Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 25 FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT l mm Oánægðir bændur BÆNDUR í Bæjaralandi eru ekki ánægðir með kjör sín og telja ástæðu þess vera sterka stöðu þýska marksins gagnvart öðrum evrópskum gjaldmiðlum. Mót- mæltu þeir bágum kjörum í Miinchen í gær með því að ganga um með risavaxin mörk. Samtök evrópskra hægriflokka Walesa segir Pólverja ætla að gerast aðilar að NATO Afskiptasemi Rússa verður ekki þoluð Stokkliólmi. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, sagði í gær, að Pólveijar ætluðu að gerast aðilar að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, hvað sem liði mótmælum Rússa og lagði áherslu á, að ekki yrði þoluð afskiptasemi af hálfu „ný-heimsvaldasinnaða“ nágrannans í austri. Walesa er nú í opinberri heimsókn í Svíþjóð. „Stækkun NATO í austur mun auka stöðugleika og öryggi ríkjanna í Mið-Evrópu og er á engan hátt ógnun við Rússa. Þvert á móti teng- ir það Rússland, Úkraínu, Hvíta Rússland og Eystrasaltsríkin betur við sameinaða Evrópu og greiðir fyrir lýðræðislegum stjómarhátt- um,“ sagði Walesa í ræðu, sem hann flutti hjá Alþjóðafriðarrann- sóknastofnuninni í Stokkhólmi. Gamall arfur Walesa kvaðst skilja að sumu leyti áhyggjur Rússa en sagði, að þeir hefðu ekkert neitunarvald í þessum efnum. NATO væri auk þess annað en það var og myndi breytast enn meir við tilkomu nýrra aðildarríkja. Hann sagði hina nýju heimsveldastefnu, sem vart hefði orðið við í Rússlandi, vera áhyggju- efni en þar væri um að ræða sögu- legan arf, sem Rússar yrðu sjálfir að afsala sér. Walesa er í þriggja daga heim- sókn í Svíþjóð og hefur meðal ann- ars rætt við Ingvar Carlsson forsæt- isráðherra um umsókn Pólveija um aðild að Evrópusambandinu. Kvaðst hann vera mjög ánægður með við- brögð Svía í því efni. Stofnanir ESB verði skilvirkari FUNDI flokka kristilegra demókrata og íhaldsmanna í Evrópu lauk í Brussel í gær. I lokaályktun fundar- ins segir að efla verði stofnanir Evr- ópusambandsins á ríkjaráðstefn- unni, sem hefst á næsta ári, þannig að þær geti brugðizt við aðsteðjandi vanda og að þær verði skilvirkar, þótt aðildarríkjum fjölgi á næstu árum. Ályktunin er gefin út í nafni Evr- ópska alþýðuflokksins (EPP), sem er þingflokkur hægrimanna á Evr- ópuþinginu, og Samtaka lýðræðis- flokka í Evrópu (EDU), en þar eiga hægriflokkar frá 31 ríki aðild, þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálf- stæðismenn áttu ekki fulltrúa á fundinum í Brussel. í lokaályktuninni er boðað að ann- ar fundur verði haldinn til að fjalla nánar um undirbúning ríkjaráð- stefnu ESB á næsta ári. Þar segir jafnframt að samtökinn viðurkenni „þörfina fyrir Evrópusambandið sem tryggingu fyrir friði, frelsi og vel- sæld borgara í löndum okkar, vernd umhverfisins, baráttu gegn glæpum og atvinnuleysi og fijálsu framtaki á æ stærra svæði stöðugleika." Einfaldari ákvarðanataka EPP og EDU leggja til að ákvarð- anataka á valdsviði evrópskra stofn- ana verði gerð einfaldara og skilvirk- ari, borgararnir eigi heimtingu á að vandamálin séu ekki aðeins rædd, heldur leyst. Hægrimenn vilja skil- virkari framkvæmdastjórn, meira vald til Evrópuþingsins og flestir þátttakendur á fundinum vilja að meirihlutaatkvæðagreiðslur verði notaðar í fleiri