% 11,09% Síðasta viðskiptagengi var 6,5 Bílaumboð Bílheimar taka við Saab-umboðinu Varahlutaþjónusta að Sævarhöfða 2 BÍLHEIMAR HF. hafa tekið við Saab-umboðinu á íslandi og bjóða upp á viðgerðir og varahlutaþjón- ustu fyrir Saab-eigendur frá og með mánudeginum. Bílheimar hafa keypt Saab-varahlutabirgðir Globus hf. og eru að flytja þær í húsnæði Ingvars Helgasonar hf. að Sævar- höfða 2, þar sem framtíðarhúsnæði Bílheima verður einnig, að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fram- kvæmdastjóra Bílheima og Ingvars Helgasonar hf. Júlíus sagði að einnig hefði verið samið við Saab í Svíþjóð um sölu á nýjum Saab-bifreiðum og yrði skrif- að undir þann samning í næstu viku. Hann sagði að þegar Globus hefði selt sína bíladeild til Brim- borgar fyrir skömmu hefði komið fram að Saab vildi sameinast um- boðsaðila General Motors á íslandi, en GM á stóran hlut í Saab. Fyrir- tækin tvö hefðu því óskað eftir því við Bílheima, sem hafa umboð fyrir GM, að taka að sér sölu á Saab. Júlíus sagði að fyrst í stað yrði mest að gera í viðgerðum og vara- hlutaþjónustu, þar sem mikið væri af Saab-bílum í umferð á íslandi og þeir væru þekktir fyrir endingu. Salan á nýjum bílum hefði verið fremur lítil síðustu ár, en Saab- verksmiðjurnar væru nú að sækja í sig veðrið á ný og hugsanlega yrði þá breyting þar á. Félögum í ALVÍB fjölgar RAUNÁVÖXTUN í Almennum lífeyrissjóði VÍB árið 1994 var 6,2% og hefur raunávöxtun frá upphafi (sl. 5 ár) verið 8,6% að jafnaði. Sjóðfélagar í árslok 1994 voru samtals 1193 og fjölgaði um 263 á árinu 1994. Fyrstu mánuði ársins 1995 hef- ur sjóðsfélögum haldið áfram að fjölga og eru þeir nú 1250 talsins. Þetta kom fram á almennum fundi sjóðsfélaga í ALVÍB sem var haldinn þriðjudaginn 21. mars sl. Heildareignir ALVÍB voru 758 m.kr. og hækkuðu um 250 m.kr. á árinu 1994 eða um 48% umfram hækkun láns- kjaravísitölu. ALVIB er annar stærsti séreignalífeyrissjóður- inn hjá verðbréfafyrirtækjum og er markaðshlutdeild hans 23%. Rekstrarkostnaður árið 1994 var 3,3 m.kr. sem jafn- gildir 0,4% af meðaleignum. Sjóðsfélagar fá ársfjórðungs- lega send yfirlit um hreyfíngar á ársfjórðungnum og inneign í lok tímabils. Á hverju yfirliti er raunávöxtun hvers sjóðsfé- laga reiknuð sérstaklega út. Hagkaup í Garðabæ? HAGKAUP hefur að undan- förnu kannað möguleika á að opna verslun í Garðabæ og m.a. átt í viðræðum við eigend- ur verslunarmiðstöðvarinnar við Garðatorg 1 þar sem mat- vöruverslunin Garðakaup er til húsa. Óskar Magnússon, for- stjóri, segir að fyrirtækið hafi lengi haft áhuga á verslunar- rekstri á þessu svæði. Þannig hafi háttað til við Garðatorg að tíð eigendaskipti hafi átt sér stað á versluninni og reksturinn gengið misjafnlega. „Við telj- um að sumu leyti að þetta sé vegna þess að reksturinn hafi gengið kaupum og sölum á allt- of háu verði.“ Hagkaup hefur átt viðræður við núverandi húseigendur en samkomulag ekki tekist, að sögn Óskars. „Þarna hefur ekki átt sér stað endurnýjun að neinu gagni í allan þennan tíma og við höfum skoðað það mál ásamt núverandi húseiganda samhliða því að kanna þann möguleika að byggja." íslenska útvarpsfélagið er enn að vinna upp tap fyrstu áranna Ennþá bið eftir greiðslu arðs AFKOMA íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur Stöð 2 og Bylgj- una, var góð í fyrra eins og undanfarin ár, þó að enn sé verið að vinna upp tap fyrstu þriggja áranna. HLUTHAFAR íslenska útvarpsfé- lagsins hf. þurfa enn um sinn að bíða eftir að fá arð af sínu hiutafé þrátt fyrir að félagið hafi verið rek- ið með á annað hundrað milljóna hagnaði síðastliðin fjögur ár. Ekki hefur enn tekíst að vinna upp tap fyrstu þriggja rekstrarára félagsins sem á verðlagi dagsins í dag er um 860 milljónir króna. Þetta kemur fram í ávarpi Sigurðar G. Guðjóns- sonar, stjómarformanns félagsins, í ársskýrslu sem lögð var fram á aðalfundi á miðvikudag. Útistandandi hlutafé félagsins var í lok árs 1994 liðlega 548 millj- ónir en á sama tíma var eigið fé 395 milljónir. Því vantar ennþá 153 milljónir til þess að jafna hlutafé félagsins og skila hiuthöfum aftur því fjármagni sem þeir lögðu fram á sínum tíma. Miðað við 10% vexti hefði sú fjárhæð átt að vera búin að skila eigendum sínum 330 milij- ónum króna. Einn nýr stjórnarmaður Gunnar Þór Ólafsson, sem kenndur er við Miðnes, var kjörinn í stjórn íslenska útvarpsfélagsins í stað Símons Ásgeirs Gunnarssonar. Gunnar Þór er fulltrúi Siguijóns Sighvatssonar í stjórninni. Auk Gunnars Þórs voru endur- kjörnir í stjórn þeir Sigurður G. Guðjónsson, formaður, Jón Ólafs- son, Jóhann J. Ólafsson, Páll Magn- ússon, Einar S. Hálfdanarson, og Garðar Bjarnason. Endurskoðandi var kjörinn Símon Ásgeir Gunnars- son og kemur hann í stað Gunnars Sigurðssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.