málum. Hægrimenn vilja jafnframt gera ákvarðanatöku ESB gagnsærri og skilgreina ábyrgð í stjómkerfi sam- bandsins betur. Þeir vilja efla lýð- ræði og auka þátttöku þjóðþinga í stefnumótun fyrir fundi ráðherrar- áðsins. Þeir leggja áherzlu á nálægð- arregluna, þ.e. að ákvarðanir séu teknar eins nálægt borgurunum og hægt er. í því sambandi segir í lokaá- lyktuninni: „Sveitarstjórnir, héruð, ríki og Evrópusambandið eru öll hluti af evrópskri heild. Þau eiga ekki andstæða hagsmuni, heldur bæta hvert annað upp. Fjölbreyti- leiki Evrópu er hinn stóri kostur álf- ur, einingin er styrkur hennar." Svíar og Finnar áfram hjá ESA? • MARGT bendir nú til að áfram verði sænskir, finnskir og austur- rískir starfsmenn hjá Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) þrátt fyrir að þessar þjóðir hafi nú gengið úr EFTA í Evrópusambandið. Norska blaðið Aftenposten greindi frá því í vikunni að þó að fjöldi staða hafi verið auglýst- ur hjá ESA á dögunum virðist sem margar þeirra séu skradd- arasaumaðar fyrir núverandi starfsmenn. Blaðið segir gæta óánægju með þetta meðal nor- skra cmbættismanna þar sem svo virðist sem ætlunin sé að skipa Finna eða Svía í stöðurnar, en ekki Norðmenn, sem greiða nú um 45-46% af heildarveltu ÉFTA. Svisslendingar greiða 48% og Islendingar og Liechtenstein- búar rest. H(já EFTA-stofnunum í Brussel hafa menn mótmælt því að farið verði út í „þjóðernis- hreinsanir“ og einnig hafa heyrst raddir um að hættulegt geti ver- ið að einungis Islendingar og Norðmenn starfi hjá ESA. Þá gæti farið svo að ESB færi fram á að framkvæmdastjórnin sæi um eftirlitshlutverk stofnunarinnar. • JOHN Bruton, forsætisráð- herra írlands, segir við Irish Press að margir Evrópubúar geti líklega ekki nefnt einn ein- asta Evrópuþingmanna á nafn. Stefnir hann að því að reyna að knýja í gegn róttæka endur- skipulagningu á reglum ESB er írar taka við forystunni þar á næsta ári. Þá hvatti hann til þess að forseti framkvæmdastjórnar- innar yrði kjörinn í beinni kosn- ingu. • PEKKE Silvennoinen, forseti Evrópsku kjarnorkusamtakanna, segir í Frankfurter Allgemeine Zeitung&d án kjarnorku myndi útblástur af koltvísýringi í Evr- ópusambandinu aukast um tvo þriðju. • ALAIN Juppe, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær að Evrópuþingið myndi ekki sam- þykkja samning ESB og Tyrk- lands um tollabandalag nema tyrknesk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækum breytingum á stjórnar- skránni og tyrkneskri löggjöf um mannréttindamál og lýðræði. • UPPLÝST var í París i gær að þrátt fyrir mikla gagnrýni Evrópuríkja á hernað Tyrkja á hendur Kúrdum væru sögur um að ESB hygðist leggja vopnasölu- bann á Tyrkland úr lausu lofti gripnar. Flóttamenn flýjaBúrúndí LITILL drengur aðstoðar móð- ur sína við að lyfta föggum fjöl- skyldunnar upp á höfuð hennar svo að fjölskyldan geti flúið frá Búrúndí. Flóttamenn frá Rú- anda, sem flúðu á síðasta ári til Búrúndi, halda för sinni nú áfram til Tansaníu í kjölfar endurtekinna árása hersins í Búrúndí. Ofbeldisalda hefur riðið yfir landið að undanförnu og óttast margir að alda fjölda- morða sem hófst í Rúanda fyrir réttu ári, sé að að endurtaka sig í nágrannaríkinu. Hafa túts- ar, sem eru í flestum helstu valdastöðum í Búrúndi, ítrekað ráðist gegn hútúmönnum sem hafa flúið höfuðborgina Buj- umbura. San Francisco ballett- inn húsnæðislaus 1 tvö ár Boston. Morgunblaðið. ÓVISSA blasir nú við San Franc- isco ballettinum, sem undanfarin ár hefur lagt jafnt gagnrýnendur sem áhorfendur að fótum sér und- ir stjórn Helga Tómassonar. Leik- húsinu, sem ballettinn deilir með óperu borgarinnar, verður lokað um áramót til viðgerða, sem taka eiga tvö ár. „Þetta verður mjög erfitt," sagði Helgi í samtali við Morgun- blaðið. Við munum þurfa að sýna í tveimur litlum leikhúsum, þar sem komast miklu færri áhorfend- ur en í leikhúsið." Sem kalifornískur skjálfti í grein í dagblaðinu The Boston Globe sagði að vandi ballettsins „væri af svipaðri stærðargráðu og kalifornískur jarðskj álfti“ og það gæti haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir dansflokkinn að missa heimili sitt í tvö ár, kostað bæði áskrifendur og dansara. „Það er ljóst að tekjur okkar munu minnka,“ sagði Helgi á skrifstofu sinni í San Francisco. „Við vitum ekki hvemig verður með áskrifendur. Ekki fyrr en að því loknu. Viðgerðimar hefjast ekki fyrr en 1. janúar á næsta ári.“ Helgi kvaðst litlar áhyggjur hafa af því að dansarar hyrfu á braut. „Það er alltaf hægt að finna Verður mjög erf- itt, segir Helgi Tómasson dansara," sagði Helgi. „Það er hins vegar ljóst að um leið og tekjumar minnka munu útgjöldin aukast. Það er því meiri hætta á því að við þurfum að segja upp dönsurum, ef við lendum í pening- akröggum af því að við missum leikhúsið, en að þeir fari frá okk- ur/‘ í grein Christine Temin i The Boston Globe segir að Helga hafí á tíu árum tekist „að móta einn besta [ballett] í heimi“. „Það, sem er eftirtektarverðast við dansflokkinn, er ekki stjörn- urnar, heldur hinn samstillti list- ræni metnaður, sem [Helgi] hefur tamið hveijum og einum dansara og hinn skýri klassíski stíll þeirra, sem kemur meira að segja nútíma danshöfundum vel,“ skrifar Tem- in. „Þegar hann dansaði með bal- lettinum í New York var [Helgi] hógværastur og glæsilegastur dansara og þeirra minnst gefínn fyrir brellur. Þessum stíl hefur honum tekist að blása dönsurum sínum í San Francisco í bijóst.“ Uggvekjandi vitnisburður ... Hún bætir því við að það sé „uggvekjandi vitnisburður um veika stöðu bandarískra listastofn- ana að þessi framúrskarandi dans- flokkur sé í hinni minnstu hættu“. Ballettinn í San Francisco hefur árlega úr um 18 milljónum dollara að spila og við hann starfa 64 dansarar. Húsnæðisleysið gæti valdið tímabundnum vandræðum, en harla ólíklegt er að það muni há honum til langframa. Lokaverkefni ballettsins I vor nefnist Sameinuð dönsum við (Un- ited We Dance). Tilefnið er að 50 ár eru liðin frá því að stofnsátt- máli Sameinuðu þjóðanna var und- irritaður í San Francisco. Auk San Francisco ballettsins koma þar fram þrettán dansflokkar frá Suð- ur- og Norður-Ameríku, Asíu, Ástralíu og Evrópu dagana 9. til 14. maí. Þar verður Kaupmanna- hafnarballettinn og Þjóðarballett Kúbu. „Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þessar sýningar og miðar hafa selst vel,“ sagði Helgi. „Ráða- menn borgarinnar báðu okkur um að gera eitthvað í tilefni undirritun- arinnar og þeir urðu gífurlega hrifnir þegar ég kom með hug- myndina að Sameinuð dönsum við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.